Morgunblaðið - 15.11.1996, Page 39

Morgunblaðið - 15.11.1996, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 39 F organgsröðun í þágu menntunar Á UNDANFÖRN- UM vikum hefur ýmsu verið slegið föstu um fjárframlög til menntamála í fjár- lagafrumvarpi ársins 1997 sem ekki á við rök að styðjast. Stað- reyndin er sú að fram- lög til mennta- og menningarmála eru í jafnvægi milli áranna 1996 og 1997 sé tekið tillit til þess að grunn- skólinn og það fjár- magn sem honum fylgdi hefur verið flutt til sveitarfélaga. Sé litið á heildartöl- ur fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 1997 borið saman við árið 1996 eftir málaflokkum er útkoman eft- irfarandi: 1. Lækkunin er hlutfallslega mest á aðalskrifstofu menntamála- ráðuneytisins. Framlög til hennar lækka um liðlega 3% eða um 8-9 milljónir króna. 2. Háskólar og rannsóknir hækka um 1-2% umfram verðlagsfor- sendur eða um 70 milljónir króna. Nefna má að gert er ráð fyrir auknu fé til Landsbóka- safns-Háskólabókasafns, sem er mikilvæg þjónustustofnun skóla. Einnig er auknu fjár- magni veitt til Vísindasjóðs hjá Rannsóknaráði íslands. 3. Útgjöld til framhaldsskóla lækka um 2-3% eða um 100 milljónir króna auk stofnkostn- aðar um 30 milljónir króna. 4. Námsaðstoð hækkar um 15 milljónir króna vegna jöfnunar námskostnaðar. 5. Framlög ríkisins til Lánasjóðs íslenskra námsmanna hækka um 50 milljónir króna. 6. Útgjöld vegna safna og lista- stofnana lækka um 1-2%. 7. Ýmis framlög hækka umfram verðlagsforsendur, þ. á m. eru skuldbindingar vegna alþjóða- samninga og framlög til hag- ræðingar. Sé grunnskólinn ekki reiknaður með er fjárveiting ársins 1996 lið- lega 12,6 milljarðar króna en í frumvarpi ársins 1997 eru útgjöld- in Iiðlega 13 milljarðar króna. Raunhæfari innritun Ieiðir til sparnaðar Umræður um fjárveitingar til framhaldsskólans hafa gefið ranga mynd af fjárlagafrumvarp- inu. Menn hafa haft það hver eft- ir öðrum að niðurskurður sé um 200 milljónir króna þó að stað- reyndin sé sú að hann er mun minni líkt og fram kemur hér að ofan. í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að innan framhaldsskólans verði hagrætt og sparað. Liggja fyrir tillögur um aukið samstarf milli skóla og sameiningu í því skyni að nýta fjármuni betur og tryggja betur aðstöðu til náms. Eins og oft áður, þegar slíkar tillögur eru gerðar, mikla menn afleiðingarnar fyrir sér. Með öllu er ástæðulaust að líta þannig á, að verið sé að kippa grundvelli undan skólastarfi í einstökum landshlut- um. Það er einnig til marks um lélegan málstað að hamra á því, að tillögum um svonefnt endurinnrit- unargjald í framhalds- skólum sé sérstaklega stefnt gegn fötluðum eða efnaminni náms- mönnum. Sérstök nefnd er nú að vinna að gerð viðmiðunarreglna fyrir innheimtu próftökugjalda þar sem tekið verður tillit til sérþarfa nemenda. Mestu skiptir að gjaldtaka vegna endurtekningar prófa og áfanga er ekki ætluð til að auka tekjur skólanna. Henni er ætlað að leiða til þess, að nemendur at- hugi sinn gang betur og innritist ekki í fleiri áfanga en þeir ráða við. Það er reynsla fyrir því, að mikið fall er í sumum áföngum og það veldur skólum auknum útgjöldum, að nemendur innrita sig í áfanga, sem þeir ekki sinna nema hluta annar. Skólinn hefur hins vegar þurft að semja stunda- töflur, sem taka mið af öllum inn- ritunum og ráða kennara miðað við fleiri hópa nemenda en síðan sýna sig. Tilgangurinn er fyrst og fremst að ná þannig fram sparn- aði. Þegar áætlaðar eru sértekjur skólanna vegna þessa, er í raun verið að meta, hvað þeim gæti sparast, ef nemendur innrituðust af meira raunsæi. 