Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
ÞAKKARGJÖRÐARKALKÚNNINN skorinn og diskarnir hlaðnir á jólahlaðborðinu.
Bandaríkjamenn á þakkar-
gjörðarhátíð í Reykjavík
HÉR á landi eru nú staddir 200
Bandaríkjamenn í svokallaðri
þakkargjörðarferð á vegum
Flugleiða og snæddu þeir meðal
annars íslenskan kalkún á jóla-
hlaðborði Hótel Loftleiða í gær-
kvöldi. í Boston í Bandaríkjun-
um sátu aftur á móti á þriðja
hundrað Islendingar að kalk-
únasnæðingi á þakkargjörðar-
hátið í gær. Flugleiðir hafa að
undanförnu unnið að kynningu
og markaðssetningu á vetrar-
ferðum til íslands, á tíma þegar
annars eru lítil viðskipti á hót-
elum, veitingahúsum og í ann-
arri ferðaþjónustu.
Fyrir nokkrum árum hófu
Flugleiðir kynningu á áramóta-
ferðum hingað til lands og hef-
ur sú kynning þegar skilað sér
í miklum viðskiptum á annars
dauðum tíma, að sögn Einars
Sigurðssonar, aðstoðarmanns
forstjóra Flugleiða.
Bandarísku ferðamennirnir
gista hér í þijár nætur og greið-
ir hver um 32 þúsund krónur
fyrir flug, hótel og kalkúna-
veislu.
RAE og Robert Cavoto
Gott að
komast í frí
frá krökk-
unum
MEÐAL þeirra sem brugðu sér
í þakkargjörðarferð til Islands
voru hjónin Rae og Robert
Cavoto frá Denver.
Aðspurð hvað hefði dregið
þau alla leið til íslands á þakk-
argjörðarhátíð sagði Rae að
eiginmaður hennar hefði kom-
ið hingað til lands ásamt
frænda sínum fyrir 7 árum en
aðeins dvalið hér dagstund.
Honum hafi þótt landið fallegt
og síðan hafi hann alltaf lang-
að til að koma hingað aftur.
Því hafi þau gripið tækifærið
nú. „Og svo er líka gott að
komast aðeins í frí frá krökk-
unum,“ sagði Robert.
Þau kváðust enn ekki hafa
séð mikið enda rétt nýkomin
til Reykjavíkur, en voru þó
sammála um að fólkið væri
afar viðkunnanlegt. Þau voru
heldur ekki farin að skipu-
leggja dvölina út í æsar. „En
eitt er víst, við erum ákveðin
i að fara í Bláa lónið. Við höf-
um heyrt mikið um það og það
hljómar mjög spennandi,"
sagði Rae.
Sala á svínakjöti hefur aukist um 5001
Slátra yngri
grísum til að anna
jólasölunni
þessu ári. „Það rétt sleppur að við
eigum nægjanlegt kjöt fyrir jóla- j
söluna. Jólahlaðborðin eru orðin
vinsæl og margir kjötdagar um
jólin og svo getur farið að bændur
verði að slátra fyrir jólin yngri
grísum en þeir höfðu ætlað sér til ;
þess að anna eftirspurninni," segir
Kristinn Gylfi.
Veltir nautakjötinu
úr sessi
Kindakjöt er enn sem fyrr lang-
vinsælasta kjötið hjá íslendingum >
en nú er svínakjötið búið að tryggja
sér annað sætið í fyrsta skipti og
veltir þar nautakjötinu úr sessi. A
síðustu tólf mánuðum hafði kinda-
kjötið 42,6% af kjötmarkaðnum,
svínakjötið 22,7% og nautgripa-
kjötið 20%. Alifugla- og hrossakjöt j
kemur þar nokkuð langt á eftir.
