Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 47
t 1 I I i I 1 J I 3 4 4 1 i í í i i i i i i í i i i i i i MÓRGUNBLAÐIÐ___________ MINNINGAR __________LAÚGÁRDAGÚR 16. NÓVEMBER 1996 47 SKÁK Við fráfall Guðmundar Arnlaugs- sonar, fyrrverandi rektors Mennta- skólans við Hamrahlíð, sækja á minningar um einkar heilladijúgt samstarf, þegar hinum nýja menntaskóla var komið á fót fyrir þremur áratugum. Við vorum 6 kennarar, sem fastráðnir voru þar á árinu 1966, þegar skólinn tók til starfa. Auk mín, sem þetta skrifar, voru það tveir „gamlir" og góðir kennarar mínir, Ingvar Brynjólfsson (d. 1979) og Björn Þorsteinsson (d. 1986), ennfremur félagar mínir af svipaðri kynslóð, Ingvar Ásmunds- son, Jón Böðvarsson og Jón Hannes- son. Frá upphafi lyfti þessi fámenni hópur, undir forystu Guðmundar Arnlaugssonar, merkinu hátt og var samstíga í að gera 'hlut hins nýja skóla sem glæsilegastan og árang- ursríkastan, enda stóðu flest efni til þess, m.a. með hinni nýju skóla- byggingu, sem reist var í áföngum á næstu árum. Guðmundur vann framar öðru farsælt verk við uppbygginguna á þessum byijunarárum og mikill metnaður bjó með honum, að úr yrði nýt menntastofnun. Yfir störf- um hans hvíldi reisn með víðsýni og umburðarlyndi, en jafnframt nauðsynlegri festu, og allir þessir eiginleikar báru vitni hins fjöl- menntaða og gáfaða manns, sem öllum vildi koma til nokkurs þroska. Hann var einkar vel failinn til leið- sögu æskulýðs á þessum árum, góð- viljaður og skilningsríkur, og það kom sér vei, þegar umrót 68-kyn- slóðarinnar skall yfir, en í gegnum þá váboða hygg ég, að Guðmundur hafi komizt klakklaust. Framganga hans og málflutningur var einlægt með þeim menningarblæ, að maður bar virðingu fyrir honum, og stjórn- unarstíll hans var slíkur, að betri húsbónda var vart hægt að hugsa sér. Um leið var hann sannur og yfirlætislaus félagi og vinur okkar kennara, bæði á vinnustað og á gleðistundum, — kom ávallt fram eins og fremstur meðal jafningja. Þess vegna hugsum við hlýtt til hans með söknuði nú þegar hann er allur. Ég hygg, að Guðmundur Arn- laugsson hafi haft háar hugmyndir um framgang skólamála á landi hér og með honum búið sú bjartsýni, sem þá var uppi í tímanum. Ég þykist líka vita, að hann hafi talið sig ná þeim árangri á þessu sviði, sem lengi eigi eftir að sjá stað. Slíkt kom fram fyrir hans tilstilli í nýmæl- um í innra skólahaldi hins nýja menntaskóla á fyrstu árunum. Og svo mikið er víst, að Guðmundur hafði forystu um róttæk umskipti, þegar hann vann að því að koma á áfangakerfínu á árunum 1972-74, — auðvitað í nánu samstarfí við marga ágæta kennara sína, — sem síðan hefur orðið fyrirmynd ýmissa mennta- og fjölbrautaskóla í land- inu. Einnig var stofnun svonefndrar öldungadeildar (kvöldskóla fullorð- inna), sem hann stóð fyrir á þessum árum, merkilegt spor. Þó að ég væri ekki að öllu leyti sáttur við það, hvernig það mál bar að innan MH, þegar dagskólinn var enn í mótun og húsbyggingu ekki lokið, — þá var það vissulega staðreynd, að rík þörf var á þessum tíma fyrir hina nýju deild fullorðinna, — það sá Guðmundur manna bezt og hafði þá trú, að það leystist farsællega, og það hefur vonandi gert það með tímanum. Það var sannarlega eftirsjá að Guðmundi Arniaugssyni frá skóla- starfi í Menntaskólanum við Hamra- hlið, þegar hann hvarf þaðan að eigin ósk haustið 1980. Merkilegt frumheijatímabil var á enda, en hann hafði sjálfur áfram mörg járn í eldinum. En þótt leiðir skildu með þeim hætti sýndi