Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 43
H MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 29. NÓVEMBER 1996 43 V I > b » u ? I » B J J U 0 0 0 0 0 0 0 I 0 0 0 0 0 H AÐSEIVIDAR GREINAR • • „Oryggishlífar á drifsköftin“ Átaksverkefni Slysavarnafélags íslands í slysavörnum í landbúnaði SLYSAVARNAFÉLAG íslands hefur staðið fyrir slysavarnaátaki frá árinu 1992 sem nefnist „örygg- ishlífar á drifsköftin". Þetta verk- efni er það viðamesta sem félagið hefur framkvæmt til þessa í slysa- vörnum i landbúnaði. Áætlað er að ljúka átakinu á næsta ári, þ.e. 1997. Gagnlegt er að líta tii baka og aðgæta hvað hefur áunnist þessi fimm ár sem verkefnið hefur staðið yfir. Slysavarnafélagið taldi rétt að leggja áherslu á þennan þátt í slysavörnum i land- búnaði vegna þess að mjög alvarleg slys höfðu orðið þar sem tjónþolar höfðu beðið varanleg örkuml eða hlotið bana. Mátti rekja það beint til þess að drifsköft voru mjög illa varin og oftar en ekki vantaði hlífar með öllu á drifsköftin. Á árunum 1970- 1990 voru skráð 49 banaslys í land- búnaði á íslandi og má rekja helm- ing þeirra til dráttarvéla og drifbún- aðar þeirra. Slysavarnafélag íslands hóf átak í slysavörnum í landbúnaði árið 1991 í samvinnu við Jötun hf. sem gat í krafti hagstæðra innkaupa boðið bændum lækkað verð á ör- Slysavarnafélag íslands hvetur bændur, segír Sigurður G. Sigurðsson, til áfram- haldandi frumkvæðis í slysavörnum. yggishlifum fyrir drifsköft dráttar- véla. Átakið beindist að því að fá bændur til að kaupa og hafa örygg- ishlífar á drifsköftum véla sinna í lagi. í könnun, sem Slysavarnafélagið gerði i apríl 1992 á yfir 50 bænda- býlum, kom í ljós að á 40% drif- skafta vantaði hlífar eða að þær voru mjög lélegar og gagnslitlar. I ljósi þessara upplýsinga ákvað fé- lagið að hefja átakið „öryggishlífar á drifsköftin". Starfsmenn félagsins hafa farið á bændabýli, boðið bænd- um hlífar til sölu og boðið fram aðstoð við að setja hlífarnar á end- urgjaldslaust frá upphafi átaksins. Enn þann dag í dag er þetta átak góð áminning og ættu allir þeir sem stunda vinnu á vélum, sem á ein- hvern hátt tengjast drifsköftum, að hafa þennan sjálfsagða slysavarna- þátt í lagi. Strax í upphafi tókst mjög góð samvinna milli félagsins, Glóbus hf. (nú Glóbus vélaver hf.) og Vinnueft- irlits ríkisins. Auk þess hafa marg- ir aðrir aðilar og fyrirtæki komið að þessu verkefni og hefur sam- starf við þá alla verið með miklum ágætum. Styrkir sem veittir hafa verið vegna átaksins eru meðal annars þessir: Árið 1992 fékk félagið styrk frá norrænu vinnuverndarári. Árið 1994 studdi Búnaðarfélag íslands þetta átak sérstaklega. Þar kemur m.a. fram að fjárframlagið beri að skoða sem viðurkenningu Búnaðar- félagsins, fýrir hönd bænda í land- inu, á því góða starfi sem Slysa- varnafélag íslands hefur unnið, einkum var þar átt við „Átak Slysa- varnafélags Islands í slysavörnum í landbúnaði á íslandi" sem beinist fyrst of fremst að því að tryggja að öryggishlífar séu hafðar yfir drifsköftum og öðrum hættulegum vélarhlutum. Auk þess hafa félög og fyrirtæki styrkt átakið á ýmsan hátt og eru þeim færðar bestu þakk- ir fyrir. En hver er skýringin á fyrirsögn- inni Til hamingju, bændur þessa lands? Eftir því sem árin hafa liðið hefur átakið m.a. skilað því að öryggis- hlífar eru víðst hvar á drifsköftum og viðhald þeirra er yfirleitt með miklum sóma. Bændur eru sér meðvitandi um mikilvægi slysavarna og hafa lagt áherslu á þennan þátt í starfi sínu og flestir gera það vel. Slysavarnafélag ís- lands hvetur ykkur til að halda áfram á þess- ari braut. Starfsmenn félagsins, sem hafa heimsótt bænd- ur gegnum tíðina, hafa hvarvetna hlotið góðar viðtökur og slysavama- málefni hafa verið rædd af áhuga. í bréfi sem barst frá Vinnueftirliti ríkisins til félagsins, dags. 1. mars 1994, kemur