Morgunblaðið - 29.11.1996, Síða 56
56 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ
Ferdinand
Hl, 5PIKE.. HOU/
ARE THINS5 IN
THE TRENCHE5?
n*
WE NEVER
GET TAPIOCA
PUPDINö..
UUHEN YOU SEE GENERAL
PER5HIN6,A5K HIM WHY
YOU NEVER GET TAPIOCA
PUPPIN6 WHEN YOU'RE
IN THE INFANTRY.
Sæll, Sámur ... Hvern- Við fáum aldrei Þegar þú sérð hershöfðingj-
ig gengur í skotgröfun- vanillubúð- ann, viltu þá spyrja hann af
um? ing... hverju maður fái aldrei van-
illubúðing þegar maður er í
fótgönguliðinu...
Ég skal spyija hann, en hann
mun sennilega fleygja mér
niður úr Eiffelturninum___
BRÉF 1
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylgavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329
• Netfang: lauga@mbl.is
(
i
i
Vetrarstarf Félagsmið-
stöðvarinnar Vitans
Frá Geir Bjarnasyni:
MIKIÐ hefur verið rætt um ofbeldi
og fíkniefnaneyslu ungs fólks og um
ráðaleysislegar forvamir. Minna hef-
ur verið rætt um allt það uppbyggi-
lega starf sem fram fer í skólum,
íþróttafélögum
og hjá öðrum
æskulýðsfélög-
um. Markmiðið
með grein þessari
er að kynna lítil-
lega það starf
sem fram fer í
félagsmiðstöð.
Kynning á starf-
semi félagsmið-
stöðva er af hinu
góða því ljóst er
að því fleiri sem koma að því forvarn-
ar- og æskulýðsstarfi sem þar fer
fram, því líklegra er að árangur
náist.
Félagsmiðstöðin Vitinn er í hjarta
Hafnarfjarðar og þjónar bæjarbúum
á ýmsan hátt. Meginmarkmið félags-
miðstöðvarinnar er að koma til móts
við þarfir unglinga í 8. til 10. bekk
grunnskólanna. Reynt að örva frum-
kvæði og ábyrgð þeirra sem stunda
staðinn. Fastir liðir í dagskránni eru
m.a. menningarvika, karaokekeppni,
fræðslukvöld, „Út í óvissuna",
spumingakeppni skólanna, krafta-
keppni, ferðalög, árshátíð, borðtenn-
ismót og bílskúrsbandakvöld. Opið
er fyrir unglinga á daginn og þrjú
kvöld í viku.
Klúbbar
Undirstaða starfs Vitans er hópa-
starf og er blómlegt klúbbastarf lyk-
ill að góðum árangri. Nú eru starf-
ræktir eftirtaldir klúbbar: Tónlistar-
klúbbur, ferðaklúbbur, sportklúbbur,
Vitafréttir, sælkeraklúbbur, 8. bekk-
jarklúbbur, kvikmynda- og mynd-
bandahópur, stelpuklúbbur, Vitaráð,
kaffí- og menningarklúbbur og
sjoppuklúbbur. Boðið er upp á styttri
námskeið eins og tölvupopp, alnet
og kvikmyndagerð.
Radíóvitinn
Radíóvitinn er samstarfsverkefni
Vitans og Útvarps Hafnarfjarðar og
gerir unglingum kleift að útvarpa
eigin efni á FM 91,7. Útvarpsefni
er aðallega sent út á kvöldin og er
útvarpssíminn 565 0700.
Vitinn á alnetinu
Fyrsta félagsmiðstöðin á alnetinu:
Vitinn hefur verið með heimasíðu í
tæplega ár á slóð http://
www.treknet.is/ath/vitinn/ á alnet-
inu. Verið er að opna spjallrás á
Irc-inu á mánudögum og miðviku-
dögum frá 18-20. Eitt ákveðið
umræðuefni verður í gangi í hvert
skipti, þar sem unglingum er boðið
að ræða málin við aðra unglinga og
starfsmann.
Hraunið
Æskulýðsráð Hafnarfjarðar og
Vitinn hafa um árabil rekið aðstöðu
fyrir unglingahljómsveitir sem kall-
ast Hraunið. Almenn ánægja hefur I
verið með þetta framtak og margar
góðar hljómsveitir hafa dvalist um
tíma á Hrauninu.
Götuvitinn
Útideild okkar Hafnfirðinga, Götu-
vitinn, hefur nú starfað í 8 ár og
fyrir löngu sannað ágæti sitt. Götu-
vitinn fylgist með gestum Vitans og (
hafnfírskum unglingum síðla kvölds
og fram eftir nóttu um helgar. Götu-
vitinn er starfræktur í samvinnu við I
ýmsa aðila sem vinna að málefnum
unglinga. Götuvitinn er liður í for-
varnar- og leitarstarfi Vitans.
Foreldrarölt
Síðustu ár hafa foreldrafélög
grunnskólanna og Vitinn staðið fýrir
foreldrarölti. Markmið röltsins er að
vekja foreldra til umhugsunar um
hvað unglingamir eru að gera í
bænum á nóttunni og draga úr
drykkju unglinga. Ljóst er að röltið i
hefur haft jákvæð áhrif á ástandið
um helgar. í vetur er fyrirhugað að
halda þessu starfi áfram.
Mömmumorgnar
A miðvikudögum kl. 10-12 hitt-
ast foreldrar með börn á aldrinum
0-10 ára og rabba saman eða hlusta
á fræðsluerindi. A meðan eru bömin
að leika sér eða vinna að ákveðnum
verkefnum undir leiðsögn starfs-
manns.
Nú er svo komið að Vitinn er að
undirbúa ungmömmumorgna í sam-
ráði við heilsugæsluna í Hafnarfirði.
Starfsmenn
í Vitanum starfa átta manns í
föstu starfi en kallað er á fólk með
sérþekkingu og það fengið til að lið-
sinna við sérstök verkefni. Foreldr-
um er bent á að hringja eða koma
og spjalla við starfsmenn ef þeir vilja
fræðast frekar um starfsemina í
síma 555 0404.
Niðurlag
Það er trú þeirra sem að æsku-
lýðsmálum koma í Hafnarfirði að
fjölbreytt og öflugt æskulýðsstarf
sé lykillinn að góðu forvarnarstarfí.
Samvinna hinna ýmsu aðila sem
sinna unglingamálum leiðir til þess
að yfirsýn næst og þá er unnt að
grípa í taumana áður en í óefni er
komið. Langflestir unglingar eru að
vinna að góðum málum hvort sem
er í skólum, heima hjá sér eða ann-
ars staðar. Neikvæðar „stórfréttir“
hafa hins vegar komið í veg fyrir
að jákvæður starfsvettvangur ungs
fólks fái verðuga umfjöllun.
GEIR BJARNASON,
forstöðumaður Vitans.
Hvað skal segja? 77
Væri rétt að segja: Fiskur er alinn í keijum?
Rétt væri: Fiskur er alinn í kerum.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.