Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ______________________________________VIÐSKIPTI Kaup á hlut Þróunarsjóðs til umræðu í hreppsnefnd Ölfushrepps Tillaga um að rifta kaupum vísað frá TILLAGA um að lögmanni Ölfus- hrepps yrði falið að fá kaupum á hlutabréfum Þróunarsjóðs í Meitl- inum í Þorlákshöfn rift vegna þess að stjórnarmenn í félaginu hefðu keypt hlutinn var vísað frá á hreppsnefndarfundi í fyrrakvöld með 4 atkvæðum gegn einu. Til- lagan var rökstudd með því að um brot á 67. grein hlutafjárlaga væri að ræða, þar sem segir að stjómarmenn og framkvæmda- stjórar megi ekki misnota aðstöðu sína í viðskiptum með hluti í félag- inu eða félögum innan sömu sam- stæðu. Sigurður Bjamason, skipstjóri, einn þriggja fulltrúa Sjálfstæðis- flokks í hreppsnefnd, flutti tillög- una. Hann sagði að hann hefði flutt hana vegna þess að 70-90 störf væm í hættu í bæjarfélaginu vegna yfirvofandi sameiningar Meitilsins við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum. Það væri Tillagan rökstudd með því að um brot á hluta- fjárlögum sé að ræða reynslan af sameiningu svona fyr- irtækja að annað fyrirtækið yrði að víkja. Gmndvöllur væri til að rifta þar sem stjórnarmenn hefðu keypt hlut Þróunarsjóðs, en það væri brot á 67. grein hlutaíjár- laga. Hann hefði í höndunum álits- gerð lögmanns um að þessi grein hefði verið brotin með viðskiptun- um. í 67. grein segir meðal ann- ars að stjórnarmenn og fram- kvæmdastjóri megi ekki misnota aðstöðu sína í viðskiptum með hluti í félaginu eða félögum innan sömu samstæðu. ísfélagið í Vestmannaeyjum gerði tilboð í hlutabréf Þróunar- sjóðs í Meitlinum 26. ágúst síðast- liðinn. Samkvæmt upplýsingum Þróunarsjóðs var um að ræða 26,67% hlut að nafnverði 119,3 milljónir á genginu einn. Stjórn Þróunarsjóðs samþykkti daginn eftir að ganga að tilboðinu og sam- kvæmt lögum um sjóðinn var for- kaupsréttarhöfum sem eru starfs- menn og hluthafar boðið að ganga inn í kaupin. Fimm nýttu forkaupsrétt Frestur til að nýta for- kaupsréttinn var til 25. september og nýtu fímm aðilar sér þann rétt, fjórir hluthafar og einn starfsmaður. Hluthafamir em Ljósavík, Olíufélagið hf., Útvegs- félag samvinnumanna, Vátrygg- ingafélag íslands, og Geir Magn- ússon, forstjóri Ölíufélagsins hf., sem sæti á í stjóm Meitilsins. Samkvæmt lögunum skiptist hlutur Þróunarsjóðs jafnt á milli þeirra aðila sem nýta sér forkaupsréttinn. Svínakjöt selt á uppboði Flugfélög funda um fargjöld ZUrich. Reuter. FULLTRÚAR helztu flugfélaga heims em Samankomnir í Genf að ræða leiðir til að mæta nýlegri hækk- un á eldsneytisverði sem dregur úr hagnaði. Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, sögðu á ársfundi sínum í síðustu viku að flugfélög mundu skila hagn- aði í ár, annað árið í röð. En vegna 30% hækkunar á verði þotueldsneyt- is og hækkunar á hráolíuverði á síð- ustu mánuðum hefur IATA neyðzt til að falla frá spá frá því í apríl um að hagnaður flugfélaga aukist um 6 milljarða í ár. Nú er búizt við um 5.5 milljarða doilara hagnaði. Flugfélögin Cathay Pacific í Hong Kong og Emirates Airline í Dubai og nokkur önnur félög hafa lagt aukagjald á fraktflutninga og for- stjórar sumra