Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 33
BÓKMENNTIR
Sögur og kvæöi
SÖGUR OG KVÆÐI
úr öllum heimshornum. Efnisval og
þýðing: Ami Araason. Þýðing ljóða:
Hjörtur Hjartarson. Teikningar:
Anna Cynthia Leplar. Umbrot: Edda
Harðardóttir. Filmu- og mynd-
vinnsla: Prenthönnun ehf. Prentun:
Isafoldarprentsmiðja hf. Bókband:
Fiatey hf. Útgefandi: Barnabókaút-
gáfan 1996 104 síður.
ÞAÐ FULLYRTU gamlir að
heimskt væri heimaalið barn, áttu
við að öllum væri nauðsyn að kynn-
ast bjástri annarra, verklagi og
mennt, við að sýnast menn. Slíkt
víkki sjónhring, lyfti fólki hærra í
þroskans fjall. Þegar grannt er
Við sagnalindir
skoðað mun fólk kom-
ast fljótt að því að á
heimahlaði og utan
þess er mannskepnan
að glíma við sömu
gátuhnúta, sömu
girndir, sömu þrár, það
eru lausnirnar sem
breytilegar eru og því
hægt að draga af þeim
lærdóm. Þegar öllu er
á botninn hvolft er það
baráttan við að vera
manneskja sem öllu
varðar, - allt hitt eru
hækjur við þetta eitt.
Þetta vita skáld og
Árni Árnason
takist þeim að segja
sögu, svo hjörtu á
heimahlaði bjóði sig
fram sem „bókfell" er
víst að sagan á erindi
við heim allan. Oftast
eru þessar sagnir leift-
ur, örstuttar, lýsa upp
kjarnann og hann ein-
an. Við köllum slíkar
sögur dæmisögur því
þær eru ekki sögur um
einhvern eða eitthvað,
heldur sagan um mig
og >ig-
Árni skilur þetta og
fer vítt um lönd í leit
gersema sem okkur er hollt að
kynnast. Það er fljót sagt: Honum
hefír tekizt valið mjög vel og birtir
hér fjórtán sögur og tvö ljóð. Bók-
inni er skipt þannig að fyrst eru
sex sagnir af mönnum, tíu af dýr-
um. Allar benda þær óvægnar á
okkur og spyija:
„Ertu samur i ósk þinni og dáð?
Ertu herra þíns lífs eða
hégómans þræll?“
eins og Jóhannes úr Kötlum
spurði eitt sinn.
Bókin flytur þér dæmi um aula-
háttinn í bráðsnjallri sögu: Múllinn
og asninn; rætt er um afbrýðisemi;
þrána til umhyggju; hugleysingj-
ann; græðgina; hinn vinnandi lýð
og þann sem arðinn hirðir; hina
deilugjörnu; grobbið og margt, -
margt fleira. Ur mörgu er að velja,
- mörgu að draga lærdóm af. Því
fagna eg bókinni.
Þýðingar eru mjög góðar, á vönd-
uðu máli.
Próförk er ekki nógu vel lesin.
Eg kann ekkert í grænlenzku, en
annað hvort heitir hrottamennið
Eqquorsuaq eða Eqqorsusq en læð-
ist fram undir nöfnunum báðum á
síðu 29 og 30. Hitt veit eg, að í
tvígang er himinninn skráður í
nefnifalli á síðu 79 en á að vera í
þolfalli, það er himininn. Myndir eru
bráðvel gerðar enda ekki við öðru
að búast af listakonu sem Önnu.
Prentverk allt er vel unnið.
Sig. Haukur.
„Loksins bregð-
ur ljósi á“
BÓKMENNTIR
Itarnasaga
SKÓRNIR í GLUGGANUM
er gleðileg jólasaga. Höfundur: Lisa
Streeter Wenner. Myndir: Maribel
Gonzalez Sigurjóns. Þýðing: VUborg
Dagbjartsdóttir. Prentun og filmu-
vinna: Nörhaven A/S, Danmörk. Út-
gefandi: Mál og menning 1996.23
síður.
HÉR SEGIR frá því er sankti
Kláus tekur hrekkjalómana, ís-
lenzku jólasveinana, í læri, kennir
þeim góða siðu.