20-30% fall, sem þekkist í sumum áföngum, og 15% fall að meðaltali er í raun Staðreyndin er sú, segir Björn Bjarnason, að framlög til mennta- og menningarmála eru í jafnvægi milli áranna 1996 og 1997. sóun, sem snúast á gegn, ekki með því að minnka kröfur, heldur með markvissara skólastarfi, sem raunhæfari innritun nemenda myndi leiða af sér. Menntamál í öndvegi Opinberir fjármunir eru helsti bakhjarl menntakerfisins, þess vegna er óhjákvæmilegt að fjár- hagslegt svigrúm í þágu mennta- mála ráðist af stöðu ríkissjóðs hveiju sinni. Ég hef hins vegar lagt mikla áherslu á að við for- gangsröðun á verkefnum sem rík- ið sinnir eigi að setja menntamál í öndvegi. Til að árétta þetta var boðað til menntaþings í síðastliðn- um mánuði. Við skiptingu á takmörkuðu opinberu fjármagni komumst við einfaldlega ekki hjá því að for- gangsraða í þágu menntunar, rannsókna og vísinda, ef við viljum ná árangri sem þjóð og bæta kjör okkar á varanlegum og traustum forsendum. Það verður hins vegar einnig að forgangsraða innan menntakerfisins. Aldrei er hægt að gera það þannig að öllum líki. Eg vona að fjárlagafrumvarp næsta árs og þau frumvörp sem eiga eftir að líta dagsins ljós í minni ráðherratíð verði til þess að styrkja menntakerfið og treysta þannig framtíð þjóðarinnar. Höfundur er menntamálaráðherra. OROBLU KYNNING 20% AFSLÁTTUR af öllum OROBLU sokkabuxum föstudaginn 15. nóv. og laugar- daginn 16. nóv. kl. 13.00-18.00. Björn Bjarnason KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 -Sími 568 8055 ■ PLAISIR 40 DEN Frábærar lycra stuðnings/nudd- sokkabuxur - 40 den. Venjulegt verð 579 kr. - kynningarverð 463 kr. Munið nýtt VISA-tímabil. Ath. Leitið ekki langtyfir skammt - lægsta verðið á 0R0BLU sokkabuxunum er á íslandi APÓTEK AUSTURBÆJAR Háteigsvegi l - Sími 562 1044 w VELKOMIN I FONIX OG GERI ---25 REYFARAKAUP RAFTÆKI OG INNRÉTTINGAR Á TILBOÐSVERÐI -5 m ASKO ÞVOTTAVÉIAR - ÞURRKARAR - UPPÞVOTTAVÉLAR Nú er lag að fá sér sænskt hágæðatæki frá Asko - með verulegum afslætti. ALLT AÐ 10% AFSLÁTTUR 10 •15 -20 KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR Dönsku GRAM kæliskáparnir eru rómaðir fyrir glæsileika, hagkvæmni, styrk og endingu. Þú getur valið um 20 gerðir kæliskápa, með eða án frystis. Einnig 8 stærðir frystiskápa og 4 stærðir af frystikistum. ALLT AÐ 15% AFSLÁTTUR ibernQ ÞVOTTAVÉLAR - KÆLISKÁPAR Bjóðum nú Ibema þvottavél með 800 sn. vindu á aðeins 39.990,- Erum að fá 6 gerðir af Ibema kæliskápum á verði, sem mun koma þér verulega á óvart. INNBYGGINGAROFNAR OG -HELLUR Margar gerðir og litir af ofnum til innbyggingar. Helluborð með 2 eða 4 hellum, bæði „venjuleg" og keramik. Einnig gashelluborð. DéLonghi - Dásamleg tæki ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR ELDHUSVIFTUR - MARGAR GERÐIR Venjulegar, hálfinnbyggðar, m/útdregnum gler- hjálmi, veggháfar eða til innbyggingar í háf. ALLT AÐ 15% AFSLÁTTUR (gBBSEl BORÐOFNAR FYRIR SÆLKERA Þeir eru notadrjúgir litlu borðoftiarnir frá DéLonghi. Þú getur steikt, bakað eða grillað að vild á styttri tíma og með mun minni orkunotkun en í stómm ofnum eða eldavélinni. ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR O O.ERRE LOFTRÆSTING ER OKKAR FAG! Mikið úrval af loftræstiviftum fyrir hvers konar húsnæði, til heimilisnota eða í atvinnuhúsnæði. SMARAFTÆKI EMIDE (jirPfl'Ni')) euRiu Ávaxtapressur, brauðristar, brauð- og áleggshnífar, djúpsteikingarpottar, dósahnífar, eggjasjóðarar, handsugur, hárblásarar, hitamælar, hnífabrýni, hrærivélar, hraðsuðukönnur, matvinnsluvélar, rafmagnsofnar, ryksugur, ryk- og vatnssugur, safapressur, straujárn - og ótal margt fleira. ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR NettOuc ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Dönsku NETTOIine innréttingamar em falleg og vönduð vara á vægu verði. Við bjóðum þér allt sem þig vantar í eldhúsið, baðherbergið eða þvottahúsið, og þar að auki fataskápa í svefnherbergið, bamaherbergið eða anddyrið. Frí teiknivinna og tilboðsgerð. rli:' .iaial XgS o FRÍ HEIMSENDING - FJARLÆGjUM GAMLA TÆKIÐ ÁN GREIÐSLU LFOniX OPIÐ VIRKA DAGA 9-18 OPIÐ LAUGARDAG 10-16 HÁTÚNI6A REYKJAVlK SlMI 552 4420

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.