Morgunblaðið - 16.11.1996, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 16.11.1996, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 51 FRÉTTIR Hafnarfjarðarkirkja Ungur flautuleikari í tónlistarguðsþj ónustu FJÖLDI álfta og sendlinga í fjöru í Sandgerði sl. vetur. Fuglaskoðun í Skeijafírði TÓNLISTARGUÐSÞJ ÓNU STUR hafa verið haldnar annan hvern sunnudag um nokkurt skeið við Hafnarfjarðarkirkju. Þær hefjast kl. 18. Við tónlistarguðsþjónustu á sunnudaginn mun Eyjólfur Eyjólfs- son leika á þverflautu, en hann er nemandi í Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar og stundar nám á sjötta stigi. Eyjólfur hefur þrátt fyrir ung- an aldur, 16 ára, getið sér gott orð fyrir flautuleik og víða komið fram öðrum til ánægju, segir í fréttatil- kynningu. Það er einkum fjölbreytt tónlist, sem setur svip sinn á tónlistarguðs- þjónusturnar, þó vissulega hvíli Útivist á slóðum risa- orma og risakatta í FJÓRÐU þjóðsagnarferð Útivist- ar, sunnudaginn 17. nóvember, verður gengið með Kleifarvatni og í nágrenni þess. Rifjaðar verða upp sagnir og far- ið á þær slóðir þar sem fólk á 18. öld taldi sig samkvæmt samtíma- heimildum hafa séð dýr er líktust risaormum og risaköttum í Kleifar- vatni og Grænavatni. Einnig gengu sögur um skrímsli í Kleifarvatni sem stíflaði frárennsli þess á nokk- urra ára fresti en við það hækkaði mikið í vatninu. Þá hvíldu álög á vatninu frá landnámstíð. I ferðinni verður komið við á stæði gömlu brennisteinsvinnslunn- ar í Seltúni og gengið að Austur- Engjahver, stærsta leirhverasvæði á Suðvesturlandi. Vert er að vera nokkuð vel skóaður í ferðinni. Ókeypis er fyrir börn fimmtán ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Farið verður kl. 10.30 með rútu frá Umferðarmiðstöðinni. Stansað á Kópavogshálsi og við Sjóminjasafn Islands í Hafnarfirði. Ahættuslys til umfjöllunar ÁHÆTTUSLYS eru umfjöllunar- efni Landsfundar um slysavarnir sem haldinn verður í Félagsheimil- inu á Seltjarnarnesi mánudaginn 18. nóvember nk. Fundurinn hefst kl. 9 og stendur til kl. 16.20. Fjall- að verður um flugslys, umferðar- slys, sjóslys og frístundaslys. Landsfundurinn er ætlaður öllum sem láta sig varða slys og slysa- varnir, bæði þeim sem hafa það að atvinnu og áhugafólki. Þátttökugjald er kr. 2.000 og er innifalið í því kaffi, meðlæti og hádegisverður. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu landlæknir. Það er Slysavarnafélag íslands sem skipuleggur landsfundinn. Fjallað um V- Islendinga og byggingarlist VINÁTTUFÉLAG íslands og Kanada heldur opinn fund þriðju- daginn 19. nóvember kl. 20.30 í Lögbergi, H.Í., stofu 101. A fundinum mun Ólafur Ólafsspn landlæknir gera samanburð á ís- lendingum og Vestur-íslendingum. Síðan mun Pétur H. Ármannsson arkitekt fjalla um kanadíska bygg- ingarlist í máli og myndum. einnig þung áhersla á guðspjall dagsins, íhugun þess og bænagjörð. Auk Eyjólfs verða flytjendur tónlist- ar félagar úr kór Hafnarfjarðar- kirkju og Helgi Pétursson, sem verð- ur við orgelið. Prestur verður séra Þórhildur Ólafs, safnaðarprestur. Almenn guðsþjónusta verður jafn- framt við kirkjuna kl. 14. Þar munu fermingarbörn úr Setbergsskóla koma fram, sýna helgileik, sem þau hefa verið að æfa undanfarið og lesa ritningartexta og fara með bænir. Léttir sálmar verða sungnir. Kór Hafnarfjarðarkirkju syngur, organisti, verður Nataía Chow og prestur sr. Gunnþór Ingason. ■ UNGLINGAMÉISTARAMÓT Taflfélagsins Hellis verður haldið mánudagana 18. og 25. nóvem- ber. Þátttökurétt hafa unglingar fæddir 1981 og síðar. