Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 35 ' )-----------------_ Sorgarferli að- standenda Alz- heimer sj úklinga EVÐSENDAR GREINAR þeirra er mikið og þörf þeirra fyrir hand- leiðslu og sálgæslu er brýn. Hvað er hægt að gera þeim til hjálpar? 1. Fræðsla og upp- lýsingar um sjúkdóm- inn, gang hans og batalíkur er undir- staða þess að aðstand- endur geti tekist á við sitt erfiða hlutskipti. Mikil og góð samvinna við starfsfólkið er mik- ilvæg þegar inn á stofnun er komið. 2. Aðstandendur þurfa að finna að þeir séu virtir sem mikilvægir umönn- unaraðilar, boðnir velkomnir, jafn- framt því að þeim sé sýndur skiln- ingur á þeirra eigin líðan. Þeir séu hvattir til að hlífa sér (ef um veik- indi er að ræða) hvíla sig frá heim- sóknum og viðveru þegar þess gerist þörf. Það þarf að koma til móts við þarfir hinna sjúku, segir Ólöf Ólafs- dóttir, með sérhönnuðu hjúkrunarheimili. 3. Mjög nauðsynlegt er að að- standendur njóti handleiðslu og hafi tækifæri til að tjá sig um áhyggjur, vonleysi og létta þar með á hjarta sínu. Það er þýðing- armikið atriði hvað varðar að ná sáttum við það óumflýjanlega, sem ekki er í mannlegu valdi að breyta. 4. Starfsfólk þarf að geta tekið reiði, aðfinnslum og óánægju af skilningi en fara ekki í varnar- stöðu, eins og um persónulega árás sé að ræða. Þekking á sorgarferl- inu skiptir sköpum í allri samvinnu og samskiptum. Að framansögðu er ljóst að fræðsla, allar upplýsingar um sjúk- dóminn (Alzheimer) og sorgarferli þeirra sem ganga í gegnum hann með sínum nánustu eru mjög þýð- ingarmiklar, fyrir alla, ekki síst þá sem mest mæðir á, aðstandend- ur og þá sem koma að umönnun og hjúkrun. Það er ljóst að há- tækni sjúkrahúsanna og þróun læknisvísindanna koma ekki hinum sjúku/öldruðu og hinum minnis- sjúku (enn sem komið er) að gagni nema í mjög takmörkuðum mæli. Vandi hins ellimóða, sem er að missa líkamlega og/eða andlega fæmi sína, verður ekki leystur með tæknilegum hætti nema að örlitlu leyti. Þar mega sín meira aðrir þættir þ.e. kristilegar og siðferði- legar mannlegar dyggðir þeirra sem hann annast. Því manneskjan er og verður verðmætasti þátturinn og sá þýðingarmesti í umönnun mannsins frá vöggu til grafar því ekkert getur komið í staðinn fyrir mannlegu hlýju, skilning, þolin- mæði, nærgætni og góðleik. Barn- ið, sjúklingurinn og hinn aldni mega síst án þessara lífsgæða vera. Ef lífsgæðasjónarmið á að ráða þurfum við nauðsynlega að hafa í huga að „maðurinn lifir ekki á brauði einu saman“. Hann er lík- ami, sál og andi í órofa heild og hefur þarfir á öllum þessum svið- um. Samfélag okkar þarf að viður- kenna það ofurmannlega álag sem aðstandendur minnissjúkra búa við. Það þarf að koma til móts við þarfir hinna sjúku um sérhönnuð hjúkrunarheimili og létta byrðar aðstandenda með handleiðslu og sálgæslu. Hjúkrunarheimili og stofnanir þurfa að vera annað og meira en geymsla þar sem brýnustu líkams- þörfum er sinnt. Það þarf að huga vel að og vanda starfsmannaval allt, gera vel við starfsfólkið, mennta það og fræða og auka metnað þess, og muna að allir sem að umönnun starfa gegna þýð- ingarmiklu sálgæsluhlutverki í þeim skilningi að sálgæsla sé umönnun fyrir