Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 41

Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 41 AÐSENDAR GREINAR Barnið þitt og sjónvarpið OFBELDI í sjónvarpi var yfirskriftin á ráð- stefnu sem haldin var á vegum útvarpsréttar- nefndar á Hótel Sögu 19. október sl. Þar voru mættir fulltrúar hinna ýmsu samtaka, m.a. umboðsmaður barna sem kynnti nýja úttekt á framboði ofbeldisefn- is í íslensku sjónvarpi dagana 2.-15. septem- ber 1996 sem sýndi að 82% af útsendu efni Sýnar er bannað börn- um og inniheldur mikið ofbeldi. Einnig kynnti Hjördís Þorgeirsdóttir, formaður skólamálanefndar HÍK, könnun sem leiddi í ljós að meira en 90% ungmenna fá reynslu af ofbeldi sem gerendur eða þolendur. Skýrsla umboðsmanns barna sýnir niðurstöður úr nokkrum rannsóknum sem unnar hafa verið m.a. í Bandaríkjunum. Þar kemur í lós að heimilis- og uppeldisað- stæður geta átt mikinn þátt í því hve miklum skaða börn verða fyrir af sjónvarpsefni. Þrátt fyrir að mikið sé deilt um hve miklum skaða ofbeldi í sjónvarpi valdi börnum og unglinga, eru flestir sammála um það að vandamálið er til staðar. Eins og víða erlendis þar sem þessi mál hafa verið rædd eða könnuð áttu fjölmiðlar, í þessu til- felli íslenska útvarpsfélagið, nokkra dygga starfsmenn á ráð- stefnunni sem reyndu að megni að veija ofbeldisumboð sín. Al- menningur ætti að varast að taka of mikið mark á röksemdarfærslu slíkra aðila eins og Agnesar Jo- hansen frá Stöð 2. Meðan hún hélt þvi fram í öðru orðinu að sjón- varp mótaði mikið þjóðlíf okkar og menningu, dró hún fram gamlan og úreltan kommúnistaáróður þeg- ar hún var að lýsa því að engar hömlur mættu gilda um hvaða sjónvarpsefni ætti að framleiða eða senda inn á heimili okkar. Agnes er innkaupastjóri barnaefnis hjá Stöð 2! Ef þessi unga kona er á þeirri skoðun að sjónvarp móti þjóðlífið hlýtur hún að vera sam- mála um það að ofbeldi í sjónvarpi mótar ofbeldi þjóðlífsins. Friðrik H. Jónsson, dósent við Háskóla íslands, sýndi fádæma ábyrgðarleysi þegar hann fullyrti í frétt af ráðstefnunni í sjónvarpi, að sáralítil tengsl væru milli of- beldis í þjóðfélaginu og ofbeldis í sjónvarpi. Þessi yfirlýsing gengur á skjön við skoðun fjölda sérfræð- inga sem hafa unnið að því að rannsaka þessi mál. Við vitum ekki hvort Friðrik starfar hjá ís- lenska útvarpsfélaginu en mál- flutningur hans virðist einkennast af einhverri hagsmunapólitík sjón- varpsstöðva. Þó viðurkenndi Frið- rik að um vandamál væri að ræða því það kom fram hjá honum að hægt væri að draga úr skaðlegum áhrifum á börn af völdum ofbeldis í sjónvarpi með því að sýna þeim fram á að aðeins væri um leik að ræða en ekki alvöru. Umboðsmaður barna lagði fram Ástþór Magnússon nokkrar ágætistil- lögur til foreldra sem rétt er að vekja frek- ari athygli á: 1. Foreldrar eiga að fylgjast náið með sjónvarpsnotkun barna sinna. T.a.m. eiga foreldrar að gefa sér tíma til að horfa a.m.k. á einn sjónvarpsþátt sem börnin hafa gaman af. Með þessu móti geta foreldrarnir öðl- ast innsýn í hugar- heim bamanna og þar með átt hlutdeild í „sjónvarpsveruleika“ þeirra. 2. Þegar börnin og foreldrarnir horfa saman á sjónvarpsþátt sem hefur að geyma ofbeldisatriði, eiga foreldrarnir að ræða við börnin um atriðið, m.a. út frá því sjónarmiði hvers vegna viðkomandi kaus að beita ofbeldi. Foreldrarnir eiga áð benda á hvers vegna ofbeldi má Ofbeldi í sjónvarpi mót- ar, segir Astþór Magn- ússon, ofbeldi í þjóðlífi. aldrei vera lausn á deilum manna á milli. Foreldrarnir eiga einnig að benda börnunum á aðra mögu- leika sem viðkomandi persóna í sjónvarpinu gæti gripið til í þeim tilgangi að leysa deilumál sín. 3. Þegar persóna í sjónvarpinu verður fyrir barðinu á ofbeldi eiga foreldrarnir að benda börnunum á að um „leik“ hafi verið að ræða. Fórnarlambið er ekki raunverulega meitt, heldur eru þetta Ieikarar sem eru að sviðsetja ofbeldisatriði. Jafnframt eiga foreldrar að benda börnunum á að ef slíkur atburður gerist í veruleikanum, myndi fórn- arlambið vera alvarlega slasað og gæti jafnvel látið lífið. 