Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 13 FRÉTTIR Davíð Oddsson forsætisráðherra harðorður um gagnrýni Alþýðuflokks á Sjálfstæðisflokkinn Kratar hafa mál- að sig út í hom Forystumenn Alþýðu- flokksins hafa gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn harka- lega undanfarið. Sigrún Davíðsdóttir hitti Davíð Oddsson á þingi Norður- landaráðs og spurði hann álits á gagnrýninni. Davíð Oddsson „NÚ . .. Nýtur barátta Alþýðu- flokksins stuðnings mikils meiri- hluta þjóðarinnar?“ spurði Davíð Oddsson sposkur, er hann las frá- sögn af ræðu Jóns Baldvins Hannibalssonar fráfarandi for- manns Alþýðuflokksins, en í ræð- unni segir Jón Baldvin að barátta flokksins í sjávarútvegsmálum njóti stuðnings meirihluta þjóðar- innar. „Hvar hefur sá stuðningur komið fram?“ En alvarlegri í bragði segir Davíð að málflutning- ur Jóns nú sé svipaður og sá sem hann hefur flutt undanfarnar vik- uú í þessu sambandi vildi Davíð minna á að Jón Baldvin Hanni- balsson hefði tekið við Alþýðu- flokknum klofnum, utan stjórnar ogmeð 11,7 prósenta fylgi. „Hann skilar nú flokknum klofnum, utan stjórnar og með 11,4 prósenta fylgi,“ sagði Davíð. Um ráðherraferil Jóns Baldvins hafði Davíð einnig athugasemdir: „Jón tók við sem fjármálaráðherra 1987 og lagði fram það sem hann kallaði „hallalaus fjárlög“. Þegar upp var staðið varð hallinn sjö milljarðar eða tólf á núgildi. Síðan sat hann sem utanríkisráðherra vinstriflokkanna og frá þeim tíma er fátt minnistætt annað en að hann glutraði niður varaflugvelli á íslandi. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks náði miklum árangri á mörgum sviðum. Um þessar mundir gengst Jón upp í að rakka niður það stjórnarsamstarf. Sé það hans sannfæring er ekkert við því að segja, en þá verður harla lítið eftir af hans pólitíska framlagi og árangri. Hann hefur komið með sagnfræðikenningar undanfarið um þetta samstarf, sem eru jafnt mér og öðrum sem til þekkja fram- andlegar og það læt ég mér í léttu rúmi liggja. Óánægja og ófull- nægja Jóns með eigin feril nú þeg- ar hann er á enda brýst út í ásökun- um í annarra garð. Við því er ekk- ert að segja, en það er þó ekki stórmannlegt.“ Sama stefnan En það er ekki aðeins fyrrver- andi heldur einnig nýkjörinn for- maður Alþýðuflokksins, sem hefur athugasemdir að gera við þróun Sjálfstæðisflokksins og hefur líkt flokknum við lokað hús. „Það má margt gott segja um Sighvat," segir Davíð, „en ég hélt ekki að hann væri jafnskáldlega vaxinn og tilþrif hans nú sýna. Stefna Sjálfstæðisflokksins gagn- vart veiðileyfagjaldinu og Evrópu- sambandinu hefur ekkert breyst í grundvallaratriðum. Þetta er sama stefnan og 1991, þegar kratar vildu ólmir í stjórn með okkur, sama stefnan og haustið 1994 þeg- ar ég vildi kosningar, en kratar báðu okkur að halda áfram og sama stefnan og í apríl 1995 þeg- ar kratar vildu ólmir halda áfram stjórnarsamstarfinu með okkur og brigsluðu okkur um svik, þegar við álitum annan samstarfsflokk álit- legri vegna framgöngu krata í kosningunum, þar sem þeir misstu þriðjung þingmanna sinna. Kratar hafa málað sig út í horn og geta haldið þeirri málningarvinnu áfram ef þeir kjósa svo.