Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján ARI H. Ólafsson, settur yfirlæknir á bæklunardeild FSA, með hluta af þeim lengingaráhöldum sem deildin hefur yfir að ráða. Bæklunardeild Fjórðungssjúkrahússins Meðferð með lengingaráhöld- um hafin að nýju A BÆKLUNARDEILD Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri er að nýju hafin meðferð með lengingaráhöldum sem þróuð eru af dr. Ilizarov í Kurg- an í Síberíu en þeim aðferðum var beitt á bæklunardeildinni við nokkra sjúklinga fyrir um 10 árum með góð- um árangri. Aðferðin hefur nú verið tekin upp að nýju í samvinnu við barnadeild FSA og bæklunarlækn- ingadeild háskólasjúkrahússins í Lundi. Fyrstu sjúklingamir nú voru sjúklingar sem fengu fyrst meðferð í Lundi en eftirmeðferðina á FSA. í lok síðasta árs var unnið að því að útvega frekari áhöld til áður- nefndrar Ilizarov-meðferðar og þá aðallega til meðferðar afleiðinga beinbrota á útlimum þar sem brot hafa gróið með aflögun á beinum og styttingu en jafnframt með leng- ingaraðgerðir á dvergvöxnum ein- staklingum í huga. Höfum lengt dvergvaxið fólk Ari H. Ólafsson, settur yfirlæknir bæklunardeildar, segir að þegar Júl- íus Gestsson, yfirlæknir deildarinn- ar, hafi verið við störf í Bosníu, hafi hann komist á snoðir um verk- smiðju sem framleiðir þessi áhöld og í framhaldinu hafí FSA keypt eitt slíkt sett. „Svona sett var á mjög skikkanlegu verði, miðað við hvað það kostar á Vesturlöndum, og nú eigum við tæki til að gera þessar aðgerðir almennilega. Við höfum gert nokkrar aðgerðir, bæði gert við brot sem hafa gróið vitlaust og einnig höfum við lengt dvergvax- ið fólk.“ Þorvaldur Ingvarsson, bæklunar- læknir á FSA, fékk íslendinga í að- gerðir er hann vann í Lundi í Sví- þjóð, fólk sem var með alls kyns æxli í beinum. Eftir að Þorvaldur flutti heim og fór að vinna á FSA, hefur hann fylgst með þessu fólki, því hefur verið meira um slíkar að- gerðir á stofnuninni. Erfitt að meta þörfina Ari segir að það sé mismunandi hvað hægt sé að lengja fólk mikið og því fylgi alls kyns erfiðleikar. „Það er talað um að metið í lengingu hjá Uizarov sé um hálfur metri en það er mjög óraunhæft hjá okkur á Vesturlöndum. Við getum verið að tala um 10-15 sm hér og með því að lengja fólk meira er hætta á alls kyns fylgikvillum, sem er þó nóg af samt.“ Tækin eru sett í beinið og það svo tekið í sundur á sérstakan hátt. Tækin eru skrúfuð í sundur, um ca. 1 mm á dag og segir Ari að beinvöxt- urinn elti beinið en hins vegar megi ekki skrúfa of hratt og heldur ekki of hægt, þegar aðgerðin er fram- kvæmd. „Þetta er óskaplega lang- dregin aðgerð og tekur oft marga mánuði og tekur sálrænt bæði á sjúkling og lækni.“ Ari segir að erfitt sé að meta þörfína fyrir aðgerðir sem þessar en hægt sé að tala um kannski eina lengingaraðgerð á ári. „Þörfin er ekki mikil en hún er óskapleg hjá þeim sem hlut eiga að máli. Og eft- ir því sem ég best veit er þetta eina tækið sinnar tegundar hér á landi." Umferð bíla um göngugötuna í Hafnarstræti Kostnaður við breytingar um ein og hálf milljón KOSTNAÐUR við að hleypa umferð á göngugötuna í Hafnarstræti er um ein og hálf milljón króna. Kaup- menn við götuna hafa farið fram á við bæjaryfirvöld að gerð verði til- raun með umferð um götuna í vetur fram til loka aprílmánaðar. Að mörgu þarf að hyggja Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokks og formaður skipulagsnefndar, segir að bæjar- stjórn muni á fundi sínum næsta þriðjudag taka afstöðu til þess hvort orðið verði við óskum kaupmanna. „Það liggur nú fyrir hver lág- markskostnaður er við breytingar sem gera þarf á götunni verði um- ferð um hana leyfð. Það er að mörgu að hyggja áður en hægt er að leyfa umferð, það þarf að af- marka ökuleiðina, setja upp hlið og innkomu, ákveða í hvora áttina verður ekið og svo er stoppistöð strætisvagna við suðurenda göt- unnar, þannig að eins og staðan er nú loka þeir götunni á vissum tímum. Það þarf því að skoða marga þætti áður en