Morgunblaðið - 29.11.1996, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 65-
FRUMSYNING: HETJUDÁÐ
DENZEL MEG
WASHINGTON RYAN
★ ★ ★
Dagsljos '
Ó. H. T. Rás 2
C0URAGE
UNDER
RE
HETJUDÁÐ
Dramatísk, vönduö og spennandi stórmynd sem tekur á
viðkvæmum málum sem snúast um réttlæti, sannleika og heiöur.
Denzel Washington og Meg Ryan eru frábær í krefjandi hiutverkum
sinum og má búast við Óskarstilnefningum næsta vor fyrir
frammistöðu þeirra í þessari ógleymanlegu mynd.
Aðalhlutverk: Denzel Washington, Meg Ryan og Lou Diamond
Phillips.
Leikstjóri: Edward Zwick (Glory, Legends of the Fall)
3 Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.10. b.í. i4ára.
sími 551 9000
SAKLAUSFEGURÐ
Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15. £
(j'wyneth
íVaCtrotv
(P
- /jí jtu/ mm
Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15.
atafellan -
. d e m i
Moore
Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.10.
B. i. 14 ára.
GENEHACKMAN
HUGH GRANT
Arnold Schwarzenegger
Svana-
|»rinsessau
THEfSOWP OF
DRfÉcftEAU
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára.
Með hjartað á réttum stað
TONIIST
tic4sladiskur
MEÐSTUÐí HJARTA
Geislaplata Rúnars Júlíussonar.
Hljóðfæraleikarar: Rúnar Júlíusson
bassi, söngur, útsetningar. Tryggvi
Hubner gítar, h(jómborð, útsetning-
ar. Þórir Baldursson pianó, Hamm-
ondorgel, harmonikka. Matthias
Hemstock trommur. Ásgeir Óskars-
son slagverk, raddir. Daniel K.
Cassidy fiðlur. Bubbi Morthens söng-
ur í einu lagi. Sverrir Stormsker
söngur, píanó og útsetning í einu
lagi. Magnús Kjartansson píanó í
einu lagi. Kristján Kristjánsson gít-
ar, munnharpa og söngur í einu lagi.
Pétur Stefánsson gítar í einu lagi.
Jens Hansson saxófónn. Jóhann
Helgason raddir. Upptökumenn:
Jens Hansson, Freyr Guð., Rúnar
Júlíusson. Hljóðblöndun: Jens Hans-
son, Rúnar Júlíusson. Geimsteinn
gefur út 49:02 min.
RÚNAR Júlíusson lætur hjarta-
aðgerð á fyrri hluta árs ekki aftra
sér frá því að sinna köllun sinni í
tónlistinni og sendir nú frá sér nýja
geislaplötu, Með stuð í hjarta. Nafn-
ið er ef til vill tilvísun í hjartakvilla
Rúnars, en hitt er víst að veikindi
hans hafa ekki breytt því að rokk-
hjartað slær enn á sínum stað.
Rúnar fer troðnar slóðir á þessari
plötu og eflaust þykir einhverjum
yngri spámönnum ekki mikið í tón-
hstina varið. Þetta er vissulega eng-
in unglingatónlist og kannski þarf
maður að þekkja til Rúnars og fer-
ils hans til að skilja hvað hér er á
ferðinni og hafa gaman af. Ég held
þó að óhætt sé að fullyrða að tón-
listin, sem þarna heyrist, kemur frá
hjartanu.
A plötunni eru þrettán lög, mis-
jöfn að gæðum eins og gengur, og
af þeim á Rúnar sjálfur þátt laga-
RÚNAR Júlíusson: Rokkhjart-
að slær enn á sínum stað.
smíð og/eða textagerð í tíu þeirra.
