Morgunblaðið - 29.11.1996, Side 20

Morgunblaðið - 29.11.1996, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ UR VERIIMU ERLENT Árni Friðriksson er nú í árlegum síldarleiðangri Morgunblaðið/Stefán Ólafsson SALTAÐ hefur verið í um 16 þúsund tunnur af síld, þar af um 6.500 tunnur af flökum. Mladic lætur af íslenski sfldarstofninn er í mjög góðu ástandi „ÞAÐ, sem við höfum í höndunum nú, bendir til þess að síldarstofninn sé í góðu ástandi, eins og reiknað hafði reyndar verið með. Við gerð- um ráð fyrir að stofninn væri ríf- lega 500 þúsund tonn pg mér sýn- ist að það geti alveg staðist nokkuð vel. Þetta er mjög í takt við það, sem við máttum búast við og ekk- ert bendir til þess að síldarstofninn sé ofveiddur hér við land,“ sagði Páll Reynisson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, í samtali við Verið í gær þar sem hann var stadd- ur um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni inni á Skjálfanda í ár- legum síldarleiðangri Hafrann- sóknastofnunar. Skip Hafrannsóknastofnunar lagði í síldarleiðangurinn í beinu framhaldi loðnuleiðangurs þann 18. nóvember sl. frá Reyðarfirði og gerði Páll ráð fyrir því að vika til tíu dagar væru eftir. Framhaldið færi m.a. eftir veðri og öðrum að- stæðum. Aðalverkefnið er að mæla stofnstærð hrygningarstofns síldar- innar og síðan að kanna smásíld- ina, sem kemur inn í hinn eiginlega veiðistofn seinna meir. „Búið er að mæla stórsíldina fyrir austan land og það lítur mjög vel út með hana þó endanlega sé ekki búið að vinna úr niðurstöðunum. Nú erum við að Talið er að stofn- inn sé ríf'lega 500 þúsund lestir bytja á því að kanna smásíldina inni á fjörðum og flóum norðan- og vestanlands.“ Síldin er norðar en venjulega Nákvæmlega sömu aðferð er beitt við stofnstærð síldar og loðnu, svokölluðum bergmálsmælingum. „Við byggjum talsvert á þeim upp- lýsingum, sem við höfum í höndun- um, um hvaða svæði talin eru líkleg- ust og síðan er farið á staðinn og síldin mæld með bergmálstækni, eins og loðnan. Við höfum því verið að mæla á sömu stöðum og skipin eru að veiða síldina á og að þessu sinni hefur hún mest verið að fást í Héraðsflóadjúpi, Norðfjarðardjúpi og Seyðisfjarðardjúpi þó hún hafi einnig verið talsvert á flökti því í haust varð hennar fyrst nokkuð vart í Berufjarðarál án þess að þar hafi mikið veiðst. í fyrra hélt síldin sig mikið í Litla-dýpi og í Hvalbaks- hallanum. Við höfum einnig verið að kanna kantinn suður með Aust- fjörðunum, Hvalbakshallann og fjörurnar frá Stokksnesi og vestur að Ingólfshöfða, Hornafjarðardjúp- ið og Breiðamerkurdjúpið, þar sem var smásíld." Elur allan sinn aldur hér við land Páll segir að ekki hafi orðið vart stórsíldar inni á fjörðum undanfarin ár, eins og var gjarnan hér áður fyrr. Um það bil tíu ár eru liðin síðan síldin fór að færa sig hægt og rólega út úr fjörðunum og er nú alfarið komin þaðan nú. „Það er aldrei að vita hvað hún gerir næst enda allt á huldu með af hveiju hún færir sig svona á milli staða. Hér fyrir nokkrum árum hélt hún sig í djúpunum við Suðausturland, á Breiðamerkur-, Hornafjarðar- og Lónsdjúpi, en í seinni tíð hefur hún verið að fikra sig norðar út af Aust- fjörðum og er nú komin alla leið norður í Héraðsflóa, eins norðarlega og hún fer,“ segir Páll. Hér er um að ræða alíslenskan síldarstofn, svokallaða íslenska sumargotssíld, sem er alls óskyld norsk-íslenska síldarstofninum. Þetta er síld, sem hrygnir við ís- landsstrendur og elur allan sinn aldur hér við land. Síldarvertíðin stendur yfirleitt frá október og fram í janúar. Reuter Biðja fyrir Móður Teresu MÓÐIR Teresa, nunnan frá Kalkútta, sem hlaut friðarverð- laun Nóbels vegna starfa sinna í þágu bágstaddra, berst fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi en hún á við hjartakvilla. Indversk götu- börn, skjólstæðingar nunnunnar 86 ára, báðu fyrir henni í gær. Friðsamlegt þjóð aratkvæði þrátt fyrir hótanir París. Reuter. ALSÍRBÚAR gengu í gær til um- deildrar þjóðaratkvæðagreiðslu um uppkast að stjórnarskrá, sem mundi meina heittrúuðum múslimum að komast til vaida. Stjórnvöld í Alsír sögðu að kosningaþátttaka hefði ver- ið mikil og allt farið friðsamlega fram þrátt fyrir áskoranir stjórnarand- stöðunnar til almennings um að hundsa atkvæðagreiðsluna. Herskáasta skæruliðahreyfing múslima í Alsír, GIA, skoraði á fólk að fara ekki á kjörstað og hótaði að skera hvern þann á háls, sem færi út úr húsi á kjördag. Þremur klukkustundum eftir að kjörstaðir voru opnaðir höfðu 23% kjósenda greitt atkvæði, að sögn inn- anríkisráðuneytisins. Heitir að virða niðurstöðu Liamine Zeroual, forseti Alsírs, kaus snemma og hét því að virða niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. „Alsírska þjóðin er fullvalda," sagði Zeroual brosandi. „Það ber að lúta vilja hennar.