Morgunblaðið - 29.11.1996, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.11.1996, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ - Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar Skatttekjur um 1.975 millj. en gjöldin um 1.547 milljónir SKATTTEKJUR Akureyrarbæjar eru áætlaðar um 1.975 milljónir króna á næsta ári, en rekstrargjöld um 1.547 milljónir króna. Til fram- kvæmda, gjaldfærðs stofnkostnaðar og eignabreytinga verður varið 417 milljónum króna á næsta ári. Frum- varp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær og verður lagt fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnar- fundi á þriðjudag í næstu viku. Meirihluti bæjarráðs leggur til að útsvarsprósenta í staðgreiðslu opin- berra gjalda verði 11,7% af útsvars- stofni á næsta ári. Útsvarið lækkar um 0,2% milli ára. Álögð gjöld á fasteignir eru með svipuðum hætti og á þessu ári, en sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði sem var fullnýttur lækkar í 0,625 af álagningarstofni. Sorphreinsigjald á íbúðarhúsnæði verður áfram 2.000 krónur á hveija íbúð. Lagt .er til að gjalddagar fasteignagjalda á næsta ári verði 8, 1. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september. Fasteigna- skattur af eigin íbúð elliiifeyrisþega sem verða 70 ára og eldri á næsta ári verða samkvæmt tillögu bæjar- ráðs lækkaðir um allt að 15 þúsund krónur og um sömu upphæð hjá ör- orkulífeyrisþegum. Framlög til fræðslumála hækka um 53% milli ára sem kemur einkum til af því að rekstur grunnskóla er nú á vegum sveitarfélaga. Framlög til félagsmála hækka um 9%, til menningarmála um 7,4% og hrein- lætismála um 7,3%. Óskalistarnir skoðaðir milli umræðna Gísli Bragi Hjartarson bæjarfull- trúi Alþýðuflokks segir að gengið verði frá skiptingu framkvæmdaíjár milli umræðna í bæjarstjórn. „Við munum þá skoða óskalistana og sjá hvað við höfum mikið svigrúm." Sem kunnugt er hefur Akureyrarbær ver- ið að selja hlutabréf sín í Útgerðarfé- lagi Akureyringa og er gert ráð fyr- ir að um áramót verði búið að greiða niður um 600 milljóna króna skuld Framkvæmdasjóðs sem á hlutbréf bæjarins í atvinnufyrirtækjum. Stefnt er að því, að sögn Gísla Braga, að sjóðurinn eigi um 100 milljónir króna um áramót og verða vextirnir notaðir til atvinnuskapandi verkefna á næsta ári. Það svigrúm til aukinna framkvæmda sem skapast við hluta- bréfasöluna verður nýtt til að gera sérstakt átak í umhverfismálum. I bókunum bæjarfulltrúa minni- hlutans, Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks kemur fram að þeir legg- ist ekki gegn því að frumvarpið verði lagt fram í bæjarstjórn, en taka fram að margt hefði mátt vinna betur og enn sé töluverð vinna eftir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn fagn- aði þeirri ákvörðun meirihlutans að draga tii baka útsvarshækkun, sem lögð hafi verið á bæjarbúa í upphafi kjörtímabilsins. Aðventudag- skrá á Öng- ulsstöðum ÞORGERÐUR Sigurðardóttir frá Grenjaðarstað opnar myndlistarsýn- ingu í Hlöðunni á Öngulsstöðum á morgun, laugardag, kl. 14. Sýning- una nefnir Þorgerður Bænir og brauð, en hún sýnir tréristur. Efni myndanna er sótt í gömul útskorin brauðmót sem voru oft með tilvitnun- um í bænir. Þorgerður tileinkar sýn- inguna ömmu sinni og afa, Þorgerði Siggeirsdóttur og Halldóri Sigur- geirssyni sem bjuggu allan sinn bú- skap á Öngulsstöðum. Sýningin er opin til 20. desember. Ferðaþjónustan á Öngulsstöðum mun standa fyrir aðventudagskrá í Hlöðunni. Næstkomandi föstudag, 6. desember, verður jólaglögg með piparkökum og tónlist í umsjá Ing- ólfs Jóhannssonar. „Jólaborðið henn- ar ömmu í sveitinni," er yfirskrift laugardagsins 7. desember. Séra Pétur og Inga í Laufási flytja hug- vekju og lesa upp úr nýútkominni bók sinni. Húsið verður opnað kl. 19. Aðventukvöld með Tjarnarkvart- ettinum verður 14. desember. Að- ventudagskránni lýkur 20. desember með hátíðarkvöldi þar sem Björg Þórhallsdóttir flytur nokkur lög. Sér- stakur gestur hennar verður Óskar Pétursson. Séra Hannes Örn Blandon flytur hugvekju. Báðir þessir við- burðir hefjast kl. 21. Morgunblaðið/Kristján Bærínn í jólabúning Starfsmenn Akureyrarbæjar eru byrjaðir á að færa bæinn í búning jólanna. Kristinn As- geirsson, sem vinnur hjá Raf- veitu Akureyrar, var með fé- lögum sinum að