Morgunblaðið - 16.11.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 16.11.1996, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Námsmenn héldu útifundi víða um land til að leggja áherslu á kröfur sínar Morgunblaðiö/Kristinn ÞEGAR þeir Friðrik Sophusson og Halldór Asgrímsson gengu út um dyr Alþingishússins hófst orrahríð snjóbolta utan af Austur- velli. Hríðinni linnti þó eftir að fundarstjóri hafði sussað á mannskapinn og í lok ræðu sinnar þakkaði fjármálaráðherra sérstaklega fyrir að hafa ekki fengið í sig snjóbolta. 7. J LV ' ,,mí JN veríi Mfe >m. Baráttan rétt að byija FJÖLMENNT var á útifundi náms- mannahreyfinganna á Austurvelli í gær þar sem námsmenn skoruðu á ríkisstjómina að breyta lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna og forgangsraða í þágu menntunar við skiptingu ríkisútgjalda. Avörp fluttu Gissur Páll Gissur- arson, formaður Félags framhalds- skólanema, og Vilhjálmur H. Vil- hjálmssont formaður Stúdentaráðs Háskóla Islands. Fundarstjóri var Drífa Snædal, formaður Iðnnema- sambands íslands. í máli þeirra kom meðal annars fram að ráðamenn þjóðarinnar hefðu fullan stuðning námsmanna til þess að sýna það í verki sem þeir forgangsröðuðu í orði þegar þeir segðust vilja hlut mennt- unar sem mestan og bestan. í því sambandi var vitnað til orða mennta- málaráðherra á nýliðnu menntaþingi og samþykkta landsfundar Sjálf- stæðisflokksins þessa efnis. Auk þess voru rifjuð upp þau ummæli úr stefnuræðu forsætisráðherra að 20% hagvaxtar á tímabilinu 1971- 1992 mætti rekja til mannauðs og þar með menntunar. Því töldu náms- menn að boðaður niðurskurður til framhaldsskólastigsins á fjárlögum næsta árs skyti nokkuð skökku við. Nauðsynlegt að skapa fjárhagslegt svigrúm Að loknum avörpum námsmanna voru Halldóri Ásgrimssyni, formanni Framsóknarflokksins, og Friðriki Sophussyni, varaformanni Sjálfstæð- isflokksins, afhentar áskoranir undir- ritaðar af um 15 þúsund námsmönn- um. Halldór Ásgrímsson fagnaði áhuga námsmannanna og sagði að ríkisstjóminni yrði gerð grein fyrir áskorununum. Hann minnti á að unnið væri í nefnd að breytingum á lögum um LÍN og kvaðst eiga von á að nefndin lyki störfum innan tíðar. Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bað námsmenn um að sýna biðlund, þar sem verið væri að vinna í málum lánasjóðsins. Hann lagði á það áherslu að vanda þyrfti alla meðferð þeirra mála, þar sem hugsa yrði til framtíðar. Hann sagði nauðsynlegt að skapa yrði fjár- hagslegt svigrúm til breytinga og að Morgunblaðið/Knstján NEMENDUR framhaldsskólanna á Akureyri fjölmenntu á Ráðhústorg. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson NEMENDUR í Framhaldsskóla Vestfjarða með mótmælaspjöld- in í miðbæ ísafjarðar í gærdag. það væri í þágu námsmanna og fram- tíðarinnar að safna ekki skuldum. Fundinum bárust skeyti víða að, m.a. frá BHMR og íslenskum náms- mönnum erlendis, þar sem lýst var stuðningi við baráttu námsmanna og tekið undir áskoranir þeirra. Fundarstjóri sleit fundi með þeim orðum að baráttan væri rétt að byrja og ef marka má undirtektir fundar- manna voru þeir á sama máli. Nemendur Menntaskólans á Egils- stöðum héldu fund í mótmælaskyni við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar- innar um framhaldsskólana. Þeir höfðu sent frá sér undirskriftalista þar sem skráð voru nöfn 250 ein- staklinga. Sesselja Stefánsdóttir, formaður nemendaráðs, sagði m.a. að Lána- sjóður íslenskra námsmanna hefði misst gildi sitt sem sjóður og sú eftirágreiðsla sem nú viðgengst inn- an sjóðsins hafi steypt nemendum í skuldir um leið og bankastofnanir hagnist á þessu fyrirkomulagi. Sesselja sagði að mánaðarlegar greiðslur væru eðlilegri lausn heldur en að greitt sé úr sjóðnum tvisvar á ári eins og nú er gert. Nemendur skoruðu á þingmenn Austurlands- kjördæmis að endurskoða afstöðu sína til