Guðmundur skóla sínum ræktarsemi og hafði gott samband við hann löngum, meðan ég þekkti til. Vináttu hans og góð- vild í minn garð alla tíð síðan er gott að minnast og sýndi glöggt hvern mann hann hafði að geyma. Á vissum stundum lét hann ætíð frá sér heyra, þegar honum þótti ástæða til, kom á heimili mitt, hringdi til mín eða sendi bréfleiðis orðsendingar, þar sem hann tjáði vinarhug, gladdist yfír góðum tíð- indum og minntist samstarfsins í Hamrahlíð. Það yljaði um hjartaræt- ur að vita af svo góðum hug óvanda- bundins manns í minn garð. Fyrir það vil ég þakka Guðmundi Arn- laugssyni, sem og öll samskipti okk- ar á Iiðnum árum, ekki sízt mikils- vert traust, sem hann sýndi mér, allt frá þeim dögum, er hann sigldi glaðbeittur úr vör með okkur fá- mennu kennaraliði á skólaskútunni, sem síðan hefur siglt á fullu skriði. Lengi mun hún bera þess merki, að þar hélt um stýrisvöl í upphafí sá, sem kunni vel til verka. Ég kveð Guðmund Amlaugsson með virðingu og þökk, og sendi öll- um aðstandendum innilega samúð- arkveðju við fráfall hans. Einar Laxness. Kveðja frá Reykja- víkurlistanum Falla hinar öldnu eikur, - ófullt skarð til tveggja handa, - rótafastar, fagurkrýndar, friðarmerki skógaríanda. (Sigurður Nordal.) Vorið í Reykjavfk 1994 verður öllum sem stóðu að Reykjavíkurlist- anum ógleymanlegt. Þetta var vorið þegar sólin skein því sem næst upp á hvem dag, vorið þegar það var svo gaman að vera saman og vinna saman. í Reykjavík vann samstilltur og dugmikill hópur fólks að því að vinna borgina - og það tókst. í þessum hópi var Guðmundur Arnlaugsson heiðursgestur. í borg- arstjómarkosningunum 1994 skip- aði hann heiðurssætið á Reykjavík- urlistanum. Það var engin tilviljun. í þessu sæti vildum við hafa grand- varan og greindan mann sem nyti trausts og álits í samfélaginu fyrir störf sín og andlegt atgervi. Guð- mundur var slíkur maður. Ekki veit ég til þess að hann hafi áður haft afskipti af stjórnmálum. Þegar ég færði það í tal við hann hvort hann vildi taka þetta sæti á listanum varð hann í fyrstu mjög undrandi en sagði svo, eftir mjög skamma umhugsun, að það væri orðið tíma- bært að hann skipti sér af pólitík - áttræður maðurinn. Hann gæti ekki hafnað þessu tækifæri til að taka þátt í merkilegri pólitískri tilraun. í kosningabaráttunni og eins eft- ir kosningar mætti Guðmundur á þá fundi sem listinn var boðaður til og lagði þar sitt til málanna. Hann var ekki orðmargur en talaði af yfírvegun og íhygli, sótti í reynsiu- sjóð skólamannsins og bjó að víð- sýni heimspekingsins. Lagði hann mikla áherslu á að við leiddum æfín- lega fram málefnaleg rök í glímunni við andstæðinga okkar og værum heiðarleg í málflutningi. Taldi hann að í þessu væri styrkur Reykjavíkur- listans fólginn. Hafði hann óbilandi trú á því að höfða til skynsemi kjós- enda. Þrátt fyrir að við Guðmundur værum grannar á Hagamelnum þekkti ég hann lítið þegar leiðir okkar lágu fyrst saman í Reykjavík- urlistanum. Ég var ekki nemandi í MH og kann lítið fyrir mér í skák þannig að ég naut því miður aldrei leiðsagnar hans í námi af neinu tagi. Ég naut þess engu að síður að hlusta á skákskýringar hans í sjónvarpinu sem einkenndust af auðmýkt gagn- vart skáklistinni, húmor og rósemi hugans. Þó að Guðmundur væri orðinn 83 ára gamall þá hvarflaði aldrei annað að mér en að hann ætti mörg góð ár eftir ólifuð. Líkamleg snerpa hans virtist engu minni en hin and- lega. En öllu er mörkuð stund. Eft- ir stendur minning um mætan mann. Að leiðarlokum