Morgunblaðið - 29.11.1996, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Lögfræðiálit vegna forkaupsréttar að hlut Þróunarsjóðs í Búlandstindi og Meitlinum
Stjómarmenn eiga ekki
forkaupsrétt að hlutnum
STJÓRNARMENN í fyrirtækjum sem Þróunar-
sjóður sjávarútvegsins á eignarhlut í teljast ekki
til starfsmanna fyrirtækjanna og eiga þar af
leiðandi ekki forkaupsrétt að eignarhlut í félög-
unum, samkvæmt niðurstöðu lögfræðiálits sem
sjóðurinn óskaði eftir. Þremur stjómarmönnum
í Búlandstindi á Djúpavogi og einum stjómar-
manni í Meitlinum í Þorlákshöfn, sem sendu inn
kauptilboð í fyrirtækin eftir að þeim hafði verið
boðinn forkaupsréttur eftir fyrirspurn þar að
lútandi, verður í framhaldinu skýrt frá því að
þeim standi þessi forkaupsréttur ekki til boða.
Hinrik Greipsson, framkvæmdastjóri Þró-
unarsjóðs, sagði að niðurstaða lögfræðiálitsins
væri sú að stjórnarmenn teldust ekki til starfs-
manna í skilningi laga um Þróunarsjóð og ættu
þar af leiðandi ekki forkaupsrétt að eignarhlut
í félögunum, eins og starfsmenn og hluthafar
eiga eftir að stjórn sjóðsins hefur samþykkt
tilboð í eignarhluti sjóðsins í fyrirtækjum. í
framhaldinu myndi hann skrifa þessum aðilum
og tilkynna þeim þessa niðurstöðu.
Þróunarsjóður hefur selt eignarhluti sína í
níu fyrirtækjum á undanförnu tveimur og hálfu
ári. Farið hefur verið eftir lista frá fyrirtækjun-
um yfir starfsmenn og hluthafa þegar leitað
hefur verið eftir því hvort þessir aðilar vildu
nýta sér forkaupsréttinn. í tilviki Búlandstinds
og Meitilsins var spurst sérstaklega fyrir um
það hvort stjórnarmenn teldust til starfsmanna
og ættu einnig forkaupsrétt. Að höfðu samráði
við lögfræðing var þeirri fyrirspum svarað ját-
andi án þess að stjórn sjóðsins væri höfð með
í ráðum og var stjórnarmönnum því ásamt
starfsmönnum og hluthöfum sent bréf þar sem
þeim var boðinn forkaupsréttur að bréfunum.
Þrír af fimm stjórnarmönnum í Búlandstindi,
þeir Ámi Benediktsson, formaður Vinnumála-
sambands samvinnufélaganna, Einar Kristinn
Jónsson hagfræðingur og Gunnar Birgisson
hagfræðingur nýttu sér forkaupsréttinn og einn
stjórnarmaður í Meitlinum, Geir Magnússon,
forstjóri Olíufélagsins hf. í framhaldinu komu
upp efasemdir um það í stjórn Þróunarsjóðs
að þessum aðilum bæri forkaupsréttur og var
þá ákveðið að kalla eftir lögfræðiáliti þar að
lútandi.
38 í 35 og 5 í 4
Niðurstaða lögfræðiálitsins þýðir að þeim
aðilum sem Þróunarsjóður viðurkennir að eigi
forkaupsrétt að eignarhlutnum í Búlandstindi
fækkar úr 38 í 35 og í Meitlinum úr fimm í
fjóra. Um er að ræða 70 milljóna króna eignar-
hlut í Búlandstindi á genginu 1,15 og 119,3
milljóna króna eignarhlut í Meitlinum á nafn-
verði. í fyrra tilvikinu koma því hlutabréf að
nafnvirði tvær milljónir króna í hlut hvers og
eins sem nýtti sér forkaupsréttinn, að því til-
skildu að forkaupsréttarhöfum fjölgi ekki, en
Mata hf. og 22 tengdir aðilar hafa höfðað mál
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem þess er
krafist að forkaupsréttur verði viðurkenndur. í
síðara tilvikinu koma hlutabréf að nafnvirði
29,8 milljónir króna í Meitlinum í hiut hvers
og eins.
