Morgunblaðið - 16.11.1996, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 16.11.1996, Qupperneq 40
ÍÐRÓTTAIÐKUN stúlkna hefur verið tölu- vert í umræðunni síðustu misseri. Kannanir hafa sýnt að meirihluti fólks telur íþróttir vera jafnt fyrir stúlkur og pilta. Eftir sem áður gerist það enn að stúlkur á aldrinum 14-16 ára hætta íþrótta- iðkun frekar en piltar. Hvað veldur? Það eru margir þættir sem skipta máli. Því tel ég að allir sem að málinu koma ættu að hugleiða hvað hægt sé að gera til úr- bóta. Fyrst ber að nefna íþróttafélögin. Hlutverk íþróttafélaganna er að setja saman dagskrá sem hæfir, en hana þarf síðan að kynna. Hafa félögin það fyrir reglu að kynna tilboð sín þeim, sem ætlunin er að ná til? Flest félög hafa farið með kynningu í skól- ana. Ekki er nægilega markvisst að gera það á nokkurra ára fresti, held- ur þarf á hveiju nýju tímabili að fara til unglinganna og dreifa til þeirra tímatöflum og hvetja þá til þátttöku. Ég hef heyrt því borið við að það kosti vinnu og fjármuni. Er ekki eðli- legt að eitthvað kosti að auglýsa? Öllum ætti að vera ljóst, segir Ingveldur Bragadóttir, að íþróttir eru nauðsynlegar. »Kostnaðurinn kemur væntanlega til baka í aukinni þátttöku. Mesti vandi félaganna við að halda stúlknaflokk- um gangandi er sú fækkun sem á sér stað í tilteknum aldursflokkum. Staðreyndin er sú að yngri flokkar eru vel skipaðir þátttakendum, en í unglingafiokknum er hópurinn tekinn að þynnast. Því er það félaganna að kynna starfsemina og e.t.v. að breyta þjálfunarforminu, i samræmi við áhuga unglinganna. Nokkur félög, sem taka þátt í átaksverkefni um brottfall stúlkna úr íþrótt- um, bjóða stúlkum í öllum deildum félagsins þolfimi til reynslu í vetur. Þeim, sem stunda hópíþrótt hjá féíaginu, stendur til boða að sækja þol- fimitíma samhliða æfingunum. Vonast er tii að það verði til þess að lengja þátttöku þeirra í íþróttum. Áhrif foreldra eru einnig mikil. Þegar unglingur hættir að sækja íþróttaæf- ingar og ekkert annað áhugamál tek- ur við myndast tími aflögu sem sumir nýta í raun ekki til neins gagns. Sam- kvæmt könnunum sem unnar hafa verið kemur fram að hvatning for- eldra skiptir unglinga miklu máli. Það má líka líta til þess að þátttaka í Ingveldur Bragadóttir íþróttafélagi er forvöm gegn neyslu hættulegra efna, sem allt of mikið er um meðal unglinga. Hvert eitt bam sem fer út af sporinu er einu bami of mikið. Kjami málsins era stúlkumar sjálfar. Að sjálfsögðu er þetta ekki eingöngu mál íþróttafé- laga og foreldra, heldur fyrst og fremst stúlkn- anna sjálfra. Þær verða að vera ákveðnar í að vilja stunda íþróttir. Þær þurfa að svara þeim upplýsing- um sem til þeirra berast. Öllum ætti að vera ljóst nú að hreyf- ing er af hinu góða og meira en það, hún er nauðsynleg, þeim sem því geta við komið. Læknar telja að draga megi úr sjúkdómum, bæði andlegum og líkamlegum, og jafnvel að koma í veg fyrir þá, með reglulegri hreyfingu. I könnunum hafa stúlkur svarað því til að keppni höfði ekki til þeirra og að megináhersla sé lögð á keppni í íþróttafélögunum. Það má rétt vera, en hvers vegna hafa stúlkur ekki áhuga á keppni? Reynist þeim erfitt að vinna úr því að tapa/sigra? Er það ekki góð reynsla í lífmu að taka þátt í skipulegri keppni þar sem föstum reglum er fylgt? Að keppa og að beijast fyrir sæti sínu í keppnisliði þarf ekki að vera neikvætt, en