Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 Kr. 4.975 , 1 lítil skál, 1 stór skál, 1 fat. Kr. 4.975 , 6 kökudiskar, rjómakanna Leirstettið „Bláa laufið" fcgmið aftur, - sama (gga verðið matarstell: kf. 2.950 kaffistell: kf. 2.950 Kringlunni og Faxafeni. heimiíib- og verðið gíeður Bkð allra landsmanna! -kjarni rnáhinv! AÐSENDAR GREINAR Verjum Kúbu, mótmæl- um viðskiptabanninu Gylfi Páll Ölöf Andra Hersir Proppé UM ÁRAMÓT 1959 varð bylting á eyríkinu Kúbu í Karíbahafi, 150 kílómetra undan ströndum Bandaríkj- anna. Endi var bund- inn á langt tímabil þar sem bandaríska ráða- stéttin réði lögum og lofum. Bandaríkja- menn „áttu“ 22% jarð- næðis og 90% náma- auðæfa Kúbu, 80% þjónustugreina (járn- brautir, rafmagns- og símafyrirtæki), nær allan iðnað og naut- gripabú og helming sykurframleiðslunnar. Höfuðborgin, Havana, var miðstöð veðmála og vændis, einkum sótt af bandarískum viðskiptajöfrum. Bandarísk fyrirtæki græddu á tá og fíngri á sykri, nikkel, tóbaki, sítrusávöxtum og kaffi, auk ódýrs vinnuafls. Árið 1958 fór 71% út- flutnings Kúbu til Bandaríkjanna og 64% innflutnings kom þaðan. Einræðisherrann var þeirra maður. Til að tryggja þessa tilhögun hafði Bandaríkjastjórn herstöð í Guantá- namo á Kúbu (sem er þar enn). Síðastliðin nær 40 ár hefur afar mikilvæg tilraun verið í gangi á Kúbu. Það sýndi sig að hægt var að kasta kúgurum og ræningjum út. Það kom líka í ljós að vel má skipuleggja samfélagið öðruvísi miðað við þarfir og óskir flestra landsmanna. Stór hluti íbúanna var ólæs og óskrifandi og eitt fyrsta verkefni byltingarsinnanna sigur- sælu var að efna til herferðar svo allir mættu læra að lesa og skrifa. Konur fengu heiðvirða vinnu. Lög um kynþáttamismun voru numin úr gildi. (Til fróðleiks má geta þess að blönduð hjónabönd voru leyfð í Bandaríkjunum 1967.) Heilsugæsla á Kúbu jafnast á við þróuðustu iðnríki og er ókeypis. Dánartíðni ungbarna er ein lægsta í heiminum og lífslíkur yfir 74 ár, hafa aukist um 20 ár síðan 1959. Jarðnæði var úthlutað til smá- bænda sem bjuggu við örbirgð (fyrir byltingu áttu 8% landeigenda 75% jarðnæðis). Auðvitað kom fljótt í ljós að „eigendurnir", kúgararnir og ræn- ingjamir voru ekki á því að sleppa Kúbu. Strax árið 1960 hóf Banda- ríkjastjórn hatursherferð í garð Kúbu. Verslun með sykur var skor- in niður og síðar hætt, stjómmála- IÐNAÐARHURÐIR í SVAL-íiORGA EHr. HOFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 samband rofið, ferðabann sett á, skemmdarverk unnin, innrás gerð (við Svínaflóa) og í febrúar 1962 undirritaði Kennedy, Bandaríkja- forseti lög um algjört viðskipta- bann. Bandarískir auðjöfrar geta hvorki gleymt né fyrirgefíð að þeir misstu spón úr aski sínum. Kúba er ögmn við einkaeignar- Það er erfitt, segja Gylfi Páll Hersir og Ólöf Andra Proppé, að fínna fylgismenn viðskiptabannsins hér á landi. rétt og kapítalísk sérréttindi. Hún ögrar gildum sem er reynt að troða í hausinn á okkur í skólakerfinu, í vinnunni og víðar. Hún er for- dæmi fyrir svo marga, svo víða. Þess vegna hefur Bandaríkjastjórn lagt svo ríka áherslu á að kollvarpa byltingarforystu sem stýrir í um- boði verkamanna og bænda á Kúbu. Öll kapítalísk ríki eru henni sammála um það. En þau gæta svolítið ólíkra hagsmuna. Andstaða Mexíkó, Kanada, Evrópuríkja og fleiri er viðskiptalegs eðlis (45% viðskipta Kúbu em nú við Evrópu- sambandslönd). Auk þess standa auðmenn í þessum löndum í sívax- andi samkeppni við Bandaríkin og finnst óþolandi að láta þau segja sér við hverja þeir megi skipta og hveija ekki! Bandaríkin em þó sterkust. Þau hafa reynt flest: Innrás málaliða, ýtt undir hryðjuverk, hótað kjarn- orkuárás, viðskiptabann, tilraunir til að ráða leiðtoga af dögum, styrkt Guantánamo herstöðina og reynt að einangra landið. Þeim hefur ekki orðið ágengt. Margir ætluðu að Kúba mundi falla eftir hrun Sovétríkjanna