Morgunblaðið - 16.11.1996, Side 64

Morgunblaðið - 16.11.1996, Side 64
Wtadowsi NT4.0 I MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NKTFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hagnaður Samherja 553 milljónir á síðasta ári Samherji brátt á hlutabréfamarkað Morgunblaðið/Ingvar * Ovenjuleg afferming FLUTNINGABÍLL frá Kaupfé- lagi Borgnesinga valt út af vegin- um í Hvalfirði, við Múlafjall, skömmu fyrir kl. 15 í gær. Hópur manna úr björgunarsveitinni Brák í Borgamesi kom á vettvang og handlangaði farm bílsins út úr honum og upp á veg, svo koma mætti bílnum á réttan kjöl á ný. Okumaður slapp án meiðsla. Ógnaði vagnstjóra með hnífi TVEIR unglingspiltar voru handteknir í Grafarvogi í gærkvöldi eftir að annar þeirra ógnaði strætisvagn- stjóra með hnífi. Báðir pilt- arnir, sem eru um 16 ára gamlir, voru ölvaðir. Piltamir vom í strætisvagni á Fjallkonuvegi, létu dólgslega og kröfðu bílstjórann um pen- ingalán. Þegar hann neitaði tók annar piltanna í hálsbindi bílstjórans, dró upp hníf og ógnaði honum. Lögregla hafði síðast af- skipti af piltinum þegar hann ógnaði fólki með hnífi í Graf- arvogi fyrir skömmu. Hann hefur áður orðið uppvís að lík- amsárásum og hótunum. FORMAÐUR nefndar, sem vinnur að tillögum um breytingar á tekju- skatti einstaklinga til að draga úr jaðaráhrifum skattsins og ýmissa bótagreiðslna, lagði á seinasta fundi fram ákveðnar hugmyndir sem byggðar eru á störfum nefndarinn- ar á undanförnum mánuðum og talið er að megi útfæra sem tillögur til ráðherra. Nefndin er skipuð full- trúum stjórnvalda og aðila vinnu- markaðarins og hefur haldið nokkra fundi á undanförnum mánuðum. ASÍ hefur ekki tekið afstöðu til hugmyndanna en þær voru ræddar á miðstjómarfundi ASÍ sl. miðviku- dag. Námsmenn mótmæla NÁMSMENN fjölmenntu á úti- fundi viða um land á hádegi í gær til þess að skora á ríkis- stjórnina að breyta lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna og forgangsraða í þágu mennt- unar við skiptingu ríkisút- gjalda. Á Austurvelli í Reykjavík, þar sem myndin var tekin, voru full- trúum stjórnarflokkanna af- hentar áskoranir með undir- skriftum um 15 þúsund náms- manna. Mótmælaaðgerðir voru á sex stöðum á landinu; í Vest- mannaeyjum, á Selfossi, Egils- stöðum, Akureyri, ísafirði og í Reykjavík. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra og Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra ávörpuðu útifundinn á Austurvelli. Hall- dór sagði að unnið væri í nefnd að breytingum á lögum um LÍN og kvaðst eiga von á að nefndin lyki störfum innan tíðar. ■ Baráttan/6 Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins fela hugmyndirnar m.a. í sér að tekinn verði upp tveggja eða þriggja þrepa tekjuskattur, gerðar verði breytingar á bótagreiðslum í tekjuskattskerfinu til frekari tekju- jöfnunar og að dregið verði úr kostnaði ríkisins vegna sjómannaaf- sláttar með því að þrengja reglur um skattaafslátt sjómanna, í þeim tilgangi að skapa svigrúm til lækk- unar jaðarskatta. Kostnaður ríkissjóðs vegna sjó- mannaafsláttarins nemur um einum og hálfum milljarði kr. á ári. Einn- ig er gert ráð fyrir að unnt verði að skapa svigrúm til lækkunar jað- SAMHERJI og tengd fyrirtæki verða sameinuð í eitt og er þess vænst að vinnu við sameininguna verið lokið á næstu vikum. Félag- ið verður skráð á almennum hlutabréfamarkaði, fyrst í stað á Opna tilboðsmarkaðnum en síðar á Verðbréfaþingi íslands. Endan- leg ákvörðun um hvort og hvenær hlutafjáraukning í Samheija verður, en hún gæti orðið umtals- verð jafnvel þegar á fyrsta ári, jafnvel allt að einum milljarði króna. Fyrstu skrefin á verðbréfa- markaði hafa þegar verið stigin með 300 milljóna króna skulda- bréfaútboði sem Landsbréf á Ak- ureyri og útibú Landsbankans á Akureyri annast. arskatta með afnámi sérstaks skattafrádráttar vegna hlutabréfa- kaupa en ríkisstjórnin hefur þegar lagt frumvarp þess efnis fram á Alþingi. Áætlað