ofangreinds frumvarps. Stórverkefnaskrá niðurskurðar Nemendur Framhaldsskóla Vest- Qarða á ísafirði fjölmenntu í mót- mælagöngu í gær og mótmæltu nið- urskurði ríkisins á fjárframlögum til framhaldsskólanna. í fréttatilkynningu frá Nemenda- félagi Framhaldsskóla Vestfjarða segir m.a. að félagið lýsi yfir ein- dregnum stuðningi við mótmælaað- gerðir Félags framhaldsskólanema og annarra námsmannahreyfinga. Nemendafélagið furðar sig á því að Framhaldsskóli Vestfjarða skuli vera á stórverkefnaskrá niður- skurðarverkefnis menniamálaráð- herra, nú þegar ásókn nemenda í skólann hefur aldrei -verið meiri og æ fleiri Vestfirðingar kjósa að stunda framhaldsnám í sinni heima- byggð, m.a. vegna bættra sam- gangna innan héraðs. „Ráðamenn þjóðarinnar, sem í ræðu og riti stæra sig af hinu fyrir- myndarmenntakerfi þjóðarinnar, ættu að sjá sóma sinn í því að hlúa vel að skólunum í landinu. Innan þeirra eyða jú landsmenn allir dýr- mætum hluta ævi sinnar," segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Framlag í samræmi við fögur orð Námsmenn við framhaldsskólana á Akureyri, Verkmenntaskólann á Akureyri, Menntaskólann á Akur- eyri og Háskólann á Akureyrp komu saman á Ráðhústorgi í gær. A fund- inum voru lagðar fram undirskriftir 675 nema í VMA og MA þar sem mótmælt var niðurskurði til fram- haldsskóla auk þess sem 967 nemar höfðu skrifað undir óskir um að for- gangsröðun í þágu menntunar verði breytt. Helga Sif Friðjónsdóttir formaður stúdentaráðs Félagsstofnunar Há- skólans á Akureyri og Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður skóla- félags Menntaskólans á Akureyri fluttu stutt erindi þar sem þess var m.a. krafist að ríkisstjórnin leggi fram frumvarp um lánasjóðinn þar sem kveðið verði á um samtíma- greiðslur og léttari endurgreiðslu- byrði lána. „Einnig förum við fram á það að ríkisstjórnin móti heild- stæða menntastefnu og að framlag til menntamála verði í samræmi við þau fögru orð ráðamanna að mennt- un sé góð fjárfesting," sagði Helga. Svavar Gestsson alþingismaður ávarpaði fundinn á Ráðhústorgi og hvatti námsmenn til dáða gegn óréttlátum lögum um lánasjóðinn, en Alþýðubandalagið hefði margoft bent á að breytingar á lögunum frá 1992 hefðu margt illt í för með sér fýrir námsmenn. „Allt bendir til þess að þessar breytingar hafi komið sér- staklega illa við þá sem búa við erfið- ar aðstæður, en hafa viljað stunda nám,“ sagði Svavar og benti á að vegið væri að jöfnunarhlutverki lánasjóðsins. Heimskra manna skattur Nemendur Fjölbrautaskóla Suð- urlands og Menntaskólans á Laug- arvatni söfnuðust saman á Tryggva- torgi og fóru í mótmælagöngu um miðbæ Selfoss í gær og mótmæltu „heimskra manna skatti" sem er gjald fyrir endurtöku prófa í fjöl- brautaskólum. Mótmælagangan var mjög fjölmenn og fór vel fram. Nemendur bentu á að ráðherra vildi að nemendur hugsuðu sinn gang og skráðu sig ekki í fleiri áfanga en þeir gætu sinnt. Þá spurðu nemendur hvernig nemendur í menntaskólum með bekkjakerfi gætu ráðið við stundaskrána sem þeim væri fengin. í máli nemenda kom fram að skattur þessi beindist eingöngu að skólum með áfanga- kerfl. Mótmælt var lægri framlögum til menntamála og bentu nemendur á að með þessari stefnu yrðu það for- réttindi að stunda nám. Nemendur settu fram dæmi um að aðalskrif- stofa forsætisráðherra kostaði 83 milljónir króna og fyrir það fé mætti reka 400 manna skóla. Þá hvöttu nemendur yfirvöld til að hækka laun kennara en það leiddi til betri kennslu. Allir mættu Nemendur Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum mættu allir sem einn á mótmælafund í skólanum á hádegi í gær, þar sem veður leyfði ekki fundahöld utandyra. Þar voru flutt ávörp og lýst yfir stuðningi við mótmælaaðgerðir námsmannahreyfinganna og sent skeyti til fundarmanna á Austurvelli. .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.