Morgunblaðið - 15.11.1996, Síða 21

Morgunblaðið - 15.11.1996, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 21 ÚRVERINU Islenzkar sjávarafurðir Margir vilja fá vinnu á Kamtsjatka ÍSLENZKAR sjávarafurðir eru nú að undirbúa sig fyrir alaskaufsa- vertíðina við Kamtsjatkaskagann austast í Rússlandi. IS sér þar um veiðar, vinnslu og sölu afurða fyr- ir rússnesku útgerðina UTRF eins og á síðasta ári og verður þar með á fjórða tug manna í vinnu. Aug- lýst hefur verið eftir fólki í 14 stöður og hafa margir sótt um. Ymsar breytingar Friðrik Sigurðsson, sem hefur umsjón með þessu verkefni ÍS, segir að nokkrar breytingar verði á starfseminni frá því sem var við upphaf hennar í fyrra. „í fyrra var knappur tími til undirbúnings og við höfum einnig dregið margvís- legan lærdóm af því, hvernig þá tókst til. Því verða ýmsar breyting- ar á starfsháttum okkar þarna fyrir austan, sem hafa manna- og stöðubreytingar í för með sér, en einnig hafa nokkrir starfsmenn horfið til annarra starfa. Því þurf- um við að ráða nokkurn fjölda fólks nú, en stöndum að því á svipaðan hátt og þá,“ segir Friðrik. Námskeið haldin fyrir starfsfólk Þegar gengið hefur verið frá ráðningu fólksins, verða haldin fyrir það námskeið um starfsemi ÍS, UTRF og Rússland kynnt. „Þarna er um fjarlægt og fram- andi umliverfi að ræða og nauð- synlegt að búa starfsfólkið vel undir það.“ Vinna ufsa, þorsk og síld „Mesti álagstíminn er þegar al- askaufsinn er unninn, en hrognin úr honum eru mjög verðmæt. Sú vertíð stendur frá áramótum og fram í apríl. Um sumarið verður svo farið á veiðar og vinnslu á kyrrahafsþorski. Þær veiðar voru hafnar í sumar og gáfu góða raun, en íslenzk vinnslulína fyrir þorsk var sett upp í einu verksmiðjuskipa UTRF. Loks verður farið á síld með haustinu. Þær veiðar standa yfir nú og fer síldin aðallega á markað í Japan og Kína. Rússar hafa lítið stundað þessar veiðar og vinnslu áður, en þær hafa geng- ið vel,“ segir Friðrik. Vegna árstíðabundinna sveiflna í veiðum og vinnslu er ráðningar- tími hluta fólksins aðeins fram á vorið, en að því loknu verður fram- haldið endurmetið. Unsóknarfrest- ur í þessi störf hjá ÍS rennur út á mánudag. Blað allra Iandsmanna! PtorgttftMitfrifr -kjarni málsirn! Amazing Animation Sammy's Science House Thinkin' Things Spectre Supreme Geisiadiskar: 3D Atlas Asterix Concertware Daedalus Encounter - 3 diskar Grolier Making Music Peanuts a Rock Rap'n Roll aM, Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111 Heimasíða: http://www.apple.is síður nar i símaskránni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.