leyfi fyrir umferð verður veitt, en samt sem áður er gerlegt að verða við þessari ósk kaupmanna," sagði Gísli Bragi. Hann segir að sjálfsagt sé að gera umrædda tilraun og fá bæj- arbúa að henni lokinni til að legga á hana mat. Þó að umferð verði leyfð nú í vetur sé ekki verið að marka stefnu til frambúðar, enda þurfí þá umfangsmeiri breytingar að koma til. „Menn eru ekki sammála um hvort rétti tíminn til að gera þessa tilraun sé nú í upphafi jólaumferð- ar, þegar hvað mest líf er að jafn- aði í göngugötunni,“ segir Gísli Bragi, en -sem fyrr segir mun bæjarstjórn taka ákvörðun í næstu viku. £ SÖN GHÓPURINN æfir stíft, en hann tengir saman söng og ljóð Jónasar á sýningunni. Ástkæra, ylhýra málið ÁSTKÆRA, ylhýra málið er yfirskrift þemadaga sem standa yfir í Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri. Skólinn er undirlagður frá kjallara upp á efstu hæð af ungu áhugasömu fólki, nemendum, kennurum og öðru starfsfólki sem vinnur að und- irbúningi fyrir dag íslenskrar tungu. í skólanum eru um 400 nemendur í 8. til 10. bekk, kennararn- ir eru 26 en 14 aðrir starfsmenn starfa við skól- ann. Nemendur hafa skipað sér í nokkra hópa, í leiklistarhópi verður fjallað um ævi Jónasar Hall- grímssonar og flutt leikrit um Fjölnismenn. Nokkrir nemendanna sjá um búninga og hönnun leikmyndar og þá sjá nemendur í leiklistarhópnum um dans. Myndlistarhópurinn sér um allt sem lýtur að myndlistinni, útbýr plaköt, teiknimyndir og fleira þess háttar. Fólkið í tónlistarhópnum tengir saman söng og ljóð og þeir sem skipa al- mannatengslahópinn sjá um að skrifa blaðagrein- ar, gera skoðanakannanir og útbúa sýningarskrá. Sýningar verða á sal skólans í dag, miðvikudag og eru þær bæði fyrir nemendur og foreldra. Morgunblaðið/Kristján ÞÓRA Björk Ottesen og Guðjón S. Tryggvason framkvæmdasljórar nemendaráðs með styttu af Jónasi Hallgrímssyni. Skjaldborg gefur út 43 bókartitla Jólabækurnar kynntar á Akureyri Morgunblaðið/Kriatján BENEDIKT Kristjánsson útgáfusljóri Skjaldborgar kynnti út- gáfutitla fyrirtækisins fyrir bóksölum og starfsfólki bókabúða á Akureyri og víðar um helgina. BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg í Reykjavík gefur út 43 bókartitla fyrir þessi jól. Fulltrúar Skjaldborg- ar voru á Akureyri um helgina til að kynna bækumar fyrir bóksölum og starfsfólki bókabúða í Eyjafírði og víðar. Björn Eiríksson eigandi Skjald- borgar segir að fyrirtækið hafí hall- að sér töluvert af útgáfu bamabóka í seinni tíð enda áhugi fyrir þeim bókum mikill. „Við þurfum að ala æskuna rétt upp, því annars lifír bókaútgáfan ekki,“ sagði Björn. Skjaldborg á 30 ára afmæli á næsta ári og þá er stefnt að því að gefa út heldur fleiri titla en venjulega. Skjaldborg gefur að þessu sinni út bæði íslenskar og þýddar barna- og unglingabækur, íslensk og þýdd skáldverk, bækur almenns eðlis, ævisögur og endurminningar, handbækur og matreiðslubækur. Játningar Berts er sjötta bókin um prakkarann óviðjafnanlega Bert Ljung en fyrri bækumar urðu allar metsölubækur. Birgitta H. Hall- dórsdóttir sendir frá sér bókina Ofsótt, sem er fjórtánda skáldsaga þessa vinsæla spennubókahöfund- ar. Götustrákur á spariskóm - Lífs- saga Þorsteins Viggóssonar at- hafna- og ævintýramanns, eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, er ein bóka Skjaldborgar í flokki ævisagna og endurminninga. Vímuefna- vandamál unglinga NÁMSKEIÐ um vímuefnavanda- mál unglinga verður haldið á Jaðri, félagsheimili Golfklúbbs Akureyrar á föstudag frá kl. 16 til 20. Mikil umræða hefur verið í gagni varðandi vímuefnavandamál ungl- inga. Börn og unglingar stunda mikið íþróttir og er hlutverk íþrótt- afélaganna mjög mikilvægt í því að móta hugmyndir þeirra um vímu- efni. Námskeiðið er liður í því mark- miði Akureyrarbæjar að gera grunnskólana á Akureyri vímuefna- lausa. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Einar Gylfi Jónsson og Ingi Bæringsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.