„Ótrúlega hvasst“ á Suðurlandi
Bíll fauk og rúður
brotnuðu í fárviðrii
SALA á svínakjöti var liðlega 500
tonnum meiri síðustu tólf mánuði
en á sama tímabili í fyrra. Svína-
kjöt er nú orðið annað söluhæsta
kjötið á eftir kindakjöti og hefur
slegið nautakjötinu við í því efni.
Frá byijun nóvember 1995 og
til loka október á þessu ári seldust
3.736 tonn af svínakjöti, 519 tonn-
um meira en á sama tímabili fyrir
ári. Nemur aukningin 16,1%.
Kristinn Gylfí Jónsson, formaður
Svínaræktarfélags íslands, segir að
verðlækkun á tímabilinu eigi sinn
þátt í söluaukningunni og bendir á
að nú fái framleiðendur 13-14%
lægra verð fyrir hvert kíló af fyrsta
flokks kjöti en fyrir ári.
Með aukinni sölu hefur tekist
að eyða svínakjötsfjallinu sem var
að myndast fyrir ári þrátt fyrir
töluverða framleiðsluaukningu á
TÓMUR tengivagn fauk á hliðina á
veginum skammt frá Skógum undir
Eyjafjöllum í gærdag vegna fárviðr-
is. Einnig brotnuðu rúður í tveimur
bifreiðum í Freysnesi af sömu sökum
og skemmdir urðu á lakki. Þá voru
hátt í tíu böm veðurteppt í leikskó-
lanum á Hofí í gærkvöldi.
Vagninn var á flutningabíl frá
HP og sonum sem var að koma að
austan og náði bílstjórinn að af-
tengja hann svo bíllinn fyki ekki
allur á hliðina.
Lögreglan á Hvolsvelli fór á stað-
inn þar sem tengivagninn lokaði
annarri akreininni en hann var fok-
inn út af þegar að var komið. Unn-
ið var við að ná honum upp í gær-
kvöldi. Segir lögreglan að „ótrúlega
hvasst" hafí verið á þessum slóðum
og allt að tólf vindstigum á Skeiðar-
ársandi. Til dæmis hafí nokkrir
ferðalangar að austan beðið af sér
hvassviðrið í Vík í gærdag.
Tíndi möl og gler úr hárinu
Jón Benediktsson, sem rekur
Hótel Skaftafell ásamt konu sinni,
Önnu Maríu, skaust inn í sjoppu
með pakka að eigin sögn og skildi
fjölskylduna eftir í bíl fyrir utan.
„Eg tafðist þar inni í hálfa mínútu
og allt í einu kom svakaleg hviða,
bara eins og sprenging. Konan mín
og dóttir voru í bílnum og ég hugs- j
aði bara um það hvort hann færi. j
Ég komst ekki út, það var svo mik- j
ið sog,“ segir hann.
Jón segir að möl ofan á slitlagi I
á plani fyrir framan sjoppuna hafi)
þyrlast upp í fárviðrinu og braut
hún hliðarrúðu á öðrum bíl sem
þarna stóð. Rúða brotnaði farþega-
megin í bíl Jóns, við sæti Önnu
Maríu, og hliðarrúða að aftanverðu
sömu megin, þar sem sjö ára dótt-
ir hans, Eyrún Halla, sat. Einnig
kvarnaðist úr lakki bílsins. „Konan
mín þurfti að tína bæði möl og
glerbrot úr hárinu þegar hún kom
heim en dóttir okkar beygði sig
niður. Hún fékk algert sjokk.“
Sluppu þær ómeiddar.
Énn var mikið hvassviðri með
rigningu í Freysnesi í gærkvöldi
og lak vatn inn á hótel þar sem
vindurinn stóð upp á húsið, að Jóns
sögn.
