Morgunblaðið - 16.11.1996, Page 15

Morgunblaðið - 16.11.1996, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 15 Víða komið við í umræðum um atvinnumál í Borgarfirði Ymsir mögu- leikar í atvinnu- lífi héraðsins LAIMDIÐ Morgunblaðið/Bemhard Jóhannesson FRÁ atvinnumálafundinum í Reykholtsdal. Borgarfirði - íbúar í Andakíls-, Skorradals-, Lundarreykjardals-, Reykholtsdals- og Hálsahrepps funduðu nýlega í Logalandi í Reyk- holtsdal um atvinnumál. Ellefu frummælendur voru á fundinum sem var vel sóttur. Víða var komið við í umræðum á fundinum og ljóst að ýmsir möguleikar eru fyrir hendi í atvinnulífi héraðsins. Örn D. Jónsson frá Tæknigarði fjallaði um „nýsköpun í atvinnulíf- inu“. Örn gerði að umhugsunarefni hvað væri „mannsæmandi“, það færi eftir hverjar viðrniðanimar væm, sagði hann. Er þekking eina auðlind framtíðarinnar eða er nýt- ing náttúmnnar það sem koma skal með því að hafa sjálfbæra nýtingu í huga? Fuglaveiðar vannýttur þáttur Ingibjörg Bergþórsdóttir, ferða- bóndi í Fljótstungu, fjallaði um „bóndann og ferðamanninn". í Fljótstungu hefur verið rekin bændagisting frá árinu 1970 og var Fljótstunga með fyrstu stöðunum þar sem boðið var upp á þessa þjón- ustu. Ingibjörg furðar sig á af hverju laxveiði er ekki flokkuð sem ferðaþjónusta og telur að fuglaveið- ar séu vannýttur þáttur í ferðaþjón- ustu. „Græn ferðamennska er fram- tíðin,“ sagði Ingibjörg að lokum. Bergþór Kristleifsson gerði grein fyrir fjölskylduferðaþjónustufyrir- tækinu að Húsafelli og Langjökli hf. Núna er veitingasala og gisting í gamla bænum á Húsafelli, sund- laug, golf, tjaldsvæði, sumarhús og sumarhúsalóðir. Hitaveita er rekin og rafstöð á Húsafelli. Bergþór gerði að umtalsefni þeg- ar sveitarfélög væm í samkeppni við einstaklinga sem em í ferðaþjón- ustu og nefndi nokkur dæmi, t.d. væm sveitarstjómir með tjaldsvæði þar sem ekkert kostaði að tjalda. Flugleiðir sem em stærsti ferðaþjón- ustuaðilinn í landinu einangmðu fullmikið farþegana með því að nýta ekki meir gistingu á landsbyggð- inni. Bergþór lagði til við sveitar- stjómimar að sveitarfélögin legðu meira fé til markaðsstarfs. Heillandi hitaveitur María Hildur Maack leiðsögu- maður talaði um og skýrði frá rann- sóknum á tengingu fræðimennsku og ferðaþjónustu og hvernig mætti best samhæfa ferðaþjónustuna. Sýndi María fram á að meðal þess sem ferðamaðurinn vildi helst kynn- ast hér á landi væm orkumál og hitaveitur. Þómnn Reykdal, oddviti í Hálsa- hreppi, gerði grein fyrir mennta- og menningarstofnunum á Vesturlandi og sagði frá þeim margfeldisáhrifum sem stöðvun á skólarekstri í Reyk- holti hefði, 18 einstaklingar frá 15 heimilum hefðu nú einhveija vinnu við Reykholtsskóla. í Reykholti hef- ur verið stofnað þjónustufyrirtæki Heimskringla ehf. til að veita upplýs- ingar um hvað er í boði á Vestur- landi í almennri ferðaþjónustu. Þómnn sagði að heimamenn yrðu að fara að hugsa alvarlega um hvaða möguleiki væri á því að koma tillögu menntamálaráðherra í fram- kvæmd, að gera Reykholt að menntasetri í norrænum fræðum og fornbókmenntum í samvinnu við hin Norðurlöndin. Hvanneyri menntastofnun á háskólastigi Magnús B. Jónsson gerði grein fyrir stöðu Bændaskólans á Hvann- eyri og möguleikum þar. Hann sagði að á síðasta ári hefðu um 850 aðilar sótt alls konar endurmennt- unarnámskeið. Háskólagráða í bú- vísindum væri það lengsta sem hægt væri að komast þar á bæ. Finnur Torfi Stefánsson talaði um tvöfalda búsetu, að vinna í Reykjavík og búa í Lundarreykjad- al. Það væri raunhæfur möguleiki ef ríkið skattlegði ekki ökutæki, eldsneyti og síma eins gróflega og nú væri gert. Það væri betra að vera bara heima heldur en að vinna fyrir einhveijum aurum sem færu að fullu og öllu aftur í ríkiskassann. Jóhann V. Aðalbjörnsson talaði um garðyrkju og kom fram að 8,8% af landbúnaði á íslandi eru garð- yrkja, en 1500 ársverk. í Borgar- firði væru um 55 sumarstörf fyrir unglinga í garðyrkju. Með EES- samningi og kjarasamningum hafa tollar iækkað úr 90% í 30%. GATT tollvernd er gagnkvæm þannig að hún á ekki að skekkja samkeppnis- myndina. Framtíðarmöguleikar garðyrkjunnar eru fólgnir í vaxtar- lýsingu með innlendri orku, varnar- efni eru í lágmarki í garðyrkju á Islandi og samkeppnisstaða okkar er góð þegar sjóðagjöld hafa verið felld niður, sagði Jóhann. Ágúst Ámason lagði út af því hvort Suðurlandsskógaáætlun væri til eftirbreytni. Um 130 bújarðir væru nú í nytjaskógakerfinu. Þar af 4 á Vesturlandi. Agúst upplýsti að nú væru skógar flokkaðir í fjöl- notaskóga, landbótaskóga og viðar- skóga. Ef Suðurlandsskógaáætlun- in gengur eftir sem er áætlað að kosti 4 milljarða ætti eftirleikurinn að verða léttur fyrir bændur á Vesturlandi, því aðstæður til skóg- ræktar væru bestar þar á öllu land- inu. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson+ NEMENDUR úr Stóru-Vogaskóla og A.T. Mahan High School í Glaðheimum. Nemendaheimsókn af Flugvellinum Vogum - Nemendur tveggja elstu bekkja Stóru-Vogaskóla fengu 10 nemendur úr A.T. Mahan High School á Keflavíkurflug- velli í heimsókn og voru gestirn- ir daglangt í Vogum við leiki og störf. Að sögn Helga Hólm tungu- málakennara er heimsóknin hluti af enskunámi við skólann og gerð til að gefa krökkunum tæki- færi til að ræða við enskumæl- andi fólk. Heimsóknina skipu- lögðu nemendurnir sjálfir og var farið í heimsóknir í fyrirtæki, fiskvinnslufyrirtækið Valdimar og matvælaframleiðslufyrirtæk- ið Vogabæ þar sem vel var tekið á móti þeim. í íþróttamiðstöðinni var farið í íþróttir og leiki og í Glaðheimum var boðið í pizzu- veislu svo eitthvað sé nefnt. Að hálfum mánuði liðnum munu nemendur Stóru-Voga- skóla síðan fara í heimsókn á Keflavíkurflugvöll. Basar hjá heimilisfólki á Dvalarheimilinu Asi Hveragerði - Hinn árlegi basar heimilisfólksins á Dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, verður haldinn í föndurhúsinu, Frumskógum 6b, laugardaginn 16. nóvember og sunnudaginn 17. nóvember frá kl. 14-18 báða dagana. Á basarnum verður margt góðra muna til sýnis og sölu sem heimilisfólkið hefur unnið sl. ár. Má þar til dæmis nefna pijónavöru ýmiss konar, muni úr tré; útsaum og margt fleira. I huga margra er þessi basar ótvírætt merki þess að nú fer að styttast í jólin og tími til kominn að fara að huga að jólagjöfunum. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir HEIMILISMENN á Ási við hannyrðir og föndur. Fundur um kornrækt og fóðurverð Sögunar- mylla kynnt á Islenskum dögum Flateyri - Trésmíðaverkstæði Sæv- ars I. Péturssonar á Flateyri kynnti laugardaginn 9. nóvember sl. af- kastamikla sögunarmyllu sem keypt var til landsins fyrir ári, frá Illinois í Bandaríkjunum. Kaupverð var 1,4 milljónir íslenskra króna. Sögunarmyllu þessa hefur Sævar notað til að saga níður rekavið sem rekið hefur á fjörur vestra, þ.e. í Trékyllisvík og víðar. Að sögn Sæv- ars hefur sögunarmyllan uppfyllt vissar þarfir markaðsins hvað varð- ar viðhald gamalla húsa og einnig framleiðslu á 9 fm sumarhúsi, en Sævar kynnti fyrir gestum og gang- andi eitt slíkt sem er smíðað ein- göngu úr rekaviði. Sem dæmi um afkastagetu vélarinnar, þá er hún hálftíma að saga niður 500 metra af viði og getur tekið allt að 72 cm breið borð. HVER verður framtíðarþróun í kornrækt og kjarnfóðurverði á ís- landi? Framsóknarfélag Rangæ- inga heldur opinn fund um þetta mál í Hlíðarenda á Hvolsvelli þriðjudaginn 19. nóvember kl. 14. Frummælendur verða dr. Björn Sigurbjörnsson, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Þorsteinn Miðhúsum - Nokkrar skemmdir urðu á veginum um hafnargarð Reykhólahafnar í vonskuveðri á fimmtudag, en annars er ekki vitað um skemmdir þar. Þörungaverk- smiðjan á pramma úti en þeir voru það vel festir að enginn skaði varð. Verksmiðjan hefur gengið vel i ár og er söluaukning um 50% á árinu. I Flatey hafa orði nokkrar skemmdir á grótgarðinum fyrir ofan Tómasson, forstjóri Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins, og Jónat- an Hermannsson, plöntubótafræð- ingur, segja frá nýjungum í kynbót- um og byggi og útsæðisræktun. Magnús Finnbogason, bóndi, segir frá kornrækt og innlendri fóðurframleiðslu frá sjónarhóli bóndans. bryggjuna og svo hefur Silfurgarð- urinn eitthvað skemmst meira, en fyrir innan hann er ein öruggasta smábátalega í Flatey. Nýlega hefur verið lokið við að grafa rafmagnslínuna í jörð í inn- sveit Reykhólahrepps frá Kambi að Hríshóli, en á undanförnum árum hefur hún skemmst meira og minna, bæði hafa staurar brotnað og línur slitnað. Skemmdir á grjótgörðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.