“ Ályktun rangtúlkuð Um einstök mál segir Davíð að jafnaðarmenn haldi því ranglega fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji engar breytingar á kvótakerfinu. „Þeir hafa rangtúlkað ályktun landsfundar okkar með blygðunar- lausum hætti,“ segir Davíð „og notið til þess aðstoðar hlaupa- stráka, sem gengið hafa erinda þeirra undanfarin ár“, án þess að hann vilji útskýra nánar hveijir hlaupastrákarnir séu. „Langflestir stjórnmálamenn á Alþingi telja hugmyndina um veiðileyfisgjald ekki ganga upp. Hún sé í besta falli gagnslaus, en sennilega stórskaðleg. En á núverandi kerfi eru vissulega annmarkar, sem leita þarf úrræða til að sníða af. Þving- uð þátttaka sjómanna í kvótakerf- inu er óþolandi eins og leiðtogar þeirra hafa rækilega undirstrikað.“ Davíð segir að Halldóri Ás- grímssyni utanríkisráðherra þyki sú tilraun Morgunblaðsins og jafn- aðarmanna að gera hann að veiði- leyfagjaldsmanni æði brosleg eins og fram hafi komið opinberlega. „En rétt eins og Sjálfstæðisflokk- urinn hefur Halldór hins vegar bent á að kvótakerfið sé ekki agnúalaust. Þar er ekki fundið endanlegt og gallalaust stjórnkerfi í fiskveiðum. Meðan annað betra finnst ekki verðum við nýta það sem við höfum og leitast við að betrumbæta það.“ Talað í kross Davíð segist ekki geta séð annað en að Alþýðuflokkurinn tali í kross, þegar veiðileyfagjaldið sé annars vegar. „Ágúst Einarsson talar um að halda kvótakerfinu, en leggja veiðileyfagjaldið þar ofan á, Jón talar um annað og Svanfríður um enn annað. Þetta eru fyrirsagnir, sem ekkert er í. Það er kannski Evrópunefnd Norðurlandaráðs yfirheyrir utanríkisráðherrana Nauðsynlegt að styrkja EFTA-stoð EES , Halldór Bjorn Tore Ásgrímsson Godal Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. NORRÆN samstaða eða norræn sundrung hefur verið mál málanna síðan Finnland og Svíþjóð gerðust aðilar að Evrópusambandinu í fyrra. Og þetta var einnig efnið í yfirheyrslu Evrópunefndar Norðurlandaráðs yfir norrænu ut- anríkisráðherrunum á þingi þess í gær. í umræðunum kom meðal annars í ljós að bæði Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra og Bjorn Tore Godal utanríkisráð- herra Noregs eru ánægðir með þau tengsl sem löndin hafa við ESB í gegnum norræna samstarfið, en annars sögðu þeir að styrkja þyrfti EFTA til að það gagnaðist betur til áhrifa á ESB. „Við viljum ekki vera sjálfum okkur nógir, heldur sækja út á við,“ sagði Ole Stavad formaður Evrópunefndar Norðurlandaráðs, er hann bauð menn velkomna til yfirheyrslunnar, sem er sú fyrsta sinnar tegundar og hluti af við- leitni ráðsins til að bijótast úr viðj- um hefðarinnar. Margar spurningarnar snerust um aðstöðu Noregs og Islands til að hafa áhrif á gang mála innan ESB. Godal sagði EFTA-stoð Evr- ópusamstarfsins nú veikari en áður. Áríðandi væri að ræða málin á embættismannastigi áður en ákvarðanir væru teknar innan ESB til að sjónar- mið EFTA-land- anna kæmust til skila. Halldór Ásgríms- son sagði að sam- starfið við ESB væri gott, en gæti enn batnað ef EFTA- þátturinn í EES væri styrktur. Hann sagði einnig að ef niðurstaða ríkjaráð- stefnu ESB yrði sú að skipaður yrði talsmaður ESB í utanríkismálum, eins og rætt er um, þá myndi það ein- falda samskiptin við ESB á sviði utanríkismála og styrkja hinar pólitísku samræður EFTA og ESB. Brugðið á leik Umræðurnar gáfu ráðsmönnum einnig tilefni til að bregða á leik og þannig spurði Geir H. Haarde Niels Helveg Petersen utanríkis- ráðherra Dana hvort það væri ekki órökrétt að Danir væru með- limir í NATO en ekki í Vestur-Evr- ópusambandinu. Helveg sagði það svo ekki vera, því Danir hefðu allt- af álitið á að evrópskum vörnum væri best komið fyrir i NATO, eins og nú væri almennt álitið. Spurning Geirs gaf Dananum Kent Kirk tækifæri til að spytja Godal hvers vegna Norðmenn væru á órökréttan hátt bæði með- limir í NATO og VES. Godal sagði Norðmenn álíta að þannig væri vörnum þeirra best háttað, því þá væru þeir bæði með í VES, sem stefndi í að sinnti friðargæslu, meðan NATO tæki að sér erfiðari verkefni eins og í Bosníu. Spurn- ingar eins og þessar leiða í ljós ólíka aðstöðu landanna, þó allt sé þar í ást og eindrægni á yfirborð- inu. Yfirheyrslan er enn eitt dæmi um nýjar leiðir í Norðurlandaráði, þar sem fyrrum bannorð eru riú helsta umræðuefnið. Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði verið í forsæti í miðjuhópi ráðsins þegar breytingarnar hefðu gengið í gegn og hann hefði verið sannfærður um að aukið pólitískt starf þar væri því til góðs. Með því að senda hæft fólk sem skipað- ist í forystu hefðu Islendingar tækifæri til meiri áhrifa en áður og það hefði líka gerst. „Við erum stjórnmálamenn og verðum að geta tekist á við hlutina eftir pólit- ískum línum bæði hér og annars staðar.“ Siv Friðleifsdóttir varaformaður Evrópunefndarinnar var ánægð með yfirheyrsluna og sagði hana þátt í þeirri viðleitni að skapa umræðuvettvang innan ráðsins á sviði Evrópumála. Í vor var haldin Evrópuráðstefna á vegum ráðsins og í febrúar á næsta ári mun nefndinni gefast tækifæri til að yfirheyra samningamenn norrænu ESB-landanna á ríkjaráðstefnunni um einstök mál þar. Siv sagði engan vafi á að áframhaldandi áhugi væri á norrænu samstarfi þrátt fyrir að leiðir landanna hefði skilið í afstöðu til ESB. ágætt að reka stjórnmálaflokk með fyrirsögnunum einum saman.“ Gjarnan er bent á að kvótakerf- ið haldi fast í aðstæður, sem ríktu, þegar því var komið á, en Davíð segir að í því sambandi sé nauðsyn- legt að líta á söguna, sem sé löng. „Við skulum ekki gleyma hvernig kvótakerfið byijaði. Áður fyrr voru óheftar veiðar og þeir sem áttu skip gátu veitt. Síðan var talað um að takmarka veiðarnar og þá þýddi það að skipin urðu verðlaus, en látum þá liggja á milli hluta hvern- ig skipin höfðu verið fjármögnuð, hvort það var með óverðtryggðum lánum eða á annan hátt. Til þess að ónýta ekki skipin á augabragði var settur á kvóti og þar með vor- um við komin í þann farveg, sem við erum nú í. Byijunin var því að verið var að taka af mönnum, ekki gefa og enginn kunni önnur ráð en brugðið var á með kvótakerf- inu. Þetta var löngu fyrir mína stjórnardaga og Morgunblaðið gagmýndi ekki kerfið þá.“ Kvótakerfið er gjaman gagnrýnt á þeim forsendum að eignarhald kvótans sé í fárra höndum. Davíð segir að eignarhaldið sé þó á fleiri höndum en áður. „Nú er þó mikili hluti af kvótanum í eigu hlutafé- laga, meðan það voru aðeins fáar fjölskyldur áður, sem komu að út- gerðinni. Vandinn er að veiðamar era takmarkaðar og fram úr því verður ekki ráðið með góðu móti. I tíð minnar ríkisstjómar fengu smábátaeigendur þó einnig hlut- deild í kvótanum.“ Davíð segir kjarna vandans vera takmarkaðar veiðar. Aðrar þjóðir eins og Danir hafi reynt aðrar leiðir eins og tak- markaðan fjölda sóknardaga, en forsætisráðherra álítur slíkt ekki eiga við á íslandi. „Þjóðir þar sem fiskveiðar eru aðeins aukabúgrein geta reynt eitt og annað. Sóknar- dagar hafa í för með sér mjög slæma nýtingu og hjá okkur er það stærstur hluti þjóðarinnar, sem á allt sitt undir fiskveiðum.“ MASTER HITABLÁSARAR Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - simi 461-1070 DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bfllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 553 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.