m.a. fram að skráð voru á árinu 1993 fimm slys við landbúnaðarstörf og gleðilegt var að þar var ekkert dauðaslys. Enn- fremur að slysum í landbúnaði fer fækkandi. En sofnum ekki á verðin- um því víða leynast hætturnar. Sama ár og átakið hófst árið 1992 voru tveir starfsmenn ráðnir til verksins sem fólst í því að heim- sækja bændur og aðra dráttarvéla- eigendur (t.d. sveitarfélög). Þeim eru boðnar hlífar til kaups og að- stoð við ásetning hlífanna þeim að kostnaðarlausu. Þetta fyrsta ár voru lagfærð yfir 340 drifsköft á 357 bændabýlum. Það svæði sem farið var yfir þetta fyrsta ár var á Austurlandi frá Álmannaskarði norður að Raufarhöfn. Viðtökur voru mjög góðar og bændur ánægð- ir með þetta framtak félagsins. Árið 1993 var farið á 1042 staði, þar af 685 bændabýli. Nú var farið yfir svæðið á Suðausturlandi frá Álftaveri að Almannaskarði og á Norðausturlandi að Tröllaskaga, þ.e.a.s. út Eyjafjörð. Þetta ár var löguð 481 hlíf. Starfsmenn Slysa- varnafélagsins tóku eftir því að þeir bændur og aðrir sem áttu og notuðu drifskaftsknúin tæki voru sér betur meðvitandi um þá hættu sem getur stafað af óvörðum drifsk- öftum. Á þessu mátti glöggt merkja að átakið var farið að bera tilætlað- an árangur í slysavörnum. Öllum var nú orðið ljóst hversu þarft þetta átak var og því var haldið áfram af krafti árið 1994. Þetta ár var svæðið frá Brú í Hrúta- firði og norður að Víðidalsá yfirfar- ið. Svo og Skagafjörður austan Héraðvatna. Alls var farið á 336 bændabýli. 289 hlífar voru lagaðar. Auk þess voru soðin ný legusæti á 97 sköft. Áfram tóku bændur vel á móti starfsmönnum félagsins og voru fúsir að ræða slysavarnir í landbúnaði. Árið 1995 var röðin komin að Vestfjörðum þar sem farið var yfir Vestur-Barðastrandarsýslu, Isa- fjarðarsýslur og Strandasýslu. í allt var farið á 197 staði. Lagaðar voru 284 hlífar, skipt var um hjöruliðs- krossa, settar nýjar læsingar og soðin ný legusæti. Þetta sama ár árið 1995 var haldið áfram að heimsækja bændur sem eftir voru á Norðurlandi. Það svæði náði yfir Skagafjörð vestan Sigurður G. Sigurðsson Héraðsvatna, Austur-Húnavatns- sýslu, auk nokkurra bæja í Vestur- Húnavatnssýslu. Auk þess var farið suður yfir heiðar og heimsóttir bændur í Borgarfirði. Það svæði sem farið var á í Borgarfirði náði yfir Norðurárdal, Stafholtstungur, Þverárhlíð og Hvítársíðu. Alls var farið á 392 bæi. Á þessum bæjum voru athugaðar 578 hlífar, soðin ný legusæti á sköft og nýjar legur í hlífar, auk annarra smálagfær- inga. I ár var starfssvæðið frá Þjórsá í vestri að Múlakvísl < austri yfirfar- ið. Einnig var farið inn á hálendið en þar fer fram margvísleg starf- semi. Það kom í ljós, eins og marg- an grunaði, að ástand hjá bændum á Suðurlandi var á flestum stöðum til fyrirmyndar. Það er í samræmi við sölu á öryggishlífum því hún er með allra minnsta móti. Lítið var um viðgerðir á drifskaftahlífum þetta sumar. Það má ef til vill draga þá ályktun að átakið, „öryggishlífar á drifsköftin", sem staðið hefur yfir frá árinu 1992, sé farið að skila árangri. Bændur og aðrir þeir sem stunda atvinnurekstur þar sem notuð eru drifsköft eru sér meðvit- andi um hættuna sem því er sam- fara að vera með öryggishlífalaus drifsköft. Einnig vegur þáttur Vinnueftirlits ríkisins hér þungt því þar fer fram öflugt eftirlitsstarf sem bændur kunna að meta því þegar öllu er á botninn hvolft snýst eftir- litið m.a. um slysavarnir og að fyrir- byggja slys. Samkvæmt skráðum slysum í landbúnaði hjá Vinnueftirliti ríkis- ins hafa orðið 63 slys frá árinu 1992 ti! dagsins í dag. Eitt slysatil- felli er skráð árið 1992 er tengist drifskafti en síðan þá hafa ekki orðið slys af völdum drifskafta. Eins og getið var í upphafi grein- arinnar er fyrirhugað að ljúka átak- inu „öryggishlífar á drifsköft" á næsta ári. Þau svæði sem eftir er að fara yfir eru Vesturland