Hlutafjárútboði Flugleiða hf. lokið
Allt seldist til for-
kaupsréttarhafa
ALLT nýtt hlutafé í hlutafjárútboði
Flugleiða seldist upp til forkaups-
réttarhafa, en um er að ræða 250
milljónir króna að nafnvirði á geng-
inu 2,80. Eiginfjárstaða félagsins
styrkist því um sem nemur 700
milljónum króna, en um síðustu
áramót var eigið fé Flugleiða 5,3
milljarðar króna.
Tímabili hluthafa til að nýta sér
forkaupsrétt að hlutabréfum í fé-
laginu lauk á þriðjudag. Hefðu for-
kaupsréttarhafar ekki nýtt sér for-
kaupsréttinn hefði það verið selt á
almennum hlutafjármarkaði á
genginu 3,10.
Þota seld fyrir áramót
í frétt frá Flugleiðum af þessu
tilefni kemur fram að samningar við
tilboðsgjafa vegna sölu og endur-
leigu á einni af Boeing 757-200
þotum félagsins gangi vel. Stefnt
er að því að frá málinu verði gengið
fyrir árslok. Talið er að hagnaður
af sölu vélarinnar muni nema 400
milljónum króna og eiginfjárstaða
félagsins muni batna sem því nemur.
Verðbréfastofan
hf. tekur til starfa
NÝTT verðbréfafyrirtæki, Verð-
bréfastofan hf., hefur tekið til
starfa á Suðurlandsbraut 20.
Fyrirtækið mun bjóða upp á al-
menna verðbréfaþjónustu, þ.á m.
verðbréfamiðlun, sölu á erlend-
um verðbréfasjóðum og fjár-
vörslu.
Fram kemur i frétt að Verð-
bréfastofan sé sjálfstætt og óháð
fyrirtæki sem hvorki tengist
banka né muni starfrækja eigin
hlutabréfa- eða verðbréfasjóði.
Þetta tryggi viðskiptamönnum
óháða ráðgjöf, en með samningi
við önnur verðbréfafyrirtæki geti
Verðbréfastofan boðið til sölu
hluti í verðbréfasjóðum og hluta-
bréfasjóðum.
Fyrirtækið er í eigu 30 ein-
staklinga og fyrirtækja, en inn-
borgað hlutafé er 86 milljónir
króna. Framkvæmdastjóri Verð-
bréfastofunnar er Jafet S. Ólafs-
son, en starfsmenn eru fjórir í
byijun.
Milljarður seldist í útboði spariskírteina
Avöxtun langtíma-
verðbréfa lækkar
MIKIL eftirspurn var eftir spariskír-
teinum í útboði Lánasýslu ríkisins á
miðvikudag. Alls bárust 48 tilboð að
íjárhæð tæplega 1,8 milljarður króna,
en tekið var tilboðum að fjárhæð 990
milljónir. Langmest eftirspum var
eftir skírteinum til 20 ára og seldust
slík skírteini fyrir um 947 milljónir,
en til samanburðar nam sala þeirra
371 milljón í útboðinu í október og
einungis 86 milljón í september.
í útboðinu kom fram lækkun á
ávöxtunarkröfu spariskírteina í sam-
ræmi við þá þróun sem verið hefur
á Verðbréfaþingi undanfarið. Nam
meðalávöxtun spariskírteina til 20
ára 5,49% samanborið við 5,54% í
útboðinu í lok október. Þá voru skír-
teini til 10 ára seld með 5,74% með-
alávöxtun borið saman við 5,8% í
október.
Pétur Kristinsson, hjá Lánasýslu
ríkisins, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að nú virtist það vera að ræt-
ast sem sagt hefði verið í sumar
eftir stóra innköllun á spariskírteina-
flokkum frá 1986. „Hluti af þeim 5
milljörðum sem þá skiluðu sér ekki
á ný í spariskírteini virðist vera að
koma til baka. Ég held að fjárfestar
séu að átta sig betur og betur á því
hversu hagstætt það sé að kaupa
verðtryggð bréf til svo langs tíma
með jafnháum vöxtum," sagði hann.
