Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR THE White House Blues. Sveitarfélögin á Vesturlandi með samvinnu um sorphirðu Sorp urð- að í landi Fíflholta SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á fyrirhugaða urðun sorps í landi Fíflholta í Borgarbyggð en nýlega keyptu sveitarfélögin á Vest- urlandi landið til slíks brúks. Stefnt er að því að urðun hefjist á næsta ári. Skilyrði Skipulags ríkisins eru að sigvatn verði hreinsað í samræmi við ákvæði mengunarvarnarreglu- gerðar og því verði veitt í Norðurlæk og þannig tryggt að mengunaráhrifa gæti ekki. Einnig er sett sem skil- yrði að haft verði samráð við Nátt- úruverndarráð um efnistöku til urð- unar. Til athugunar var einnig annar kostur, urðun í landi Jörfa í Kol- á umhverfi, náttúruauðlindir og beinsstaðahreppi og er það mat samfélag ef sett eru sambærileg skipulagsstjóra að urðun þar hafi skilyrði og varrúðarráðstafanir og í ekki í för með sér umtalsverð áhrif Fíflholtum. Yfirlýsing formanns Fangavarðafélags íslands Grettistaki lyft í fangelsis- málum á undanförnum árum EINAR Andrésson, formaður Fangavarðafélags Islands, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Á undanförnum vikum og mán- uðum hefur staðið yfir skipulögð aðför að því fólki sem að fangelsis- málum starfar. Reyndar er það ekki nýmæli að einhliða málflutningur, byggður á slagorðum og gífuryrðum, en ekki þekkingu á málefnum, er settur fram af ákveðnum fjölmiðlum í landinu. Nú bregður hins vegar svo við að yfirmaður fangelsismála er kallaður glæpamannaframleiðandi og þar með allir þeir sem að fang- elsismálum koma beint eða óbeint. Engin málefnaleg umræða hefur farið fram í fjölmiðlum frekar en endranær heldur er notast við tíu eða tuttugu ára gamla frasa eins og: „Fangelsismál eru í niðurníðslu“, „ómannúðleg tilhögun í fangelsum" og „á föngum eru brotin mannrétt- indi“, svo vitnað sé til nokkurra af vinsælustu laglínum sem sungnar eru. Þeir sem sífellt tönglast á þessu trúa því væntanlega sjálfir og við því verður ekkert gert. Hins vegar er verra ef þessum slagorðasöngvur- um tekst að slá ryki í augu almenn- ings þegar staðreyndin er sú að grettistaki hefur verið lyft á undan- förnum árum í fangelsismálum ís- lendinga. Það er þekkt áróðurstækni ofstækismanna að klifa sýknt og heilagt á sömu slagorðunum þangað til þeir sem móttækilegir eru fara að trúa lyginni. Sagði ekki til dæm- is Nixon: „Let them deny it.“ Er það ekki þannig sem meðal annars blað alþýðunnar nú um stundir flytur þjóðinni boðskap sinn. Allt á það þó að vera af málefnalegum hvötum. Trúi því hver sem vill. Kjarni máls- ins er sá að ísland er á á meðal þeirra þjóða sem hvað lengst eru komnar í mannréttindamálum og á það einnig við um fangelsismál. Að halda þeirri blekkingu fram að starfsfólk fangelsiskerfísins sé glæpamannaframleiðendur er þvílíkt óraunveruleikatal að engri átt nær. Auk fordómanna og fyrirlitningar- innar í garð þeirra sem að þessum málum starfa og svo auðvitað fang- anna sjálfra sem allir hafa nú verið brennimerktir sem glæpamenn, eru einstaklingar misnotaðir í örvinglan sinni og þeim hrint fram á leiksvið fáránleikans. Fangavarðafélagið vill benda við- komandi aðilum á að málflutning af þessum toga ber að forðast og er hann fordæmdur. Hins vegar mun félagið ætíð taka þátt í málefnalegri umræðu um fangelsismál. Námskeið um geðklofa Aðstandendur fræddir um sjúkdóminn FYRSTI fyrirlestur í fimm kvölda nám- skeiði fyrir aðstand- endur fólks með geðklofa var haldið í gær á vegum Geð- hjálpar. Markmið námskeið- anna er að upplýsa aðstand- endur um sem flest sem lýt- ur að sjúkdómnum, meðferð hans og lyijagjöf, félagslegri þjónustu, nauðungarvistun, sjálfræðissviptingu og hlut- verk lögráðanda. Fyrirlestr- ar verða fluttir af Kristófer Þorleifssyni geðlækni, fé- lagsráðgjöfunum Bárbel Schmid, Margréti Jónsdóttur og Kristínu Gyðu Jónsdóttur og Áslaugu Þórðardóttur lögfræðingi. Einnig er á námskeiðunum fjallað um reiðina, sorgina og hvemig bregðast megi við áföllum. Faglega umsjón með nám- skeiðunum hafa Margrét Jónsdóttir og Kristín Gyða Jónsdóttir. Fyrir- lestramir em í húsnæði Geðhjálpar í Hafnarhúsinu. Námskeiðin byggjast upp af sjálfstæðum fyrirlestrum sem em sniðnir að þörfum