og hluti Suðurlands. Eins og komið hefur fram er ástandið hjá bændum á flestum stöðum gott og vonandi er hægt að draga þá ályktun að bænd- ur og aðrir þeir sem stunda vinnu við vinnuvélar séu sér meira meðvit- andi um slysavarnir en fyrir 5 árum. Slysavarnafélag íslands hvetur bændur til að halda áfram á sömu braut og sýna frumkvæði í slysa- varnamálefnum. Verkefninu „ör- yggishlífar á drifsköftin" mun ljúka á næsta ári. En áfram verða þeir aðilar sem koma nálægt drifsköft- um að sýna fyllstu varúð. Félagið óskar bændum þessa lands til ham- ingju með góðan árangur sem sýn- ir okkur að ef allir leggjast á eitt má fækka slysum og í bestu tilvik- um útrýma þeim. Félagið vill að lokum þakka öllum sem hafa komið nálægt þessu viðamikla verkefni. I von um góða samvinnu hér eftir sem hingað til. Höfundur er deildarstjóri. Opið bréf til ríkissaksóknara UNDANFARIN kvöld hefur verið flutt- ur í fréttatímum Stöðvar 2 sérkennileg- ur framhaldsþáttur varðandi málefni skjól- stæðings míns, læknis sem skv. fréttum stöðvarinnar hefur verið saksóttur fyrir ólöglega fóstureyð- ingu. Hið undarlega í málinu er að engin slík ákæra hefur verið birt skjólstæðingi mínum þegar þetta er skrifað og þá hafa í þrígang birst ítarlegar fréttir af málinu. Skjólstæð- ingur minn er ráðþrota og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér þar sem hann veit ekki á hvaða grund- velli og með hvaða rökum ákæran er sett fram af hálfu ríkissaksókn- ara. Skjólstæðingur minn hefur mætt í yfirheyrslur til lögreglu og vitað að eitthvað slíkt væri eða Fer ég fram á það við ríkissaksóknara, segir Hreinn Loftsson, að hann upplýsi hvað sé hér á ferðinni. kynni að vera í uppsiglingu, en ákæran hefur sem sagt ekki enn verið birt og umbjóðandi minn tel- ur sig í engu brotlegan við lög. Fréttamenn Stöðvar 2 virðast á hinn bóginn hafa ákæruskjal með höndum og hafa verið að lesa upp úr því, nú síðast í fréttatíma mið- vikudaginn 27. nóv- ember. Fer ég því fram á það við ríkissaksókn- ara að hann upplýsi hvað sé hér á ferð- inni. Er það með vit- und hans og vilja að ákæra er birt skjól- stæðingi mínum með þessum hætti í frétta- tímum Stöðvar 2? Þá er einnig farið fram á það við ríkissaksókn- ara að hann upplýsi með hvaða hætti þessi „frétt“ er komin til Stöðvar 2, hefur hún borist frá honum sjálfum eða embætti hans eða frá Héraðsdómi Vesturlands? Hefur ríkissaksóknari sjálfur eða starfs- menn hans rætt mál umbjóðanda míns við fréttamenn eða aðra starfsmenn Stöðvar 2 þegar ákæra hefur ekki enn verið birt? í lokin er þess óskað að ríkissak- sóknari upplýsi hvort hann telji þessi vinnubrögð við hæfi og hvort hann muni láta rannsaka með hvaða hætti ákæran hefur borist Stöð 2. Þessi málsmeðferð, hverj- um svo sem um er að kenna, er skýrt brot á ákvæðum 6. gr. mann- réttindasáttmála Evrópu, sem var lögfestur á íslandi með lögum nr. 62/1994. Samkvæmt þeirri grein á hver sá, sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi rétt á því að fá án tafar vitneskju í smáatrið- um um eðli og orsök þeirrar ákæru sem hann sætir. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Hreinn Loftsson STÓLPI fyrir Windows er samhæfður Word og Excel. Sveigjanleiki í fyrirrúmi. KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 • aSCOm Hasler • Frímerkjavél framtíðarinnar • Stílhrein, falleg hönnun • Svissnesk tækni og nákvæmni /ÓLAKORT SLYSAVARNAFELAGSINS -fc m * §3 Á ÍSLENSKU OC ENSKU M^smkA$ítA\ 562 7000 Falleg kort '^tea^S^í eftir Áslaugu Jónsdottur *-.$ Myndirog i ||| I n Hri r* fróðleikur um Ipl jólasveinana 13 Hvað heita þeir, hvað gera þeir og hvenær koma þeir? Fræðandi og skemmtileg jólakort til styrktar góðum málsstað SLYSAVARNAFÉLAO (SLANDS ■ ORANDAOARÐI 14 ■ 101 REYKLAVÍK CfJfi Qki ftOKOR KSnTASNÍKIR ■?» 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.