festa jóla- stjörnur á Ijósastaura í Glerár- götu í gær. Bókin Þeir vörðuðu veginn komin út Sögur þriggja Akureyringa ÚT er komin bókin Þeir vörðuðu veginn, en þar segir frá þremur Akureyringum sem aliir settu mark sitt á þjóðarsöguna. Fjallað er um hinn nafntogaða skipstjóra og útgerðarmann, Vilhelm Þorsteinsson, lýst græskulausu gamni um borð í síðutogurunum, frækilegu björgunarafreki og barátt- unni fyrir framtíð ÚA. I öðrum þætti er ævi Ingimars Eydal í brennipunkti. Hann varð þjóðsagnapersóna í lifanda lífi og er hér skyggnst á bak við tjöldin, Sjalla- árin lifna við, kennarinn stígur fram og stjórnmálamaðurinn lýsir von- brigðum sínum. Gunnar Ragnars er þriðji maður- inn sem greint er frá í bókinni. Hér segir hann nreinskilnislega frá lífs- baráttu sir.ni, sigrum og ósigrum, vinnuþrældómi og veikindum. „Ég fann það síðustu þijú árin að ég héldi ekki út öllu lengur. Ég segi þessa sögu mína öðrum til viðvörun- ar,“ eru orð Gunnars Ragnars og hann dregur ekkert undan. Morgunblaðið/Kristján UNNUR Karlsdóttir og Stef- án Sæmundsson sem skráðu sögur þriggja Akureyringa í bókina Þeir vörðuðu veginn. Unnur Karlsdóttir sagnfræðingur og Stefán Sæmundsson skráðu. Bók- in er 300 síður að lengd, ríkulega myndskreytt og kostar 3.440 krónur. Framleiðsla komin í fullan gang hjá Kexsmiðjunni Viðtökur verið mjög góðar FRAMLEIÐSLA er komin í fullan gang hjá Kexsmiðjunni, nýrri kexverksmiðju á Akur- eyri. „ Við erum að baka 6 teg- undir af smákökum þessa dag- ana og þar af tvær tegundir af piparkökum. Viðtökur hafa verið mjög góðar og í raun mun betri en við þorðum að vona í upphafi og fórum við þó fullir bjartsýni af stað,“ sagði Eyþór Jósepsson, fram- kvæmdasljóri Kexsmiðjunnar. Morgunblaðið/Kristján STARFSFOLK Kexsmiðjunnar í óða önn að pakka dropakökum. Hann segir að framleiðsla fyrirtækisins sé komin inn í allar helstu matvöruverslanir landsins. Verksmiðjan anni vart eftirspurn eftir smákök- um, sem nánast renni út úr húsi jafnóðum og þær eru bakaðar. Eyþór segir að í nú- tíma þjóðfélagi hafi fólk lítinn tíma fyrir bakstur og kaupi því meira af tilbúnum vörum. „Og hér erum við að baka smákökur eftir heimilisupp- skriftum.“ Framleiðslan fór í gang fyr- ir rúmum mánuði og hefur farið vel af stað. Alls eru 10 fastráðnir starfsmenn hjá Kexsmiðjunni, auk nokkurra lausamanna nú á háannatíma. „Við förum fljótlega í fram- leiðslu á kexi sem kemur á markað upp úr áramótunum. Stefnt er að því að bjóða upp á 2-3 tegundir af kexi til að smyija, 2-3 tegundir af súkkulaðikexi og eitthvað fleira,“ sagði Eyþór. Emilíana Torrini í Sjallanum EMILÍANA Torrini og hljóm- sveit verða með útgáfutónleika fyrir Akureyringa og nærsveit- armenn í Sjallanum í kvöld, föstudagskvöldið 29. nóvem- ber. Fyrir rúmum tveimur vikum hélt Emilíana tónleika í ís- lensku óperunni og endurtekur nú leikinn norðan heiða, en hvergi verður til sparað að gera tónleikana sem glæsilegasta. „Merman", nýjasti geisla- diskur Emilíönu, hefur nú selst í nær 4000 eintökum á aðeins 3 vikum, en hún flytur lög af honum sem og eldri lög, m.a. úr leikritinu Stone Free, á tón- leikunum í kvöld. Henni til aðstoðar verða þeir Jón Ólafsson, Guðmundur Pét- ursson, Jóhann Hjörieifsson, Róbert Þórhallsson, Ingólfur Magnússon, Bjarni Bragi Kjartansson og Óli Öder, að ógleymdu starfsfólki Sjallans. Miðaverð er 1000 krónur og fer forsala fram í versluninni Bók- val. Tóku skipti- myntina TILKYNNT var um innbrot í fiskvinnsluna Hnýfil við Skipa- tanga í gærmorgun. Þeir sem að verki voru höfðu sparkað upp hurð og brotið sér þannig leið inn í fiskvinnsluna. Þeir höfðu á brott með sér peninga- kassa en í honum var dálítið af skiptimynt. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli á morgun, laugar- dag 30. nóvember kl. 11 í Svalbarðskirkju og kl. 13.30 í Grenivíkurkirkju. Guðsþjón- usta í Grenivíkurkirkju á sunnudag, 1. desember kl. 14, á fyrsta sunnudegi í að- ventu. Kyrrðar- og bæna- stund í Svalbarðskirkju á sunnudagskvöld kl. 21. Opið hús og diskótek Af tilefni alþjóðadags fatlaðra, 3. desember verður opið hús og diskótek í félagsmiðstöð Lundaskóla laugardagskvöldið 30. nóvember kl. 19—24. Undirbúningsnefnd félaganna. 1 ) > i í \ » » Í » I i I I i i ( 0 i +
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.