Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Söl Maðurinn minn ólst upp við sölvaát og böm mín og bamaböm borða söl, segir Kristín Gestsdóttir sem segist ekki geta vanið sig á sölin. Á SEYÐISFIRÐI þar sem ég ólst upp er mjög aðdjúpt og þar eru engin söl. Tengdaforeldrar mínir ólust upp í Flóanum og þar var mikil sölvatekja enda kenndu þau börnum sínum að borða þessa hollu fæðu. Ég fór snemma að gefa börnum mínum söl. Eitt sinn á sjöunda eða áttunda áratugnum setti ég söl í nestispakka dóttur minnar þegar hún fór í leikskól- ann. Ég fékk þau skilaboð heim með henni að þetta mætti hún ekki hafa með sér. Ég grenrtslað- ist fyrir um hveiju þetta sætti og fékk það svar að þetta væri svo ógeðslegt að hin börnin yrðu æst af að horfa upp á þetta. Líkiega hefur þjóðin vitkast síðan þetta var, því nú eru söl seld víða og viðurkennd sem hollustufæða og engum dettur í hug að þau séu ógeðsleg. Fyrir nokkrum árum stóð maðurinn minn við vinnu sína á hörðu gólfi og var með verki í fótum að vinnudegi loknum. Hann fékk sér söl og verkirnir hurfu á nokkrum dögum. Við kennslu í matreiðslu verð ég stundum þreytt í fótunum og reyndi aðferð bónda míns en ég á erfitt með að fella mig við hið sterka sjávar- bragð. Ég frétti að farið væri að selja sölvahylki og fór í heilsubúð og spurði um sölvapillur. Af- greiðslustúlkan sagði: „Þú meinar sölhylki, já, við eigum þau.“ Mig rak í rogastans „sölhylki", eignar- fallið á sölvum er sölva en ekki söl og þetta er fleirtöluorð. Þau heita því sölvahylki. Ég keypti hylkin og las á glasið: „Um lang- an aldur hefur söl úr íslenskum fjörum verið eitt helsta fæðubót- arefni hér á landi“ og síðar stóð aftur: „Neysla á söl hefur ávallt verið talin holl.“ Það er varla von á góðu þegar framleiðendur merkja vöru sína svona. Ég fór í tvo stórmarkaði til að leita að sölvum. í öðrum sagði afgreiðslu- maðurinn: „Sölin er þarna.“ í hin- um töluðu afgreiðslustúlkurnar um sölina. Ég var nú orðin alveg rugluð og leit í Orðabók Menning- arsjóðs og Böndals til að vera viss. í þeim báðum er þetta fleir- töluorð í hvorug_kyni og eignar- fallið er sölva. Á sölvapokanum sem ég keypti stóð: „Gott að borða með smjöri og harðfiski. Verði ykkur að góðu.“ Skv. þessu eru sölin hjá þessum framleiðanda líka höfð í eintölu. Þarna hefði mátt standa: „Góð með smjöri og 6 dl hveiti - 1 dl hveitiklíð 1 tsk. sykur 1 msk. þurrger 1 dl matarolía 1 ‘A dl vatn úr heita krananum 1 ‘A dl köld mjólk ‘A eggjarauða + 2 tsk. sólblómafræ eða annað kom 1. Sléttið úr sölvunum og klipp- ið smátt. Setjið ásamt hveiti, hveitiklíði, sykri og þurrgeri í skál. 2. Blandið saman heitu vatni og kaldri mjólk. Þetta má alls ekki vera heitara en fingurvolgt. Setjið út í ásarnt matarolíu og hrærið saman, hnoðið síðan. Fletj- ið örlítið út og vefjið upp langs- um, leggið á bökunarpappír, látið samskeytin snúa niður. Leggið stykki yfir og látið lyfta sér á volgum stað í 30 mínútur eða lengur. 3. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 190°C, penslið brauðið að ofan með eggjarauðu og stráið sólblómafræi yfir. Setjið í miðjan ofninn og bakið í um 30 mínútur. Sölvahrökkbrauð Stór hnefí af sölvum 10 dl rúgmjöl 1 dl hveiti 2 msk. valmúafræ (poppyseed) 1 msk. þurrger __________1 dl matarolía______ 4 dl finguvolgt vatn 1. Sléttið úr sölvunum og klipp- ið smátt, setjið í skál ásamt öllu hinu. Hrærið vel saman. Gott er að nota hrærivél. Setjið á borð, hnoðið örlítið. 