Bubbi Morthens semur og syngur
til að mynda eitt laganna með Rún-
ari, Fæstirfá þaðfrítt, skemmtilega
grípandi lag með ábendingum um
að fyrr eða síðar þurfi menn að
„kvitta fyrir lífsstílinn", eins og það
er orðað. Fleiri koma við sögu á
plötunni í tónsmíðum og söng, svo
sem Sverrir Stormsker í laginu Með
eríendum hreim og Kristján Krist-
jánsson í I viðjum vanans. Magnús
Kjartansson leikur á píanó i lagi
sem hann semur með Rúnari, Mað-
urínn og hafið, Pétur Stefánsson á
gítar í lagi sínu Aðeins nær, og fleiri
mætti nefna sem leggja lóð sitt á
vogarskálamar.
Agætt lið traustra hljómlistar-
manna tekur þátt í undirleiknum
og þar fínnst mér skilja mest eftir
framlag Tryggva Hubner á gítar
og hljómborðsleikur Þóris Baldurs-
•sonar, einkum þar sem hann fer
höndum um Hammondorgelið. Plat-
an er í heildina vel unnin og áheyri-
leg, þótt í sumum laganna hefði
mátt hljóðblanda rödd Rúnars að-
eins framar. Hann hefur ekki sterka
söngrödd, en hún hefur sinn sjarma
og það er kannski það sem skiptir
mestu máli, þau hughrif sem Rúnar
sjálfur, með sínum „karakter", nær
að kalla fram. Mér hefur oftast
fundist Rúnari takast best upp þeg-
ar hann er í einföldu, hráu rokki
og fyrir minn smekk hefði platan
mátt vera ögn rokkaðri. En Rúnar
fer einnig ágætlega með rólegri
lögin eins og írafár, sem er um
margt athyglisvert lag og vinnur
á. Eins þykir mér ánægjulegt að
heyra þarna gamla „lónlí blú bojs-
lagið“ Syngjum saman lag eftir þá
Rúnar og Gunnar Þórðarson, sem
mig minnir að Jensen hafí sungið
hér um árið, en það hljómar ekki
síður vel úr barka Rúnars.
Umslag plötunnar, með textum
og skýringum, er fremur erfítt af-
lestrar og runglingslegt í leturgerð
og það fór dálítið í taugamar á
mér að textarnir voru ekki í réttri
röð miðað við uppröðunina á plöt-
unni. Ég held að það sé góð regla
að forðast eftir mætti að storka
hlustendum með því að gera þeim
erfíðara fyrir að njóta innihaldsins.
Þetta eyðilagði þó ekki ánægju
mína af því að hlusta á plötuna
„Með stuð í hjarta“ því hún er hrein
og bein, eins og Rúnar sjálfur, og
það sem mestu skiptir: hún kemur
frá hjartanu. Slein„ Gnðj6n,son
Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson
DÚETTINN Tromp á sviðinu á Selinu.
*
Utgáfutónleikar Tromps
► DÚETTINN Tromp, sem skipaður er þeim Ragnari Karli Inga-
syni og Hörpu Þorvaldsdóttur, hélt útgáfutónleika á Selinu á
Hvammstanga í síðustu viku i tilefni af útkomu nýs geisladisks dú-
ettsins, Minningar. Á diskinum eru flest lög og textar eftir Ragnar
Karl en hann hefur leikið í ýmsum hljómsveitum í gegnum árin.
Harpa hefur komið fram og sungið við ýmis tækifæri í sinni heima-
sveit en hún hefur einnig stundað nám í pianóleik á Hvammstanga.
Húsfyllir var á tónleikunum og undirtektir áhorfenda góðar.
Nýr geisladiskur
Jóga með Kristbjörgu
- Jóga fyrir alla
Jógastöður - Hugleiðsla - Slökun
Tónlist samin og flutt af Guðna Franzsyni
Útgárukynning: Jógatími
með Kristbjörgu (á morgun)
30. nóvember, kl. 16:00,
í sýningarsal Sólon islandus
Guðni leikur undir. Komið í þœgilegum fötum með tfppi.
Allir velkomnir
ifjéðir
ö R10
ÚtgcfandS Móðir Jörð, Vallanesi