Morgunblaðið - 16.11.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.11.1996, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Þróunarfélag Reykjavíkur, atvinnu- og ferðamálanefnd og samtökin íslensk verslun Viðurkenningar tiltveggja miðbæj arverslana VERSLUNIN Sautján hefur hlotið viðurkenningu Þróunar- félags Reykjavíkur fyrir fram- lag til uppbyggingar í miðborg Reykjavíkur og verslunin Mál og menning hlaut Njarðar- skjöldinn, hvatningarverðlaun ferðamannaverslunar, sem at- vinnu- og ferðamálanefnd Reykjavíkur og samtökin ís- lensk verslun veita í fyrsta sinn. Vel að verð- launum komin Að mati dómnefndar er verslun Máls og menningar við Laugaveg 18 vel að verð- laununum komin. Þar hafí ver- ið sýnt frumkvæði í þjónustu við ferðamenn og metnaður lagður í að þjónusta þá sem best. Afgreiðslutíminn er lengri en almennt gerist í verslunum og hæft starfsfólk með góða málakunnáttu, fjöl- breytt vöruúrvai, góðar merk- ingar og aðlaðandi útlit. Þá hafí kaffíhúsið á efri hæð verslunarinnar aukið vellíðan viðskiptavina. í ávarpi Guðrúnar Ágústs- dóttur formanns Þróunarfé- lags Reykjavíkur og forseta borgarstjórnar við afhending- una kom fram að verslunin Sautján hafí hlotið nær öll greidd atkvæði stjórnarmanna við kjör um árlega viðurkenn- ingu fyrir framlag til uppbygg- ingar í miðborg Reykjavíkur en viðurkenningin er nú veitt í fimmta sinn. Byggja upp á Laugavegi Verslunin Sautján er rekin af hjónunum Svövu Johansen og Ásgeiri Bolla Kristinssyni og hafa þau staðið að verslunarrekstri í miðborginni um árabil. Fyrir 20 árum hóf Ásgeir Bolli verslunarrekstur á Laugavegi 46, síðar á Laugavegi 33 og fyrir sex árum opnuðu þau hjónin verslunarhús við Laugaveg 91, sem þau höfðu endurbyggt, og í sumar opnuðu þau annað verslunarhús við hliðina á Laugarvegi 89. „Bæði húsin eru að sönnu glæsileg miðborgarhús með virðulegu útliti,“ sagði Guðrún. Morgunblaðið/Golli ÞRÖSTUR Ólafsson stjórnarformaður Máls og menningar, Hall- dór Guðmundsson útgáfustjóri, Anna Einarsdóttir deildarstjóri, Sigurður Svavarsson framkvæmdastjóri, Bertha Sigurðardóttir deildarstjóri og Árni Kr. Einarsson verslunarstjóri Máls og menningar taka á móti Njarðarskildinum frá Guðrúnu Ágústs- dóttur forseta borgarstjórnar. ÁSGEIR Bolli Kristinsson og Svava Johansen, eigendur verslun- arinnar, Sautján taka við viðurkenningu Þróunarfélagsins frá Guðrúnu Ágústsdóttur formanni Þróunarfélagsins og forseta borgarstjórnar. Morgunblaðið/Áadls Ljósmyndarar sýna AÐ LÝSA flöt er yfirskrift ljós- myndasýningar sem Ljósmynd- arafélag íslands heldur í Gerðar- safni í Kópavogi í tilefni 70 ára afmælis félagsins. Sýningin verð- ur opnuð í dag og þar verða sýnd- ar u.þ.b. 400 ljósmyndir eftir 56 Ijósmyndara. Á myndinni sjást þau Bragi Þór Jósefsson, Anna Fjóla Gísladóttir, Jóhannes Long og Kristján Maack hengja mynd- ir á veggina. Gæðastjórnun í ríkisrekstri Sémefndar tillög- ur væntanlegar TILLÖGUR um hvemig ná megi betri hagræðingu í ríkisrekstrinum og reikningshaldi ríkissjóðs í nafni árangursstjómunar munu, að sögn Friðriks Sophussonar fjármálaráð- herra, verða lagðar fram í lok þessa mánaðar og kynntar í ríkisstjóm. Þetta kom fram er Friðrik mælti fyrir frumvarpi ríkisstjómarinnar um fjárreiður ríkisins á Alþingi í gær. Sérstök nefnd, sem ijármálaráð- herra skipaði í byijun þessa árs undir formennsku dr. Guðfinnu Bjamadóttur, hefur unnið að til- lögugerðinni. Guðfinna, sem er sér- fræðingur í gæðastjómun, hélt fyr- ir ári fyrirlestur um nútímastjómar- hætti í opinberri stjómsýslu og ákvað fjármálaráðherra í kjölfar þess að skipa nefndina, sem lið i þeirri stefnu ríkisstjómarinnar sem gegnt hefur heitinu „nýskipan í rík- isrekstri" og snýst um kerfísbundn- ar breytingar á ríkisrekstrihum. Undir þessa yfírskrift falla ýmsar skipulagsbreytingar sem tillögur hafa verið gerðar um að undan- fömu og hefiir að hluta þegar ver- ið hrint í framkvæmd, s.s. fyrirhug- aðar breytingar á fjárreiðuhaldi rík- isins, tillögur um þjónustusamninga og verkefnavísa, o.fl. Að sögn Friðriks er meginmark- mið þessarar nýjustu tillögugerðar að fá fram hugmyndir um hvemig tryggja megi að fjármunir ríkissjóðs séu sem allra bezt nýttir. Friðrik leggur þó áherzlu á, að þessar hug- myndir gangi ekki eingöngu út á bættan hagrænan árangur, heldur ekki síður um gæði þjónustunnar sem stjómsýslan og aðrar stofiianir ríkisins veita skattborgumnum. Samkeppnis- staðaþjóð- tungnnnar PÉTUR Pétursson, fyrrverandi útvarpsþulur, hefur sent