Morgunblaðið - 15.11.1996, Síða 62

Morgunblaðið - 15.11.1996, Síða 62
62 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍZÁ HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó HTTP://WWW. THE ARRIVAL.COM KLIKKAÐI PRÓFESSORINN tllDlDDll MQi) ★★★ A.I.MBL Mynd sem lífgar uppá tilveruna. H.K. DV Talktím Iþatíii ö IPTOfeSSOCP feoröcnityi;, apii p^örKdöuiia ®u l]iscf®m §(P®PÖiíal8 DAUÐUR DEAD MAN SHANGHAI TRIAD SHANGHAI GENGIÐ FLOWER OF MY SECRET Harðsviraður málaliði tekur að sér að uppræta eiturlyfjahring sem hefur aðalbækistöðvar i gagnfræðaskóla í suður Flórída. Aðalhlutverk Tom Berenger (Platoon, The Big Chill), Ernie Hudson (Congo, The Crow), Diane Venora (Heat) Sýnd kl. 6.50, 9 og 11.15. B. i. 16 ára. u - ami Sagt er að hörðustu brimbrettagæjar heims séu i suður-Englandi Þetta eru brjálaðir Lundúnarbúar sem ferðast suður til að kljúfa stórhættulegar öldur reifa allar nætur og lifa eins hratt og mögulegt er. Blue Juice er kröftug, spennandi og rennandi blaut kvikmynd með Ewan McGregor úr Trainspotting i aðalhlutverki. BRIMBROT Heppnir gestir sem kaupa miða a Blue Juice fá gefins Stuzzy bol eða derhúfu frá Xtra á Laugavegi 51. AvSlvv" A.Þ. Öágsljós Nýasta mynd meistara Zhang Yimou (Rauði lampinn) Sýnd kl. 5 og 7. Sýnd kl. 9. Sýnd kl. 5. ísl. texti. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 HELGARMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá BÖRN framtíðarinnar? - spádómsgáfa George Lucas í THX 1138 Frumraun framtíðarmanns KRIMMAR, vestrar, framtíðarskáld- skapur, dramatík og kómík - allt þetta og meira til er á kjarapöllum sjónvarps- stöðvanna þessa helgina. En samt er eins og tilboðin séu flest afgangar sett- ir á rýmingarsölu. Látum svo vera ef rýmt er til fyrir safaríkari steikum og framandi og jafnvel forboðnum ávöxt- um á næstunni. Föstudagur Sjónvarpið ►22.10 Blessuð kellingin hún Ruth Rendell situr enn við sinn keip og rær sínum kæjak á hafsjó bre- skra sakamála (hvemig finnst ykkur líkingamálið?). Föstudagskrimmi henn- ar að þessu sinni fjallar um dularfullan dauðdaga karls og konu. Helstu leikar- ar eru Owen Teal, Amanda Redman, Lucy Cohn og Adam Welch. Stöð 2 ► 21.00 Aðdáendur Star Trekmyndanna og -þáttanna komast í feitt þar sem er Star Trek-kynslóðir (Star Trek: Generations, 1994), því þar leiða saman geimskip sín gamla kyn- slóðin og nýja kynslóðin af þessum ágætu geimferðalöngum undir forystu Kirks og Picards, leiknum af William Shatner og Patrick Stewart, og and- stæðingurinn er hinn vondi vísindamað- ur Malcolm McDowell. Ekki merkileg kvikmyndagerð en ómissandi fyrir aðdá- ' enduma dyggu. Leikstjóri David Car- son. -k-k'h Stöð 2 ►23.05 Táningagamanmynd- in Kaliforníumaðurinn (Califomia Man, réttu nafni Encino Man, 1992) er rétt bærileg afþreying um tvo vini sem finna forsögulegan mannslíkama fros- inn og þegar hann er afþíddur leikur fomeskjan lausum hala - hvað annað? Leikstjóri Les Mayfield en Sean Austin, Brendan Fraser og Pauly Shore leika meðal annarra. ★ ★ Stöð 2 ►0.40 - Sjá umfjöllun í ramma. Stöð 3 ►22.35 Sök bítur sekan ~ (Judiciai Consent, 1995) er spennumynd úr réttarsal þar sem Bonnie Bedelia leik- ur dómara á framabraut inn í hæsta- rétt þegar vinur hennar finnst myrtur á afar óheppilegum stað — í réttarsaln- um. Martin og Potter segja þessa mynd Williams Bindley handritshöfundar og leikstjóra byija vel en fara út af sporinu í seinni hlutanum. Góður leikhópur komi * engu að síður ótrúverðugri fléttu til hjálpar. Þau gefa ★ ★ (af fimm mögu- legum). Stöð 3 ►0.05 Engar umsagnir liggja fyrir um Barnavfg (Precious Victims) um móður sem grunuð er um morð á bömum sínum. Sýn ^21.00 Á indíánaslóðum (The Comancheros, 1961) er bráðfjörugur og spennandi vestri eftir þann mikilvirka leikstjóra Michael Curtiz, sem leikstýrði Casablanca jafnt sem Elvis Presley. í þessum svanasöng Curtiz er vestra- kóngurinn John Wayne að beijast við bófalýð sem á viðskipti við Comanche- indíánana. Meðal annarra góðra leikara eru Stuart Whitman, Lee Marvin og NehemiahPersoff. kkk Sýn ►23.30 Kelly Lynch leikur lesbíu sem leigir sér fylgisveininn William Baldwin til að ðgra fyrrum ástkonu sinni Sherilyn Fenn í óvenjulegu og nokkuð frísklegu þríhymingsgamandrama Þrí- hyrningur (Three OfHearts, 1993). Leikaramir blása lífi í myndina. Leik- stjóri Yurek Bogayevicz. ★ ★ 'h Laugardagur Sjónvarpið ^21.25 Hinn mæddi og mæðulegi bandaríski grínisti Rodney Dangerfield leikur ómenntaðan auð- mann sem sest á skólabekk tii að verða syni sínum fyrirmynd í gamanmyndinni Aftur á skólabekk (Back To School, 1986). Dellan er töluverð en Dangerfi- eld á nokkra góða brandara. Leikstjóri Alan Metter. ★ ★ Sjónvarpið ►23.05 Sálfræðileg spennumynd af skárri sortinni er Mömmudrengir (Mother’s Boys, 1994). Jamie Lee Curtis er býsna mögn- uð í hlutverki galinnar konu sem snýr aftur til fjölskyldunnar sem hún yfirgaf mörgum árum áður og krefst þess að allt sé eins og það var. En það er það bara ekki og þá fer frúin sínar eigin gölnu leiðir. Kanadíski leikstjórinn Yves Simoneau hefur rennilegt handbragð en handritið hefði mátt vera burðarmeira. kk'h Stöð2 ►l5.00Þijúbíóiðertímaflakk- sævintýri frá Walt Disney um dauðvona táning sem berst við ófreskjur á tveim- ur veruleikaplönum. Fjórir demantar (The Four Diamonds, 1995) þykir vel- heppnuð fjölskyldumynd með góðum leik Christine Lahti, Thomas Guiry og fleiri, en myndin er byggð á sögu 14 GEORGE Lucas telst í hópi áhrifa- mestu kvikmyndagerðarmanna samtímans þótt hann hafi upp á eigin spýtur einvörðungu leikstýrt þremur bíómyndum í fullri lengd. Sú fyrsta er framtíðarmyndin THX 1138 (Stöð 2 ►0.40) sem Lucas og starfsbróðir hans Francis Ford Coppola tókst að sannfæra Wamer Brothers um að fjármagna árið 1971. THX 1138 er eins konar framlenging á lokaverkefni Lucas í kvikmyndadeild Háskóla Suður Kaliforníu og minnir á sýn George Orwells; framtíðin er kaldur, tilfinn- ingalaus og töivustýrður heimur þar sem er þó einn Akkilesarhæll - manneskjan. Þetta er vel útfærð mynd, yst sem innst, en hún er að sumu leyti álíka dauðhreinsuð og sá heimur sem hún lýsir, enda gekk hún illa. Tveimur árum síðar sann- aði Lucas hins vegar að hann kunni ekki aðeins að gera kvikmyndir sem ára drengs sem lést úr krabbameini 1992. Leikstjóri Peter Wemer. Maltin segir þessa sjónvarpsmynd yfir meðal- lagi. Stöð2 ►21.20RobertRedfordleik- stýrir jafnan af vandvirkni og það á líka við um Gettu betur (Quiz Show, 1994), sanna dæmisögu um spillingu í bandarísku sjónvarpi á sjötta áratugn- um. En myndin er dálítið stíf og per- sónusköpunin lítt aðlaðandi, þótt leikar- amir, einkum John Torturro sem sérvit- ur spurningaþáttaofviti, standi fyrir sínu. Vel gert en skortir dýpt og sjarma. kk'h Stöð2 ►23.35 Spádómar Nostradamusar em mörgum sígiit rannsóknarefni. Kvikmynd Rogers Christian Nostradamus (1994) spáir höfða til heilans heldur hjartans líka - hinn alþýðlegi og alþjóðlegi smell- ur American Graffiti var persónu- legur lofsöngur Lucas til unglings- áranna, tilfinninga þeirra og tónlist- ar. Myndin rakaði inn seðlum og gat af sér óþolandi magn eftir- hermumynda. Á gróðanum reisti George Lucas svo kvikmyndaveldi