Ávöxtun húsbréfa lækkar
Ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur
einnig lækkað að undanfömu. Hún
var 5,78% í lok október en var í gær
5,69% hjá Landsbréfum. Þetta jafn-
gildir tæplega 1% hækkun á verði
bréfanna.
Gullverð
ekki lægra
frá 1994
London. Reuter.
GULL heldur áfram að lækka
í verði og seldist únsan á
372,20 dollara á fimmtudag,
lægsta verði síðan 15. apríl
1994. Spáð er meiri verð-
lækkunum.
„Gullið réttir ekki úr kútn-
um nema veruleg lækkun
verði á Dow-vísitölunni eða
dollarinn lendi í erfiðleikum,"
sagði sérfræðingur í London.
Traust manna á gulli hefur
beðið hnekki að undanförnu
af ýmsum ástæðum. Ein
ástæðan er orðrómur um að
evrópskir seðlabankar kunni
að selja gull úr varasjóðum
til að fullnægja skilyrðum
fyrir aðild að evrópsku mynt-
bandalagi.
Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn, IMF, hyggst selja fímm
milljónir únsa, ef ekki tekst
að afla fjár með öðru móti
til stuðnings fátækustu ríkj-
um heims.
Svisslendingar minnki
gullbirgðir
Fulltrúi í stjóm svissneska
landsbankans telur að Sviss-
lendingar eigi að minnka um
40% gullbirgðir sem eru
notaðar til að styrkja sviss-
neska frankann. Þar með eru
taldar auknar líkur á því að
óhreyfðar gullbirgðir verði
seldar eða lánaðar.
Sérfræðingar telja að
seðlabankar og aðrar fjár-
málastofnanir eigi yfir
35.000 tonna af gulli í vara-
sjóðum og er megnið af því
óvirkt.
Obreyttur
framleiðslu-
kvóti OPEC
Vín. Reuter.
OLÍURÁÐHERRAR OPEC-
ríkjanna hafa náð samkomu-
lagi um nýjan og óbreyttan
framleiðslukvóta næstu sex
mánuði í von úm að verð
haldist hátt þótt írakar fái
líklega að hefja aftur útflutn-
ing.
Samkomulag um að há-
marksframleiðsla verði áfram
25.03 milljónir tunna á dag
til júníloka var kunngert í lok
fundar Samtaka olíusöluríkja
(OPEC) í Vín.
Olíuverð hélzt óbreytt eftir
tilkynninguna eða tæplega
22,90 dollarar tunnan.
Úrslitaþýðingu hefur að
framleiðsla helzta olíuútflytj-
enda heims, Saudi-Araba,
verður eftir sem áður 8,0
milljón tunnur á dag.
fróðleikur
f östudbgum
sveröar kynningar alla föstudaga
JNýherji býður nú viðskiptavinum sinum til sérstakra
fræðslustunda alla föstudaga frá kl. 13:00-18:00. Á
hverjum föstudegi verður tekið fyrir ákveðið svið í
tengslum við tölvu- og skrifstofubúnað. Gestum gefst
tækifæri til að kynnast helstu nýjungum og ræða
við sórfræðinga Nýherja á víðkomandí sviði.
PowerShot 600
stalrana myndavélin
Canon
í dag kynnum við PnwerShot 600, staírænu myndavélina
írá Canon sem býður meiri myndgæfli en sambærilegar vélar.
Kynningin fer íram í verslun Nýherja að
Skaftahlíð 24 cg stendur frá kl. 13:00-
18:00 ng eru allir velkumnir.
PDwerShot 600 tengist hvaða PC tölvu
sem er. Vélin notar enga filmu heldur
vistar allt að 900 myn'dir á sérstakan
disk. Engin filmu-né framköllunar- Skaftahlíð 24 - Sími 569 7700
NÝHERJI
kostnaður.
http://www.nyherji.is