Morgunblaðið - 15.11.1996, Side 56

Morgunblaðið - 15.11.1996, Side 56
56 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Tommi og Jenni AND AFTER 50ME0ME BUILD5 A TOWER, |T'5 NOT NICE TO KNOCK IT OVER. Og þegar einhver er búinn að byggja turn, er ekki fallegt að fella hann um koll. Það lærði ég í Það lærði ég í leikskólanum. hlýðniskólanum. BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is • • „Oryggi“ banka- reikninga og ábyrgð banka Frá Friðjóni Árnasyni og Líneyju Símonardóttur: EFNI þessa bréfs er óskemmtileg reynsla sem við urðum fyrir vegna heimildarlausrar úttektar af banka- reikningi okkar hjá Landsbanka ís- lands. Langar okkur til að vekja fólk til umhugsunar um öryggi slíkra reikn- inga og jafnframt að lýsa furðu okkar á hversu litla ábyrgð bankinn ber gagnvart viðskipta-„vinum“ sín- um í tilfellum sem þessum. Um síðastliðna verslunarmanna- helgi urðum við fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að brotist var inn í íbúð okkar og ýmsu stolið. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, enda urðu fleiri en við fyrir óvæntri „heimsókn" þessa helgi. Hins vegar bar svo við að frá okkur var stolið bankabók frá Miklubrautarútibúi Landsbankans. Inn á þessa bók höfðum við nýlega lagt 120.000 kr. sem við ætluðum að nota upp í næstu afborgun af nýkeyptri íbúð. Þar sem við vorum í gönguferð um hálendi landsins þegar innbrotið var framið, vissum við ekki um það fyrr en að kvöldi miðvikudags, þremur til fjórum dögum eftir verknaðinn. Við hringdum strax næst morgun í bankann og létum loka bókinni, en þá var því miður skaðinn skeður. Degi áður hafði verið tekið út af henni 110.000 krónur. Okkur þótti með ólíkindum að hver sem er gæti tekið slíka upphæð út af reikningn- um og fórum að grennslast fyrir um hver hefði átt þessa úttekt. í ljós kom að stúlka ein hafði labbað sér inn í Langholtsútibú Landsbank- ans, falsað nafn eiganda reiknings- ins á úttektarseðilinn, reyndar með stafsetningarvillu, fengið afgreiðslu eins og ekkert væri og labbað út með þriggja mánaða sparnað okkar, rúmlega hundrað þúsund krónur. Ja, þvílíkt öryggi að geyma pening- ana í bankanum! Við fórum strax til útibússtjórans til að fá það á hreint hver hefði átt þessa úttekt og hvort bankinn bæri virkilega enga ábyrgð á þessu. Svör- in voru þau að handhafa bókar er heimilt að taka út af bókinni, án þess að sýna skilríki og skrifa auk þess stafsetningarvillu í sínu eigin nafni. Þegar við lýstum yfir undrun okkar á þessu eftirtektarleysi gjald- kerans var skýringin sú, að það hafði verið mikið að gera í bankan- um þennan dag. Sem sagt, ef mikið er að gera í útibúum Landsbankans eða gjaldkerinn með hugann við eitt- hvað annað en starf sitt, eru menn ekki einu sinni beðnir um að sýna skilríki, hvað þá að það sé skylda, og geta því tekið út af þeim banka- bókum sem þeir hafa undir höndum. Með öðrum orðum, bankanum er ekki skylt að vita hver það er sem tekur út af slíkum reikningum í bankanum, og ber ekki skylda til að gefa eiganda reiknings upp hver það er sem tekur pening út af reikn- ingi hans. í barnaskap okkar héldum við að það væri regla, ef ekki skylda, að biðja alla sem taka út af reikningum bankans um persónuskilríki, enda ganga flestir með slíkt og þvílíkt í veski sínu og gjaldkerum ætti ekki að vera það ofviða að biðja um þau hjá viðskiptavinum. En því miður er þetta ekki svo, a.m.k. ekki í útibú- um Landsbankans, þrátt fyrir að háar upphæðir séu teknar út. Þegar þessi reikningur var stofnaður var þess krafist að eigandi gæfí rithand- arsýnishom. Það var gert með brosi á vör, enda talið að það væri ein- hver trygging fyrir því að ókunnug- ir tækju ekki út af viðkomandi reikningi. En eftir þessa reynslu spyr maður sig: Til hvers í ósköpun- um? Til að bæta gráu ofan á svart var okkur síðan óheimilt að taka út þær fáu krónur sem eftir voru inn á reikningnum. Þegar búið er að til- kynna um t.apaða bók er reikningn- um lokað í þijá mánuði. Þetta kall- ast líklega að byrgja bmnninn þeg- ar barnið er dottið ofan í hann. Þar sem okkur fínnst bankinn ekki hafa uppfyllt skyldur sínar sem gæslu- stofnun fyrir þessa peninga, teljum við það skyldu hans að bæta okkur tjónið. Við höfum heyrt af sambæri- legum dæmum þar sem slík tjón hafa verið bætt. í þessu einstaka máli höfum við mætt „óbærilega“ miklum skilningi og fengið „ómælda" samúð útibús- stjóra Landsbankans, en það hjálpar okkur því miður ekki hætis hót. Lögfræðingalið bankans stendur á bak við sem ókleifur veggur og seg- ir að ekki megi gefa það fordæmi að bæta þetta tjón. Og maður veltir því fyrir sér hvort þetta gerist virki- lega það oft að ekki megi gefa for- dæmi. Er mál okkar kannski ekki svo einstakt? FRIÐJÓN ÁRNASON, LÍNEY SÍMONARDÓTTIR. Logastíg 13, Reykjavík. Hvað skal segja? 64 Væri rétt að segja: Síðustu nótt vaknaði ég við hávaða? Svar: Þarna virðist enska vera hlaupin í spilið. Betri íslenzka þætti: í nótt (eða: í nótt sem leið) vaknaði ég við hávaða. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef, ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.