Morgunblaðið - 30.11.1996, Side 24
24 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Morgunblaðið/RAX
Sex tonn af
Mackintosh
konfekti
seldust upp
fyrir hádegi
HAGKAUP auglýsti í gær þijú þús-
und tveggja kílóa dollur eða 6 tonn
af Mackintosh konfekti á 998 krón-
ur. Aðeins nokkrum klukkustundum
eftir að Hagkaupsverslanirnar opn-
uðu var konfektið uppselt. Bónus
brást við konfektútsölunni hjá Hag-
kaup og bauð það á 899 krónur.
Mackintosh konfekt í tveggja
kílóa dollum kostaði í gær 1.675 hjá
Nóatúni og var selt á 995 krónur
hjá 10-11 verslununum.
♦ ♦ ♦---
Jólamatseðill
Humarhússins
í SÍÐUSTU viku birtist tafla yfír
jólahlaðborð veitingahúsanna. Þar
kom fram að jólamatseðill Humar-
hússins væri á 3.900 krónur. Hið
rétta er að á kvöldin er á boðstólum
fimm rétta jólamatseðill á 3.100
krónur og í hádeginu er um þriggja
rétta matseðil að ræða sem kostar
1.290 krónur.
Koníakslax og paté sérréttirnir
Sjá um veislur og
bjóða hádegismat
í SÍÐUSTU viku var opnuð veislu-
þjónustan Bonne Femme í Hamra-
borg, Kópavogi. Það er matreiðslu-
meistarinn Þórarinn Guðlaugsson
sem rekur fyrirtækið auk Þóru
Davíðsdóttur matreiðslumeistara,
Halldórs Halldórssonar matreiðslu-
manns og Hönnu Ólafsdóttur.
Þórarinn sem um árabil hefur
framleitt koníakslax, hunangslax
og ótal patétegundir fyrir Meistar-
ann hyggst halda áfram að fram-
leiða þessar vörutegundir á nýja
staðnum. Auk þess sér fyrirtækið
um hverskyns veislur, heit og köld
hlaðborð, smáréttaveislur, kökuboð
og svo framvegis. í hádeginu hyggj-
ast forsvarsmenn einnig bjóða ein-
staklingum og fyrirtækjum heimil-
islegan og hollan hádegisverð á inn-
an við fjögur hundruð krónur,
þ.e.a.s svo framarlega sem matur-
inn er sóttur á staðinn.
Þegar fyrirtækið opnaði í síðustu
viku var gestum boðið að smakka
á ljúffengum plokkfískrétti. Við
stóðumst ekki mátið og föluðumst
eftir uppskrift.
MorgunDiaoio/Asais
GESTUM gafst kostur á að bragða á ýmsum
réttum í tilefni af opnuninni og hér sést með-
al annars í plokkfiskinn sem birt er uppskrift
að hér á siðunni.
HANNA Ólafsdóttir, Halldór Halldórsson, Þórar-
inn Guðlaugsson og Þóra Davíðsdóttir sem reka
fyrirtækið Bonne Femme.
1 litri mjólk
Plokkfiskur
maísenamjöl til þykkingar
4 laukar
rjomi
1 tsk svortur pipgr
salt
ÞÓRARINN fer ótroðnar
slóðir þegar hann býr til paté
og stundum pakkar hanr
þeim inn í pönnukökudeig,
kókosmjöl eða eins og í
einu tilfellinu á þessari
mynd hrísgrjónagraut.
olía til steikingar
500 g soðin ýso
fisksoð eða vatn og fiskikraftur
500 soðnar kartöflur
Laukurinn er skorinn niður og
steiktur í olíu ásamt piparnum.
Vökvinn er settur út í og suðan
látin koma upp. Þykkt með maís-
enamjöli, tjóma og salti bætt í eftir
smekk. Að þessu búnu er köldum
ýsubitum og kartöflubitum bætt í
sósuna. Borið fram með harðsoðn-
um eggjum og rúgbrauði. ■
eftir
Tolla
Atla Má
Kjartan G.
J. Reydal
• Hauk Dór • Þórð Hall
• Magdalenur o.fl.
Plak Ný sen IÖI ding
Speg eítlr n lar náli
Opi ída m.11.00- Sunui 13.00-1 ið 9 10.00. lag 7.00
p-
LraTBa^oirn
MIÐSTÖÐIIM SIGTÚNI 10-SÍMI511 1616
MÉDECÍN VETEÍUNMÍIESPÉCÍAUSTÍ
8 RUEdes MOULÍNSrY'ÆPARÍS
RltlM . 'PENSÍON
jone l+VI
RAMMA INNRÖMMUN