þökkum við í Reykjavíkurlistanum forsjóninni fyrir að hafa orðið þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að kynnast Guð- mundi - þó að þau kynni hafi stað- ið alltof stutt. Öldu Snæhólm og fjölskyldu Guðmundar sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. • Fleirí minningargreinar um Guðmund Amlaugsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Loksins mætast heimsmeistaramir JÓN Viktor Gunn- INGVAR Ás- arsson, hraðskák- mundsson teflir á meistari TR HM öldunga. SKAK 6 manna stórmót á Kanarícyjum LAS PALMAS, 8. - 20. desember SEX stigahæstu skákmenn heims keppa á stórmóti í desember. Ana- tólí Karpov, heiinsineistari FIDE og Gary Kasparov, heimsmeistari atvinnumannasamtakanna PCA, tefla í fyrsta sinn í tæp þijú ár. Mótið verður það sterkasta nokkru sinni, mælt í stigum sem giltu 1. júlí sl. Meðalstigin eru hvorki meira né minna en 2.757. Keppendurnir eru þessir, í röð eftir stigum. í sviga eru fram- reiknuð stig þeirra miðað við 1. nóvember: 1. Kasparov, Rússl. 2.785 (2.794) 2. Karpov, Rússl. 2.775 (2.762) 3. Ivantsjúk, Úkraínu 2.730 (2.741) 4. Topalov, Búlgaríu 2.750 (2.738) 5. Anand, Indlandi 2.735 (2.735) 6. Kramnik, Rússl. 2.765 (2.731) Eins og sést á stigunum hefur dregið sundur með Kasparov og helstu keppinautum hans frá því í sumar. Karpov og Kramnik hafa teflt óvenju illa undanfarna mánuði. Það gæti hver hinna sex unnið mótið. Sigur hefur gífur- lega þýðingu vegna þess ruglings sem klofningur FIDE og tvær heimsmeistarakeppnir hafa vald- ið. Kasparov og Karpov hafa ekki teflt frá því í febrúar 1994. Þá mættust þeir á Linares mótinu. Skákinni lauk með jafntefli, en Karpov vann frækinn sigur á mótinu. Síðast háðu þeir heims- meistaraeinvígi árið 1990 og hafa frá því teflt átta skákir. Kasparov hefur unnið þrjár þeirra, en hin- um fimm lokið með jafntefli. Hann virðist kominn með tak á Karpov. Skákáhugamenn vonast nú eftir því að þeir heyi sameininga- reinvígi á næsta ári og vitleys- unni í kringum FIDE og heims- meistaratitilinn fari að linna. Það var eitt af kosningaloforðum Kirsans Ilumsjínovs, FIDE for- seta, fyrir aðalfundinn í Jerevan um daginn. Ný ávirðing hefur nú verið borin upp á Kirsan og mátti hann þó vart við fleirum. Hún er þess eðlis að hann hafí falsað undir- skriftir Bobby Fischers og aldna stórmeistarans Lilienthals á stuðningsbréf við sig. Ingvar á HM öldunga Skákmeistarinn góðkunni, Ingvar Ásmundsson, skólastjóri Iðnskólans, situr nú að tafli á heimsmeistaramóti öldunga í Bad Liebenzell í Þýskalandi. Ingvar hlaut tvo vinninga úr þremur fyrstu skákunum. Efstir með þijá vinninga eru Vasjukov, Rúss- landi, núverandi heimsmeistari öldunga, Krogius, Suetin og Ka- talymov, allir Rússlandi, Forint- os, Ungveijalandi, Lein, Banda- ríkjunum, Niebling og Franck, Þýskalandi og Neri, Ítalíu. Á meðal þeirra sem hafa tvo og hálfan vinning eru stórmeist- ararnir Taimanov, Rússlandi og Uhlmann, Þýskalandi. Haustmót TR Keppni í A flokki, sem var al- þjóðlegt mót, lauk talsvert á und- an öðrum flokkum og úrslit þar hafa þegar verið tíunduð. Þröstur Þórhallsson varð skákmeistari T.R. Niðurstaða í öðrum flokkum liggur nú fyrir. Röð efstu manna varð þessi: B flokkur: 1. Þorvarður F. Ólafsson 6 v. af 8 2. Einar Hjalti Jensson 5‘/2 v. 3. -4. Davíð Kjartansson og Ei- ríkur Björnsson 5 v. 5. -6. Stefán Kristjánsson og Jó- hann H. Ragnarsson 4 v. o.s.frv. C flokkur: 1. Atli Hilmarsson 7‘/2 v. af 11 2. -3. Matthías Kormáksson og Kristján Halldórsson 7 v. 4. Kjartan Thor Wikfeldt 6 V2 v. 5. Sigurður Páll Steindórsson 6 v. 6. -7. Þorsteinn Davíðsson og Ingi Þór Einarsson 5 ‘/2 v. o.s.frv. D flokkur: (opinn) 1. Guðni Stefán Pétursson 8'/2 v. 2. Ólafur Kjartansson 8 v. 3. -5. Jóhannes I. Árnason, Bald- vin Þ. Jóhannesson og Davíð Guðnason 7l/2 v. 6. -7. Anna Björg Þorgrímsdóttir og Helgi Hauksson 7 v. 8. -10. Hallgrímur J. Jensson, Birgir Örn Hreinsson og Héðinn Björnsson 6'/2 v. 11.