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi og umhugusunartími er 20 mínútur á hvorn keppanda. Verðlaunaafhend- ing verður strax að lokinni síðustu umferð. Haustþing kennara SVÆÐAFÉLÖG Kennarasam- bands íslands í Reykjavík og á Reykjanesi halda sameiginlegt haustþing á Hótel Loftleiðum í dag, laugardaginn 16. nóvember. A þinginu munu verða fluttir margir fyrirlestrar um ýmis áhugaverð efni. Til dæmis mun Þórkatla Aðal- steinsdóttir fjalla um aga, Lára Stefánsdóttir mun §alla um hvernig læra má með alnetinu, fulltrúar Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála um samræmd próf o.fl. Fræðslufundur um ferðabúnað BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélag íslands stendur fyrir fræðslufundi fyrir almenning um ferðabúnað í göngu- og fjalla- ferðum þriðjudaginn 19. nóvember kl. 20. FVrirlesari verður Árni Birg- isson. Fundurinn verður haldinn í hús- næði Björgunarskólans, Stangarhyl 1 í Reykjavík, og er öllum opinn. Þátttökugjald er 1000 kr. og er fræðslurit um ferðamennsku inni- falið í þátttökugjaldinu. VETT V AN GSFRÆÐSLA og fuglaskoðun verður sunnudaginn 17. nóvember við Skeljungsstöð- ina í Skerjafirði milli kl. 13.15 og 15.15, þar sem tegundafjöldi er meiri en annars staðar á Inn- nesjum. Samkvæmt upplýsjngum frá Fuglaverndarfélagi íslands sáust t.d. 1. nóvember dílaskarfur, grá- hegri, álftir, stokkendur, urtend- Námskeið Lífsskólans LÍFSSKÓLINN, Vesturbergi 73, byijar námskeiðin laugadaginn 23. nóvember nk. Á dagskrá skólans í vetur verða meðal annars helgamámskeið í meðferð ilmolía, sogæðanudd, reiki, stjörnuspeki fyrir byijendur og haldinn verða erindi á vegum skól- ans um leiðir til betra daglegs lífs og ræddar verða forvarnir gegn öldrun og veiku ónæmisskerfi, segir í fréttatilkynningu. Einnig verða kynntar bækur um óhefðbundnar leiðir til auðveldara og betra lífs. Selma Júlíusdóttir, ilmolíufræð- ingur, og Óskar Indriðason, véí- fræðingur, reka Lífsskólann. Guðsþjónusta í Nýju postula- kirkjunni WILHELM Leber svæðispostuli heldur guðsþjónustu á morgun sunnudag kl. 11 í kirkjusal Nýju postulakirkjunnar á íslandi í Ár- múla 23. Sem postuli Jesú Krists ferðast hann víða og m.a. til íslands og Grænlands auk þess sem hann þjón- ar í kirkjunni í norðurhluta Þýska- lands. Guðsþjónustan verður þýdd jafnóðum. ur, gargendur, rauðhöfðaendur, ljóshöfðasteggur, duggendur, skúfendur, sjö hvinendur, hávell- ur, æðar, fálki, heiðlóur, tjaldar, stelkar, 3 lappjaðrakanar, rauð- brystingnr, sendlingar, tildrur, bjartmáfar, hvítmáfar, svartbak- ar, músarindill, starar og snjótit- lingar. Sérfróðir fuglaskoðarar verða til leiðsagnar. Nóvember- messa Kvenna- kirkjunnar NÓVEMBERMESSA Kvennakirkj- unnar verður haldin í Laugames- kirkju sunnudaginn 17. nóvember kl. 20.30. Umfjöllunarefni messunnar verð- ur: Er kyn Guðs aðalatriði kvenna- guðfræðinnar? Elín H. Kristjáns- dóttir, nemi í kvennafræðum í HÍ, séra Yrsa Þórðardóttir og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédika. Þómnn Guðmundsdóttir syngur einsöng og Júlía Traustadóttir, 11 ára, leikur á fiðlu. Kór Kvennakirkjunnar leiðir al- mennan messusöng undir stjórn Bjarnveigar Ingibjargar Gunn- laugsdóttur, við undirleik Aðalheið- ar Þorsteinsdóttur. Kaffi verður á eftir í safnaðarheimilinu. Sýning í Hornstofu SNJÓLAUG Guðmundsdóttir, Brú- arlandi, Mýrum, sýnir og selur muni, unna úr skeljum og flóka, ásamt vefnaði, í Homstofu Heimil- isiðnaðarfélagsins, Laufásvegi 2, í dag, laugardag, og á morgun. Snjólaug er vefnaðarkennari að mennt og kenndi m.a. við Hús- stjórnarskólann að Varmalandi í níu ár. Hún hefur unnið og selt hand- verk í um það bil tíu ár. Úr skeljun- um býr hún til skartgripi, úr flókan- um orkupoka, bækur og myndir, vefur svuntur við þjóðbúninga, púða, refla og mottur. Snólaug hefur tekið þátt í sýning- um Handverks - reynsluverkefnis