sem hann renndi enn traustari stoð- um undir árið 1977 með Star Wars, fyrstu mynd í syrpu geimævintýra sem hann hyggst enn bæta við. Síðan hefur hann ekki leikstýrt bíó- mynd - því miður - en framleitt þeim mun meira. Hann er nú kóng- ur í ríki sem hefur innan sinna vé- banda framleiðslufyrirtækið Lucas- Film Ltd, brellugerðarfyrirtækið Industrial Light And Magic og framleiðslu hljóðkerfa fyrir bíó sem draga nafn sitt af myndinni sem Stöð 2 sýnir nú - THX Sound Sy- stem. kk'h. hins vegar í líf spámannsins. Það þarf enga spádómsgáfu til að sjá að myndin er illa heppnuð. Leikhópnum - Tcheky Karyo, F. Murray Abraham, Rutger Hauer, Amanda Plummer, Julia Orm- ond - er vorkunn. ★ 'h Stöð2 ►1.35 Robert Mulligan er einn af færustu og vanmetnustu leik- stjórum Bandaríkjanna. Hann gerði eftirminnilega þroskasögu Summer Of ’42 árið 1971 og í Karlinum ítunglinu (TheManln TheMoon, 1991) snýr hann sér tveimur áratugum síðar aftur að því sem gerist þegar kynhvötin vaknar. Fín en dálítið viðkvæmnisleg mynd um tvær systur sem verða skotn- ar í sama stráknum. Sam Waterston, Tess Harper og Gail Strickland meðal fullorðinna leikara en þeir yngri eru bestir. ★★★ Stöð 3 ►20.50 Örþrifaráð (Her Desparate Choice) nær ekki í handbæk- ur en þessi dramantíska spennumynd fjallar um mæðgur á flótta undan brengluðum föður jafnt sem yfirvöldum. Stöð 3 ►22.20 Fjarvistarsönnun (Perfect Alibi) Húsmóður langar aftur út á vinnumarkaðinn og til að gera það kleift kemur barnfóstra á heimilið en sú fer að sinna húsbóndanum meðfram heimilinu. Martin og Potter segja þessa spennumynd hefja sig upp fyrir meðal- lag vegna leikstjórnar Kevins Meyer og góðra leikara á borð við Kathleen Quinlan, Teri Garr og Hector Elizondo. Þaugefa kkk Stöð 3 ►23.50 í Eldraun (Trial By Fire) leikur Gail O’Grady (ljóskan úr NYPD Biue) kennslukonu sem sökuð er um kynferðislegt samband við nem- anda sinn. Sýn ►21.00 Hormónatröllið Arnold Sehwartzenegger reyndi fyrst á þanþol hormóna sinna og takmarkaðra leik- hæfileika sem Ofurmennið Conan (Conan The Barbarian, 1982). Ofbeldis- ríkt og nokkuð vöðvastælt hasarævin- týri sem John Milius leikstýrði og samdi ásamt Oliver Stone(!). Og þar örlar á húmor, sem betur fer. kk'h Sunnudagur Sjónvarpið ►22.30 Andi Monty Pyt- hon-gengisins þykir svífa yfir vötnun- um í bresku gamanmyndinni Svína- bóndinn (Leon The Pig Farmer, 1992). Mark Frankel leikur gyðing sem á nógu bágt fyrir þegar gráu er bætt ofan á svart með þeirri uppgötvun að kynfað- ir hans er svínabóndi! Meðal annarra leikara eru Janet Suzman, Brian Glover og Connie Booth. Leikstjórar Gary Sinyor og Vladim Jean. Martin og Pott- er segja þetta launfyndna mynd og gefa kkk'h (af fímm mögulegum) ogBlockbusterVideo kkk. Stöð 2 ►23.25 Engar umsagnir liggja fyrir um Enn eitt fjall (One More Mountain, 1994) um hrakningar hóps Bandaríkjamanna í leiðangri yfir fjöll og fímindi Kalifomíu á síðustu öld. Aðalhlutverk Meredith Baxter og Chris Cooper en leikstjóri er Dick Lowry. Stöð 2 ►0.55 Hollenska leikstjóran- um Dick Maas tókst að komast út fyr- ir landsteinanna með spennumyndina Lyftan (TheLift, 1983) um lyftu í háhýsi einu sem gerist nánast mann- æta þegar dyrnar lokast! Nokkuð vel heppnaður tryllir. kk'h Sýn ►23.00 Það gneistar töluvert af vestranum Útlagasveitin (Posse, 1993), þar sem Mario Van Peebles bæði leikstýrir og leikur aðalhlutverkið - foringja svartra fótgönguliða sem segja skilið við herdeild sína. Þéttur leikhópur, þróttmikil atburðarás, hrá úrvinnsla. ★ ★ 'h Árni Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.