er að ríkissjóður verði. af um 650 millj. kr. á ári vegna þessa afsláttar. ASÍ vill breytingar á þjónustugjöldum Gert er ráð fyrir að fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar svari því á næsta fundi nefndarinnar hvort þeir vilja fara þá leið sem hugmynd- ir formannsins gera ráð fyrir og útfæra tillögur til ráðherra á grund- velli þeirra. ASÍ hefur á stefnuskrá Nýtt hlutafé gæti numið milljarði Hagnaður af rekstri Samheija og dótturfyrirtækja nam 553 milljónum króna á síðasta ári og veltufé frá reksti var 815 milljónir króna. Áætluð velta Samheija og dótturfélaga er um 7,8 milljarðar króna á þessu ári. Félagið skuldar um 3,4 milljarða króna, mest vegna fyrirtækja innanlands eða um 3 milljarða. Umfangsmikil starfsemi Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri segir að síðasta ár hafi verið hið besta í sögu fé- lagsins, en 13 ár eru frá því það sinni að tekinn verði upp fjölþrepa tekjuskattur með hóflegum per- sónuafslætti en forystumenn ASÍ hafa einnig lýst miklum áhyggjum vegna aukinna þjónustugjalda og talið koma til álita að fella hluta þeirra inn í tekjuskattskerfið, með það að markmiði að ná fram jöfnun innan skattkerfisins, þótt það gæti þýtt lækkun persónuafsláttar eða skattleysismarka. Þær hugmyndir hafa ekki fengið hljómgrunn innan nefndarinnar, skv. upplýsingum Morgunblaðsins. Nefndinni ber að skila niðurstöð- um sínum fyrir áramót. hóf starfsemi. Hagnaður hefur verið af rekstrinum öll árin. Starfsemi Samheija er umfangs- mikil, en félagið á og rekur nokkur önnur sjávarútvegsfyrirtæki bæði innanlands og utan, en í útlöndum er fyrirtækið í rekstri í Þýska- landi, Bretlandi og Færeyjum. Á komandi árum verða kraftar starf- seminnar einkum nýttir erlendis. Samheiji hefur ríflega 21 þús- und tonna þorskígildiskvóta hér við land og aflaheimildimar eru ekki minni erlendis, en veiðisvæði skipa fyrirtækisins eru víða, auk íslenskrar lögsögu, m.a. á Reykja- neshrygg, í grænlenskri, norskri, rússneskri og kanadískri lögsögu. ■ Hagnaður/14 Flugleið- sögubún- aður fyrir 100 millj. ÍSLENSK flugmálayfirvöld eru í þann mund að ganga frá samstarfs- samningi við bandarísku flugmála- stjórnina um að reka GPS-jarðstöð með leiðréttinga- og viðvörunarbún- aði fyrir flugleiðsögukerfi. Haukur Hauksson varafiugmálastjóri segir að jarðstöðin verði sett upp á næsta ári og mun uppsetning hennar og þriggja ára prófun kosta rúmar 100 milljónir að hans sögn. Búnaðurinn verður síðar hluti af alþjóðlegu neti GPS-leiðréttinga- stöðva og er búist við að bandaríska netið verði komið í notkun árið 1998. Per Enge, prófessor við Stanford- háskóla, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að uppsetning banda- ríska netsins myndi kosta rúma 33 milljarða króna og er um að ræða 18 stöðvar. Tæknin er meðai annars hugsuð til að nýta loftrými betur en umferðarspá í lofti til ársins 2015 gerir ráð fyrir 4% aukningu flugum- ferðar á ári. Lægri skekkjumörk í alþjóðlega kerfínu eru leiðrétt- ingar á staðsetningum með GPS, eða „Global Positioning System“, sendar gegnum gervihnött sem staðsettur er yfir miðbaug. Mun það nýtast Islendingum á Norður-Atl- antshafssvæðinu, nærri norðurpól, niður undir Afríkustrendur og í innanlandsflugi, segir Haukur. Skekkjumörk GPS-staðsetningar hafa hingað til verið um 100 metrar og minnkar leiðréttinga- og eftir- litsbúnaður jarðstöðvar þau niður í 1 metra sem er nógu nákvæmt fyr- ir flugumferð. Kostnaðurinn verður væntanlega greiddur að hálfu leyti af Banda- ríkjamönnum og að hálfu leyti með notendagjöldum vegna alþjóðlegrar flugumferðar, segir Haukur. Einnig segir hann að bandarísk flugmálayf- irvöld fyrirhugi samstarf við aðrar Evrópuþjóðir, til dæmis Ira. Morgunblaðið/KriBtinn Hugmyndir í nefnd aðila vinnumarkaðar og ríkis um jaðarskatta Fjölþrepa tekjuskattur og þrengri sjómannaafsláttur ■ Gervihnattaleiðsögn/33

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.