2. Fletjið þunnt út, skerið í aflangar ræmur 4-10 cm. Pikkið með gaffli. Leggið á bökunar- pappír. Leggið stykki yfir og látið lyfta sér á volgum stað í 30-40 mínútur. 3. Hitið bakaraofn í 210°C, blástursofn í 200°C, setjið í miðj- an ofninn og bakið í 10-12 mínút- ur. Opnið ofninn og látið hrökk- brauðið standa í honum volgum þar til þau hafa harðnað. Meðlæti: Smjör, ostur eða ann- að álegg. Kjarvalsstaðir PCIlímogfuguefei -1 Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 IDAG VELVAKANDI Svarað I síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Þakkir til * * Urvals/Utsýnar ÉG VIL fyrir hönd farþega sem voru á vegum kvenfé- lagsins Freyju í Kópavogi í Edinborg dagana 7.-11. nóvember sl. koma á fram- færi þakklæti til_ farar- stjóra Úrvals/Útsýnar. Þau Arnar, Kjartan og Hildur hafa einstaka þjón- ustulund og hæfileika til að miðla öðrum fróðleik. Hópurinn var sammála um að varla hefði verið hægt að leysa málin með meiri lipurð en þau gerðu. Sigurbjög og Birna Þakkir til starfsfólks Bónuss ÓLAFÍA Magnúsdóttir hingdi til Velvakanda til að þakka góða þjónustu og liðlegheit hjá starfsfólki Bónuss í Holtagörðum. Hún hafði verið þar að kaupa inn og hafði með- ferðis bankabók sína, en inni í henni voru 2.000 krónur í seðlum. Þegar heim var komið tók hún eftir því að bankabókina vantaði og taldi að hún hefði týnt henni eða gleymt í versluninni. Hún hringdi því þangað og stúlka svaraði og sagðist athuga málið og hringja síðan í hana. Það gerði hún skömmu síðar, en þá kom í ljós að peningana, sem áttu að vera inni í bók- inni, vantaði. Konan kom svo daginn eftir til að ná í bókina, fékk hana af- henta og 2.000 króna ávís- un frá versluninni. Henni finnst svona þjón- usta alveg sérstök og vill þakka fyrir það. Góð grein ÉG VIL þakka Halldóri Þorsteinssyni fyrir grein í Morgunblaðinu þann 17. september sl. Þetta eru orð í tíma töluð. Fyrr í mánuð- inum var frásögn frá Grænlandi þar sem sagt frá gili sem nefnt var Kerl- ingagil. Gæti nú ekki ein- hver frá umhverfisráði fundið gil eða gjótu sem mætti nota núna? Þó hitt hafi verið notað fyrr á öld- um, þá myndi það geta komið sér vel fyrir okkur nú á þessum síðustu og verstu tímum þegar alltaf eru söguð neðstu þrepin af stiganum. Að vera til er vandamál, vart ég skil það kerfi. Niður í gil mín syndug sál, með sóma vil að hverfí. Jónína Tapað/fundið Lykill og brúðkaupssvuntur FYRIR nokkru fannst við verslunina Einar Fares- tveit & co. hf. húslykill á kippu merktri með nafni. Ennfremur eru í óskilum í versluninni brúðkaups- svuntur með nöfnunum „Ingibjörg og Einar, 28.3. 1995“, „Ingibjörg og Einar 22.7. 1996“ og „Rafn og Árný, 6.4. 1996“. Þeirsem kannast við þetta eru vinsamlega beðnir að hafa samband í verslunina. Taska tapaðist SVÖRT lítil hliðartaska með gylltum lási tapaðist í leigubíiaröð í miðbænum aðfaranótt sl. sunnudags. í töskunni voru m.a. skilríki. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 555-1491. Jakki tapaðist GULUR flauelsjakki með hvítu loðfóðri tapaðist í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum vikum. Einnig tapaðist um síðustu helgi loðfóðraður gervirúskinns- jakki nálægt Hlemmi. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 897-5788 á milli kl. 18 og 22. Gæludýr Týndur köttur BRÚNBRÖNDÓTTUR fressköttur með hvítar loppur tapaðist frá Lindargötu 7. nóvember sl. Hann var með öllu ómerktur. Hafi einhver orðið hans var er hann beðinn að hringja í síma 552-4164. Köttur í óskilum GRÁBRÖNDÓTTUR köttur með hvítar lappir og bringu er í óskilum á Apavatni í Grímsnesi. Upplýsingar í síma 486-4438 eða 551-0430. COSPER í tilefni þess að í dag eru liðin 25 ár síðan þú hófst störf þjá okkur, ætla ég að færa þér þennan stól að gjöf. Með morgunkaffinu ÞAÐ eldar enginn eins og Elsa, nema ef vera skyldi konan í mötuneytinu í kristi- legum sumarbúðum þar sem ég var þegar ég var sex ára. Víkveiji skrifar... HVAÐ eftir annað hefur Vík- veiji velt því fyrir sér undan- farna mánuði og misseri hvort land- inn hefur almennt misst áhuga á stjórnmálum, því Víkveiji getur varla merkt að hér fari fram stjórn- málaumræða, svo nokkru nemi. Hvar sem menn koma saman, á fundum, í heimahúsum, eða jafnvel skemmtistöðum, virðist áhuginn á stjórnmálum vera í algjöru lág- marki. Hvergi virðist umræðan í sölum Alþingis, þótt send sé beint út í Ríkissjónvarpinu, ná þannig til almennings, að upp sé vakin mál- efnaleg umræða. xxx SÉRSTAKLEGA hugleiddi Vík- verji þetta almenna áhugaleysi á stjómmálum, sem honum finnst hann hvarvetna verða var við, síð- ustu vikur og daga fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var snemma í októbermánuði. Ein- staka maður sýndi persónulegum málum, eins og formannskjöri, varaformannskjöri o.þ.h. einhvern áhuga, en hinn almenna áhuga á stjórnmálaumræðunni virtist al- gjörlega skorta. Sama fannst Vík- veija vera upp á teningnum eftir landsfundinn, sem hefur þó svo oft verið innlegg í þjóðmálaumræðuna, að umræður um hin ýmsu þjóðmál, sem hafa verið til umfjöllunar þar, hafa í kjölfar fundarins endurspegl- ast í þjóðmálaumræðunni almennt. Að vísu varð nokkuð lifandi um- ræða um deildar meiningar um fisk- veiðistjórnunarkerfi landsmanna og veiðileyfagjald, en vart varð slíkrar umræðu vart nema á hinum ýmsu þingum, eins og LÍÚ-þingi, Sjó- mannasambandsþingi, þingi smá- bátaeigenda o.s.frv. xxx ÖMULEIÐIS voru það ekki málefnin sem voru í brenni- depli, þegar líða tók að flokksþingi Alþýðuflokksins sem haldinn var fyrir og um síðustu helgi. Hvergi örlaði á pólitískum áhuga um mál- efnalegar áherslur Alþýðuflokksins, en þess meiri áhuga sýndu menn formanns- og varaformannskjöri. Þetta litlitla flokksþing Alþýðu- flokksins skilur það eitt eftir, að Jón Baldvin Hannibalsson hætti sem „karlinn í brúnni", Sighvatur Björgvinsson tók við af honum, eft- ir nauman sigur á Guðmundi Árna Stefánssyni og Ásta Þorsteinsdóttir og aðrar konur í Alþýðuflokknum náðu kosningu í ýmsar trúnaðar- stöður í forystusveit Alþýðuflokks- ins. Þar fyrir utan eru það vanga- veltur um hugsanlegt kosninga- bandalag vinstri flokkanna sem segja má að hafi náð ákveðinni at- hygli meðal almennings. xxx AÐ sem hvað mesta mesta umræðu virðist þó hafa vakið, eru vangaveltur, kenningar, stað- hæfingar og spádómar þeirra sem telja sig þekkja hvað best til, um það hver verður starfsleg framtíð hins fráfarandi formanns Alþýðu- flokksins, Jóns Baldvins Hannibals- sonar. Samkvæmt því sem Víkveiji heyrir er um allstóran hóp „sér- fróðra“ að ræða sem allir virðast telja sig vita best, hvað hinn fráfar- andi formaður ætlar að taka sér fyrir hendur, þegar hann kveður pólitíkina. Því hefur Víkveiji haft af því allnokkra skemmtun, að fylgjast með því hvernig Jón Bald- vin hefur svarað áleitnum spurning- um um framtíðarfyrirætlanir á þann veg, að spyijendur eru víðs- Ijarri því að vera nokkru nær, en eftir stendur Jón Baldvin með eilít- ið kímið glott á vör!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.