Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 1

Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 1
96 SÍÐUR B/C 274. TBL. 84.ÁRG. FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jesúmynd grætur í Betlehem Jerúsalem. The Daily Teleg^raph. JESÚMYND í Fæðingarkirkj- unni í Betlehem hefur að sögn tekið upp á því að depla auga og gráta rauðum tárum. Hófust þessi undur fyrir um sex vikum og hefur gríska rétttrúnaðar- kirkjan lýst yfir, að um krafta- verk sé að ræða. „Þetta eru boð um að fólk snúi aftur til trúarinnar," sagði An- astasios, háttsettur klerkur grísku rétttrúnaðarkirkjunnar í Betlehem, en kaþólska kirkjan, sem deilir Fæðingarkirkjunni með grísku kirkjudeildinni, er öllu vantrúaðri. Segir talsmaður hennar, að verið sé að „rann- saka“ kraftaverkið. Margir vona, að kraftaverkið, hvernig sem því er annars farið, geti að minnsta kosti orðið kraftaverk fyrir ferðamannaiðn- aðinn í Betlehem en hann er í rústum vegna sprengjutilræða, átaka í Líbanon og væringanna, sem eru með Israelum og Palest- ínumönnum. Kristnir pílagrímar hafa af- pantað ferð til Landsins helga í stórum stíl en þessar fréttir af Jesúmyndinni virðast þó vera farnar að hafa nokkur áhrif. Á stærri myndinni má sjá trú- að fólk knékrjúpa fyrir framan Jesúmyndina, sem hér er inn- felld. Vörubílstjórar í Frakklandi halda áfram verkfallsaðgerðum Reuter TUGÞÚSUNDIR Belgradbúa fylltu aðaltorgið í borginni og nálægar götur í gær á tíunda degi mótmælanna gegn Milosevic forseta og leiðtoga sósíalistastjórnarinnar. Var þess krafist, að hann færi frá en stjómin reyndi á sama tíma að koma í veg fyrir óháðan fréttaflutning af ástandinu í landinu. Samið í Danmörk Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. DANSKIR flutningabílstjórar sam- þykktu í gærkvöld málamiðlunartil- lögu Carsten Kochs skattaráðherra. { henni felst að skattafrádráttur bílstjóranna hækkar úr 1.710 ísl. kr. í 2.710 kr. á dag þegar þeir keyra erlendis. Dönsku bílstjórarnir samþykktu tillöguna með semingi, enda var krafa þeirra 5.700 kr. frádráttur, en þeir töldu að frekari aðgerðir bökuðu þeim óvild almennings og stjórnmálamanna. Óstaðfestar fréttir eru um að einstakir útflytj- endur hyggist kreíja bílstjóra um allt að tíu millj. ísl. króna í bætur fyrir skaðann, sem ólöglegar að- gerðir þeirra hafa valdið. í gær var farið að bera á vöru- skorti í dönskum búðum, einkum á mjólk og mjólkurvörum, og fyrir- tæki vantaði hráefni. -----* * *---- Famar að lama at- vinnulífið í landinu París. Reuter. FRANSKIR vörubílstjórar sam- þykktu í gær að halda verkfallsað- gerðum áfram en þær höfðu þá stað- ið í 11 daga. Eru þær famar að lama atvinnulífið í Frakklandi og áhrif þeirra á efnahagslífið í nágranna- löndunum aukast með hveijum degi. Vörubílstjórarnir hafa lokað helstu þjóðbrautum og höfnum í Frakklandi á 250 stöðum og komið í veg fyrir olíu- og bensíndreifingu á stórum svæðum. Er bensín- skömmtun hafin sums staðar og mörgum verksmiðjum hefur verið lokað. Þúsundir erlendra vömflutn- ingabifreiða komast hvorki aftur á bak né áfram og er varningurinn í sumum þeirra, viðkvæm matvara, farinn að skemmast. Vömbílstjórarnir samþykktu að hafa að engu áskoranir Bemards Pons, samgönguráðherra Frakk- lands, um að hverfa aftur til vinnu en hann sagði, að búið væri að verða við flestum kröfum. Samþykkt hefur verið að færa eftirlaunaaldur þeirra í 55 ár í stað 60 og samkomulag er um styttingu vinnutímans og sjúkra- dagpeninga. Litlar undirtektir hafa hins vegar verið við miklum kaup- kröfum vörabílstjóra. Hótar lagasetningu Pons sagði í gær, að