flugfélaga vilja einnig hækka fargjöld. Á FYRSTA uppboði uppboðsmarkað- ar með landbúnaðarafurðir á Selfossi í gær seldist alls 1791 kg af svína- kjöti frá Höfn Þríhymingi. Meðal kaupenda vom veitingahús, verslanir og kjötvinnslur. Að sögn Sigurðar Siguijónssonar hdl., eins af aðstandendum uppboðs- ins, gekk uppboðið vonum framar og sýndu bæði kaupendur og seljend- ur því mikinn áhuga. „Sem dæmi má nefna að á uppboðinu seldist kíló- ið af svínalæmm á verðbilinu 375 til 465 krónur. Hæstbjóðandi vömnn- ar getur valið að taka t.d. 10 kg af vömnni en þau sem eftir em verði boðin upp á nýju þangað til allt er selt.“ Ekkert grænmeti selt Ekkert seldist af grænmeti á upp- boðinu en framleiðendur buðu fram gulrætur, gulrófur, hvítkál og kart- öflur. Ástæðuna fyrir því að ekkert af því seldist segir Sigurður vera þá að seljendur geti leyst vömna til sín líki þeim ekki það verð sem hún er komin niður. Sú hafí verið raunin í þessum tilvikum. Auk kjötsins og grænmetisins var seldur reyktur silungur á uppboðinu. Fengust 650 krónur fyrir kílóið af honum. Sigurður segir að kvöldið fyrir upp- boðsdag liggi fyrir stæðulistar þar sem fram kemur hvað verður boðið upp í næsta uppboði en ætlunin er að halda uppboð af þessu tagi viku- lega. Næsta uppboð verður haldið þriðjudaginn 19. nóvember klukkan 15 og er hægt að taka þátt í uppboð- inu hjá fiskmörkuðum sem tengdir era við uppboðskerfíð Boða líkt og uppboðsmarkaðurinn á Selfossi. Vísbendingar um eftirspurn eftir vinnuafli í helstu atvinnugreinum f september 1995 og 1996 i--1 Sept. 1995 r—d Sept. 1996 Fiskiðnaður Iðnaður 1+60 1+60 Z3+120 -65C Dyyymydibidiiðcim Verslun oq veitinqast. .30 10 —Jp+íO 1 fll Samgöngur ■ 2omm 1 ■50 jl Önnur þjónustustarfs. 10 —-/'cítirs SAMTALS Vísbendingar um eftirspurn eftir vinnuafli á höfuðborgarsvæði og landsbyggðinni fsept. 1996 «■ Landsbyggðin p— Höfuðborgarsvæðið Fiskiðnaður Iðnaður Byggingarstartsemi 10 (3+5 -5 O • Verslun og veitingast. 30 c I0 III Samgöngur ■5S -15IB ||| I0 Önnur þjónustustarts. -iom m+w \ll SAMTALS 10 Heimild; PJddhagsslplmm Mest eftirspum eftir vinnuafli íiðnaði og fiskvinnslu ATVINNUREKENDUR telja æski- legt að fjölga starfsfólki um 85 manns á landinu öllu sem er um 0,1% af áætluðu vinnuafli. Til sam- anburðar vildu atvinnurekendur ijölga um 70 manns í september á síðastliðnu ári. Þetta kemur meðal annars fram í könnun Þjóðhags- stofnunar á atvinnuástandi í sept- ember sl. Könnunin náði til 270 fyrirtækja úr öllum atvinnugreinum, nema landbúnaði, fískveiðum og opinberri þjónustu. Sjúkrahús em þó með í könnuninni. Svör bárust frá 240 fyrirtækjum. Umsvif þeirra eru um 35% af þeirri atvinnustarfsemi sem könnunin nær til, en hún spannar um 75% af allri atvinnustarfsemi í landinu. Fækkun talin æskileg á sjúkrahúsum Samkvæmt könnuninni er eftir- spurn eftir vinnuafli mest í iðnaði og fiskiðnaði, en vilji til fækkunar er langmestur í sjúkrahúsrekstri. Eftirspum eftir vinnuafli er meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Á höfuðborgarsvæðinu er æskileg fækkun starfsfólks mest á sjúkrahúsum. Þar vildu stjórnendur fækka um 100 manns, sem er um 1,5% af áætluðu vinnuafli á sjúkra- húsum. Aftur