Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Harðvítugur kosningaslagur í Rúmeníu Baráttunni lýkur með hvössum orðaskiptum Búkerest. Reuter. SÍÐASTA sjónvarpseinvígið fyrir forsetakosningarnar í Rúmeníu á sunnudag var háð í fyrrakvöld með hvössum orðaskiptum fram- bjóðendanna, Ions Iliescus for- seta, sem er fyrrverandi kommún- isti, og miðjumannsins Emils Constantinescus. Iliescu vísaði þar á bug ásökunum mótframbjóðand- ans um að hann hefði valdið al- mennri örbirgð í landinu og spill- ingu í stjórnkerfinu á sjö ára valdatíma sínum. Kosið verður á milli frambjóð- endanna tveggja þar sem hvorugur þeirra fékk tilskilið fylgi til að ná kjöri í fyrri umferð kosninganna 3. nóvember. Flokkur Iliescus og fyrrverandi kommúnista galt þá afhroð í þingkosningum og Const- antinescu segir að í síðari umferð forsetakjörsins losi Rúmenar sig endanlega við arfleifð kommún- ismans. Constantinescu sakaði forsetann um að hafa valdið mikilli efnahags- kreppu í landinu með því að hafna markaðsumbótum. „Land okkar er gjöfult en þjóðin fátæk,“ sagði for- setaefnið í síðasta sjónvarpseinvíg- inu af fjórum. „Auðurinn hefur safnast í hendur pólitískra með- reiðarsveina þinna. Þú hefur glatað öllum tengslum við fólkið í land- inu. Teldu þér ekki í trú um að fyrirfram skipulagðar heimsóknir þínar með lífvörðum og í glæsi- vögnum geti talist viðræður við fólkið." Constantinescu spurði forsetann hvort hann teldi að fjögurra manna fjölskylda gæti lifað á jafnvirði 3.000 króna, sem eru algeng mán- aðarlaun verkamanna í Rúmeníu. „Ég geri mér grein fyrir slíkum hlutum. Ég kem úr venjulegri fjöl- skyldu og hef kynnst bjargarleys- inu,“ svaraði forsetinn og bætti við að hann vildi koma á efnahagsum- bætum, sem bættu hag hinna fá- tæku. Forsetinn varaði verkamenn við því að efnahagsstefna Constantin- escus yrði til þess að ljölmörgum verksmiðjum yrði lokað og starfs- menn þeirra misstu vinnuna. Bændur ættu einnig á hættu að missa jarðir sínar því hægrimenn vildu færa gömlu stórbændunum óðulin sem þeir misstu eftir valda- töku kommúnista. Constantinescu kvaðst hins veg- ar vilja lækka skatta, hækka fé- lagslegar bótagreiðslur, rétta efna- haginn við á 200 dögum og tryggja að Rúmenar geti búið við svipuð kjör og almenningur í fyrrverandi kommúnistalöndum eins og Pól- landi og Ungverjalandi. „Þú óttast ekki guð“ Iliescu áréttaði að hann tryði á guð, enda skipta slíkar yfirlýsingar máli í landi þar sem 80% íbúanna eru að minnsta kosti að nafninu til í rétttrúnaðarkirkjunni. „Eitt boð- orðanna er: „þú skalt ekki ljúgvitni bera“,“ sagði þá Constantinescu. „Samt laugstu í kosningabarátt- unni og lést breiða út hatursá- róðri. Þú óttast ekki guð.