manninn í heild. Óvíða er meiri þörf fýrir að unn- ið sé skv. þeim skilningi en meðal sjúkra/aldraðra og heilaskertra. Höfundur er prestur í Skjóli. Lánasjóður nokk- urra námsmanna - ekki iðnnema AUNDANFORNUM mánuðum hefur verið gróflega að iðn- og starfsnámsnemum veg- ið. Þetta lýsir sér helst í niðurskurði til fram- haldsskólanna, lög- bundinni mismunun á efnisgjöldum til bók- greina annars vegar og iðngreina hins vegar og síðast en alls ekki síst ber að nefna niðurfell- ingu á þjónustusamn- ingi Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna við Iðnnemasambandið. Margir iðnnemar, eins og aðrir námsmenn, hafa þurft að treysta á Lánasjóðinn til að geta framfleytt sér á námstímanum. Nú er hins vegar búið að slengja blautri tusku framan í iðnnema og þeim hefur verið gerð grein fyrir því að Lánasjóður íslenskra námsmanna er í raun lánasjóður nokkurra íslenskra námsmanna, ekki iðnnema. Síðustu ár hefur Iðnnemasamband íslands haft þjónustusamning við lánasjóðinn _sem byggist á fjárveit- ingu til INSÍ í þeim tilgangi að reka upplýsingaþjónustu fyrir félagsmenn um Iánasjóðsmál. Þessi þjónustu- samningur hefur komið að góðum notum þar sem við höfum getað veitt persónulega og góða þjónustu. Einnig hefur þetta stytt til muna biðraðir hjá lánasjóðnum og létt starfsfólki þar innandyra álagið sem fylgir upp- lýsingaþjónustu. Svipaður þjónustusamningur var gerður við aðrar námsmannahreyf- ingar, Bandalag íslenskra sérskóla- nema, Stúdentaráð Háskóla íslands og Samband íslenskra námsmanna erlendis. Þar sem hið undarlega við- horf hefur verið ríkjandi hjá ráða- mönnum að lánasjóðurinn eigi að vera rekinn með hagnaði var ráðist í niðurskurð fjárveitinga til náms- mannahreyfinganna. Hnífurinn hitti þó ekki öll félögin heldur lenti hann aðeins á Iðnnemasambandinu og Bandalagi íslenskra sérskólanema. Að okkar mati eru skilaboðin afar skýr; bóknám skiptir meira máli en Drífa Snædal verknám og sérnám. Óneitanlega sárna okkur skilaboðin mjög þar sem kosningaloforð stjórnarflokkanna um aukið vægi iðn- og starfsnáms kveikti vonarneista í hjarta allra iðnnema um bjart- ari framtíð. Smám sam- an dofnaði þó vonar- neistinn þar til hann varð að engu og geta iðnnemar nú nagað sig í handarbökin fyrir að hafa verið svo auðtrúa. í flestum þeim lönd- um sem við viljum gjaman miða okkur við hefur ríkt skýr stefna í iðn- og starfsmennta- málum. Áhersla hefur verið lögð á að mennta starfsfólk í helstu at- vinnugreinum hvers lands þar sem betri menntun skilar meiri afköstum. Gróflega hefur verið vegið, segir Drífa Snædal, að verkmennt- un í landinu. Hér á Islandi hefur þessu verið þver- öfugt farið. í okkar helstu atvinnu- grein, fiskvinnslu, eru 95% starfs- manna ómenntaðir og svipað er ástandið í þjónustugreinum. Sá þröngi stakkur sem iðn- og starfsnámi hefur verið skorinn hefur aðeins rúmað hinar „hefðbundnu iðngreinar" og hefur því ekki verið grundvöllur fyrir mikilli fjölbreytni. Þessu þarf að breyta áður en það verður um seinan en grundvöllurinn fyrir því að fólk geti sótt nám yfir- leitt er að það geti framfleytt sér á meðan á námi stendur. Þar kemur lánasjóðurinn til skjalanna. Það er okkar einlæga bón til ráðamanna