og stalín- istaríkja í Austur-Evrópu (viðskipti Kúbu við þau námu 85%). Svo varð ekki, efnahagslíf á Kúbu byij- aði að rétta úr kútnum eftir 5 ára erfiðleikatímabil. Skömmu áður en Bush lét af embætti Bandaríkjaforseta undir- ritaði hann svokallað Torricelli- ákvæði sem bannar skipum sem WICANDERS GUMMIKORK vy í metravís • Besta undirlagið fyrir trégólf og linoleum er hljoðdrepandi, eykur teygjanleika gólfsins. • Stenst hjólastólaprófanir. í rúllum — þykktir 2.00 og 3.2 mm. • Fyrir þreytta fætur. GUMMIK0RK róar gólfin niður! PP &co Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI 553 8640 • 568 6100 sigla til Kúbu að koma til Banda- ríkjanna í 6 mánuði. Mun styttra er síðan Clinton undirritaði Helms- Burton lögin. Þau gera bandarísk- um borgurum sem áttu eignir á Kúbu fyrir byltingu kleift að krefja erlend fyrirtæki um skaðabætur fýrir bandarískum dómstólum, ef þau eiga viðskipti við kúbönsk fyr- irtæki sem tengjast „eign“ þeirra fyrir byltingu. Einnig er þar ákvæði um ferðabann forstjóra og eigenda erlendra fyrirtækja til Bandaríkjanna og nær það til fjöl- skyldna þeirra. Samkomulagið var ekki undirritað fyrr en nokkru eft- ir að það var borið upp í þinginu, því ekki var hægt að herða við- skiptabannið svo mikið án sýni- legrar ástæðu. Tylliástæða var notuð til þess að undirrita lögin. Síðastliðinn vet- ur skutu Kúbanir niður tvær flug- vélar sem komnar voru inn fýrir lofthelgi Kúbu og stefndu á Hav- ana, þrátt fyrir ítrekaðar aðvar- anir. Þetta var tíunda sinnið á 20 mánuðum sem lofthelgi landsins var rofín. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) fékkst ekki til þess að fordæma varnaraðgerðir Kúbu eins og Bandaríkjamenn vildu. Utanríkisráðherra íslands for- dæmdi aðgerð Kúbumanna - í bandarískum stíl. Alþjóðaflug- málastofnunin (ICAO) treysti sér hvorki til að fordæma Kúbu né staðhæfa að flugvélamar hefðu verið á alþjóðlegu flugsvæði. Og það þrátt fyrir gróf afskipti banda- rískra stjómvalda af starfsemi stofnunarinnar. Á Allsheijarþingi SÞ í fyrra var samþykkt ályktun gegn viðskipta- banni Bandaríkjanna á Kúbu með 117 atkvæðum gegn 3. Það er erfítt að fínna fylgismenn við- skiptabannsins hér á landi. Þó ótt- ast fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkisnefnd, Lára Margrét Ragnarsdóttir að Bandaríkjastjórn muni ekki þóknast túristaferðir íslendinga til Kúbu. Viðskiptabann gegn Kúbu er hvorki leifar kalda stríðsins né tímaskekkja. Það er einfaldlega helsta úrræðið til að gera Kúbu erfitt fyrir. En því er líka beitt gegn stuðningsmönnum Kúbu. í Bandaríkjunum eltir lögregla og annað yfírvald einstaklinga sem hafa af einhveijum ástæðum farið til Kúbu, jafnvel háskólakennara sem eru að vinna verkefni er varða Kúbu. Markmiðið er að hræða fólk og gera afskipti af Kúbu eða jafn- vel stjórnmálum í víðara sam- hengi, glæpsamleg. Þannig varðar málið auðvitað ekki bara Kúbu, heldur persónulegan og lýðræðis- legan rétt miklu fleiri. Föstudaginn 1. nóvember mót- mæltu um hundrað manns við- skiptabanninu við bandaríska sendiráðið í Reykjavík, þrátt fyrir fímbulkulda og engar auglýsingar í fjölmiðlum. Til aðgerðanna boð- uðu einstaklingar, studdir af nem- endafélögum í MK, MH, FG og Flensborg í Hafnarfirði, Skólafé- lagi Iðnskólans í Reykjavík, Sós- íalistafélaginu, Verðandi samtök- um ungs fólks Alþýðubandalags- fólks, Alþýðubandalaginu í Reykja- vík, Ungum sósíalistum og Vin- áttufélagi íslands og Kúbu. Nánast enginn fjölmiðill, hvorki sjónvarp, útvarp eða dagblöð greindu frá þessu. Um aðgerðina ríkir þögn, líkt og um 1. mai göngu í Havana á þessu ári þar sem milljón manns tók þátt. Eða eins og einn þátttak- enda staðhæfði: blöðin eru ekki fyrir okkur sem lesa þau heldur fyrir þá sem gefa þau út.- Gylfi er Dagsbrúnarverkamaður, Ólöf Andra er menntaskólanemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.