Morgunblaðið - 16.11.1996, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 16.11.1996, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 11 FRÉTTIR Lífeyrissjóður bænda Ríkissjóður ber lífeyrisgr eiðslur LIFEYRIR til bænda, fæddum árið 1914 eða fyrr, verður fjármagnaður til frambúðar með beinum hætti úr ríkissjóði og af Stofnlánadeild land- búnaðarins en ekki borinn af Lífeyr- issjóði bænda, þótt þessar lífeyris- greiðslur falli að núgildandi lögum undir verksvið sjóðsins. Þetta fyrirkomulag hefur tíðkazt lengi á þeim forsendum, að sjóðurinn hafi ekki haft bolmagn til að standa undir greiðslunum og jafnan verið framlengt til fímm ára í senn eða skemur, en samkvæmt lagafrum- varpi, sem Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra mælti fyrir á Alþingi á fimmtudag í tengslum við röð skattalagabreytingafrumvarpa ríkis- stjómarinnar, er lagt til að þetta fyrirkomulag verði bundið í lög og ábyrgðinni á þessum greiðslum þannig lyft af Lífeyrissjóði bænda til frambúðar. Friðrik sagði þetta fyrirkomulag byggjast á sams konar samkomulagi og náðst hefði áður um lífeyrissjóð aldraðra, en í báðum til- vikum á fólk í hlut, sem á sínum tíma tryggði sig ekki í neinum lífeyris- sjóði. Kostnaður ríkissjóðs af greiðslum þessum nema að sögn Friðriks um 140 millj. króna á þessu ári og mun væntanlega nema samtals um einum milljarði króna er greiðslurnar falla niður af náttúrulegum ástæðum eftir um 15 ár. Til sölu 193 fr við Skipholt. Til afh. fljótle Upplý / /ovW ' SKIPHOLT ^ n verslunarhúsnæ&i í nýuppgerSu húsi neSarlega ijart og gott húsnæöi m. stórum gluggum. ga. singar gefur: FASTEIGNAÞJÓNUSTAN ® 552-6600 Lovísa Kristjánsdóttir, lögg. fasteignasali. ^ - kjarni málsins! Doktor í tölvunar- fræðum •GUÐJÓN Guðjónsson varði sl. vor doktorsritgerð sína í tölvunarfræðum (Computer Science) við Pennsylvania State University, Department of Computer Science and Engineering. Leiðbeinandi var dr. William H. Winsborough að- stoðarprófessor. Heiti doktorsrit- gerðarinnar er Compile Time Me- mory Reuse in Single Assignment Programming Languages: Updating Recursive Data Structures in Place. Ritgerðin fjallar um niðurstöður rannsókna á nýtingu Single Assign- ment forritunarmála á tölvuminni. Þróuð var aðferð til að endumýta minni á þýðingartíma í þeim tilgangi að draga úr ruslasöfnun á keyrslu- tíma. Sýnt var fram á að aðferðin getur leitt til mun hagkvæmari nýt- ingar minnis og þar af leiðandi auk- ins keyrsluhraða, einkum þegar henni er beitt á þá hluta forrits sem uppfæra endurkvæmar gagnagrind- ur. Guðjón fæddist í Reykjavík þann 25. október 1965. Hann lauk verslun- arskólaprófi frá Verslunarskóla ís- lands vorið 1983 og stúdentsprófí frá sama skóla árið 1985. Vorið 1988 brautskráðist hann með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla íslands. Dr. Guðjón starfar nú hjá hugbúnað- arfyrirtækinu OZ hf. Foreldrar dr. Guðjóns eru Guðjón Jónasson hárskerameistari og Þóra Jenný Hendriksdóttir sjúkraliði. ♦ ♦ ♦----- Heimir Már til Alþýðubanda- lagsins •FRAMKVÆMDASTJÓRN Al- þýðubandalagsins hefur ráðið Heimi Má Pétursson, fréttamann á Stöð 2, í stöðu framkvæmdastjóra flokksins. Heimir tekurtil starfa 1. desember næst- komandi, að því er segir í fréttatil- kynningu frá Al- þýðubandalaginu. Heimir Már fæddist á ísafirði árið 1962. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskó- lanum í Ármúla og B.A.-prófi í stjórnmálafræði og fjölmiðlafræðin frá Háskóla íslands árið 1989. Hann sat í stúdentaráði fyrir vinstrimenn á árunum 1986-88. Hann varblaða- maður á Þjóðviljanum 1988-90, rit- stjóri héraðsfréttablaðsins Norður- land 1990-91 og hefur verið frétta- maður á Stöð 2 frá 1991. Heimir hefur sent frá sér þrjár Ijóðabækur og hefur samið texta á hljómplötur bróður síns, Rúnars Þórs. Það verður mikið Garðabæ I Hagkaups kók á 50 Kr. þetta er náttúrulega ekkert verðL^tfð ' heitt nnunni Andlits- málun Viltu verða kisa eða sjóræningi? ' Þetta en9Wn st Blöðrur fyrir alla krakka, konur og kalla HAGKAUP fmælis- terta ekki bjóða pmnar - alveg svetlkaldir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.