Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 55
11111111111111 ii 11111111 ii 11.11111111 n 11 rrm MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 55 FRUMSYNING: KORFUBOLTAHETJAN Damon Wayans Daniel Stern and Dan Aykroyd DAUÐASOK CELTIC PRIDE _ Far- eöa Gullkortshafar VISA og Námu- og Gengismeðlimir Landsbanka fá 25% AFSLÁTT. Gildir fyrir tvo. SAMJRA BULLOCK SAMUEL L. JACKSON M.VITIIEW MCCONAUGIIEV KEVIN SPACV „Myndin er byggð á sterkri sögu sem gott hefur verið mjög vel leikin." jj|l ★ ★★ A.I.Mbl W „Mynd sem vekur umtal." |tILBOÐ KR. 300) PHEl^O'tófNON Stórbrotin mynd efftir leikstjóra While You Were Sleeping og Cool Runnings. SÍÐUSTU SÝNINCAR! Axel Axelsson FM 9! Ómar Friðleifsson X-ið DIGITAL TIN CUP Gamanmynd sem kemur öllum í gott skap. Jimmy og Mike, áhangendur körfuboltaliðs Boston Celtics, eru ekki ánægðir með Lewis Scott, hetju andstæðinganna og taka á það ráð að ræna honum. Aðalhlutverk: Damon Wyans (Last Boy Scout, Major Payne), Dan Akroyd (Ghostbusters I og II) og Daniel Stern (Home Alone I og II, City Slickers). Stórskemmtileg gamanmynd frá leikstjóranum Ron Shelton (Bull Durham). Stórstjörnurnar Kevin Kostner, Rene Russo og Don Johnson fara á kostum í mynd sem er full af rómantík, kímni og góðum tilþrifum. „Tin Cup" er gamanmynd sem slær i gegn!!! GULLEYJA PRÚÐULEIKARANNA ■’iímon Nýjar plötur Messa ekki yfirþjóðinni Stefán Hilmarsson hefur gefíð út plötuna, eins oger sem er önnur ___ - ^ sólóplata hans. A plötunni sækir Stefán áhrif í smiðju breskrar danstónlistar og sýnir, að eigin sögn, á sér nokkuð nýja hlið. Textar hans hafa tekið stakkaskiptum og í samtali við blaðamann Morgunblaðsins segir hann sér hafa vaxið ásmegin í textasmíð í gegnum tíðina. STEFÁN vann plötuna á skömm- um tíma og fékk til liðs við sig tónlistarmanninn Mána Svavars- son, sem hefur verið framarlega í tölvutónlist á íslandi um árabil, og Friðrik Sturluson félaga sinn úr hljómsveitinni Sálinni hans Jóns míns. „Við sömdum tónlist og texta, tókum upp, bjuggum til umslag og annað á um það bil þremur vikum. Þetta var töluvert skammur tími sem sannar að góð- ir hlutir þurfa ekki endilega að taka langan tíma. Ég er nú vanur því að hanga yfir þessu von úr viti, jafnvel svo mánuðum skiptir," sagði Stefán. „Það flýtti mjög fyr- ir að ég hafði undirbúið þetta allt saman mjög vel í huganum og vissi vel hvað ég vildi gera. Ég, Máni og Friðrik fórum í sumarbú- stað saman, dvöldum þar í þrjá sólarhringa og unnum átta lög á plötuna í einni lotu en tvö voru Morgunblaðið/Ámi Sæberg STEFÁN Hilmarsson tónlist- armaður. „... finnst nánast eins og ég hafi keypt plötuna óti í búð.“ til fyrir. Ég tel mig vera að sýna á mér nokkuð nýja hlið á þessari plötu." Hann sagði þessi hröðu vinnubrögð gera það að verkum að platan sé ferskari fyrir honum en ella því þegar vinna við plötur tekur marga mánuði þá er oft lít- il elja eftir á lokasprettinum. „Mér fínnst nánast eins og ég hafí keypt plötuna úti í búð og hlakki til að fara heim til að hlusta á hana, ég er ekki búinn að lifa það lengi með henni.