Morgunblaðið - 15.11.1996, Page 16

Morgunblaðið - 15.11.1996, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 LANDIÐ Ofsaveður með hagléljum gekk yfir Vestfirði í gær Vmdhraðinn fór mest í 107 hnúta á Þverfjalli Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson MIKILL sjógangur var við ísafjarðarhöfn í gærdag. Sjór flæddi um allan hafnarkantinn og þurfti að notast við togvíra til að halda skipunum við hafnarkantinn. Morgunblaðið/Egill Egilsson SJÓRINN gekk yfir Brimnesveginn á Flateyri og skall á nær- liggjandi húsum. Klæðningin flettist af götunni. ísafirði - Mikið suðvestan rok með hagléljum og síðan snjókomu, gekk yfír norðanverða Vestfirði aðfara- nótt fimmtudags og fram eftir degi í gær. Hásjávað var á sama tíma og urðu því töluverðar skemmdir á mannvirkjum og þá sérstaklega á gatnakerfinu. Tjón hefur ekki verið metið en ljóst þykir að það skipti tugum milljóna króna á Vestfjörðum öllum. Meðalvindhraðinn mældist um 65 hnútar á ísafjarðarflugvelli í gærdag, en 64 hnútar eru ofsaveð- ur. í verstu vindhviðunum fór vind- hraðinn upp í 85 hnúta sem er með því mesta sem mælst hefur á ísa- fjarðarflugvelli. Vindmælir sem staðsettur er á Þverfjalli við Breiða- dalsheiði, sýndi a.m.k. fjórum sinn- um vindhraða yfir 100 hnúta, en mestur mældist hann 107 hnútar, að sögn Sturlu P. Sturlusonar, flug- umsjónarmanns á ísafjarðarflug- velli. _ Á ísafirði varð tjón ekki mikið á mannvirkjum ef frá er talin Skutuls- fjarðarbraut og Pollgata, þar sem snjórinn gróf stór stykki úr vega- kantinum á stórum kafla og þeytti gijóti og þara upp á veginn. Sjór flæddi inn í nokkra kjallara húsa, auk þess sem klæðning fór að hluta af húsi við Fjarðarstræti. Þá fuku vinnupallar til og tvær stórar hurðir á steypustöðinni Steiniðjunni hf., við Grænagarð fuku upp og ollu nokkr- um skemmdum. Tveir togarar voru í ísafjarðarhöfn á meðan versta veðrið gekk yfir og þurfti að nota togvíra annars þeirra til að halda skipinu við bryggju. Sjór flæddi um allan Ásgeirsbakka og inn í nær- statt hús. Þá fór allt á flot við gömlu húsin í Neðstakaupstað, en sjór mun ekki hafa komist þar inn og því skemmdir óverulegar. ^ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson SJOR flæddi umhverfis fríðuðu húsin í Neðstakaupstað á ísafirði í gærdag. Stoðir flutu undan bátum við Sjóminjasafnið svo þeir skekktust. Ekki mun hafa flætt inn í húsin og skemmdir því óverulegar. vindmælir á Þverfjalli a.m.k. fjórum sinnum vindhraða yfir 100 hnúta, en í verstu hviðunni mældist hann 107 hnútar,“ sagði Sturla Páll. Vonumst eftir sjóvörn „Það er alveg ljóst að það hafa orðið töluverðar skemmdir á vegum hér í Súgandafirði. Allur vegurinn fyrir Spilli er stórskemmdur og klæðningin af veginum frá Bijótn- um, sem er norðan við þorpið, og inn að svokölluðu Stekkjarnesi, hefur sópast burt á stórum kafla auk þess sem hann er skemmdur að stórum hluta á öðrum stöðum. Þá hefur sjór- inn grafið stóran hluta af norður- horni Eyrargötu. Um tíma í morgun var hluti eyrarinnar umflotinn sjó en það hefur minnkað eftir því sem liðið hefur á daginn," sagði Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Fisk- iðjunnar Freyju hf. á Suðureyri í samtali við blaðið. Óðinn taldi að litlar skemmdir hefðu orðið á mannvirkjum, öðrum en vegum, ef frá eru taldar skemmd- ir á einni húseigna Freyju, þar sem gafl fór af húsinu. Taldi Óðinn að tjónið næmi 1-2 milljónum króna. Ein mesta sjávarhæð til þessa „Við vitum ekki um neitt tjón á höfninni. Sjórinn hefur farið upp fyrir hafnargarðana og því veit mað- ur ekki hvernig rafmagnsbúnaðinum hefur reitt af. Stjórnendur þeirra skipa sem í höfn voru bjuggu sig undir veðrið og því var allt í stakasta lagi hjá þeim. Sjávarhæðin í morgun er ein sú mesta sem maður hefur séð hér vestra," sagði Hermann Skúlason, hafnarstjóri ísafjarðar- bæjar, í samtali við blaðið í gærdag. Djúpbáturinn Fagranes þurfti að fara frá bryggju árla morguns vegna sjávarhæðar, en þá voru flotholt skipsins komin upp á hafnarbakk- ann. Hélt skipið sjó við Prestabugt fram undir hádegi, en það hélt á ný til hafnar. Að sögn Sturlu Páls Sturlusonar, flugumsjónarmanns á ísafjarðar- flugvelli, var meðalvindhraðinn á vellinum í gær um 65 hnútar, en 64 hnútar sem er með því mesta