þessa lands að þeir opni augun og sjái svartnættið sem framundan er ef ekkert verður að gert. Höfundur er formaður Iðnnemasambands íslands. Dagur íslenskrar tungu Meðal annarra orða Ef þjóðin ann tungu sinni, segir Njörður P. Njarðvík, vandar hún málfar sitt. ALLUR missir hef- ur í för með sér sorg- arferli þar sem ákveðnir þættir virð- ast sameiginlegir eins og rannsóknir sýna fram á. Sorgarferli að- standenda Alzheim- ersjúklinga og minnis- sjúkra einstaklinga er frábrugðið að því leyti að það er: 1. Langvarandi. 2. Endurtekið hvað eftir annað. a) Við áfallið sem verður í upphafi sjúk- dóms og staðfestingu hans með greiningu læknis. Áfall- seinkenni fylgja, s.s. afneitun og einangrun. b) Umönnun í heimahúsi tekur við og dagvistun. Aðstandendur búa við mikið líkamlegt- og tilfinn- ingalegt álag, kvíða og óvissu um framtíð þegar sjúkdómurinn áger- ist. c) Fiutningur af heimili á sjúkra- stofnun verður óumflýjanlegur, oft tilkoma annarra sjúkdóma í kjöl- farið. Aðstandendur upplifa mikið tilfinningalegt kreppuástand þar sem sektarkennd og söknuður vega þungt samfara reiði, angist og sársauka. Margvísleg líkamleg ein- kenni, vanlíðan og síþreyta fylgja í kjölfarið. d) Fylgd með ástvini inni á stofnuninni, og e.t.v. ákvörðunar- taka um meðferð, líknarmeðferð. e) Dauði sjúklings. í stuttu máli. Langdregið sorgarferli þegar aðstandendur ? horfa upp á ástvin sinn deyja frá sér öruggt og óafturkallanlega á ferli sem getur tekið mörg ár. Það er því augljóst að aðstand- endur minnissjúkra og sjúkra aldr- aðra gegna veigamiklu hlutverki í umönnun þeirra, eins þegar inn á hjúkrunarheimili er komið. Álag NÆSTKOMANDI laugardag, 16. nóvem- ber á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar, verður í fýrsta sinn efnt til dags íslenskrar tungu, er síðan verður árlegur viðburður. * Ríkisstjórnin mælist til þess, að þann dag verði fáni dreginn að hún á opinberum bygg- ingum og hvetur um leið almenning til hins sama. Og mun vera í athugun að gera þenn- an dag að opinberum fánadegi. Það er einkar vel til fundið hjá Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að ár hvert skuli efnt til hátíðar til heiðurs tungu okkar. Og tilmæli ríkis- stjómarinnar um fánanotkun munu auka enn á virðingu þessa dags. Ég veit ekki til | þess að slík hliðstæða sé með öðrum þjóð- um, enda má fullyrða að óvíða séu nánari tengsl með tungu og þjóð en einmitt hér á íslandi. Því er ekki ólíklegt, að þessi hátíðis- dagur muni vekja nokkra athygli erlendis, og hver veit nema hann geti orðið öðrum fámennum þjóðum fyrirmynd og hvatning til þess að standa vörð um tungu sína. Rétt er að geta þess sérstaklega, að slíkur hátíðis- i dagur er að sjálfsögðu ekki afsökun fyrir því að sinna ekki tungu okkar á degi hveij- um, heldur er hann þvert á móti hugsaður I sem áminning og hvatning til þjóðarinnar að íhuga hvílíkt dýrmæti við eigum í tungu okkar og hve samofin hún er öllu lífi okkar, - ekki aðeins í menningararfí, heldur sem lifandi veraleiki. Því stundum fer svo, að vanræksla og hirðuleysi getur sprottið af því sem við teljum sjálfsagt. Á okkar tímum 1 er þjóðtunga nefnilega ekki sjálfsögð. Ástarljóð til móðurmálsins Það