á móti er ekki vilji til fækkunar hjá stjómendum sjúkrahúsa á landsbyggðinni. Á sama tíma í fyrra vildu stjórnendur sjúkrahúsa fækka um 15 manns á höfuðborgarsvæðinu en fjölga um 10 manns á landsbyggðinni. Atvinnurekendur í iðnaði vildu fjölga um 175 manns sem er 1,4% af áætluðu vinnuafli í greininni. Á sama tíma í fyrra vildu atvinnurek- endur fjölga um 60 manns á land- inu öllu. Fjölgunin kemur að mestu fram í málmiðnaði. Atvinnuleysi var 3,3% í septem- ber síðastliðnum en var 3,7% á sama tíma í fyrra. Áætlað er að atvinnu- leysi verði að meðaltali 4,1% á yfir- standandi ári en til samanburðar var það 5% 1995. I "á I* ! £ iíj I PIPUGERÐIN HF. Landsbréf hf. vekja hér með athygli á að frestur til aö skila tilboöum í Pípugerðina hf., sem nú er í eigu Borgarsjóðs Reykjavíkur og Aflvaka hf., rennur út föstudaginn 15. nóvember nk. kl. 16.00. Mar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Landsbréfa hf., en þangað ber að skila tilboðunum. Tilboðin verða opnuð á ofangreindum tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Askilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna ölium. H , LANDSBRÉF HF. Starfshópur Reykjavíkurborgar um sölu eigna. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS. Ráðinn fram- kvæmdasijóri Burðaráss hf. •FRIÐRIK Jóhannsson, við- skiptafræðingur og löggiltur endur- skoðandi, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Burðaráss hf. Hann mun taka við þinu nýja starfi um næstu áramót. Burðarás hf. er hlutabréfasjóður í eigu Hf. Eimskipa- félags fslands. Sjóðurinn var stofnaður árið 1989 og hefur vaxið hratt á undanförnum ámm og verk- efni hans aukist, að því er segir í frétt. Friðrik Jóhannsson lauk Cand. oecon prófi frá Háskóla íslands árið 1983 og varð löggiltur endur- skoðandi árið 1987. Hann starfaði sem endurskoðandi á íslandi og í Bandaríkjunum á fyrri hluta níunda ánatugarins. Frjðrik var fjármála- Friðrik Jóhannsson stjóri hjá Fjárfestingafélagi íslands hf. og Verðbréfamarkaði Fjárfest- ingafélagins hf. (fjárfestingarfélag- inu Skandia hf.) á árunum 1987- 1989 og forstjóri frá 1989. Hann tók við stöðu forstjóra Vátrygginga- félagsins Skandia árið 1993. Friðrik hefur að auki gegnt ýmsum fram- kvæmdastjóra- og stjómunarstörf- um í félögum tengdum Fjárfestinga- félagi íslands hf. og Skandia. Frá stofnun Burðaráss hefur Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Eim- skipafélagsins, jafnframt gegnt starfi framkvæmdastjóra sjóðsins. Ráðning Friðriks er liður í því að efla enn frekar starfsemi sjóðsins, en hann verður áfram skipulagslega hluti af þróunarsviði félagsins. Samkomulag hefur tekist um að Friðrik gegni starfi forstjóra trygg- ingafélaganna VÍS vátrygging hf. og VÍS líftrygging hf. til næstu áramóta, en gert er ráð fyrir að félögin verði þá sameinuð VÍS og Líftryggingafélagi íslands hf. Brynhildur Sverrisdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmda- stjóra Fjárfestingafélagsins Skand- ia, mun áfram gegna starfi fram- kvæmdastjóra Fjárvangs hf. og verða skrifstofur félagsins áfram að Laugavegi 170 í Reykjavík. I I > > \ I \ \ \ \ \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.