“ Forsetinn kvaðst sjálfur hafa orðið fyrir barðinu á lygaáróðri, t.a.m. um að hann hefði verið viðr- iðinn sovésku leyniþjónustuna, KGB. „Þér ferst ekki að tala um siðferðismál," sagði hann. „Þú verður að sýna meiri ábyrgðar- kennd viljir þú gegna æðsta emb- ætti landsins." Vaclav Havel á kjörstað VACLAV Havel, forseti Tékk- lands, sýnir skilríki sín þar sem hann bíður þess ásamt fleira fólki að kjósa í fyrri umferð kosninganna til nýstofnaðrar öldungadeildar. Havel hvatti landsmenn sína til að mæta vel á kjörstað en margir segjast ekki skilja hvaða nauðsyn bar til að koma á fót öldungadeild í þinginu. Reuter Jevgení Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands, heimsækir Japani Tókýó. Reuter. RÁÐAMENN í Japan sögðust í gær ætla að veita Rússum 500 milljóna dala efnahagsaðstoð, sem ákveðið var að fresta vegna upplausn- ar Sovétríkjanna árið 1991. Skýrt var frá þessu í Tókýó í tilefni af heimsókn Jevg- enís Prímakovs, utanríkisráð- herra Rússlands, sem reyndi að leysa áratuga gamla deilu Rússa og Japana um Kúril-eyjar og lagði til að þjóðirnar Rússum veitt efnahagsaðstoð Bjóða samstarf á Kúrileyjum Prímakov nýttu náttúruauðlindir eyjanna í sameiningu. Efnahagsaðstoðin nemur sem svarar 33 milljörðum króna og felst í lánum til iðnaðaruppbyggingar í Rússlandi. Japanskir fjölmiðlar segja líklegt að lán verði veitt vegna bílaverksmiðju nálægt Moskvu, vatnsveitukerfis í Nahodka í austur- hluta Rússlands og verksmiðja sem framleiða hjólbarða, barnamat og plastflöskur. Aðstoðin kann að tengjast þeirri tillögu Prímakovs að Japanir og Rússar taki höndum saman um nýtingu jarðefnaauðlinda Kúril-eyja og gjöfulla fiskimiða. Sovétmenn hertóku eyjarnar undir lok síðari heimsstyijalda og deilan um þær varð til þess að ríkin hafa ekki enn undirritað formlegan friðarsamn- ing. Japanskir ráðamenn sögðust ætla að íhuga tillöguna og ekki er víst að þeir samþykki hana þar sem slíkar sættir við Rússa gætu haft áhrif á deilur Japana við Kínveija, Tævani og Suður-Kóreumenn um aðrar eyjar. Tebbit hótar stofnun nvs flokks ESB-andstæðingi' Tebbit London. The Daily Telegraph. TEBBIT lávarður, fyrrverandi for- maður brezka íhaldsflokksins, segir að reyni stjórn Johns Major að koma Bretlandi í Efnahags- og mynt- bandalag Evrópu (EMU) muni það eyðileggja íhaldsflokkinn og hugsanlega leiða til þess að andstæðingar ESB-aðildar úr öllum flokkum taki höndum saman og stofni nýjan stjóm- málaflokk. í ræðu, sem hann hélt hjá stofnuninni Conserva- tive 2000, sagði Tebbit að John Major tæki flokkshagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni er hann neitaði að útiloka aðild Bretlands að EMU. Tebbit sagði að tilraun til að ganga í EMU myndi eyðileggja íhalds- flokkinn: „Allir íhaldsmenn, sem telja að frelsi, sjálfstæði og lýðræði séu öðrum stjómmálastefnum æðri, myndu ganga út og taka höndum saman við menn úr öðmm flokkum eða hvern sem er, sem væri sömu skoðunar. Slíkt bandalag þyrfti ekki að vera eins máls flokkur. Það gæti orðið hugsanlegur stjórnar- JACQUES Santer gagnrýndi afstöðu Breta til vinnutímatilskipun- arinnar harkalega, sagði hana afturhvarf til síðustu aldar. flokkur. Það þyrfti ekki að vera meiri samsuðuflokkur en íhalds- flokkurinn eða Verkamannaflokk- urinn em í dag.“ Árás Tebbits kom mörgum íhaldsmönnum á óvart, sem töldu að gamlir fylgismenn Margaretar Thatcher hefðu samið vopnahlé við Major, að minnsta kosti fram að kosningunum næsta vor. Tebbit virtist hins vegar í vígahug. Hann sagði að úrskurður Evrópu- dómstólsins fyrr í vikunni, um að vinnutímatilskipun ESB skuli gilda í Bretlandi, sýndi að brezka þingið væri „þing, sem að stórum hluta er samsett af þingdvergum og sam- þykkir að verða smátt og smátt lít- ið meira en héraðssamkunda með löggjafarvald á lægra stjórnsýslu- ****★. EVROPA^ stigi, sem setur lög um æ smærri hluta landsmála okkar.