Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 37 AÐSENDAR GREIIMAR Opið þakkarbréf til dóms- málaráðherra um forsjármál Virðulegi ráðherra. Þakka yður vingjarnlegt svar þann 26. september við opnu bréfi mínu sem birtist í Morgunblaðinu þann 24. ágúst síðastliðinn. Jafnvel þótt bréf mitt fullnægi ekki kröfum yðar um góða umræðu um forsjár- mál er von mín engu að síður sú að umræðan hafi þokast eitt hænu- fet fram á við. Og það væri raunar ekki svo lítill árangur því vissulega er málið brýnt. Senn hillir undir að nærri helmingur íslenskra hjóna muni slíta samvistum. Þess vegna eiga þúsundir íslenskra barna gæfu sína undir því að vel takist til um skilnað foreldra þeirra. Mikilvæga lóð á þá vogarskál leggur stjórnsýsl- an, ráðuneyti yðar og ráðuneyti félagsmála. Ég fæ ekki betur séð en að við séum í flestum greinum sammála um stöðu forsjármála í dag. Þér staðfestið að verulegs ójafnvægis gæti milli mæðra og feðra. Feður hljóta forsjá barna sinna miklu sjaldnar en mæður gera. Feður eru að sjálfsögðu engan veginn einsleit- ur hópur. Flestum er trúlega kunn- ugt um feður sem ekki hafa þroska til að axla föðurábyrgð sína og láta sig börnin engu skipta. Þeir feður eru líka til sem fela mæðrum forsjá barna sinna með glöðu geði vegna þess að þær eru hæfari. Svo eru einnig feður sem eru svo reyrðir í hefðbundin starfshlutverk sín að þeir geta sig hvergi hrært, eins og t.a.m. sjómenn. En ótalinn er stærsti hópurinn, einmitt þeir feður sem hafa aðstæður, löngun og þroska til að annast böm sin. Fáir fara í forsjármál (og svo sem ekki að undra), þriðjungur semur um sameigin- lega forsjá (en börnin fá í flestum tilvikum lögheimili hjá móður), en flestir „semja“ sig frá forsjánni enda þótt þeir séu margir hverjir sáróánægðir með málalokin. Eins og margsinnis hefur verið staðfest í könnunum hnignar sambandi barns og föður smám saman verulega með alvarlegum afleiðing- um. Það er mikil sorg og bág líðan hjá þessum feðrum og „föðurlausu" börnunum þeirra. Hlutverk kynjanna hafa verið í upplausn og endurmótun síðustu áratugina. Karlmenn vita vart á stundum í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Gerðar eru háværar kröfur um að þeir sinni börnum sínum betur. Langflestum er það ljúft. En við skilnað bregður svo við að þeim er sjaldan treyst fyrir afkvæm- unum. Og á því virðist varla nokkur eiginleg breyting hafa orðið á und- anförnum áratugum þrátt fyrir hið nýja úrræði, sameiginlega forsjá. Kannski er þetta hlutverkskreppa karla í hnotskurn. Flestum er nú orðin ljós sú hörmulega leið sem allt of margir ungir kynbræður okkar velja út úr kreppunni. Þeir deyða sig. Okkur rennur vissulega öllum blóðið til skyldunnar að vísa þeim aðra leið. Umbætur í forsjár- málum gætu stuðlað að því. Svar yðar hefur aukið mér von um að góðra breytinga sé að vænta í þeim efnum. Feður skulu nú metnir að verðleikum í ríkari mæli en verið hefur. Eldri móðurhyggjuvið- horf skulu rekin á und- anhald til samræmis við þróun mála á Norðurlöndunum. Nú mun faðir ungra barna verða metinn jafnvígur uppalandi móðurinni. Nútímaþekking á sál- arlífi