Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 27 Hugleiðingar um lítið samfélag BÆKUR Fræðirit ÍSAFJARÐARKVER eftir Þorstein Antonsson. Árholt, án ártals, 126 bls. ÞAÐ ER hefð fyrir því að íslenzk- ir rithöfundar fjalli um þjóðfélags- mál og skipti sér af þeim, ef þeim býður svo við að horfa. Afskiptin hafa ekki alltaf verið gæfuleg og fjölmargt af því sem skáld hafa sagt um þjóðmál stenzt ilia tímans tönn raunar eins og flestra ann- arra. Menn þurfa ekki annað en skoða það sem stjómmálamenn og lærdómsmenn hafa skrifað um þjóðmál til að sjá hvað það endist illa. Það er fæstum léð sú list að fjalla um atburðarás eða ástand í samtíma sínum svo að eftirminni- legt sé. En stundum tekst það. Sumar af greinum Einars Bene- diktssonar eru dæmi um vel heppn- aða umfjöllun af þessu tæi. Þorsteinn Antonsson fluttist vestur til ísafjarðar og dvaldi þar í fimm ár. Þessi bók er afrakstur hugleiðinga um lífið í bænum, hlutskipti manna í sjávarþorpi við brött fjöll og harða veðráttu. Hann vill beita hlífðarleysi í lýsingu og greiningu á mannlífinu og honum tekst það stundum. Sumar þær greinar eru allrar athygli verðar. En í heildina er safnið ómark- visst, samtíningur hugleiðinga sem bera ekki alveg heila hug- mynd og erfitt að átta sig á því hvað höfundurinn er að fara. Það veldur því vonbrigðum. Það kemur hvergi fram af hverju höfundurinn hafði viðurværi þenn- an tíma. Varla duga laun fyrir bókaskrif og fjöl- miðla til að lifa af. Honum virðist hafa liðið þolanlega á ísafirði en það er alveg ljóst að hann hefur aldrei fallið inn í mannlífið á þeim stað. Þetta má sjá af frá- sögn höfundarins af Sunnukórsballi á bls. 14-16. Öll frásögnin af ísafirði einkennist af því að hann stendur utan við samfélag manna á þeim slóðum og áttar sig ekki nema að hluta til á því hvem- ig það gengur fyrir sig. Það er rétt að nefna nokkur dæmi um skynsamlegar athugasemdir höf- undar. Hann tekur eftir því hvemig svona lítið samfélag verður eins og fjötur á hvem og einn og það þarf umtalsvert hugrekki til að vera öðruvísi, rétt eins og ungling- ar þurfa allir nú á dögum að vera í dýrum íþróttaskóm, helzt allir eins, þá virðist sama eiga við um allt samfélagið í svona litlum bæ. Sömuleiðis er það áreiðanlega rétt metið hjá honum að lítil virðing sé fyrir menntun og menningu í þeim ágæta bæ. Þá er ekki átt við að þar sé ekki vel menntað fólk eða boðið upp á menningarviðburði heldur hitt að þau sjónarmið sem fylgja menntun og menningu eigi lítt upp á pallborðið hjá öllum al- menningi. Þeir hljóma líka kunnug- lega þessir ótrúlegu fordómar í garð fólks annars staðar að sem flyzt til ísafjarðar. Greining hans á viðhorfum sem fylgja byggðastefnu er sennileg og það er að minnsta kosti um- hugsunarinnar virði að það séu hagsmunir útgerðarinnar sem stjórni ýmsum mikil- vægum einkennum mannlífsins. Höfundurinn bland- ar í textann sögulegum staðreyndum. Ég held að hann hefði að skað- lausu mátt gera það skipulegar og miklu meira en raun- in er. Stærstur hluti bókarinnar er hugleiðingar um nútímann ásamt lýsingum á staðháttum. Það er ekk- ert gert til að