getur komið öllum til góða. Þetta ber ekki að skilja sem svo að ég leggi of ríka áherslu á keppni, en í íþróttum þurf- um við að hafa markmið og i keppn- inni reynir á reglur og gang leiksins. Sem verkefnisstjóri átaksverkefn- is, sem nú hefur staðið yfir í eitt ár hjá ÍSÍ, hef ég fengið mikla svörum úr ýmsum áttum. Þeim aðilum sem ég hef heyrt frá hefur þótt halla á stúlkumar hvað aðstöðu til íþrótta- iðkunar varðar og lýsa undran sinni á því, því að öilum ber saman um ágæti þessa starfs. Ég held að ekki sé við neinn einn að sakast, heldur þurfi allir, sem að barna og unglingastarfi vinna, að vanda sig vel. Næsta verkefni, sem við stöndum frammi fyrir, er að bjóða þjálfurum, að sækja ráðstefnu þar sem fjallað verður um þjálfun stúlkna. Fyrri ráðstefnan verður hald- in á Akureyri laugardaginn 16. nóvember nk. kl. 11-14. Síðari ráðstefnan verður haldin í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, laug- ardaginn 23. nóvember nk. kl. 10.30- 13.30. Sagt verður frá dagskránni á íþróttasíðum. Allir þjálfarar, sem starfa við stúlknaþjálfun, svo og for- ráðamenn íþróttafélaga, era hvattir til þátttöku! Höfundur er íþróttakennari og verkefnissljóri ÍSÍ. DRENGJAKÓR Laugarneskirkju ásamt stjórnanda sínum í Liseberg í Gautaborg 10. júlí 1996. Drengjakór Laugarneskirkju Þannig eru kjörorð Drengjakórs Laugarneskirkju (skammstafað DKL). Þau lýsa ágætlega hug- myndafræði starfsins. Söngurinn verður bestur og túlkun tónanna innilegust þegar nauðsynleg ögun og frelsi barnsins til leikja fer sam- an í kórstarfinu. Meðal flestra rótgróinna menn- ingarþjóða er hefð fyrir drengjakór- um í kirkjulegu starfi. Hérlendis hafa ekki verið starf- ræktir margir drengjakórar og er Drengjakór Laugarneskirkju nú eini starfandi drengjakórinn í landinu. Hér á eftir verður gerð nokkur grein fyrir starfsemi hans. Starfið í vetur Drengjakór Laugarneskirkju hef- ur nú starfað í sex ár. í vetur taka hátt í sextíu drengir þátt í starfi hans, ýmist í aðalkór, undirbúnings- deild eða nýstofnaðri eldri deild. Þar syngja drengir sem áður vora í aðalkórnum en hafa nú gengið gegnum raddbreytingu og syngja dýpri raddir. Æfingar á vegum Drengjakórs- ins eru fjórum sinnum í viku. Auk þess að syngja reglulega við guðs- þjónustu í kirkjunni syngur kórinn við ýmis önnur tækifæri og heldur tónleika tvisvar á ári, á aðventunni og að vori. Stjórnandi Drengjakórs- ins er Friðrik S. Kristinsson. Frá liðnu sumri Hafi einhveijir Laugnesingar vaknað fyrir allar aldir föstudaginn 7. júní síðastliðinn hafa þeir hinir sömu e.t.v. séð þéttsetna hópferða- « a . Syngja eins og englar, hegða sér eins og herr- ar, leika sér eins og strákar. Ólafur Jó- hannsson segir þessi kjörorð Drengjakórs Laugarneskirkju lýsa ágætlega hugmynda- fræði starfsins. bifreið leggja af stað frá Laugar- neskirkju. Þar voru meðlimir DKL að leggja af stað í tónleika- og skemmtiferð til Svíþjóðar og Dan- merkur. Ásamt 34 drengjum á aldr- inum 9-15 ára fóra 10 foreldrar, stjórnandi, organisti og undirritað- ur, starfandi sóknarprestur í Laug- arneskirkju. Ferðaáætlunin var nokkuð stíf en ferðin samt öll hin ánægjulegasta. Flogið var til Kaupmannahafnar og þaðan ekið rakleitt til Gauta- borgar. Fyrstu sólarhringana voru bækistöðvar ferðalanganna á far- fuglaheimili þar í borg. Sunnudag- inn 9. júní voru haldnir tónleikar í Dómkirkjunni í Gautaborg