ungbarna verði í síauknum mæli höfð til hliðsjónar við úrlausnir forsjárdeilna um komabörn. Rýmri fjárhagur, þegar honum er til að dreifa, mun bæta forsjárhæfni föður. (Vel á minnst. Úr ráðuneyti yðar kunna að berast misvísandi upplýsingar um þær reglur sem fylgt er í þessu efni. Gæti verið hugmynd að birta þær svo við þyrftum ekki að velkjast í vafa?) Þetta er göfugur ásetningur (megi ég túlka orð yðar svo) sem allir hljóta að styðja yður í. Og vel er yður trúandi til góðra verka. En því miður eru ljón á veginum. Þeim þarf að stugga burt. Fyrst ber að telja móðurhyggjuna. Hún stingur veralega í stúf við boðskap barna- laganna. Því þess misskilnings gæt- ir á stundum að móðurhyggjan sé í sjálfu sér móðurást eða umhyggja fyrir barninu. En því fer vitanlega Arnar Sverrisson víðsfjarri. Móðurhyggjan er sú órökstudda hugsun að mæðrum al- mennt fari uppeldi barna (einkum á fyrsta æviskeiði) betur úr hendi en feðrum. Svo virðist sem móður- hyggjan eigi djúpar rætur í stjóm- sýslunni. Stjórnsýsla í anda móður- hyggju er því vafasöm barnavernd og feðrum (og börnum) iðulega ljandsamleg. Því er von að feður láti til leiðast að semja sig frá for- sjá barna sinna eða samþykki að börn þeirra dvelji hjá móður við sameiginlega forsjá. Það er sömu- leiðis skiljanlegt að feður gefi eftir forsjá barna sinna alfarið við slíkar aðstæður og hlífi þeim við frekari deilum. En eins og kannanir sýna eru þeir í raun sáróánægðir með „forsjársamninginn," þó þeir veigri Karlmenn vita vart á stundum, segir Arnar Sverrisson, í hvorn fót- inn þeir eiga að stíga. sér við að stofna til deilu enda er það erfiður róður í mótbyr. Og ekki verður kvenhyggjan til að létta róð- urinn. Kvenhyggjan lýsir sér meðal annars í sérkennilegum samskipt- um margra þeirra kvenna er á ann- an bóginn annast úrlausnir í ágrein- ingsmálum um börn og á hinn bóg- inn þeirra kvenna er úrlausnin snertir. Þessi samskipti geta hvort tveggja verið fjandsamleg og vin- samleg, tilætluð og ótilætluð. í for- sjárdeilum og barnavemdarmálum virðist hún alloft birtast í samstöðu um að gæta (misskilinna) hags- muna mæðra en ýta feðrum og eft- ir atvikum bömum út fyrir hliðar- línu. Því er það heppilegt að emb- ættismenn af báðum kynjum sinni þessum málaflokki að jöfnu. Það er því miður ekki raunin í dag, hvorki í yðar ágæta ráðuneyti né í stærstu sifjadeild landsins við sýslu- mannsembættið í Reykjavík. Á báð- um stjórnsýslustigum er umsjón þessara mála nánast eingöngu í höndum kvenna. Sagt er að syndin sé lævís og lipur. En það er einnig kven- og móðurhyggjan. Jafnvel grandvarar, gagnmenntaðar og góðar mæður eiga það til að hlaupa á sig að óathuguðu máli í þessu efni. Viðhorfsbreytinga er þörf. Þær gætu t.d. átt sér stað við fræðslu og góða, almenna umræðu. Það dugir lítt að beija höfðinu við stein- inn eða stinga hausnum í sandinn þótt málið sé vandasamt í umfjöll- un. Stjórnsýsluna má bæta og styrkja. Góðar leiðbeiningar sýslu- manna gætu komið í veg fyrir mikla óhamingju. Ýmsar breytingar þyrfti að mínum dómi að gera á annars prýðilegum barnalögum til að ein- falda stjómsýsluna og gera