aðstandenda fólks með geðklofa. Hópumræður em á eftir fyrirlestrunum og segir Margrét að sá þáttur í námskeiðinu sem lýtur að því að hitta aðra sem em í svipuðum spomm sé afar mikilvægur. Kristín Gyða heldur fýrirlestur um samskipti innan flöl- skyldunnar og um tjáningu. Mar- grét og Kristín Gyða hafa þróað sitt framlag á námskeiðunum á geðdeild Landspítalans þar sem þær hafa haldið námskeið fyrir aðstandendur sjúklinga sem hafa legið á spítalanum. „Þetta byggir á okkar reynslu þaðan og umsögn aðstandenda sem hafa komið á okkar námskeið þar,“ segir Mar- grét. „Hver hafa viðbrögð þeirra ver- ið? „Þeir hafa látið mjög vel af nám- skeiðunum og við eigum dálitla samantekt um það. Við höfum rek- ið okkur á það að þeir þættir sem við höfum flallað um inni á geð- deild Landspítalans hafa komið aðstandendum mjög vel. Þetta hef- ur verið byggt upp á fyrirlestrum og umræðum á eftir. Þannig fáum við vitneskju um hug fólksins," segir Margrét. „Um hvað er fjallað á námskeið- unum? „Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið nýtast þeir þætt- ir sem teknir verða fyrir á nám- skeiðunum aðstandendum hvað best. Þessir þættir eru fyrst og fremst fræðsla um sjúkdóminn og lyfjameðferðina. Mikil sorg og kreppa fylgir því þegar aðstand- andi veikist alvarlega, hvort sem það er af geðsjúkdómi eða öðrum sjúkdómum. Við teljum að þama komi fræðsla að góðum not- um. Aðstandendur þurfa að þekkja þau stig sem einkenna svona kreppu- ““” ferli og þá vanlíðan sem fylgir því að ganga í gegnum það. Þessi líðan er í raun mjög eðlileg þegar vitn- eskjan er til staðar. Þegar menn fá geðklofa skerðist oft innsæi þeirra. Sjúklingi með geðklofa hrakar mjög í allri félagslegri hæfni og á erfiðara með að tjá sig og skilja aðra. Geðsjúkdómar eins og geðklofí og þunglyndi tengjast iðu- lega erfiðleikum í samskiptum og vitanlega eru slíkir erfiðleikar ekki einskorðaðir við geðsjúka en þeir em oft alvarlegri jog afdrifaríkari hjá þeim en öðmm. Ymis einkenni sjúkdómsins eru beinlínis þau að Margrét Jónsdóttir ► Margrét Jónsdóttir, félags- ráðgjafi á endurhæfingarskor geðdeildar Landspítalans, er fædd 10. febrúar 1954. Hún lauk námi í félagsráðgjöf frá Háskóla íslands 1993. Hún hef- ur starfað undanfarið hálft ár á barna- og unglingadeild spít- alans. Hún er gift Kristjáni Þór Hálfdánarsyni og þau eiga tvo syni. Stundum þarf að svipta sjúklinga sjálfræði geðklofasjúklingum fínnst erfítt að skilja aðra og tjá sig. Sjúklingurinn skilur oft ekki flókin skilaboð og athafnir daglegs lífs og skilur t.d. ekki tilganginn með því að taka lyfin sín. Þar með verða veikindin kannski enn meiri. Þar með eykst álagið bæði á sjúklinginn og að- standandann og samskiptin verða erfiðari. Á námskeiðunum reynum við að útskýra hvernig unnt sé að breyta þessum samskiptum," segir Margrét. „Eru dæmi um að aðstandendur verði óvirkir í samfélaginu vegna skorts á þekkingu á áfallaferlinu? „Já, það getur leitt til þess ef þeir fá ekki viðeigandi hjálp. Sem betur fer leita menn sér yfirleitt hjálpar nú til dags. Langflestir að- standendur geta unnið sig út úr áföllum af þessum tagi en mik- ilvægt er að þekkja ferlið og leita sér hjálpar ef í ógöngur er komið," sagði Margrét. „Þarf að upplýsa aðstandendur um þá félagslegu þjónustu sem þeim stendur til boða? „Já, mörgum þykir kerfí al- mannatrygginga og félagslegrar þjónustu mjög flókið. Þegar sjúk- lingar verða óvinnufærir og þurfa á slíkri aðstoð að halda kemur oft upp það sjónarmið hjá aðstandend- um að þarna sé mikill frumskógur sem erfitt sé að rata um. Þeim þykir gott að fá upplýsingar um þetta á einum stað. Kerfið er mjög flókið fyrir þá sem ekki hafa áður þurft að leita á náðir félagsmála- yfírvalda. Þjónustan er á mörgum stöðum og margir ná ekki yfirsýn yfír hana nema með aðstoð," segir Margrét. „Þið fjallið einnig um lögræði sjúklinga og sjálfræðissviptingu? „Áslaug Þórðardóttir, Iögfræð- ingur hjá dómsmálaráðuneytinu, heldur fyrirlestur á námskeiðinu og fer yfír lögræðislögin. Það kem- ur stundum fyrir að svipta þarf sjúklinga sjálfræði og það fellur náttúrulega öllum illa. Ýmsar breytingar eru núna á döfínni á þessum lögum og Áslaug ætlar að kynna þær,“ segir Margrét.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.