í sam- starfi við drengjakór sem þar starf- ar. Sérstaka ánægju vakti að hitta marga íslendinga, búsetta ytra, sem sóttu þessa tónleika. Einnig var sungið í skemmtigarð- inum Liseberg einn sólfagran sum- ardag en þegar tónleikahaldi sleppti var tíminn aðallega nýttur til að skemmta sér. Þá var ferðalöngunum boðið í garðveislu til frú Ingu Þóru Geir- laugsdóttur og sr. Jóns Dalbú Hró- bjartssonar, íslendingaprests í Gautaborg, en sr. Jón var einmitt prestur í Laugarneskirkju þegar Drengjakórnum var komið á lagg- irnar. Frá Gautaborg var siglt með feiju til Jótlands þar sem Legoland vakti einna mesta athygli og hrifn- ingu ferðalanganna. Einnig var sungið fyrir starfsmenn hönnunar- fyrirtækis í Ebeltoft á austurströnd Jótlands sem launuðu drengjunum m.a. með því að bjóða þeim að skoða gamla freigátu frá tíma seglskipa. Síðustu daga ferðarinnar var gist á heimilum félaga í Danska drengja- kómum í Kaupmannahöfn. í sam- starfi við Danska drengjakórinn voru haldnir tónieikar í Dyssegárds- kirkju í Hellerup. Einnig var sungið á vegum íslendingafélagsins á þjóð- hátíðarsamvera 15. júní. Góðar við- tökur Dananna og alúðleg fram- koma þeirra yljaði um hjartarætur. Örþreyttur en himinsæll hópur drengja og fylgdarfólks kom aftur heim til íslands kvöldið fyrir þjóðhá- tíðardaginn og sumarfrí kórsins fór í hönd. Foreldrafélag — fjáröflun Slíkar utanlandsferðir eru ómet- anlega þroskandi og gefandi fyrir þá sem eiga þess kost að taka þátt í þeim. DKL hefur að jafnaði farið slíkar ferðir annað hvert starfsár en tónleikaferð hér innanlands hitt árið. Kórstarf sem þetta er vissuleg; krefjandi. Auk söngþjálfunar oj þess trúarlega uppeldis, sem fels; í slíku kirkjustarfi, læra drengirnii m.a. að starfa saman, taka tillit ti annarra og skipuleggja tíma sinn. Drengirnir eiga sjálfir mestan heið- ur af því hve vel hefur gengið í DKL. Ekki má þó gleyma þætti stjórn- andans, Friðriks S. Kristinssonar, sem tekst með vandvirkni og lagni að sameina drengina og ná því besta fram hjá þeim. Jafnframt er ljóst að svo um- fangsmikið starf með tónleikahaldi, ferðalögum o.fl. væri ekki mögulegt nema vegna atorku og dugnaðar freldra í foreldrafélagi DKL sein hafa staðið fyrir fjáröflun af ýmsu tagi. Kertasala fyrir jólin er fastur liður í fjáröflun DKL. Mega Reykvíkingar og nærsveitamenn búast við því að verða boðin til sölu kerti í því skyni að styrkja þetta góða starf. Aðventutónleikar Bækistöðvar DKL eru í Laugar- neskirkju enda starf kórsins liður í safnaðarstarfi Laugarnessafnaðar. Þar fara fram allar fastar æfíngar og þar er önnur aðstaða kórsins. Til tilbreytingar hefur DKL hald- ið suma tónleika sína í öðrum kirkj- um. Nú á aðventunni verða tónleikar DKL í Langholtskirkju sunnudag- inn 15. desember kl. 20. Miðar verða seldir í Laugarneskirkju og í Kirkjuhúsinu. Lokaorð Starf DKL er fyrst og fremst þroskandi og gefandi fyrir þá drengi sem eiga þess kost að taka þátt í því. Auk þess er það gefandi og ánægjulegt fyrir söfnuðinn sem stendur á bak við það og nýtur þess. Síðast en ekki síst er það mikil- vægur þáttur í að auka fjölbreytni í kirkjulegu tónlistarstarfi. Sungið er mönnum til ánægju en Guði til dýrðar. Höfundur er prestur í Laugarneskirkju. 40 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Gott íþrótta- starf - o g keppni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.