Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 Dýraglens Grettir C1996 Tribune Media Services, Inc. All Rights Reserved. Tommi og Jenni Ljóska ZXigari pu ert franoEvuenocti, í x stjbrinn. 1 þessu fyrirtxRsL ^ 'tgþaö erþitt h-Luú/erk, NoJdo, óUu gangcmoLL;—' i ©KFS/Distr. BULLS v Ferdinand Þú ættir að koma með mér í Þú gætir lært Ég veit margt Ég er sérfræðingurinn í leikskólann einhvern tímann ... margt... nú þegar... bakgarðinum ... BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Er ég annars flokks námsmaður vegna þess að ég á von á barni? Frá Lind Einarsdóttur: MIKIÐ rosalega var ég vitlaus þeg- ar ég í einfeldni minni gladdist yfir nýfengnum fréttum af óléttu minni og vísaði á bug öllum svart- sýnisspám vina og ættingja um að nú yrði ég að hætta háskóla- námi. Af hveiju ætti ég að gef- ast upp þótt ég sé, ólétt? Ég hafði séð og kynnt mér vel úthlutunarregl- ur LÍN og vissi að þar var regla sem fjallaði um barnsburð og að tillit væri tekið til hans við útreikninga á lánunum. Frábært! Lífið lék við mig og nám- ið gekk vel. Gleðin breytist í ógleði Fyrir kaldhæðni örlaganna varð ég síðan fyrir þeirri óskemmtilegu lífreynslu að veikjast af svokallaðri meðgönguógleði. Hún var ekki af minni gerðinni, mér leið eins og ég væri sjóveik frá morgni til kvölds og ég hélt engum mat niðri. Þetta ástand stóð yfir frá 15. september til 1. nóvember. Þegar hér var komið sögu sá ég fram á að ég gæti ekki skilað fullum námsárangri og skrifaði bréf til Vafamálanefndar LÍN, útskýrði mín mál og sendi læknisvottorð með. Ég óskaði eftir að ég fengi að skila minni námsárangri og vis- aði til reglu númer 2.3.2 sem segir orðrétt: „Ef um veruleg veikindi námsmanns, maka hans eða barns erað ræða á námstímanum erheim- ilt að bæta allt að 25% við árangur hans þegar nám til hans er reikn- að, en með viðbótinni skal lánið þó ekki vera hærra en 75% í þessum tilfellum. Hámarksvigrúm eykst ekki að jafnaði vegna þessa. Skil- yrði fyrir þessu er að námsmaður framvísi læknisvottorði, þar sem greinilega komi fram á hvaða tíma hann vitjaði læknis eða læknir vitj- aði hans, og á hvaða tímabili hann var óvinnufær að mati læknis. “ Lifað á loftinu Svarið frá LÍN kom stuttu seinna, NEI. Engin námslán á þessari önn og heldur engin á næstu önn. Og skýringin: Ég er 1. árs nemi. Vegna þess að ég veiktist á þessari önn fæ ég ekki námslán og ekki heldur á næstu önn nema ég skili fullum náms- árangri þó svo að barnið eigi að fæðast á önninni. Hvernig á þetta að vera hægt? Meðgönguógleði er ófyrirsjáan- leg og LÍN á að sjá sóma sinn í því að mismuna ekki námsmönn- um. Er ég annars flokks námsmað- ur vegna þess að ég er á 1. ári? Er ég annars flokks námsmaður vegna þess að ég á von á barni? Skilaboðin frá LÍN eru: Hættu í námi eða lifðu á loftinu. Breytingar strax Er ekki kominn tími til að við námsmenn stöndum upp og beijum í borðið? Sýnum mátt okkar í verki og sættum okkur ekki við hvéija kjaraskerðinguna á fætur annarri sem þröngsýnir kerfiskallar gera með einu pennastriki. Er eðlilegt að námsmenn framfleyti sér á yfir- dráttarlánum og að bankarnir græði á þessu námslánakerfi? Er eðlilegt að námsmenn sem veikjast eða eiga von á barni fái ekki aðstoð vegna þess að þeir eru á 1. ári? ' Er eðlilegt að námsmenn séu verr settir en aðrir þegar kemur að húsnæðiskaupum að námi loknu? Ég skora á alla þá sem láta sig málefni námsmanna varða að láta nú í sér heyra og sýna ráðamönnum hvers við erum megnug. LIND EINARSDÓTTIR, nemi í viðskiptafræði við HÍ, Ásgarði 32, Reykjavík. Hvað skal segja? 62 Væri rétt að segja: Það vilja þeir sem í hlut eiga? Svar: Hér er um það að ræða að eiga hlut í einhveiju, eiga hlut að máli. Þess vegna er rétt að segja: Það vilja þeir sem eiga í hlut, þar sem í er atviksorð en ekki forsetning. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Allur boröbiíridöur - Glæsileg gjafavara Biiíðarhjónalistar VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.