Þeir hírast í helli í Bláfjöllum,
eiga þar illa vist því kerlingin móð-
ir þeirra, Grýla, ver fyrir þeim pott
sinn, - krásirnar skal karl hennar,
Leppalúði, einn fá, ilmurinn verður
að nægja strákunum hennar þrett-
án og jólakettinum, sem söguna
segir. Aðeins einu sinni á ári eru
þeim opnaðar dyr að mannheimi,
og bregður það ljósi á hversu dólgs-
lega þeir fara um héruð, hrekkj-
andi, - ruplandi. Þeir eru hreinlega
að farast úr hungri, - beijast fyrir
eigin lífi, skinnin!
Sá er munur á þessari sögu og
þeirri er eg þóttist kunna, að höf-
undur lætur þá bræður, og köttinn
líka, ferðast í einum hópi. Það er
sjálfsagt gert til þess að sankti
Kláus geti náð til þeirra allra í einu.
Skáldi er jú allt leyfilegt. „Skóla-
stofan" er leið frá Bláfjöllum í
mannheim; veður eins og verst get-
ur orðið á ijöllum, meira að segja
hreindýrum sankti Kláusar fatast á
braut um himinhvolfið, steypast til
jarðar, og ekill og gjafir hans hljóta
slæma byltu. Þannig ber fundi
kennara og nema saman. Kennslu-
efnið er: Hamingja og góðvild. Slíku
SKREYTING Maribel Gonz-
alez Sigurjóns.
taki nær sankti Kláus á þeim kauð-
um, að þeir verða allir aðrir eftir:
VINIR BARNA OG BERA ÞEIM
GJAFIR í SKÓ!
í bókarlok eru rakin sérkenni ís-
lenzkra jólasveina, sagt að þrátt
fyrir bætta siðu, þá „ ... haldi
þeir sérkennum sínum og áhuga-
málum.“ Það þótti mér góð frétt,
því slíkur er þjóðrembingur minn
að mér eru þeir kærari en búðar-
þjónninn erlendi. Þýðing Vilborgar
er mjög góð enda kunna fáir betur
að segja barni sögu en hún.
Á blaðsíðu 15 segir meðal ann-
ars: „Pottaskefill greip í dindilinn á
einu hreindýrinu, ... “, hér hefði
mér þótt fleirtala fara betur. Það
er heldur ekki samræmi í ritun orðs-
ins sankti/santi, og valdi eg það
er oftar sást. Kannski er þarna
prentvillupúkinn að stríða? Myndir
eru hreint frábærar, ekki aðeins
litadýrð, heldur glettni einkenna
þær, og þarf list til, að eg sætti
mig við aðrar myndir af þeim köpp-
um en myndir Tryggva Magnússon-
ar við ljóðsögu Jóhannesar úr Kötl-
um. Prentverk allt vel unnið.
Sig. Haukur.
HEIMSFRIÐARSAMBAND
FJÖLSKYLDNA
I júli sl. var haldinn stofnfundur Heimsfriðarsambands fjölskyldna i Washington D.C., USA.
Pátttakendur komu viða að eða frá 148 löndum og kom fram mikill stuðningur við stofnun
slíkra samtaka og mikil hvatning kom frá gestum, eins og Georgs Bush og Gerald Ford,
fyrrverandi forsetum Bandarikjanna, mrs. Maureen Reagan og mrs. King (ekkju
dr. Martins Luther King) ásamt mörgum fyrrverandi þjóðarleiðtogum og öðrum, sem hafa
látið til sín taka á alþjóðavettvangi.
Nú stendur til að stofna Islands deild þessarar hreyfingar og verður fyrirhugaður stofn-
fundur haldinn á Hótel Sögu laugardaginn 30. nóvember nk. og hefst kl. 14.00.
Fundurinn er öllum opinn og er yður hér með boöið.
Þátttökugjald verður 500 kr. og eru léttar veitingar (kaffi og meðlæti) innifaldar.
Tilhögun fundarins verður i stórum dráttum þannig að sýnt verður myndband frá stofn-
fundinum i Washington og siðan verða lesnar tvær ræður stofnenda.
itadun-fenæland tærðu goða jolagjol tynr þig og aðra. lJunlux spnngdynurumin tra
adún-Snæland eru með mjög vönduðu tvöföldu gormakerfi og Jjykkum svampi eða
latexi á svefnflötum. Við kjóðum margar gerðir og stærðir. Verð við allra kæfi.
-j -
Bamaleikföng karnakúsgögn og kin sívinsælu „krúgöld'" með litríku áklæði.
Mýbja dýnuna og gæla
við [)ig, |)ó að enginn
annar geri })að.
Lýnum
kreinasta keilsulind f;
})reytt kak.
Skútuvogi 11 • Sími 568 5588 og 581 4655
Opið: Virlea daga 9-18, laugardag 10-14