Sam- keppnisstofnun eftirfarandi er- indi í tilefni af Degi íslenskrar tungu: „I tilefni af Degi íslenskrar tungu bið ég háttvirta stofnun yðar að ganga úr skugga um hvort þjóðtungan njóti jafnrétt- is í flutningi söngva í útvarpi og sjónvarpi, eða verði að una því hlutskipti að lúta í lægra haldi fyrir engilsaxneskum söngvum og búi af þeim sökum við lakari samkeppnisstöðu hvað varðar efni sem ætlað er uppvaxandi kynslóð." Ríkið sýknað af kröfum loðdýrabænda á ríkisjörðum Samningur ráðherra hafði ekki lagastoð HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms í máli fyrrum ábúenda ríkisjarðanna Kirkjufeiju og Kirkju- feijuhjáleigu í Ölfusi á hendur ís- lenska ríkinu. Ríkið er þar með sýkn- að af öllum kröfum þessarra tveggja loðdýrabænda. Málin voru höfðuð vegna vanefnda ríkisins á samningi sem Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi landbúnaðar- ráðherra, gerði við ábúenduma í marsmánuði 1991 um kaup ríkisins á níu refahúsum á jörðunum ásamt fylgifé fyrir samtals 47 milljónir kr. Fram kom á sínum tíma að fjármála- ráðuneytið féllst ekki á greiðslu- skyldu ríkissjóðs og vísaði málinu til ríkislögmanns sem taldi að kaup landbúnaðarráðuneytisins ættu sér enga stoð í lögum. I dómi Hæstaréttar er vísað til þess að landbúnaðarráðherra hlut- aðist til um að fá samþykki Alþingis til efnda samkomulagsins, en fjár- veitinganefnd hafí dregið tillögu þess efnis til baka. Ríkið er sýknað af kröfum ábúendanna en málskostnað- ur fyrir Hæstarétti felldur niður. Málin dæmdu hæstaréttardóm- aramir Haraldur Henrysson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Hjörtur skilaði séráliti þar sem tekið er undir kröfur bændanna í meginatriðum. V W Okumanns- trvffffinjaf bætti fall af palli HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi sl. fimmtudag trygg- ingafélag til að greiða vörubíl- stjóra bætur fyrir slys sem hann varð fyrir árið 1992. Dómurinn taldi tjón mannsins bótaskylt sam- kvæmt ákvæðum umferðarlaga þar sem maðurinn hefði unnið við lestum vörubílsins og teldist sú vinna til notkunar bifreiðarinnar, í skilningi laganna. Maðurinn var uppi á vörubíls- palli að hagræða farmi þegar hann datt aftur yfir sig og til jarðar. Hlaut hann opið beinbrot á fram- handlegg og var mat læknis að varanleg örorka hans eftir slysið væri 20%. Hann fór fram á bætur á grundvelli þess að tryggingafé- lagið hefði tryggt vörubílinn lög- boðinni ábyrgðartryggingu, þar með talið vegna slysa á öku- manni. Alls krafðist maðurinn tæplega 3,4 milljóna króna. Tryggingafélagið krafðist sý- knu þar sem maðurinn hefði slas- ast þegar bíllinn var kyrrstæður og slysið því ekki hlotist af notkun bílsins í skilningi umferðarlaga. Lestun þáttur í notkun Dómarinn, Arngrímur ísberg, sagði að lestun og losun vörubif- reiðar, þ.m.t. að hagræða farmi, væri þáttur í notkun hennar og þar með eðlilegur hluti af starfi vörubifreiðarstjóransog bætti við að þar sem maðurinn hefði slasast við starf sitt sem ökumaður ætti hann rétt á bótum úr hendi trygg- ingafélagsins. Dómurinn taldi bætur hæfileg- ar 3 milljónir króna. Þá var trygg- ingafélaginu gert að greiða tæpar 400 þúsund krónur í málskostnað. Valur Ingimundarson Hernám ráð- gert ef sós- íalistar næðu völdum BANDARÍKJAHER gerði áætlanir á árunum 1948-1951 um að her- taka ísland ef sósíalistar rændu hér völdum, að því er fram kemur í væntanlegri bók Vals_ Ingimundar- sonar sagnfræðings, / eldlínu kalda stríðsins. Valur segir að herinn hafí ætlað að senda hingað hermenn með skipum og flugvélum til að vernda Keflavíkurflugvöll og bæla niður uppreisn sósíalista. í bókinni kemur fram, að áætlan- ir hersins hafi ekki fallið úr gildi fyrr en varnarsamningur íslands og Bandaríkjanna var gerður árið 1951. Bandaríska utanríkisráðu- neytið hafí verið andvígt áætlunum hersins og dregið í efa að mikil hætta væri á valdaráni. Þá segir, að eftir komu varnar- liðsins til íslands hafi bandaríski sendiherrann haft úrslitavald um hernaðaríhlutun ef valdarán yrði framið á íslandi og hafí ekki þurft að bíða fyrirmæla frá Washington. Bandaríkjastjórn hafi ætlað að fá skriflega staðfestingu frá háttsett- um íslenskum ráðamönnum um þessa tilhögun, en Valur segir eng- ar heimildir hafa fundist sem bentu til að það hafí verið gert. Að því er fram kemur í bókinni lögðu embættismenn i bandaríska utanríkisráðuneytinu áherslu á póli- tískt forvarnarstarf á íslandi, en ekki hernaðaríhlutun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.