Morgunblaðið - 29.11.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 29.11.1996, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ í GAMLA frystihúsi Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, Vesturgötu 11 til 13, er nú unnið hörðum hönd- um að þvi að útbúa fullkomnustu kæligeymslur fyrir filmur sem völ er á. Kvikmyndasafnið til Hafnarfjarðar Skref inn í 21. öldina BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra og Ingvar Viktorsson, bæjar- stjóri Hafnarfjarðar, undirrituðu í gær samning um flutning Kvik- myndasafns Islands til Hafnarfjarð- ar. Til þessa hafa skrifstofur og skjaiasafn Kvikmyndasafnsins verið inni á gafli hjá Kvikmyndasjóði ís- lands og filmugeymslur verið í Þjóð- skjalasafni íslands. Með flutningun- um verða allar filmugeymslur, skjalavarsla og skrifstofur Kvik- myndasafnsins á sama stað - í gamla frystihúsi Bæjarútgerðarinn- ar, Vesturgötu 11 til 13, en þar er nú unnið hörðum höndum að því að útbúa fullkomnustu kæligeymsl- ur fyrir filmur sem völ er á. Auk þess tekur Kvikmyndasafnið við umsjón og rekstri Bæjarbíós við Strandgötu og skapast þannig möguleiki á að sýna klassísk meist- araverk úr kvikmyndasögunni. Samningurinn er til fimmtán ára. Við undirritun samningsins sagði Björn Bjarnason að með undirritun þessa samnings hefði kvikmynda- safninu verið búið hæfilegt starfs- umhverfi. „Það er von mín að þessi samningur verði íslenskri kvik- myndalist til framdráttar." Ingvar Viktorsson tók undir orð Björns og sagði að það væri Hafnar- fjarðarbæ mikil ánægja að taka á móti safninu. „Kvikmyndagerð hef- Morgunblaðið/Árni Sæberg BJORN Bjarnason menntamálaráðherra og Ingvar Viktorsson, bæjarsljóri Hafnarfjarðar, undirrita samninginn. ur ávallt verið í hávegum höfð í Hafnarfirði." Böðvar Bjarki Pétursson, safn- vörður Kvikmyndasafnsins, sagði að undirbúningstími fyrir þennan flutn- ing safnsins hefði verið styttri en búast hefði mátt við þó að stundum hafí honum þótt hlutimir ganga hægt. „Eriendur Sveinsson, fyrrver- andi safnstjóri Kvikmyndasafnsins, vann reyndar að því að fá safnið flutt í Hafnarfjörð á miðjum síðasta ára- tug en fékk ekki mikinn hljómgrunn á meðal ráðamanna. Undirbúningur okkar sem höfum leitt málið til lykta nú hófst fyrir þremur árum og hefur samstarfíð í alla staði gengið hratt og vel. Með flutningi Kvikmynda- safnsins í hið nýja húsnæði verður stigið stærra skref en nokkm sinni áður í varðveislu kvikmynda og kvik- myndasögulegra muna og má segja að Kvikmyndasafnið stígi nú skref inn í 21. öldina.“ ERTU AÐ FARA TIL UTLANDA? Ný glæsileg landkynningarbók til vina og viðskiptamanna 80 Ijósmyndir - 5 tungumál - verðiö kemur á óvart! Útsölustaðir um land allt almanaksútgáfa & náttúruljósmyndun Höfðabakka 3-112 Reykjavík - Sími 567 3350 - Fax 567 6671 Þingvellir - Þingvailavatn - Hornstrandir - Mývatn - Kverkfjöll Jökulsá á Breiðamerkursandi - Skaftafell Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1997 Hjartastaður og Kyrjálaeiði Steinunn Hannes Sigurðardóttir Sigfússon SKALDSAGAN Hjartastaður eftir Steinunni Sigurðar- dóttur og ljóðabókin Kyrjálaeiði eftir Hann- es Sigfússon eru til- nefndar til bókmennta- verðlauna Norður- landaráðs 1997. Fundur dómnefndar Norðurlandaráðs verð- ur