í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni og Ráðhúsi Reykjavíkur. Þetta er fyrsta einkasýning Snjólaugar. Sýningin verður opin á laugardag frá kl. 10-18 og sunnudag frá kl. 13-18. Aðgangur er ókeypis. Fundur um hús- s1j órnarskólann á Hallormsstað FUNDUR verður haldinn í Hús- stjórnarskólanum á Hallormsstað, sunnudaginn 17. nóvember kl. 16, vegna tillögu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjómarinnar um að leggja skólann niður í núverandi mynd. í fréttatilkynningu er skorað á velunnara skólans að mæta til fund- ar, og sýna samstöðu gegn þessum áformum. Fyrirlestur um siðfræði PÁLL Skúlason, prófessor í heim- speki, flytur opinberan fyrirlestur á vegum Siðfræðistofnunar háskólans, mánudagskvöldið 18. nóvember kl. 20.15. Fyrirlesturinn er sjálfstætt fram- hald tveggja lestra sem Páll flutti á síðasta vetri undir fyrirsögninni Umhverfí I og II. Þar fjallaði hann meðal annars um greinarmun á um- hverfisvend og náttúruvemd og leit- aðist við að skýra þann hugsun- arhátt og þau öfl sem standa vemd náttúru og umhverfis fyrir þrifum. í lestrinum á mánudagskvöldið hyggst Páll fjalla um þær spurningar sem hann telur mestu skipta í umhverfis— siðfræði. Markmið hans er að sýna hvernig stofna megi til málefnalegr- ar umræðu um þær spumingar og hin ólíku og stundum öndverðu svör sem gefín hafa verið við þeim, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlesturinn er haldinn í Odda stofu 101. Hann er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. FÍ-ferð að Hjöllum FERÐAFÉLAG íslands stendur fyrir gönguferð að Vífílsstaðahlíð, Grunnuvötnum og í Heiðmörk á sunudaginn. Brottför er klukkan- 13 frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin, og Mörkinni 6. Ekið verð- ur að Maríuvöllum og gengið þaðan að Hjöllum. Verð er krónur 800. Kvenfélag Kristskirkju með basar og kaffisölu KVENFÉLAG Kristskirkju i Landa- koti heldur sinn árlega basar, happ- drætti og kaffisölu í safnaðarheim- ilinu við Hávallagötu á morgun sunnudag kl. 15. Eins og undanfarin ár verða á boðstólum handunnar vörur sem kvenfélagskonur hafa unnið sl. ár, brauð, kökur og engin núll í happ- drættinu. Ronja ræningja- dóttir í Norræna húsinu KVIKMYNDIN Ronja ræningja- dóttir verður sýnd í fundarsal Nor- ræna hússins sunnudaginn 17. nóv- ember kl. 14. Kvikmyndin er gerð eftir sögu Astrid Lindgren en flest börn og unglingar kannast við Ronju og leikfélaga hennar, Birki. Sýningin tekur um 2 klst. og er aðgangur ókeypis. Málþing presta um þagnarskyldu STJÓRN Prestafélags íslands stendur fyrir málþingi mánudaginn 18. nóvember kl. 17-19 um þagnar- skylduna. Frummælendur verða Ástríður Stefánsdóttir, læknir og MA í heim- speki, dr. Björn Björnsson og sr. Úlfar Guðmundsson. Málþingið verður haldið í Digraneskirkju í Kópavogi og er öllum opið. LEIÐRÉTT Nýtt nafn í frétt á bls. 2 í gær kom fram að lýsingu Reykjanesbrautar lyki við fyrirtækið Ramma. Fyrirtækið hefur breytt um nafn og heitir nú Bykó — gluggar og hurðir. Agricola Jónas Knútsson BA í latínu frá Háskóla íslands þýddi verkið Agric- ola eftir Tacítus en ekki öfugt eins og stóð á bls B3 í Mbl í gær. Á MYNDINNI eru f.v. Þórey Una Þorsteinsdóttir, Gísli Davíðsson, Haukur Þ. Ólafsson og Olga H. Sverrisdóttir. ■ DREGIÐ hefur verið í sumar- leik Silfurbúðarinnar „heppin brúðhjón" og hlutu eftirtalin brúðhjón ferðavinninga til ein- hvers af áfangastöðum Flugleiða í Evrópu að eigin vali og gilda þeir í eitt ár: Edda Svavarsdótt- ir og Emil B. Hallgrímsson, Olga H. Sverrisdóttir og Hauk- ur Þ. Ólafsson og Þórey Una Þorsteinsdóttir og Gísli Davíðs- son. EDDA Svavarsdóttir og Emil B. Hallgrímsson. Reykjavík og Reykjanes
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.