hana að öðra leyti þannig úr garði að foreldrar í forsjárdeilu hafi sem minnst svigrúm til að meiða hvort annað og börn sín. En það bíður síðari umræðu. Ég kveð yður að sinni, Þorsteinn, og leyfi mér að minna á að góð stjórnsýsla í forsjármálum er einnig góð barnavernd. Hin „mikla megin- regla“ bamalaga, það er að segja að hagsmunir barns skuli vera í fyrirrúmi, má aldrei verða afsökun fyrir misrétti í forsjármálum. Mætti-L takast að láta „hið mikla leiðarljós"' barnalaga einnig lýsa á feður barn- anna sem þau eiga að vernda. Þetta hafa góðar mæður tekið undir. Og íslensk börn eiga margar slíkar. Höfundur er yfirsálfræðingur. Aths. ritstj. Með birtingu greinar þessarar er umræðum lokið á síðum Morgun- blaðsins um forræðismál þessi. ENGLA D ■ * A4 G ° A ° R Dagbók fyrir bænir, drauma og markmið O GUÐRÚN G. _BERGMANN o fltcr yncliskgav b Útgáfudagur 17. nóvember 1996 Boðberi: Annie Kirkwood Skráð af: Byron Kirkwood l’ýðing: Ingunn Stefæansdóttir Verð: 1.590 kr. ARl.J • S ehf. Leiðandi i útgáfu á sjálfsrœktunarefni Brekkubæ - Hellnum, 355 Snæfellsbæ. Sími: 435 6800. Fax: 435 6801 Farsími: 855 2105. Afgreiðsla í Reykjavík: 567 3240. Okkctr markmið er... að hjálpa þér að ná þimi/ Boðskapur Maríu um von Margir muna sjálfsagt eftir fyrstu bók Annie Kirkwood, sem kom út á íslandi árið 1994 undir nafninu Boðsakpur Maríu til matitikyns, en sú bók er fyrir löngu uppseld hjá útgefanda. í bókinni eru skilaboð frá Maríu, móður Jesú, sem hún miðlar í gegnum boðbera sinn, Annie. í þeirri bók gefur María kærleiksríkar ráðleggingar til handa mannkyninu um það, hvernig það geti tekið ábyrgð á eigin iífi og og breytt og bætt heiminn með því að vinna að eigin þroska. í þessari bók, Boðskapur Maríu um von, eru áframhaldandi upplýsingar frá Maríu, þar sem hún leggur enn meiri áherslu á mikilvægi bænarinnar, kærleikans og fyrirgefningarinnar í lífi allra. í bókinni eru einlægar og einfaldar leiðbeiningar öllum til hanaa. Takist okkur að fara eftir þeim, þá verður heimurinn breyttur og betri staður. „Kteru böm, biðjið án afláts. Setidið Ijós keerleika og vonar til allra jarðarbúa. Hugsið tilþeirra, sem hafa flatað voninni og finna ekki eerleikann í bjarta sínu. “ Maria, móðir Jestí. Engladagar Engladagar er dagbók sem gefur þér tækifæri til að lifa í nánum tengslum við englana alla daga. Henni er skipt í fimmtíu og tvo kafía einn fyrir hverja viku ársins. Hverri viku fylgir ákveðin englaorka, sem þú getur notað í lífi þínu með því að setja þér markmið tengd henni. Daglega geturðu skráð hugleiðingar og iærdóm, sem tengist ferlinu að markmiðinu. Þú getur byrjað að halda dagbókina í hvaða viku ársins sem er, skrifað þegar þú finnur fyrir innblæstri, stundum misst úr viku, en alltaf snúið til baka, því englarnir bíða þín. í upphafi Engladaga er Jjallað um englaorkuna, vemdarengla og erkiengla, mátt beenarinnar og kraft bugsunarinnar. Meðþessari dagbók gerirþú alla daga að Etigladögum. Höfundur: Guðrún G. Bergmann. Verð kr. 1.990 e-mail: leidar@aknet.is Munu fást í öllum helstu bókabúðum landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.