Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 22

Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Aðhaldi mótmælt ELLILAUNAÞEGI hrópar slag- orð gegn ríkisstjórninni í Grikk- landi á útifundi í Aþenu á mið- vikudag. Sólarhringslangt alls- herjarverkfall var í landinu í gær til að mótmæla aðhaldsaðgerðum sem boðaðar eru í fjárlagafrum- varpi sósíalistasljórnar Costas Simitis og lamaðist starfsemi opinberra stofnana að mestu. Bændur lokuðu vegum norðan við borgina með 2.000 dráttarvél- um og kröfðust hærri niður- greiðslna. Efnahagsmálaráðherrann, Yannis Papandoniou, segir að aðhaldsaðgerðirnar verði þær róttækustu í 15 ár. Markmiðið er að Grikkland geti uppfyllt skilyrði fyrir þátttöku í EMU, efnahags- og myntbandalagi Evrópusambandsins, árið 2001. Reuter Rússar viðurkenna þjóðaratkvæðagreiðsluna í Hvíta-Rússlandi Gamla þinginu úthýst og Lúkasjenko herðir tökin Stjórnarskrárdómstóllinn virðist hættur við að hindra áform forsetans Mínsk. Reuter. LÖGREGLA Alexanders Lúkasj- enkos, forseta Hvíta-Rússlands, kom í gær í veg fyrir að fulltrúar á gamla þinginu gætu komist inn í fundarsalinn í Mínsk sem þeir hugðust nota. Meirihluti þing- manna hefur þegar gengið í lið með forsetanum. Rússar gáfu í gær í skyn að umdeild þjóðarat- kvæðagreiðsla um Iiðna helgi, þar sem Lúkasjenko tryggði sér lengra kjörtímabil og stóraukin völd, hefði verið lögmæt. Talsmenn Evrópuráðsins hafa lýst stuðningi við gamla þingið og Öryggis: og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hafði áður lýst atkvæðagreiðsluna ógilda vegna misnotkunar forset- ans á völdum sínum í aðdraganda hennar. Þingmennimir sem styðja for- setann hafa farið að tilmælum hans og myndað nýtt og fámenn- ara þing, fulltrúadeild, og verður síðar búin til efri deild. Völd Lúkasjenkos tryggð Ljóst þykir að Lúkasjenko hafi nú tryggt völd sín og hugðist hann undirrita við hátíðlega athöfn nýju stjórnarskrána, sem samþykkt var í þjóðaratkvæðinu, í gær að við- stöddum fulltrúm erlendra ríkja. Fréttastofan Interfax í Rúss- landi hafði eftir ónafngreindum talsmanni í Kreml að ástæðulaust væri að telja þjóðaratkvæðið hafa verið brot á stjórnarskránni. At- hygli hefur einnig vakið í Hvíta- Rússlandi að stjórnarskrárdóm- stóllinn, sem áður stóð í miklum deilum við Lúkasjenko, virðist ekki ætla að þybbast við og reyna hindra áform forsetans. Lögreglan leyfði þingmönnun- um aðeins að fara inn til að ná í eigur sínar og tæma skrifborð. Sumir þingmanna voru reiðir Rússum og sögðu þá hafa treyst stöðu Lúkasjenko með afstöðu sinni. Kennslustund í rússnesku lýðræði „Hvíta-Rússland hefur fengið kennslustund í rússnesku lýðræði. Moskvustjórnin hefur svikið hug- myndirnar um þingræði og í stað- inn lagt lag sitt við einræðisríki,“ sagði Víktor Gontsjar, sem var formaður kosninganefndar fyrir þjóðaratkvæðið en rekinn úr emb- ætti af Lúkasjenko áður en það var haldið. Aðrir fullyrtu að klíka væri að taka öll völd í landinu og hefði beitt til þess fölsunum á úr- slitum atkvæðagreiðslunar. Forsetinn sagði rúm 70% kjós- enda hafa stutt tillögur sínar en ekkert eftirlit var haft með kosn- ingunum af hálfu hlutlausra aðila. London áfram helzta fjár- málamiðstöðin London. Reuter. LONDON verður áfram helzta fjármálamiðstöð Evrópu, jafnvel þótt Bretland standi utan Efna- hags- og myntbandalags Evrópu (EMU), að mati hátt setts emb- ættismanns Englandsbanka. „Ef sterlingspundið verður fyr- ir utan, verður evróið að mörgu leyti eins og hver önnur erlend mynt og í London hafa menn stað- ið sig einkar vel í að verzla með annarra manna gjaldmiðla árum saman,“ sagði Stephen Collins, yfirmaður gengisstöðugleika- deildar Englandsbanka á ráð- stefnu um EMU. Collins sagði að innan við 10% af gjaldeyrisviðskiptum í London væru í gjaldmiðlum ríkja, sem búizt væri við að tækju þátt í EMU frá upphafi í ársbyrjun 