-13. Hlynur Hafliðason, Grímur Daníelsson og Dagur Arngrímsson 6 v. o.s.frv. í unglingaflokki sigraði Davíð Kjartansson en Stefán Krisljánsson varð í öðru sæti. Hraðskákmót TR Jón Viktor Gunnarsson, einn allra efnilegasti skákmaður okk- ar, varð hraðskákmeistari Taflfé- lags Reykjavíkur. Hann hlaut 16 vinninga af 18 mögulegum. Jafn- aldri hans, Einar Hjalti Jensson, veitti honum harðasta keppni og hlaut 15 v. Röð efstu manna: 1. Jón Viktor Gunnarsson 16 v. 2. Einar Hjalti Jensson 15 v. 3. Arnar E. Gunnarsson 12'/2 v. 4. Atli Hilmarsson 11 v. 5. -6. Bergsteinn Einarsson og Matthías Kormáksson 10‘/2 v. 7. -8. Eiríkur Björnsson og Stef- án Kristjánsso 9'/2 v. 9. -10. Guðni Stefán Pétursson og Þorsteinn Davíðsson 9 v. Hausthraðskákmót Skákskólans Hraðskákmót fyrir nemendur í almennum flokki í Skákskóla íslands var haldið sunnudaginn 10. nóvember. Efst urðu: 1. Guðni Stefán Pétursson 13 v. af 14 2. Emil Petersen 12‘/2 v. 3. Einar Ágúst Árnason 10 ‘/2 v. 4. Ingibjörg Edda Birgisdóttir 10 v. 5. Harpa Ingólfsdóttir 9 */2 v. 6. -8. Hulda Katrín Stefánsdóttir, Kristján Freyr Kristjánsson og Hilmar Þorsteins- son 9 v. o.s.frv. Auk verðlauna fyrir þijú efstu sætin voru sérstök verðlaun veitt þremur efstu stúlk- unum. Þær Ingi- björg, Harpa og Hulda hrepptu þau. Unglingameista- ramót Hellis Mótið fer fram í Menningarmið- stöðinni Gerðu- bergi í Breiðholti næstu tvo mánudaga. Taflið hefst kl. 17 mánudaginn 18. nóvember. Mótið er öllum opið sem fæddir eru 1981 og síðar. Tefldar verða sjö umferðir og umhugsunartíminn er 20 mínút- ur á skákina. Auk verðlaunapeninga fyrir þijú efstu sætin, fá fimm efstu bókaverðlaun. Sigurvegarinn fær farandbikar til varðveislu í eitt ár. Styrktaraðili unglingastarfs Hellis er íslandsbanki í Breið- holti. Núverandi unglingameist- ari Hellis er Egill Guðmundsson. Þátttökugjald er ekkert fyrir skuldlausa félagsmenn Hellis en 300 krónur fyrir aðra. Ein hvöss frá Kára Skákþættinum var að berast þessi skrautlega bréfskák frá Kára Elíssyni, einum allra sókn- djarfasta skákmanni landsins. Hún er tefld í Norbalt Cup: Hvítt: Kári Elísson Svart: Ivar Bohlin ítalski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bc4 - Rf6 4. d4 - exd4 5. Rg5 - Re5 6. Bb3 — h6 7. f4 - hxg5 8. fxe5 - Rxe4 9. Bd5! Þetta kýs Kári fremur en 9. 0-0 - d5, en þannig tefldist skák Adolfs Anderssen við de Riviera í París 1858. Nú ætti svartur að svara með 9. - f5! eins og í skák ensku stórmeistar- anna Willie Watson og Michael Adams í Englandi 1991. í staðinn gerist svartur fullgráðugur og Kári fær stórhættulega sókn: 9. - Bb4+?! 10. c3! - dxc3 11. bxc3 - Rxc3 12. Bxf7+! - Kxf7 13. 0-0+ - Ke8 14. Rxc3 - De7 Skákin Zezulkin-Kurbedinov, Rússlandi 1988 tefldist þannig:' 14. - Bxc3 15. Dd3 - Bd4+ 16. Khl - Hh6 17. Df3! - De7? 18. Bxg5! - Hxh2+ 19. Kxh2 - Dxe5+ 20. Khl og svartur gaf. 15. Dd3 - De6? 16. Rd5 - Dh6 17. Rxc7+ - Kd8 (Eða 17. - Ke7 18. Dg3! - Db6+ 19. Khl - Dxc7 20. Dxg5+ og vinnur) 18. Bxg5+! og svartur gafst upp. Margeir Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.