Samningaviðræður um vinnutímatilskipun ESB
Vonast eftir niðurstöðu
innan fárra vikna
Skólum lokað
vegna lúsa-
faraldurs
VARMÁRSKÓLI og Gagnfræða-
skóli Mosfellsbæjar eru lokaðir í
dag vegna lúsafaraldurs sem borið
hefur á í skólunum undanfarna
daga. Jónas Sigurðsson, forseti
bæjarstjórnar og formaður skóla-
nefndar, segir að tilgangurinn sé
að losna við lús úr skólahúsnæðinu.
Jónas segir að skólastjórar skól-
anna beggja og fleiri embættis-
menn hafi komið saman í fyrradag
til þess að fjalla um hvað til ráða
væri og að skólanefnd hafí sam-
þykkt lokun í kjölfarið.
„Niðurstaðan varð sú að loka
báðum skólunum [í dag]. Með
þessu fá foreldrar tækifæri til þess
að hreinsa börn sín og ef lúsin er
í skólahúsnæðinu, sem hún vænt-
anlega er, ætti hún að vera dauð
eftir helgina. Mér skilst að hún
drepist á 60 klukkustundum," seg-
ir Jónas jafnframt.
FORSVARSMENN ASÍ og VSÍ eru
þeirrar skoðunar að í ljós komi á
næstu vikum hvort aðilar vinnu-
markaðarins ná samkomulagi um
breytingar á kjarasamningum, sem
miða að því að hrinda í framkvæmd
ákvæðum vinnutímatilskipunar Evr-
ópusambandsins en hún átti að taka
gildi hér á landi 1. desember.
ASI og samtök opinberra starfs-
manna áttu í gær fund með fulltrú-
um ríkisins, Reykjavíkurborgar og
Sambands sveitarfélaga og síðdegis
var haldinn fundur milli ASI og VSI
vegna sama máls.
Skv. tilskipun ESB bar aðildar-
ríkjum EES-samningsins að hafa
lögfest eða samið um tilskipunina
23. nóvember. Björn Arnórsson,
hagfræðingur BSRB, segir að ef við-
ræðurnar dragist von úr viti megi
eiga von á að Eftirlitsstofnun EFTA
(ESA) sendi íslenskum stjómvöldum
formlegar athugasemdir vegna þess
að ákvæðum tilskipunarinnar hefur
ekki verið komið í framkvæmd.
Ólíkar útfærslur deiluaðila á
fjölmörgum atriðum
Halldór Grönvold, skrifstofustjóri
ASI, sagði eftir fundinn í gær að
aðilar væru búnir að fara yfír efni
tilskipunarinnar en eftir væn að skil-
greina ágreiningsefnin. „Á næsta
fundi á að taka á álitaefnum. Við
emm nokkuð sammála um að við
gefum þessu ekki mjög langan tíma
í viðbót og teljum okkur vera komna
það langt að á næstu tveim til þrem-
ur vikum komi í ljós hvort við náum
sameingilega landi eða ekki,“ sagði
hann.
Hannes G. Sigurðsson.aðstoðar-
framkvæmdarstjóri VSÍ, segir að
útfærsla aðila sé ólík á fjölmörgum
atriðum. „Við erum staðráðin í því
að halda áfram að reyna að slípa
þetta saman á næstu vikum,“ segir
hann.
„Við höfum sett okkur það mark-
mið að reyna að Ijúka þessu fyrir
áramótin," segir Björn Arnórsson.
„Við ætlum að byija á því að reynal
að ganga frá gildissviði, skilgrein-
ingum og öðru þess háttar en geyma
okkur umræðu um frávik, sem upp
kynnu að koma, þangað til á síðari
stigum málsins," segir hann.
Skv. upplýsingum blaðsins stendur
aðalágreiningurinn um gildissvið
reglnanna, skilgreiningu á nætur-
vinnustarfsmönnum, viðmiðunar-
tímabilum sem útreikningar á há-
marksvinnutíma eru miðaðir við og
um frávik frá meginreglum tilskip-
unarinnar. Ákveðið hefur verið að
halda næstu samningafundi um mál-
ið 5. desember.