leystist deil- an ekki fljótlega, myndi hann leggja til við ríkisstjórnina, að hún yrði leyst með lagasetningu en leiðtogar ýmissa annarra verkalýðsfélaga gefa í skyn, að þau muni grípa til sömu aðgerða og vörubílstjórar. Verkfallsaðgerðimar eru farnar að hafa alvarleg áhrif á franskt efnahagslíf og þúsundir flutninga- bíia frá mörgum löndum eru inn- lyksa í Frakklandi. Hafa Bretar og Þjóðveijar lýst yfir, að þeir muni krefjast skaðabóta. Eru bresku bíl- stjórarnir ævareiðir og segja, að í raun séu þeir í gíslingu í Frakk- landi. Franskir starfsbræður þeirra leyfðu þó 200 breskum bílum að halda áfram til Bretlands í gær. Dregið úr framleiðslu Ýmis stærstu iðnfyrirtækin í Evr- ópu, til dæmis bílaverskmiðjur, verða líklega að draga úr fram- leiðslu vegna þess, að þeim berast ekki lengur vörar frá birgjum, og tjón flutningafyrirtækjanna er gíf- urlegt. Nóvember og desember eru mesti annatíminn hjá þeim vegna jólahátíðarinnar. Mótmæli stj órnarandstöðunnar í Serbíu halda áfram Afsagnar Milosevic krafist Belgrad. Reuter. TUGÞÚSUNDIR manna komu saman á aðaltorg- inu í Belgrad í Serbíu í gær til að mótmæla ein- ræði sósíalista og Slobodan Milosevic, forseta landsins, og er þess ekki lengur krafist að úrslit sveitarstjórnarkosninganna verði viðurkennd, heldur að hann segi af sér. Grýttu mótmælendur byggingar og aðsetur helstu ríkisíjölmiðlanna þótt leiðtogar þeirra hefðu hvatt til stillingar. Vuk Draskovic, einn leiðtoga Zajedno, kosn- ingabandalags stjórnarandstöðuflokkanna, skor- aði í gær á fólk að forðast ofbeldi og sagði að þar til í fyrradag hefði baráttan snúist um að fá úrslit sveitarstjórnarkosninganna virt en nú væri krafan sú að Milosevic færi frá. Samt sem áður grýttu margir sjónvarpshúsið í Belgrad eða Verkalýðsfélögin sögð vera að undirbúa aðgerðir „Bastilluna" eins og stjórnarandstæðingar kalla það. Útsendingar einu óháðu útvarpsstöðvarinnar í Belgrad, B-92, hafa verið truflaðar í tvo daga og efast enginn um að stjórnvöld standi á bak við það. Hefur útvarpsstöðin flutt fréttir af mót- mælunum og sagt frá ýmsu sem sósíalistastjórn- in vill ekki að komist í hámæli. Getur stöðin flutt tónlist óáreitt en þegar kemur að fréttum og töluðu máli byija traflanirnar. Zoran Djindjic, annar leiðtogi Zajedno, sagði í gær að stjórnarandstaðan og verkalýðsfélög í landinu væru að undirbúa verkföll og aðrar að- gerðir en síðustu daga hefur þátttaka verka- manna í mótmælunum aukist mikið. Milosevic varaður við Bandaríkjastjórn hefur varað Milosevic við að beita valdi gegn mótmælendum eins og hann gerði 1991 og samtökin „Fréttamenn án landa- mæra“ hafa krafist þess, að aðgerðum gegn B-92 verði hætt. Ritstjórar nýs, óháðs dagblaðs, Blic, segja að þeir hafi einnig orðið fyrir barðinu á sósíalistastjórninni sem hefur skipað þeim að minnka upplagið úr 200.000 eintökum í 80.000 vegna „tæknilegra erfiðleika". Plötufyrirtæki óttast alnetið Genf. Reuter. STÓRU plötufyrirtækin hvöttu til þess í gær, að gerður yrði nýr, al- þjóðlegur samningur um verndun höfundarréttar til að sporna við sí- vaxandi þjófnaði á hugverkum í gegnum alnetið. Fulltrúar þessa útgáfuiðnaðar, sem sitja nú á ráðstefnu í Genf, viðurkenna, að þeir séu allt að því varnarlausir gagnvart hinni nýju, stafrænu tækni en Philippe Kern hjá PolyGram í Hollandi sagði óhjá- kvæmilegt að breyta núgildandi lögum um höfundarrétt. Sérfræðingar segjast raunar ekki sjá hvernig unnt verði að hafa hem- il á alnetinu og koma í veg fyrir, að það verði notað eða misnotað í þessum tilgangi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.