sem mælst hefur hér á vellinum. Þá sýndi Talsverðar skemmdir í Ólafsvík Ólafsvík - Talsverðar skemmdir urðu vegna veðurs í Ólafsvík í gærmorgun. Á flóðinu gekk sjór á land yfir Ólafsbrautina og ruddi grjóti yfir veginn við Klif. Var hann ófær um tíma. Einnig fór gijót úr varnargörðum yfir veg- inn við Bug sem er fyrir innan Ólafsvík þanngi að vegur lokaðist um tíma. Malbikið flettist af á kafla. Vegfarendur fóru gamla veginn sem var vel fær enda lengra upp í landinu. Möl og grjót gekk yfir veginn undir Ólafsvíkur Enni en ekki svo mikið að hann yrði ófær. Á Hellissandi gekk sjór á land Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum við hús nr. 15 á Keflavíkurgötu og fyllti kjallara hússins. Talsvert eignaljón varð vegna þess. Hitat- úpa og fleira sem í kjallaranum var eyðilagðist. í samskonar veðri í fyrra fylltist sami kjallari vegna sjógangs. Tjón vegna þess var einnig verulegt. MORGUNBLAÐIÐ í „Að öðru leyti höfum við það mjög gott og óskum eftir því að sam- gönguráðherra sjái til þess að við fáum þá sjóvörn, sem við erum lengi búnir að biðja um,“ sagði Óðinn. Man ekki eftir öðrum eins látum Líkt og á flestum stöðum á Vest- fjörðum gekk mikið suðvestan rok yfir Flateyri með miklum sjógangi. Hluti eyrarinnar var umflotinn sjó um tíma í gærmorgun og nokkrar skemmdir munu hafa orðið þar á húseignum. „Brimnesvegurinn er nánast ónýtur. Öll klæðning er farin af veginum auk þess sem þar er mikið gijót. Þá fór mikið vatn inn á Grundarstíg og flæddi þar inn í kjall- ara nokkurra húseigna. Ég hef nú búið hér í yfir fjörutíu ár og man ekki eftir svona látum. Þetta er með meiri veðrum sem við höfum lent í hér á Flateyri," sagði Guðjón Guð- mundsson, verkstjóri í áhaldahúsinu á Flateyri. Björgunarsveitarmenn á Flateyri voru kallaðir út snemma í gærmorg- un og unnu þeir sleitulaust í allan gærdag við að aðstoða íbúa á Flat- eyri. Hjá skrifstofu ísafjarðarbæjar á Þingeyri fengust þær fréttir í gærdag, að þakplötur hefðu losnað af hraðfrystihúsi staðarins, auk þess sem mikið flóð hefði verið við svo- nefndan Sandasand, sem er utan við þorpið. Þá fauk klæðning af hluta vegarins við Ketilseyri í Dýrafirði. Mesttjón á gatnakerfinu „Það er erfítt að meta skemmdim- ar á þessari stundu, en það er Ijóst að það hefur verið mikið gnauð á gatnakerfínu," sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri ísafjarðar- bæjar, er blaðið náði sambandi við hann í gærdag, en hann var þá staddur á Flateyri eftir að hafa verið í skoðunarferð um Suðureyri. „Það er alveg ljóst að gatnakerf- ið hefur orðið verst úti. Hér á Flat- eyri er vegklæðningin farin af Brim- nesveginum og ekkert annað að gera en að sópa henni burt. Þá hafa töluverðar skemmdir orðið á vegum í Súgandafirði sem og í Skutulsfirði. Ég hef ekki fengið nákvæmar upplýsingar um tjónið á ísafirði, en mér sýnist túnið mitt vera farið og því ljóst að ég slæ ekki Pollgötuna næsta sumar. Að öllu gamni slepptu, þá er ljóst að tjónið er töluvert. Við munum skoða þessi mál þegar um hægist,“ sagði Kristján Þór. Gísli Eiríksson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á ísafirði, sagði í samtali við blaðið ekki væri vitað um heildartjón af völdum veður- hamsins en ljóst væri að þær skiptu milljónum króna. „Mestu skemmdirnar urðu í Pat- reksfirði og aðallega á tveimur stöð- um, í botni fjarðarins og við pláss- ið, í Strandgötunni. Þá hafa orðið skemmdir í Dýrafirði, Súgandafirði og í Skutulsfirði. Viðgerð hefst um leið og veður lægir og ég reikna með að gert verði við flesta vegina til bráðabirgða. Það má reikna með því að fullnaðarviðgerð fari að ein- hverju leyti ekki fram fyrr en næsta vor,“ sagði Gísli Eiríksson. Flóðhæð með allra mesta mótí Akureyri - Flóðið var með allra mesta móti á Akureyri um hádegi í gær, þótt hvorki hafi flætt yfir bryggjur né tjón hlotist af. Flotbryggjan við Torfu- nefsbryggju stóð ansi hátt þegar Guðmundur Sigur- björnsson hafnarstjóri kann- aði aðstæður í gær. Hann stendur á brúnni sem vana- lega er notuð til að ganga niður á flotbryggjuna en að þessu sinni stóð hún lárétt, frekar að aðeins þyrfti að ganga upp í móti til að ganga út á flotbryggjuna. i I > ; > i \ > t i > E > l t' t \-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.