Morgunblaðið - 29.11.1996, Síða 55

Morgunblaðið - 29.11.1996, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 55 t 3 s I J 4 ■ i : í < : < < i < i < < i FRÉTTIR Mannréttíndi o g fullveldi MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA íslands og aðildarfélögin halda op- inn fund um Evrópusambandið, mannréttindi og fullveldi á Hóteí Sögu, Sunnusal, á morgun, laugar- dag, kl. 14.30. Frummæiandi verð- ur Allan Rosas, aðalráðgjafi og framkvæmdastjóri réttarsviðs Evr- ópusambandsins. Allan Rosas hóf störf sem aðal- ráðgjafi og framkvæmdastjóri rétt- arsviðs Evrópusambandsins árið 1995. Hann hefur verið gestapró- fessor við Sheffield háskóla í Eng- landi síðan 1995. Hann var prófess- or í lpgfræði við háskólann í Turku/Ábo í Finnlandi 1981-1995, framkvæmdastjóri Mannréttinda- stofnunar háskólans 1985-1995, og fyrsti vararektor þess háskóla 1994-1995. Yfir tvö hundruð fræðirit og -greinar hafa verið birt- ar eftir hann, m.a. á sviði þjóðarétt- ar mannréttinda, mannúðarlaga, stjórnskipunarréttar, stjórnsýslu- réttar o.fl. Jólakaffi Hringsins HIÐ árlega j ólakaffi Hringsins verður á Hótel íslandi sunnu- daginn 1. desember og hefst kl. 13.30. Hringurinn hefur safnað fé til styrktar Barnaspítala Hringsins um áratuga skeið. Almenningur hefur sýnt félag- inu mikinn áhuga og tekið þátt í því að bæta þjónustu við þá sem þurfa á Barnaspítala að halda. Jólakaffið er einn þátturinn í fjáröflun fyrir Barnaspítalann, „Þar svigna borð undan kræs- ingum og happdrættið verður á sínum stað, en mörg fyrirtæki og velunnarar Hringsins hafa gefið góða muni í vinninga, m.a. tölvu, prentara, sjónvarp og utanlandsferðir. Auk þess verður ýmislegt til skemmtun- ar, s.s. söngur, dans og hljóð- færaleikur. Allur ágóði rennur í Barnaspítalasjóð Hringsins," segir í fréttatilkynningu frá Hringnum. ------» 4 4----- LEIÐRÉTT Til staðfestingar lögbanni MÁL fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur, sem getið var í leiðara blaðs- ins í gær, er höfðað vegna forkaups- réttar að hlutabréfum Þróunarsjóðs og þess hvernig skilja beri reglur um hann. Málið er höfðað til stað- festingar lögbanni á sölu eignar- hluts Þróunarsjóðs í Búlandstindi af heildverzluninni Mata hf og 22 tengdum aðilum, þar sem Þróunar- sjóður hafði hafnað kröfu þessara aðila um forkaupsrétt á hlutabréf- unum. Málið fyrir Héraðsdómi snýst ekki um það hvort stjórnarmenn eigi forkaupsrétt. Beðizt er velvirð- ingar á þessari missögn. STARFSFÓLK The Dubliner í afmælisskapi. Basar o g kaffisala ABC hjálparstarfs ABC hjálparstarf verður með bas- ar og kaffisölu sunnudaginn 1. desember, frá kl. 14 í Sóltúni 3. Á basarnum verða seldir hand- unnir munir. Einnig verður boðið upp á kaffi, kakó og meðlæti. Söfnun stendur yfir til að fjár- magna lóðarkaup, heimili og skóla fyrir munaðarlaus börn á Indlandi og fer allur ágóði til að fjármagna það verkefni. The Dublin- er eins árs ÁR ER liðið á morgun, laugardag, frá því írska kráin The Dubliner hóf starfsemi sína að Hafnarstræti 4. í fréttatilkynningu segir að krá- in hafi þegar tryggt sér sæti á vinsældalista yfir krár á Islandi með sérstöku, en The Dubliner er eina írska kráin hér á landi. Boðið verður til veizlu á The Dubliner alla helgina. Frá írlandi kcmur O’Kane fjölskyldan, átta manna hljómsveit sem í eru sex systkini ásamt foreldrum sínum. O’Kane fjölskyldan mun skemmta frá kl. 17 í kvöld, föstudag og annað kvöld, laugardag. Á laugardag verður bjórinn á sama verði og í Dublin frá kl. 20 til 23. Ymsar óvæntar uppákomur verða á laugardagskvöldið, en kl. 24 verður The Dubliner eins árs. Á sunnudag verður boðið upp á kaffi og kökur kl. 15-17 og mun hljómsveitin T-Vertigo spila fyrir gesti. Jólakort Kjarvalsstaða MYNDIN sýnir málverk eftir ísleif Konráðsson (1889-1972) ísbirnir og mörgæsir. KJ ARV ALSSTAÐIR hafa gefið út 11 jólakort og sex gjafakort með myndum af listaverkum eftir þekkta ís- lenska listamenn. Verkin eru eftir Þorvald Skúlason, Þytur, 1970, Gunnlaug Scheving, Gamla búðin í Grindavík, 1961, Ásgrím Jónsson, Eyjafjallajökull, 1920-22, Kristínu Gunn- laugsdóttur, Rauður draum- ur, 1990, Jón Stefánsson, Hraunteigur við Heklu, 1930, Birgi Snæbjörn Birg- isson, Stúlka með sítt hár, 1995, Finn Jónsson, Án titils, 1959, Jóhann Briem, Kýr, Stefán Jónsson, Burstafells-Blesi, Birgi Andrésson, Nálægð, 1989 og ísleif Konráðsson, ísbirnir og mörgæsir. Gjafakortin prýða myndir eftir Ásgrím Jónsson, Hrafnabjörg, 1955, Kristfnu Jóns- dóttur, Uppstilling - blóm, Gunnlaug Blöndal, Frá höfninni, Eggert Pét- ursson, Án titils, 1991, Daða Guð- björnsson, Guiar rósir, 1991 og Guð- mund Thorsteinsson „Mugg“, Úr fjölleikahúsi. Kortin fást í safnaverslun Kjar- valsstaða sem opin er daglega frá kl. 10-18. Seljum í dag þijú þúsund 2ja kg dósir HAGKAUP Þetta verð er næstum of ótrúlegt tíl að vera satt - en ekki lýgur Mogginn! J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.