“ Þurfum ekki afturhvarf til 19. aldar þrælakistna Tebbit hélt ræðu sína fáeinum klukkustundum eftir að Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórn- ar Evrópusambandsins, réðst harkalega að brezku stjórninni í ræðu í Brussel. Santer vék að þeim röksemdum Breta að vinnutímatil- skipunin stuðlaði að minni sveigjan- leika á vinnumarkaði og skaðaði samkeppnisstöðu atvinnulífsins. „Það er rétt að við þurfum sveigj- anlegri vinnumarkað, en við þurfum ekki afturhvarf til 19. aldar þræla- kistna í anda Dickens-bóka,“ sagði forsetinn. „Þeir sem segja að því minni félagsmálalöggjöf, sem við höfum, þeim mun betra sé það fyr- ir samkeppnisstöðuna — eiga þeir við alls enga löggjöf? Fjörutíu og átta stunda vinnuvika er mjög löng, en hún er lágmarksstaðall og þeir, sem vilja vinna meira eru fijálsir að því. Tilskipunin leyfír að vinnutími sé skipulagður með sanngjörnum og sveigjanlegum hætti. Hún er ekki skaðleg og það er álit flestra vinnuveitenda.11 Mótmæla fegurðar- keppni Bombay. Reuter. MÓTMÆLI hafa verið á Ind- landi gegn því að fegurðar- samkeppnin Ungfrú heimur skuli haldin þar í landi. Náðu þau hámarki á fimmtudag, er 24 ára gamall Indverji kveikti í sér. Maðurinn, atvinnulaus skraddari, hellti eldfimum efnum yfír sig frammi fyrir hundruð manns sem fengu ekkert að gert er hann bar eld að sér. Á sekúndubroti varð hann alelda. Atvikið átti sér stað í borg- inni Madurai í suðurhluta landsins, en fegurðarkeppnin fer fram þar 23. nóvember nk. Madurai er 430 km suður af Bangalore en stúlkumar 89, sem um heimsfegurðartit- ilinn keppa, komu til síðar- nefndu borgarinnar í vikunni. Öflugur lögregluvörður gætir þeirra. Meira en 20 samtök hafa mótmælt keppnishaldinu í Indlandi og hefur umsátri um Chinnaswamy krikket- leikvanginn, þar sem krýning- arhátíðin fer fram, verið hót- að. Mannréttindadóm- stóllinn Bannað að selja lyf í stórmarkaði Strassborg. Reuter. MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Evrópu í Strassborg dæmdi í gær að frönskum eiganda stórmark- aðs væri óheimilt að selja lyf á borð við vítamín og spritt í verzl- un sinni. Staðfesti dómstóllinn þar með niðurstöðu franskra dóm- stóla í málinu. Mannréttindanefnd Evrópu, sem fjallar um mál áður en þau fara fyrir dómstólinn, hafði mælt gegn því að franski dómurinn yrði staðfestur. Dómstóllinn komst hins vegar að þeirri niður- stöðu að réttmætt hefði verið að banna verzlunareigandanum Mic- hael Cantoni í borginni Sens að selja „lækningavörur" sem sam- kvæmt frönskum lögum má að- eins selja í apótekum. Eigendur apóteka í borginni höfðu kært Cantoni fyrir að seilast inn á þeirra verksvið. Mannréttindadómstóllinn við- urkenndi að vísu að skilgreining á lyfjum væri ekki einhlít, en sagði að franskir dómstólar hefðu til þessa sýnt samkvæmni í túlkun sinni á því hvaða vörur teldust til lyfja og hveijar ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.