ókunnugir geti áttað sig á lýsingunum með myndum eða kortum og uppdráttum. Þessir þrír þættir bókarinnar, sá sögulegi, sá persónulegi og lýsingin á umhverf- inu hanga illa saman. Til að svona bók heppnist þarf ýmislegt að koma til: stílsnilli höf- undar, sérstök sýn hans á við- fangsefninu eða gleggri upplýs- ingar um það en aðrir hafa svo að eitthvað sé nefnt. En hér er ekki fyrir að fara miklum tilþrifum í stíl og of lítið um skipulegar upplýsingar. Ymsar athugasemd- irnar eru sérvizkulegar en senni- legar og hann er að reyna að skilja mannlífið í þessum bæ. En ég er ekki viss um að innfæddir kannist vel við þá lýsingu sem hér er boð- ið upp á nema að litlu leyti. Guðmundur H. Frímannsson Þorsteinn Antonsson Skagað upp úr TONLIST Sólon íslandus KÓRTÓNLEIKAR Blönduð sönglagaskrá flutt af sönghópnum Sólarmegin (Anna Snæbjömsdóttir, Ragna Kristmundsdóttir, Þórgunnur Stefánsdóttir (S), Gyða Bentsdóttir, Jensína Valdimarsdóttir (A), Halldór Hailgrímsson, Sigursteinn Hákonarson (T), Kristján Elís Jónasson (Bar.), Guðmundur Jó- hannsson, Lars H. Andersen (B)). StjómandiGuðmundur Jóhanns- son. Sóloni íslandusi, sunnudaginn 10. nóvember kl. 20:30. ÞAÐ ER forstöðumönnum Sól- ons íslandusar til lítils sóma, svo ekki sé sterkar að orði kveðið, að ætla sér að halda viðkvæma a cappella kórtónleika á efri hæð- inni á sama tíma og niðri er rek- ið veitingahús með tilheyrandi mannaklið og postulínsglamri, og aðeins þunn textíldula í stiga- gangi til að skilja á milli. Tólfun- um kastaði þó, þegar ómur af glymskrattasamstæðu hússins bættist ofan í fyrrgreind aðskota- hljóð, og settu þau öll í samein- ingu leiðinda truflunarsvip á tón- leikana. Slíkt er hvorki hægt að bjóða flytjendum né tónleikagest- um, og lýsir í raun fyrirlitningu ’í garð beggja. Tónleikaskráin hefði og mátt vera betur búin upplýsingum. Ekkert var að finna um sönghóp- inn og feril hans, en verst var þó hvað hún hunzaði gjörsamlega nöfn útsetjara. í kórlagapró- grammi sem að yfirgnæfandi leyti samanstendur af útsetningum á þjóðlögum og „evergreens" er útsetjarinn jafn mikilvægur og frumtónskáldið - ef ekki mikil- vægari - og á hikstalaust skilið að vera tilgreindur með nafni, jafnvel þótt eitthvað sé kynnt munnlega (sem fór að miklu leyti forgörðum vegna áðurgetins krá- arglamurs). Að því slepptu voru tónleikar sönghópsins Sólarmegin mjög ánægjulegir. Tíumenningarnir frá Akranesi hafa greinilega lagt mikla vinnu í samhljóm og inntón- un og skaga í því tilliti áberandi upp úr dæmigerðustu lands- byggðarkórstarfsemi með því að leggja megináherzlu á listrænan árangur. Samhæfing radda og jafnvægi var því víða eins og bezt varð á kosið, og þó að við- fangsefnin virtust mörg í fljótu bragði „viðráðanleg", þá vita þeir er vita vilja, að samkeppnin á léttum nótum er sizt minni en í þungaviktinni og hlustendur að sama skapi vandlátir, enda al- kunna hvað bezt hefur verið gert, og því lítið hægt að fela. E.t.v. mætti deila um hvort efnisvalið hafi verið full sundur- laust. Þar kenndi hinna ýmsustu grasa: Haldið ’ún Gróa eftir Gunnar Reyni Sveinsson, tvö ís- lenzk þjóðlög