Morgunblaðið - 29.11.1996, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 29.11.1996, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Hl, 5PIKE.. HOU/ ARE THINS5 IN THE TRENCHE5? n* WE NEVER GET TAPIOCA PUPDINö.. UUHEN YOU SEE GENERAL PER5HIN6,A5K HIM WHY YOU NEVER GET TAPIOCA PUPPIN6 WHEN YOU'RE IN THE INFANTRY. Sæll, Sámur ... Hvern- Við fáum aldrei Þegar þú sérð hershöfðingj- ig gengur í skotgröfun- vanillubúð- ann, viltu þá spyrja hann af um? ing... hverju maður fái aldrei van- illubúðing þegar maður er í fótgönguliðinu... Ég skal spyija hann, en hann mun sennilega fleygja mér niður úr Eiffelturninum___ BRÉF 1 TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylgavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is ( i i Vetrarstarf Félagsmið- stöðvarinnar Vitans Frá Geir Bjarnasyni: MIKIÐ hefur verið rætt um ofbeldi og fíkniefnaneyslu ungs fólks og um ráðaleysislegar forvamir. Minna hef- ur verið rætt um allt það uppbyggi- lega starf sem fram fer í skólum, íþróttafélögum og hjá öðrum æskulýðsfélög- um. Markmiðið með grein þessari er að kynna lítil- lega það starf sem fram fer í félagsmiðstöð. Kynning á starf- semi félagsmið- stöðva er af hinu góða því ljóst er að því fleiri sem koma að því forvarn- ar- og æskulýðsstarfi sem þar fer fram, því líklegra er að árangur náist. Félagsmiðstöðin Vitinn er í hjarta Hafnarfjarðar og þjónar bæjarbúum á ýmsan hátt. Meginmarkmið félags- miðstöðvarinnar er að koma til móts við þarfir unglinga í 8. til 10. bekk grunnskólanna. Reynt að örva frum- kvæði og ábyrgð þeirra sem stunda staðinn. Fastir liðir í dagskránni eru m.a. menningarvika, karaokekeppni, fræðslukvöld, „Út í óvissuna", spumingakeppni skólanna, krafta- keppni, ferðalög, árshátíð, borðtenn- ismót og bílskúrsbandakvöld. Opið er fyrir unglinga á daginn og þrjú kvöld í viku. Klúbbar Undirstaða starfs Vitans er hópa- starf og er blómlegt klúbbastarf lyk- ill að góðum árangri. Nú eru starf- ræktir eftirtaldir klúbbar: Tónlistar- klúbbur, ferðaklúbbur, sportklúbbur, Vitafréttir, sælkeraklúbbur, 8. bekk- jarklúbbur, kvikmynda- og mynd- bandahópur, stelpuklúbbur, Vitaráð, kaffí- og menningarklúbbur og sjoppuklúbbur. Boðið er upp á styttri námskeið eins og tölvupopp, alnet og kvikmyndagerð. Radíóvitinn Radíóvitinn er samstarfsverkefni Vitans og Útvarps Hafnarfjarðar og gerir unglingum kleift að útvarpa eigin efni á FM 91,7. Útvarpsefni er aðallega sent út á kvöldin og er útvarpssíminn 565 0700. Vitinn á alnetinu Fyrsta félagsmiðstöðin á alnetinu: Vitinn hefur verið með heimasíðu í tæplega ár á slóð http:// www.treknet.is/ath/vitinn/ á alnet- inu. Verið er að opna spjallrás á Irc-inu á mánudögum og miðviku- dögum frá 18-20. Eitt ákveðið umræðuefni verður í gangi í hvert skipti, þar sem unglingum er boðið að ræða málin við aðra unglinga og starfsmann. Hraunið Æskulýðsráð Hafnarfjarðar og Vitinn hafa um árabil rekið aðstöðu fyrir unglingahljómsveitir sem kall- ast Hraunið. Almenn ánægja hefur I verið með þetta framtak og margar góðar hljómsveitir hafa dvalist um tíma á Hrauninu. Götuvitinn Útideild okkar Hafnfirðinga, Götu- vitinn, hefur nú starfað í 8 ár og fyrir löngu sannað ágæti sitt. Götu- vitinn fylgist með gestum Vitans og ( hafnfírskum unglingum síðla kvölds og fram eftir nóttu um helgar. Götu- vitinn er starfræktur í samvinnu við I ýmsa aðila sem vinna að málefnum unglinga. Götuvitinn er liður í for- varnar- og leitarstarfi Vitans. Foreldrarölt Síðustu ár hafa foreldrafélög grunnskólanna og Vitinn staðið fýrir foreldrarölti. Markmið röltsins er að vekja foreldra til umhugsunar um hvað unglingamir eru að gera í bænum á nóttunni og draga úr drykkju unglinga. Ljóst er að röltið i hefur haft jákvæð áhrif á ástandið um helgar. í vetur er fyrirhugað að halda þessu starfi áfram. Mömmumorgnar A miðvikudögum kl. 10-12 hitt- ast foreldrar með börn á aldrinum 0-10 ára og rabba saman eða hlusta á fræðsluerindi. A meðan eru bömin að leika sér eða vinna að ákveðnum verkefnum undir leiðsögn starfs- manns. Nú er svo komið að Vitinn er að undirbúa ungmömmumorgna í sam- ráði við heilsugæsluna í Hafnarfirði. Starfsmenn í Vitanum starfa átta manns í föstu starfi en kallað er á fólk með sérþekkingu og það fengið til að lið- sinna við sérstök verkefni. Foreldr- um er bent á að hringja eða koma og spjalla við starfsmenn ef þeir vilja fræðast frekar um starfsemina í síma 555 0404. Niðurlag Það er trú þeirra sem að æsku- lýðsmálum koma í Hafnarfirði að fjölbreytt og öflugt æskulýðsstarf sé lykillinn að góðu forvarnarstarfí. Samvinna hinna ýmsu aðila sem sinna unglingamálum leiðir til þess að yfirsýn næst og þá er unnt að grípa í taumana áður en í óefni er komið. Langflestir unglingar eru að vinna að góðum málum hvort sem er í skólum, heima hjá sér eða ann- ars staðar. Neikvæðar „stórfréttir“ hafa hins vegar komið í veg fyrir að jákvæður starfsvettvangur ungs fólks fái verðuga umfjöllun. GEIR BJARNASON, forstöðumaður Vitans. Hvað skal segja? 77 Væri rétt að segja: Fiskur er alinn í keijum? Rétt væri: Fiskur er alinn í kerum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.