Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 19

Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 19 METHÆKKUN DOW JONES Dow Jones vísitalan yfir helstu hlutabréf í iðnfyrirtækjum náði sögulegu hámarki í byrjun vikunnar, en hlutabréf í traustustu fyrirtækjunum hafa hækkað um meira en 25% það sem af er þessu ári. Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og Asíu hækkuðu einnig í kjölfar hækkunarinnar í New York. 6.800 6.600 6.400 6.200 6.000 5.800 Dow Jones 16.00 GMT Nóvember 1996 DAX 30 4.200 n 4.100 4.000 3.900 3.800 FT-SE100 Nóvember 1996 14.000 n 13.500 13.000 12.500 12.000 Hang Seng Nóvember 1996 7.000 6.000 5.000 - 4.000 DOW JONES VÍSITALAN SÍÐAN 1987 3.000 - 2.000 - 1.000 ,Svarti mánudagurinn“ Innrásíraka ÍKuveit 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 19% REUTERS VW hafnar kröfu Opels um að reka yfirmann Fullyrt að Volkswagen eigi í leynilegum viðræðum við GM um sættir Frankfurt. Reuter. VOLKSWAGEN hefur hafnað kröfu keppinautarins Opel, Þýzka- landsdeildar General Motors, um að háttsettur höfuðpaur iðn- njósnamáls verði rekinn. Opel sagði að reka yrði mann- inn, Jose Ignacio Lopez de Arri- ortua framleiðslustjóra, áður en til greina kæmi að íhuga lausn á deilunni án afskipta dómstóla. Talsmaður VW sagði að krafan væri óaðgengileg og ekki mætti setja fram fyrirfram skilyrði fyrir viðræðum um málarekstur Opels og General Motors gegn Volkswagen í Bandaríkjunum. Úrskurður í Detroit Opel bar fram kröfu sína um brottvikningu Lopezar þegar dóm- ari í Detroit, miðstöð GM, ákvað að leyfa bílaframleiðandanum að fylgja eftir ákærum gegn Lopez og öðrum yfirmönnum VW, þeirra á meðal Ferdinand Piech stjórnar- formanni, um fjárkúgunarstarf- semi. Úrskurður dómarans varð til þess að hlutabréf VW í Evrópu lækkuðu í 601,25 mörk úr 639 mörkum. Opel vísaði á bug vangaveltum um að fyrirtækið ætti í viðræðum við VW um samkomulag um mála- ferlin. Auk kröfunnar um brottvikn- ingu Lopezar voru ítrekaðar kröf- ur frá því í ágúst 1993 þegar Lopez hafði hætt störfum GM. Meðal annars er krafizt að æðstu stjórnendur VW biðjist afsökunar og að greiddar verði skaðabætur, en ekki er tilgreint hve miklar. Samkvæmt fullyrðingum þýzka tímaritsins Der Spiegel á Volkswagen í leynilegum samn- ingaviðræðum við General Motors um sættir í málaferlunum. Spiegel hermir að formaður eftirlitsstjórn- ar VW, Klaus Liesen, hafi rætt við John Smale úr stjórn GM í Detroit um lausn á lagaþrætunni. Höfuðpaur málsins, de Arri- ortua, hefur sætt rannsókn vegna ásakana um að hafa tekið með sér trúnaðarskjöl frá Opel-deild GM og einnig GM þegar hann gekk til liðs við VW 1993. Tímaritið segir að VW vilji semja við GM vegna þess að nýleg- ir dómsúrskurðir í málinu hafi ekki verið fyrirtækinu í vil og búizt sé við að nýir dómar í Bandaríkj- unum mun i kosta fyrirtækið marga milljarða dollara. VW telur einnig að fram- kvæmdastjórar GM í Bandaríkjun- um séu fúsari að komast að sam- komulagi en stjórnir GM og Opels í Þýzkalandi sem hafa verið við- riðnar málaferlin. Nokkrir ósigrar VW Volkswagen hefur beðið nokkra ósigra fyrir dómstólum f baráttu sinni við GM og bandarísk yfir- völd, sem hófu sjálfstæða rann- sókn á ásökunum um iðnnjónir. Talsmaður lögfræðings Lopez hefur sagt að dómstólar hafi úr- skurðað að afhenda verði banda- rískum yfirvöldum viss skjöl, ef bandaríska alríkislögreglan, FBI, eða bandaríska dómsmálaráðu- neytið fari fram á það. Dómsmálaráðuneytið hefur vilj- að fá að sjá skjöl um Lopez og fleiri skjöl í máli gegn keppinaut VW, Opel AG. VW hefur ekki viljað afhenda skjöl á þeirri forsendu að það stríði gegn mannréttindum Lopez og annarra og þýzkir dómstólar eigi að hafa lögsögu í málinu í heild. Minni sala vörubíla Renault París. Reuter. FRANSKI bílaframleiðandinn Ren- ault hefur skýrt frá því að tap vegna minnkandi sölu flutningabifreiða verði meira en búizt hafí verið við, en sala á fólksbílum haldi áfram að aukast, þó svo að margir bílar séu seldir með afslætti. Renault segir að bílasala á þriðja ársfjórðungi hafí aukizt um 5,33% í 33.329 milljarða franka eða um 560 milljarða króna, en sala á flutn- ingabílum minnkað um 10,1% í 6.358 milljarða franka. Sérfræðingar eru yfírleitt sam- mála um að tölumar séu betri en búast hafi mátt við. Þeir sögðu að um verulega verð- lækkun virtist vera að ræða, en Renault væri ekki eina fyrirtækið sem reyndi að örva sölu á stöðnuð- um bílamarkaði Evrópu. S k i p h o It i 37 sími 569 7600 Bréfsími 588 8701

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.