í hressum útsetn- ingum Arna Harðarsonar (ef mér heyrðist rétt, frekar en eftir Sig- urð Halldórsson), þrjú undurþýð lög eftir Jón og Jónas Árnasonu (líklegast útsett af SH), Plaisir d’Amour eftir Padre Martini, danskt og sænskt lag eftir Hans Hansen og Olle Adolphsson í hefðbundnum suðurskandinav- ískum kórstíl, Skozkt þjóðlag, írskt þjóðlag úr Jörundi, lag í Manhattan Transfer-anda (I’m a Train), annað í jóðlandi kalíforn- ískum brimbrettastíl Brians Wil- sons úr Beach Boys (Good Vi- brations), gamla fjárlagið Sumar er í sveitum, Bítlalögin I’ll Follow The Sun og Michelle, auðheyran- lega í frægum útsetningum fyrir King’s Singers, tvö endurreisnar- lög eftir Arcadelt og de Anchieta, Japanskt þjóðlag, standarðarnir Ain’t Misbehavin’ eftir Fats Wall- er og Við tvö eftir Hoagy Carmic- hael og norskt þjóðlegt lag í seið- andi „gangleiks“-stíl eftir Geir Tveitt, þar sem bættust tvær flautur, fiðla, gítar og kontra- bassi við sönginn. Of fjölskrúðugt? Það má vera - en það truflaði ekki undirritað- an, og auðsæilega ekki áheyrend- ur heldur, því undirtektir voru með mestu ágætum. Varla var daufan blett að heyra í lagavali; útsetningamar voru allar góðar, sumar frábærar, og söngurinn þýður, samfelldur og hreinn nema í einu tilviki eða tveim, þegar sópraninn þurfti að úa á efsta sviði. Helzt saknaði maður kannski kjötmeiri bassaradda, svona endrum og eins. En sá vandi þekkist víðar; það er eins og karlakórarnir taki þar óþarf- lega dijúgan toll. Og þó að manni finnist sveiflan í swinglögum á við Ain’t Misbehavin’ alltaf mega vera svolítið afslappaðri, þá efa ég að hún fáist öllu sleipari í kórsöng á okkar breiddargráðum í fyrirsjáanlegri framtíð. Bravó, Skagamenn. Ríkarður Ö. Pálsson GRAHAM Swift: „Kaldhæðnislegt hversu sjaldan rithöfundar kom- ast í snertingu við fólkið sem þeir eiga allt sitt undir.“ Þakkar les- endum sínum Graham Swift, nýbakaður Booker- verðlaunahafi, er þakklátur fyrir að hafa ekki fengið verðlaunin fyrr GRAHAM Swift, handhafi Book er- bókmenntaverðlaunanna, gerði sér glaðan daginn sem tilkynnt var um verðlaunin í lok síðasta mánaðar. Þegar hann kom heim um þijúleytið um nóttina biðu hans 37 skilaboð og hamingjuóskir á símsvaranum og gólf íbúðarinnar var þakið símbréf- um. Þremur tímum síðar var Swift mættur í viðtal í morgunþátt BBC- útvarpsins þar sem hann var spurður hvaða rithöfunda hann teldi nú standa í fremstu röð. Swift kvaðst ekki vilja nefna nein nöfn og þegar þáttastjómandinn gekk á hann og vildi vita hvers vegna var svar verð- launahafans nýbakaða. „Vegna þess að ég er grúttimbraður." Booker-verðlaunin hafa iðulega valdið miklum deilum en að þessu sinni var verðlaunanefndin tiltölu- lega sammála og það sem meira er, fjölmiðlar létu sér val þeirra vel líka. Swift vakti fyrst athygli fyrir 13 árum er hann hlaut tilnefningu fyr- ir bók sína „Waterland". Hann seg- ist feginn því að hafa ekki hlotið Booker-verðlaunin þá, því þau hefðu líklega sett allt á annan endann í lífi hans. Nú telji hann sig hins veg- ar ráða við afleiðingar þess að hafa hlotið verðlaunin. í ræðu við móttöku verðlaunanna