“ Mikil öryggisgæsla er vegna kosn- inganna. Kjörstaðir eru alls 35 þús- und og eru flestir í skólum, sem hefur verið lokað og nánast breytt í virki. Atkvæðagreiðslan snýst um það hvort banna eigi heittrúuðum múslimum að leita valda í hinu póli- tíska kerfi. í stjórnarskrárdrögunum er kveðið á um að stjórnmálamenn megi ekki heyja kosningabaráttu á forsendum trúar, tungu, mismunun- ar kynja eða svæðisbundins mismun- ar. Segja jafngilda einræði Stjórnarandstöðuflokkarnir segja að verði stjórnarskrárbreytingarnar samþykktar jafngildi það því að festa einræði í sessi. Yfirvöld í Alsír aflýstu kosning- unum 1992 þegar ljóst virtist að múslimar mundu bera sigur úr být- um. Frá því að horfið var frá fyrir- heitinu um að leggja niður eins flokks kerfið og taka upp margra flokka kerfi hafa 60 þúsund manns látið lífið í átökum róttækra múslima og stjórnarhersins. Zeroual er fyrrverandi herforingi og vonast til að kosningaþátttaka nái 75% eins og í atkvæðagreiðslu á síðasta ári þegar samþykkt var að hann sæti áfram í embætti. Sérfræðingar og stjórnarerindrek- ar benda hins vegar á að þær vonir, sem fólk gerði sér um breytingar á síðasta ári, hafi að engu orðið þegar ofbeldið hélt áfram og efnahags- þrengingarnar jukust vegna krafna erlendra lánardrottna um umbætur. Borgey á Höfn á fullu í síldarfry stingu og söltun „VIÐ erum á fullu bæði í frystingu og söltun og höfum alla tíð verið mikið í hvoru tveggja. Við erum að taka í gagnið nýja vinnslulinu fyrir loðnu og síld sem gerir það að verkum að við erum með heldur minni vinnslugetu í frystingunni það sem af er vertíðinni, á meðan breytingarnar standa yfir. Hluti af nýrri vinnslulínu eru þrír nýir síldar- flokkarar, sem bæði eru afkasta- meiri og nákvæmari en þeir sem voru fyrir. Afköstin fara smám saman að aukast úr þessu á ný og verða smám saman að aukast fram í janúar. Þrátt fyrir þetta umstang, má gera ráð fyrir að við verðum að vinna svipað magn á þessari síld- arvertíð og undanfarin ár sem hefur verið 18 til 20 þúsund tonn af hrá- Áætla að vinna 18-20 þúsund tonn af síld til manneldis efni upp úr sjó á ári,“ sagði Halldór Ámason, framkvæmdastjóri Borg- eyjar hf. á Höfn. Af um 200 starfsmönnum hjá Borgey hf. starfa nú 140 til 150 við síldarsöltun og síldarfrystingu. „Síldin er mál málanna hjá okkur í dag. Við höfum yfirleitt byijað að vinna síld í septembermánuði, en að þessu sinni byijuðum við óvenju seint eða ekki fyrr en um miðjan október og reiknum með að verða í síldinni fram í janúar. Venju- lega er unnið átta tíma á dag, en flökunarvélar eru nýttar allan sólar- hringinn. Við erum með tvö skip í viðskiptum, Húnaröstina SF og Grindvíking GK. Veiðin hefur geng- ið þokkalega og það er bara bjart yfir mönnum." Halldór segir að öll síldarvinnsla Borgeyjar byggist á manneldis- vinnslu og hafi gert það til margra ára. Bræðslan taki fyrst og fremst við afskurði og því sem ekki væri hægt að vinna til manneldis. Helstu markaðir fyrir frysta síld frá Borg- ey eru Pólland, Þýskaland, Frakk- land, Bretland, Belgía, Nígería og Japan. Saltað hefur verið í um 16 þúsund tunnur hjá Borgey, þar af um 6.500 tunnur af flökum. stjórn hersins Pale, Reuter. RATKO Mladic hershöfðingi lét í gær af forystu hersveita Bosníu- Serba. Lauk þar með harðvítugri valdabaráttu, sem óttast var að gæti leitt til nýs borgarastríðs í Bosníu Við starfi Mladics tekur Pero Colic, sem pólitískir leiðtogar Bosn- íu-Serba skipuðu yfirmann hersins fyrr á árinu. Mladic og nánustu samstarfsmenn hans sættu sig þá ekki við að verða lækkaðir í tign, neituðu að lúta stjórn hans og sett- ust að í aðalstöðvum hersins í Han Pijesak. Mladic er eftirlýstur fyrir stríðs- glæpi. Búist er við að hann reyni að komast hjá handtöku og að þurfa svara fyrir glæpi sína í Bosníustríð- inu 1992-95 hjá srtíðsglæpadóm- stólnum í Haag. Mladic stýrði hersveitum Bosníu- Serba í Bosníustríðinu 1992-95. Með afsögn Mladics er að vissu leyti sigur fyrir Radovan Karadzic, fyrr- Ratko Mladic hefur loks látið undan þrýstingi og látið af stjórn hers Bosníu-Serba. verandi pólitísks leiðtoga Bosníu- Serba, sem reyndi að knésetja hann í fyrra. Karadzic er sagður hafa mikil áhrif á stjórn Biljana Plavsics, 1 forseta Bosníu-Serba, á bak við | tjöldin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.