4. Þegar atriði sem geta vakið óhug barna birtast á sjónvarps- skjánum eiga foreldrarnir hiklaust að slökkva á sjónvarpinu eða skipta um rás. Foreldrar geta hreinlega bannað börnum sínum að horfa á tiltekinn sjónvarpsþátt. Samhliða þessu eiga foreldrarnir að útskýra fyrir börnunum hvers vegna þeir hafa tekið þessa ákvörðun. Einnig eiga foreldrar að reyna að beina sjónvarpsnotkun barna sinna inn á tilteknar brautir, þ.e.a.s. hvetja þau til að horfa á þætti sem falla betur að þroskaferli þeirra, s.s. heimildarmyndir, myndir sem hafa visst uppeldisgildi, myndir sem leggja áherslu á jákvæð samskipti, hjálpsemi, góðmennsku o.s.frv. 5. Foreldrar eiga óhikað að hafa samband við aðra foreldra og bera saman bækur sínar og samhæfa aðgerðir varðandi sjónvarpsnotkun barnanna. Skólinn væri kjörinn vettvangur þar sem slíkir samráðs- fundir gætu farið fram. Jafnframt er umhugsunarvert hvort skólinn ætti ekki að hafa visst frumkvæði í þessu sambandi. 6. Foreldrar eiga að skammta börnunum aðgang að sjónvarpinu. Samhliða þessu eiga foreldrar að hvetja börnin að vera virkir þátt- takendur í alls konar heilbrigðum athöfnum sem fram fer utan veggja heimilisins, s.s. i íþróttum, leikjum með vinum, o.s.frv. A alnetinu er heimasíða til sem heitir „Screen to Screen". Þetta er eins konar kvikmyndaeftirlit fyrir foreldra þar sem hægt er að fá upplýsingar um fjölda kvikmynda sem eru á boðstólum hjá hinum ýmsu sjónvarpsstöðvum, mynd- bandaleigum og kvikmyndahúsum. Sem hluta af stærra átaki gegn vímu og ofbeldi, hefur Friður 2000 í hyggju að framleiða stuttar upp- lýsingamyndir sem sýndar verði á undan kvikmyndum er innihalda ofbeldi. Þessum upplýsingamynd- um er ætlað að draga úr þeim skaðlegu áhrifum sem ofbeldis- myndir geta haft á börn og ung- menni. Þess er vænst að samstaða náist um framleiðslu og dreifingu slíkra upplýsinga og að sjónvarps- stöðvar og dreifingaraðilar kvik- mynda á íslandi birti slíkar upplýs- ingamyndir á undan þeim kvik- myndum sem innihala ofbeldi er getur skaðað börnin okkar. Höfundur er stofnandi Friðar2000. Hva& er rétt klukka? í síma 155 er að finna upplýsingar um hvað rétt klukka er • Opið allan sólarhringinn. PÓSTUR 06 SÍMI fltagtsiiÞtafrtfr - kjarni málsins! eru komin á alla útsölustaði KRAKKAR! MUNIÐ EFTIR OKKUR Afíi TANNIOGTÚPA 011 Lionsdagatöl eru merkt: Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa Allur hagnaður rennur til líknarmála. fáícMaðÉmð Skúía Síanóen á S&éía&aí lAl A U I A OD ODn Q L' i’i i a U a Mr rti m ATnr inci l ■ _ D I r I A crr i i/ c- í i n A D □ CTTl i av ki a iit a tii uc II nrvi/r. u I i ■ ■ « .1 n/rr apt a C _ \/ i n c I Á 11 M JOLAHLAÐBORÐ SKULA HANSEN, MATREIÐSLU- MEISTARA Á SKÓLABRÚ, ER LÖNGU ORÐIÐ LANDSÞEKKT FYRIR GÆÐI OG GLÆSILEIKA, EN HANN ER EINN AF FRUMKVÖÐLUM ÞEIRRA HÉR Á LANDI. Á MEÐAL RÉTTA Á JÓLAHLAÐBORÐl SKÚLA MÁ TELJA KALKÚN, SÆNSKA JÓLASKINKU, RIFJASTEIK, SILDARRETTI, LAX, NAUTATUNGU, REYKTAN AL, HANGIKET, OSTA OG ÁBÆTISRÉTTI, AUK FJÖLDA ANNARRA HEITRA OG KALDRA KRÁSA. SKÚLI Hansen OG STARFSLIÐ HANS BJÓÐA YKKUR VELKOMIN Á Skólabrú Á AÐVENTUNNI. ÞAÐ FER VEL UM EINSTAKLINGA OG HÓPA í ÞESSU - V IÐ SJAUM U M KJÖTIÐ BiiTvmnam KJÖTVINNSLA GAMLA, GLÆSILEGA HUSI í HJARTA BORGARINNAR. SkólabriL Veid : 3 hádcyinu fki. 1.95C á Hv-öldin kx. 2.850 Borðapantan SÍMA 5624455

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.