þakkaði Swift lesendum sínum sér- staklega og í viðtali við The Inde- pendent segir hann það kaldhæðnis- legt hversu sjaldan rithöfundar komist í snertingu við fólkið sem þeir eigi allt sitt undir. Það komi þó ekki í veg fyrir að þeir geri kröf- ur um nánd til þess. „Skáldsögur eru ekki skrifaðar fyrir opinber til- efni, heldur hið nána, þögla, ósýni- lega en þó töfrandi samband lesand- ans og blaðsíðunnar," segir Swift. Hann þvertekur fyrir að hann geri lesendum sínum of hátt undir höfði, segist eiga við hina raunveru lesend- ur, sem gleypi í sig bækur hans frá upphafi til enda, hvar svo sem þeir eru í heiminum. Og þeim á eftir að íjölga, því nú þegar hafa verið gerð- ir samningar um þýðingar á verð- launabókinni „Last Orders“ á fímmtán tungumál. Þrátt fyrir að bók Swifts sé langt í frá alþjóðleg, gerist í einu hverfi Lundúna og á Bermondsey, og hafi sterkar tilvísanir í tíðaranda, málfar og stéttskiptingu telur hann það ekki koma í veg fyrir að lesendur um allan heim skilji hana og geti notið hennar. Vilji maður skrifa fyr- ir allan heiminn eigi maður ekki að hafa það í huga við skriftimar. „Skrifaðu fyrir „hér“ og „þar“ mun sjá um sig sjálft,“ segir Swift góð- látlega. Aska látins slátrara „Last Orders" (Hinsta óskin) seg- ir frá Vince, Vic, Lenny og Ray, sem fara með ker með ösku slátrarans Jack Dodds til Bermondsey, þar sem þeir eiga að dreifa henni. A ýmsu gengur á þeirri ferð, kerið gleymist, það verður tilefni mikils rifrildis og verður smám saman að enn einni sögupersónunni. Ýmsir hafa orðið til að geta sér til um að sagan fjalli um föður Swifts sem lést fyrir fjór- um árum, en lík hans var einnig brennt. Swift segir það fjarstæðu að faðir hans og slátrarinn séu einn og sami maður. Swift lagði stund á enskunám í Cambridge á árunum 1967-1973 og segist ekki geta ímyndað sér betra tímabil til að vera námsmaður. Hann hafi verið hippi eins og flestir aðrir námsmenn, með sítt og hroðalegt skegg og gert tilraunir ýmis efni. En draumurinn um að gerast rithöf- undur hafði búið með honum frá unglingsárunum og hann sneri sér að skriftum. Fyrsta bókin „The Sweet Shop Owner“ fjallar um ekkjumann sem liggur fyrir dauðan- um og bíður heimsóknar dóttur sinn- ar. „Shuttlecock" segir frá syni sem kannar fortíð föður síns á óskil- greindri „kafkaískri“ opinberri skrifstofu. I „Waterland" er farið yfir 300 ár í sögu Englands sem mislukkaður og örvæntingarfullur kennari rekur. Blaðaljósmyndari og samband hans við dóttur sína er efni „Out of this World“ og „Ever After“ segir frá ekkjumanni sem hyggst feta í fótspor föður síns og fremja sjálfsmorð. „Waterland“ fékk mjög góða dóma er hún kom út snemma á síð- asta áratug. Hins vegar þótti mörg- um aðdáenda Swifts að síðustu tvær bækurnar skorti frásagnargleðina sem einkenndi fyrstu bækumar. í þeirri nýjustu sé hún aftur til staðar og menn geti því andað léttar. Viltu fræðast um Amheiður Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og brjóstagjafaleiðbeinandi, verður í Kópavogs Apóteki Hamraborg 11, miðviku- daginn 13. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.