Morgunblaðið - 16.11.1996, Side 13

Morgunblaðið - 16.11.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 13 FRÉTTIR Úthlutun styrkja til hótela á landsbyggðinni Farið að tilmælum Samkeppnisráðs FARIÐ verður að tilmælum Sam- keppnisráðs við úthlutun styrkja til heilsárshótela á næsta ári, að því er fram kom í máli samgöngu- ráðherra við umræðu um úthlutun styrkja til heilsárshótela á lands- byggðinni utan dagskrár á Alþingi sl. fimmtudag. Málshefjandi var Lúðvík Berg- vinsson, Alþýðuflokki, en hann hafði fyrr í haust beint fyrirspurn sama efnis til samgönguráðherra, en taldi svör ráðherrans við fyrir- spurninni ekki vera fullnægjandi og krafði hann því um betri svör með því að taka málið til utandag- skrárumræðu. Fyrirspurn Lúðvíks var í megin- dráttum á þá leið, að samgöngu- ráðherra skýrði frá því eftir hvaða reglum og sjónarmiðum sú nefnd hafi unnið, sem ráðherrann skip- aði til að gera tillögur að úthlutun á 20 milljónum kr. sem Alþingi veitti á fjárlögum ársins 1995 til eflingar markaðsstarfi heilsárs- hótela á landsbyggðinni, sem alls munu vera 42 talsins, og hvaða rök hefðu legið að baki styrkveit- ingar til hvers hinna ellefu hótela sem styrk hlutu. Lúðvík gagnrýndi tilhögun út- hlutunarinnar; styrkjunum hafi verið úthlutað án undangenginnar kynningar eða auglýsingar og samkeppnisaðilum þeirra sem styrkina hlutu hefði ekki verið gert kleift að sækja um þessa styrki og að keppa um þá á jafn- réttisgrundvelli. Með þessum ríkis- styrkjum hafi keppinautum í rekstri heilsárshótela á lands- byggðinni því verið mismunað. Þetta hafi Samkeppnisráð staðfest í áliti sínu; úthlutunin hafi tví- mælalaust brotið í bága við mark- mið samkeppnislaga. Lúðvík greindi frá því, að þeir sem teldu sig hafa þurft að þola óréttmæta mismunun hygðust kæra út- hlutunina til Samkeppnisráðs. Farið verður að tilmælum Samkeppnisráðs Halldór Blöndal samgönguráð- herra greindi frá því í svari sínu, að til stæði að safna upplýsingum um hvemig styrkfé því sem úthlut- að var í janúar sl. hafi verið varið, og að hann hefði ákveðið að farið skyldi að tilmælum Samkeppnis- ráðs við úthlutun þeirra 15 milljóna króna, sem úthluta á í sama til- gangi eftir áramót. Auglýst verði eftir umsóknum sem berast skuli ráðuneytinu fyrir miðjan desember. Ungliðar úr flokkum á vinstri væng og óháðir Undirbúa stofnfund sljórnmálasamtaka UM 30 manna hópur ungs fólks úr Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi, Þjóðvaka og einstaklingar sem starfað hafa innan Kvennalistans, auk óflokksbundins ungs fólks úr Háskóla íslands, ætla að halda und- irbúningsfund fyrir stofnun sameig- inlegra stjórnmálasamtaka í Bifröst í Borgarfirði í dag. Hefur verið unnið af krafti að undirbúningi þessa á undanförnum vikum en á fundinum á Bifröst á m.a. að ákveða dagsetningu stofn- fundar samtakanna, leggja fram málefnagrunn og gera verkefna- áætlun um vinnuna fram að stofn- fundi, að sögn Hrannars B. Arnars- sonar, sem tekið hefur þátt í undir- búningnum. „Þetta er ungt fólk úr öllum fylk- ingum stjórnmálanna á vinstri vængnum og óflokksbundið fólk. Markmiðið er að búa til vettvang fyrir þessa hópa til að vinna saman að framgangi jafnaðarstefnunnar og að sameiningarmálunum í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Hrannar. Ungir framsóknarmenn ekki með í viðræðunum Hann segir að þrátt fyrir stofnun þessara regnhlífarsamtaka muni fé- lög og samtök ungs fólks innan stjómmálaflokkanna starfa áfram. Verða samtökin að öllum líkindum stofnuð formlega fljótlega upp úr næstu áramótum. Að hluta til er þetta sami hópurinn og stóð að undir- búningi fyrir stofnun Reykjavíkur- listans á sínum tíma, að sögn Hrann- ars en hann segist aldrei hafa orðið var við jafn mikinn einhug og ein- drægni sem nú um að láta þetta ganga upp. Félagar í Sambandi ungra framsóknarmanna hafa ekki tekið þátt í þessum samstarfsviðræð- um en Hrannar sagði að þeir væm velkomnir ef þeir kærðu sig um. ORYGGIÐ Sknminí* og númer innifaiin *Verötryggt lán. 7,8% vextir. 1,596 verðbólga 890.000.- Meðal afborgun pr.m. kr 22.600.- Miðað við 25% útborgun og 36 mánaða bílalán.* FIAT GINQUECENTO 1.1 SPORTING UPPMÁLAÐ 1.366.000.- Meðal afborgun pr.m.34.500. Miðað við 25% útborgun og 36 mánaða bílalán.’ 1.072.000.- Meðal afborgun pr.m. kr 27.000.- Miðað við 25% útborgun og 36 mánaða bílalán.* FIAT PUNTO 60 S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.