er sömuleiðis einkar vel til fundið | að velja fæðingardag Jónasar Hallgrímsson- ar, listaskáldsins góða, til þess að minna á dýrmæti móðurmálsins, enda orti hann: Ástkæra ylhýra málið, og allri rödd fegra, blíð sem að bami kvað móður á bijósti svanhvítu; móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndið að veita. En fleira kemur til en þetta ljóð, þótt það geti staðið sem eins konar einkunnarorð fyrir lífsstarfi Jónasar og Fjölnismanna. Afstaðan til tungunnar, sem átti þá eins og nú í vök að verjast, varð ein þýðingarmesta undirstaða frelsisbaráttunnar, sú bjargfasta vissa, að sérstakt móðurmál okkar gerði okkur að sérstakri þjóð. Með þessari stefnu Fjölnismanna var mörkuð braut sem hefur skilað okkur hingað, þar sem við eram nú: sjálfstæð þjóð, auðug að eigin menningu, sjálfstæð menningareining meðal þjóðanna með eigin rödd, sem er tunga okkar. Án hennar hrynur sjálfsvitund okkar um sér- stöðu og við hrynjum sjálf í haf þjóðanna, í sjó alþjóðlegs sérkennaleysis. Við yrðum þá einhvers konar eftirlíking af einhveiju öðra en okkur sjálfum, raddlaus hópur á útskaga menningar sem hlyti að verða okk- ur framandi. Að því víkur annað þjóðskáld síðar, Matthías Jochumsson, er hann orti; Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona. Móðurmálið mitt góða Við, sem viljum vera talsmenn íslenskrar tungu á tímum upplýsingabyltingar, eram stundum sökuð um íhaldssemi og jafnvel heimóttarskap, eins og við séum enn á and- legum sauðskinnsskóm og með lambhús- hettu á hausnum. Og vel má vera að við séum ekki nógu klók í málflutningi okkar. En gleymum þá ekki, að íslenska lopapeys- an er fræg um allan heim, - af því að hún er öðra vísi. Við sjáum líka í samtímanum, hversu djúpar rætur sjálfsvitund móðurmáls á með mörgum þjóðum. Horfum til Eistlands, þar sem skipulega var unnið að því á sovéttíman- um að innræta Eistlendingum rússneska tungu og rússneska menningu. Ef það hefði tekist, væri Eistland ekki fijálst nú. Spum- ingin, sem nú blasir hins vegar við, snýst um það hversu vel Eistlendingum tekst að varðveita árangur baráttu sinnar. Hvort sinnuleysi hins sjálfsagða muni smám saman sljóvga sjálfsvitund þeirra. Það er nefnilega svo að barátta sameinar, en sú samstaða sundrast oft við sigur, rétt eins og baráttan sjálf skipti meira máli en sigurinn. Við þekkjum þetta úr eigin sögu. Nú erum við fijáls og eigum allt sem við þurfum sem fijáls þjóð: móðurmál, lýðræðishefð, skýra sjálfsvitund. Er það orðið okkur svo sjálf- sagt að það skipti okkur engu lengur? Og ef svo er, hvað gerist þá? Af þessum sökum meðal annars, skiptir svo miklu að við höld- um áfram að unna tungu okkar. Og ég vel af ásettu ráði sögnina að unna, þótt hún sé kannski ekki í tísku nú í þessu sam- hengi. Það er nefnilega sannfæring mín, að ef þjóðin ann tungu sinni, muni hún um leið líkt og ósjálfrátt vanda málfar sitt. Því ekkert er okkur kærara en það sem við unnum, og engu sýnum við meiri og dýpri virðingu. Það kemur skýrt fram í ljóði Jónas- ar Hallgrímssonar. Megi dagur íslenskrar tungu minna okkur á það. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands. ftT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.