1999, miklu lægra hlutfall en á gjaldeyrismörkuðum í Frankfurt og París. Upptaka evrósins myndi því hafa hlutfallslega minni áhrif á London sem fjármálamiðstöð en á París og Frankfurt. „Við erum ekki skeytingarlaus- ir um þróunina og margt þarf að gera, en við höfum góða ástæðu til að ætla að City [fjármála- hverfi London] verði áfram helzta fjármálamiðstöð Evrópu, hvort sem við erum innan eða utan EMU,“ sagði Collins. „Ef það tekst að smala evróinu saman, ætti það að leiða af sér aukin efnahagsleg umsvif, sem allar fjármálamiðstöðvar í Evrópu munu hagnast á, hvort sem þær eru innan eða utan EMU.“ FORSVARSMENN Englandsbanka te\ja að gjaldeyrismarkaður- inn í London muni halda sínu þótt Bretland verði utan EMU. Áhyggjur af aðgangi að TARGET óþarfar Collins vísaði á bug áhyggjum, sem hafa verið áberandi meðal brezkra bankamanna um að það myndi koma illa niður á London ef brezkar fjármálastofnanir fengju ekki aðgang að TARGET, sameiginlegu greiðslumiðlunar- kerfi evrópskra banka. Bankar í Frakklandi og Þýzkalandi hafa barizt gegn því að fjármálastofn- anir i þeim ríkjum ESB, sem verða utan EMU, fái fullan aðgang að greiðslumiðlunarkerfinu. Collins sagði að gjaldeyris- markaðinum í London hefði tekizt að ná til sín stórum hluta af heimsviðskiptum í bæði dollurum og mörkum án þess að sambæri- leg greiðslumiðlunarkerfi væru til í Bandaríkjunum eða Þýzkalandi. Að mati Collins er mikilvægt að Bretland reki trausta efna- hagsstefnu, standi það utan EMU, þar á meðal peningamála- stefnu sem miði að stöðugu verð- lagi. „Það myndi bæði eyða grun- semdum á evró-svæðinu um að við hygðumst ná forskoti í sam- keppninni með því að breyta genginu og myndi að sjálfsögðu líka vera skynsamleg stefna hvernig sem á málið er litið,“ sagði hann. Frakkar fengu aðstoð BRESKUR embættismaður, sir William Cook, lak mikil- vægum upplýsingum um vetn- issprengjusmíð Breta til Frakka snemma árs 1967, að sögn fransks vísindatímarits, La Recherche. Gerðist þetta í samtölum við franska sendi- ráðsmenn í London og ritið segir að þótt aðeins hafi verið um örstutt, munnleg skilaboð að ræða hafi þau nægt til að koma Frökkum á rétta sporið. Þeir sprengdu sína fyrstu vetnissprengju 1968, tíu árum seinna en Bretar. Líklegt er talið að Harold Wilson, forsætisráðherra Breta, hafi með aðstoðinni reynt að fá Charles de Gaulle Frakklandsforseta til að láta af andstöðu við inngöngu Bretlands í Efnahagsbanda- lagið, forvera ESB. De Gaulle hvikaði þó hvergi. Vagnorius tekur við GEDIMINAS Vagnorius var í gær kjörinn for- sætisráð- herra nýrra ríkisstjórnar hægrimanna í Litháen með 95 atkvæðum en 141 sæti eru á þingi. Ráð- herrann er í Föðurlandssam- bandi sjálfstæðishetjunnar Vytautas Landsbergis sem tal- ið er að verði forseti þingsins. Heilagt vatn hættulegt TÍMARIT breskra kaþólikka, Catholic Herald, segir að heil- agt vatn, sem trúaðir sæki til ýmissa staða í heiminum og stökkvi á sjúka ættingja í von um að þeim batni, sé oft stór- hættulegt. Ritið hefur eftir hjúkrunarfræðingi að í vatninu séu framandi gerlar og oft sé auk þess ekki gætt hreinlætis við varðveislu þess. Vatnið geti valdið lífshættulegum sjúkdómum. Vilja niður- greiðslur ábrott BRESKI Verkamannaflokkur- inn hyggst leggja mikla áherslu á umbætur í landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins komist hann tii valda. Lögð verður fram róttæk áætlun um að af- nema í áföngum niðurgreiðslur og birgðasöfnun sem ætlað er að halda afurðaverðinu uppi. Veiðar verði takmarkaðar HÓPUR stjórnmálamanna, vís- indamanna og umhverfissinna í Bretlandi hvatti í gær til þess að dregið yrði úr veiðum á bræðslufiski í Norðursjó. í nýrri skýrslu er sagt að veiðarnar veiki mjög ýmsa veiðistofna sem notaðir eru til manneldis og lifa á fiskinum sem veiddur er í bræðslu. Vagnorius

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.