Morgunblaðið - 29.11.1996, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 29.11.1996, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 55 t 3 s I J 4 ■ i : í < : < < i < i < < i FRÉTTIR Mannréttíndi o g fullveldi MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA íslands og aðildarfélögin halda op- inn fund um Evrópusambandið, mannréttindi og fullveldi á Hóteí Sögu, Sunnusal, á morgun, laugar- dag, kl. 14.30. Frummæiandi verð- ur Allan Rosas, aðalráðgjafi og framkvæmdastjóri réttarsviðs Evr- ópusambandsins. Allan Rosas hóf störf sem aðal- ráðgjafi og framkvæmdastjóri rétt- arsviðs Evrópusambandsins árið 1995. Hann hefur verið gestapró- fessor við Sheffield háskóla í Eng- landi síðan 1995. Hann var prófess- or í lpgfræði við háskólann í Turku/Ábo í Finnlandi 1981-1995, framkvæmdastjóri Mannréttinda- stofnunar háskólans 1985-1995, og fyrsti vararektor þess háskóla 1994-1995. Yfir tvö hundruð fræðirit og -greinar hafa verið birt- ar eftir hann, m.a. á sviði þjóðarétt- ar mannréttinda, mannúðarlaga, stjórnskipunarréttar, stjórnsýslu- réttar o.fl. Jólakaffi Hringsins HIÐ árlega j ólakaffi Hringsins verður á Hótel íslandi sunnu- daginn 1. desember og hefst kl. 13.30. Hringurinn hefur safnað fé til styrktar Barnaspítala Hringsins um áratuga skeið. Almenningur hefur sýnt félag- inu mikinn áhuga og tekið þátt í því að bæta þjónustu við þá sem þurfa á Barnaspítala að halda. Jólakaffið er einn þátturinn í fjáröflun fyrir Barnaspítalann, „Þar svigna borð undan kræs- ingum og happdrættið verður á sínum stað, en mörg fyrirtæki og velunnarar Hringsins hafa gefið góða muni í vinninga, m.a. tölvu, prentara, sjónvarp og utanlandsferðir. Auk þess verður ýmislegt til skemmtun- ar, s.s. söngur, dans og hljóð- færaleikur. Allur ágóði rennur í Barnaspítalasjóð Hringsins," segir í fréttatilkynningu frá Hringnum. ------» 4 4----- LEIÐRÉTT Til staðfestingar lögbanni MÁL fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur, sem getið var í leiðara blaðs- ins í gær, er höfðað vegna forkaups- réttar að hlutabréfum Þróunarsjóðs og þess hvernig skilja beri reglur um hann. Málið er höfðað til stað- festingar lögbanni á sölu eignar- hluts Þróunarsjóðs í Búlandstindi af heildverzluninni Mata hf og 22 tengdum aðilum, þar sem Þróunar- sjóður hafði hafnað kröfu þessara aðila um forkaupsrétt á hlutabréf- unum. Málið fyrir Héraðsdómi snýst ekki um það hvort stjórnarmenn eigi forkaupsrétt. Beðizt er velvirð- ingar á þessari missögn. STARFSFÓLK The Dubliner í afmælisskapi. Basar o g kaffisala ABC hjálparstarfs ABC hjálparstarf verður með bas- ar og kaffisölu sunnudaginn 1. desember, frá kl. 14 í Sóltúni 3. Á basarnum verða seldir hand- unnir munir. Einnig verður boðið upp á kaffi, kakó og meðlæti. Söfnun stendur yfir til að fjár- magna lóðarkaup, heimili og skóla fyrir munaðarlaus börn á Indlandi og fer allur ágóði til að fjármagna það verkefni. The Dublin- er eins árs ÁR ER liðið á morgun, laugardag, frá því írska kráin The Dubliner hóf starfsemi sína að Hafnarstræti 4. í fréttatilkynningu segir að krá- in hafi þegar tryggt sér sæti á vinsældalista yfir krár á Islandi með sérstöku, en The Dubliner er eina írska kráin hér á landi. Boðið verður til veizlu á The Dubliner alla helgina. Frá írlandi kcmur O’Kane fjölskyldan, átta manna hljómsveit sem í eru sex systkini ásamt foreldrum sínum. O’Kane fjölskyldan mun skemmta frá kl. 17 í kvöld, föstudag og annað kvöld, laugardag. Á laugardag verður bjórinn á sama verði og í Dublin frá kl. 20 til 23. Ymsar óvæntar uppákomur verða á laugardagskvöldið, en kl. 24 verður The Dubliner eins árs. Á sunnudag verður boðið upp á kaffi og kökur kl. 15-17 og mun hljómsveitin T-Vertigo spila fyrir gesti. Jólakort Kjarvalsstaða MYNDIN sýnir málverk eftir ísleif Konráðsson (1889-1972) ísbirnir og mörgæsir. KJ ARV ALSSTAÐIR hafa gefið út 11 jólakort og sex gjafakort með myndum af listaverkum eftir þekkta ís- lenska listamenn. Verkin eru eftir Þorvald Skúlason, Þytur, 1970, Gunnlaug Scheving, Gamla búðin í Grindavík, 1961, Ásgrím Jónsson, Eyjafjallajökull, 1920-22, Kristínu Gunn- laugsdóttur, Rauður draum- ur, 1990, Jón Stefánsson, Hraunteigur við Heklu, 1930, Birgi Snæbjörn Birg- isson, Stúlka með sítt hár, 1995, Finn Jónsson, Án titils, 1959, Jóhann Briem, Kýr, Stefán Jónsson, Burstafells-Blesi, Birgi Andrésson, Nálægð, 1989 og ísleif Konráðsson, ísbirnir og mörgæsir. Gjafakortin prýða myndir eftir Ásgrím Jónsson, Hrafnabjörg, 1955, Kristfnu Jóns- dóttur, Uppstilling - blóm, Gunnlaug Blöndal, Frá höfninni, Eggert Pét- ursson, Án titils, 1991, Daða Guð- björnsson, Guiar rósir, 1991 og Guð- mund Thorsteinsson „Mugg“, Úr fjölleikahúsi. Kortin fást í safnaverslun Kjar- valsstaða sem opin er daglega frá kl. 10-18. Seljum í dag þijú þúsund 2ja kg dósir HAGKAUP Þetta verð er næstum of ótrúlegt tíl að vera satt - en ekki lýgur Mogginn! J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.