“ Stefán hefur verið önnum kaf- inn allt þetta ár. Hann hefur sung- ið með hljómsveitunum Sálinni hans Jóns míns, Milljónamæring- unum og Spookie Boogie, einmitt þegar hann ætlaði að taka því rólega eins og hann orðar það. „Það var nú hugmyndin. Ég ætl- aði að gefa mér góðan tíma í sóló- plötuna en á tímabili leit út fyrir að ég yrði að fresta henni." Var ekkert skólaskáld Stefán hefur verið afkastamikill textasmiður og ekki einungis sam- ið texta við lög hljómsveitar sinnar Sálin hans Jóns míns heldur einn- ig fyrir aðrar hljómsveitir. „Ég byijaði að semja texta af illri nauðsyn árið 1989 þegar vantaði texta við lag hjá Sálinni. Laga- smiðurinn, Guðmundur Jónsson gítarleikari, sagði: „Þú ert söngv- arinn og þá skalt þú semja texta.“ Margir segja það eiga að vera í verkahring söngvarans að semja textana því hann stendur og er að tjá textann á sviðinu. Ég hafði aldrei gert neitt þessu líkt áður. Ég var ekkert skólaskáld í menntaskóla eða þannig og lít í sjálfu sér ekki á mig sem neitt ljóðskáld. Ég er frekar dægur- ljóðasmiður og mér finnst mér hafa vaxið ásmegin í gegnum tíð- ina. Það er ákveðið þjálfunaratriði að semja texta við lög og í dag er það hálfgert áhugamál hjá mér.“ Stefán segist ekki endilega vera neitt alvarlega þenkjandi í textunum, þeir eru alltaf í stíl við lögin sem hann syngur. „Maður er kannski að semja texta við létt- leikandi lítil popplög og þá hentar ekki að vera með þunga ádeilu- texta, þó stundum hafí ég samið texta með smá undiröldu. I raun er ég ekkert hrifinn af texta með þungum boðskap, mér fínnst það einfaldlega ekki henta mér. Ég leitast frekar eftir því að hafa textana eins og litlar myndir sem falla að viðfangsefninu hveiju sinni. Ég vil síður setja mig á stall og reyna að vera einhver sem þykist vita betur en aðrir og mess- ar yfír þjóðinni." Þegar blaðamað- ur spyr hvort hann geti hugsað sér að gefa út ljóðadisk dregur hann seiminn og svarar: „Það er aldrei að vita, ég samdi reyndar tvo texta fyrirfram, sem ég hef aldrei gert áður, og því má segja að þetta hafi verið ljóð sem ég síðan endursamdi og sneið að lag- línum sem fæddust. “ Stefán segir að við textagerðina hafi hann notað nýjan stíl. „ Ég lagði mig fram um að sleppa alveg stuðlum, höfuðstöfum og rími, sem hefur einkennt texta mína hingað til.“ íslenskan á betur við mig Fyrri plata Stefáns var meira á persónulegum nótum og segir hann að mörgum hafi þótt hún vera of persónuleg. „Nýja platan átti að verða almennari en varð töluvert persónuleg sem kannski er meira hægt að lesa á milli línanna.“ Allt efni hans er á ís- lensku en hann segist ekki gera það til að vera þjóðhollur. „ís- lenskan á bara betur við mig,“ segir hann. Það sem gefur starfí hans í tón- list gildi að hans sögn er það að vera skapandi listamaður og búa til eigið efni. „Það er ekkert heill- andi við það að þvælast um landið illa sofínn, fjarri fjölskyldunni. Draumurinn er auðvitað að vera minna í harkinu og gefa sér meiri tíma í sköpunina, en það verður ekki á allt kosið.“ Utgáfutónleikar disksins verða í Borgarleikhúsinu 2. desember næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.