að þessu sinni hald- inn í Reykjavík og verður tilkynnt að hon- um loknum 27. janúar nk. hver hlýtur verð- launin. íslensku dóm- nefndarmennirnir eru rithöfundarnir Sigurð- ur A. Magnússon og Jóhann Hjálm- arsson. Verðlaunin sem eru 350.000 danskar kr. verða afhent 3. mars í Ráðhúsinu í Osló. Fimm íslenskir verðlaunahafar íslenskir rithöfundar sem fengið hafa Norðurlandaráðsverðlaun eru: Ólafur Jóhann Sigurðsson fyrir ljóðasafnið Að brunnum (1976), Snorri Hjartarson fyrir ljóðabókina Haustmyrkrið yfir mér (1981), Thor Vilhjálmsson fyrir skáldsöguna Grámosinn glóir (1988), Fríða Á. Sigurðardóttir fyrir skáldsöguna Meðan nóttin líður (1992) og Einar Már Guðmundsson fyrir skáldsög- una Englar alheimsins (1995). Bókmenntaverðlaunum Norður- landaráðs hefur verið úthlutað frá 1962 og var sænski rithöfundurinn Eyvind Johnson fyrstur til að hljóta þau fyrir skáldsöguna Tími hans náðar. Bók eftir Steinunni Sigurðardótt- ur hefur áður verið tilnefnd tii Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs, skáldsagan Tímaþjófurinn (1988). Þetta er í fyrsta sinn sem bók eftir Hannes Sigfússon er lögð fram til verðlauna. Bókaútgáfan Brandur stofnuð STOFNUÐ hefur verið í Reykjavík Bókaútgáf- an Brandur. „Bókaút- gáfan Brandur mun fyrst og fremst beita sér fyrir því að úr- valsbækur frá öðrum málsvæðum en engil- saxneskum, jafnt bók- menntaverk sem al- mennur fróðleikur, komi út á íslensku“, segir í kynningu for- lagsins. Þýsk metsölubók Fýrsta bókin sem Brandur gefur út er þýska metsölubókin Góðar stelpur komast til himna, en sögn Guðbrands Gíslasonar eiganda slæmar hvert sem er eftir Ute og framkvæmdastjóra Brands. Ute Ehrhardt Ehrhardt í þýðingu Jónu Lísu Þorsteinsdóttur. Góðar stelpur komast til himna . . . hefur verið gefin út á fjórtán öðrum tungumálum og hvar- vetna vakið athygli og umræður. í bók Ute Ehrhardt sem er þýskur sálfræð- ingur er fjallað á fijáls- legan og ögrandi hátt um stöðu kvenna í sam- félaginu og þá ábyrgð sem konum ber sjálfum að axla til þess að tryggja að þær njóti sín sem best sem sjálf- stæðir einstaklingar, að Nýjar hljómplötur • FYRSTA geislaplata Karlakórs Reykjavíkur er komin út og heitir íslandslag. Á henni syngur kórinn 11 þekkt íslensk lög og fimm er- lend. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Kristinn Sigmundsson barítón syngja einsöng með kórnum auk þess sem ungur kórfélagi, Sigurður Haukur Gíslason þreytir frumraun sína í einu lagi. Undirleik annast þau Anna Guðný Guðmundsdóttir og Jónas Ingimundarson. Fyrirhugað var að Kristján Jóhannsson syngi einnig á plötunni, en ekki vannst tími til að ganga endanlega frá hans hluta fyrir útgáfuna. Karlakór Reykjavíkur var stofn- aður 3. janúar 1926 og fagnaði því 70 ára afmæli á þessu ári. Aðal- hvatamaður að stofnun kórsins var Sigurður Þórðarson tónskáld sem stjórnaði kórnum í 36 ár og hóf hann til vegs og virðingar. Aðrir helstu stjórnendur kórsins hafa verið þeir PáÚ P. Pálsson sém stjórnaði í 26 ár og núverandi stjórnandi Frið- rik S. Kristinsson. Karlakór Reykjavíkur hefur haldið tónleika í 25 þjóðlöndum og í 4 heimsálfum. Auk þess hefur hann sungið inn á fjölmargar hljómplötur. Útgefandi erJapis. Verð 1.999 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.