Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ * LANDIÐ Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson TVEIR nemendanna úr Grunnskóla Þorlákshafnar í útreiðartúr með Eldhestum í Hveragerði. Hesta- mennska val- grein í elstu bekkjum grunnskólans Þorlákshöfn - Þær eru misjafnar val- greinamar sem boðið er upp á í elstu bekkjum grunnskóla landsins. Grunn- skóli Þorlákshafnar reynir að vera með sem mest framboð. I vetur reynd- ist mikill áhugi á hestamennsku og einn kennara skólans, Sigmar Ólafs- son, var tilbúinn til að taka að sér kennslu í hestamennsku einn vetur. Sigmar sagði lítið til af efni sem beinlínis væri ætlað til kennslu; efni væri þó víða hægt að finna, en það kostaði auðvitað vinnu að laga það til fyrir kennslu. Einnig hefði það verið vandamál að ekki voru til réiðu nægilega margir hestar til útreiðar. Því hefði verið leitað á náðir Eldhesta í Hveragerði sem hefðu brugðist vel við og lánað allt sem til þarf gegn vægu verði. Sigmar sagði ennfremur að allur hópurinn, sem eru 19 krakkar, hefðu notið útreiðarinnar vel og það væri gaman að kenna þetta fag. Glœsileg hnífapör SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœrðu gjöfina - Skipverj- annaá Jonnu minnst á Höfn Höfn - Minningarathöfn um þá Jón Gunnar Helgason, Vigni Högnason og Guðjón Kjartan Viggósson sem fórust með Jonnu SF 13. október sl. fór fram í Hafnarkirkju laug- ardaginn 29. nóvember sl. Yfir bænum hvíldi blær sorgar og saknaðar þegar fólk safnaðist saman í Hafnar- kirkju og íþróttahúsinu til „að þakka, minnast og kveðja“ eins og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson sagði í minningarorðum sínum. Athöfninni í Hafnarkirkju var sjónvarpað í íþróttahúsið því færri komust að en vildu í kirkjunni. Kirkjukór og Karla- kórinn Jökull sungu við at- höfnina og að henni lokinni voru lagðir blómsveigar við minnisvarðann sem komið hef- ur verið fyrir í kirkjugarðin- um. Um kvöldið tendraði fólk friðarkerti úti fyrir heimilum sínum. Morgunblaðið/Stefán Ólafsson í KIRKJUGARÐINUM, að lokinni minningarathöfninni, voru lagði blómsveigar við minnisvarðann sem á stendur: Til minningar um skipverjana sem fórust með Jonnu SF 12, 13. október 1996. Jón Gunnar Helgason, skipstjóri, f. 6. júni 1955, Vignir Högnason, vél- stjóri, f. 13. febrúar 1964, Guðjón Kjartan Viggósson, háseti, f. 15. apríl 1978. Heilbrigðisráðherra heimsækir Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins Fimm árangursrík námskeið haldin gegn reykingum á árinu Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, Ingibjörg Pálmadóttir, með for- svarsmönnum Heilsustofnunar NLFÍ og þátttakendum á fyrsta námskeiðinu. Hveragerði - Á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags íslands hafa á árinu verið haldin fímm námskeið gegn reykingum. Þátttakendur á námskeiðunum eru að nálgast 60 og hefur árangur verið betri en af flest- um öðrum námskeiðum sem boðið er uppá fyrir reykingafólk í dag. Nýverið boðuðu forsvarsmenn Heilsustofnunar til fundar með heil- brigðisráðherra, Ingibjörgu Pálma- dóttur, þar sem þessi námskeið voru kynnt ásamt annarri starfsemi stofnunarinnar. í máli ráðherra kom fram að þessi námskeið voru haldin að beiðni ráðuneytisins og voru þau hugsuð sem einn þáttur í stærra verkefni á vegum ráðuneyt- isins til að minnka reykingar lands- manna, sem ráðherra sagði að væru eitt stærsta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar. Sagði hún að mikill vilji væri fyrir því að reyna að snúa þróuninni til betri vegar og sem dæmi um það verður veitt 31 millj- ón króna til tóbaksvarna á næsta ári en á síðasta ári fóru einungis 8 milljónir í þann málaflokk. Gunnhildur Valdimarsdóttir hjúkrunarforstjóri og Þorkell Guð- brandsson lyf- og hjartalæknir eru umsjónarmenn námskeiðanna. í máli þeirra kom fram að mikil spurn væri eftir því að komast á þessi námskeið og þegar er farið að bóka á námskeið eftir áramót. Þátttak- endur dvelja á Heilsustofnun í viku en megin uppistaðan í námskeiðun- um er andleg, líkamleg og félagsleg uppbygging. Grundvallarmeðferð Heilsustofn- unar nýtist einnig þátttakendum, en hún byggist á heilsusamlegu líf- erni. Þar má nefna líkamsþjálfun, slökunar- og hugarþjálfun ásamt hollu mataræði. I máli Gunnhildar og Þorkels kom fram að þó að enn væri fullsnemmt að fullyrða um endanlegan árangur þá væri ljóst að mun fleiri hafi haldist reyklausir með aðferð Heilsustofnunar en í öðrum meðferðum gegn reykingum. Vegur þar þungt að þátttakendur dvelja á stofnuninni þann tíma sem meðferðin tekur og geta þar með brotið upp það munstur vanans sem þeir annars eru í. Námskeiðið gerði gæfumuninn Þær Vilhelmína Þór og Halldóra Gunnarsdóttir tóku þátt í fyrsta námskeiðinu og hafa verið reyk- lausar síðan. Þær voru sammála um það að mjög gott hefði verið að komast úr sínu venjubundna umhverfi og reyna að breyta um lífsstíl um leið og hætt var að reykja. „Ég er ekki endilega að reyna að lengja líf mitt með því að hætta að reykja, heldur til þess að mér líði betur þau ár sem fram- undan eru,“ sagði Halldóra þegar hún var spurð um tilgang þess að fara í þessa meðferð. Báðar voru þær sammála um að mikilvægt væri að fylgja hópnum eftir, en núverandi eftirmeðferð felst í tveimur heimsóknum þátttakenda til heilsustofnanna yfir árið sem og símatímum. MMC Lancer GLXi árg. '93, ek. 59 þús. km., Ijósgrár, sjálfsk. I Subaru Legacy 1,8 árg. '90, ek. 139 þús. km., vínrauður, 5 g. Mercedes Benz E 200 árg. '95, ek. 42 þús. km., grár, sjálfsk., airb. Góður fyrir þá sem eldast vel. Grand Cherokee LTD. (6 cyl.) árg. '95, ek. 32 þús. km., svartur, sjálfsk., álfelgur, leður, l-gl, sóllúga. Toppbill. Áhv. bílalán. Kláradu dæmid með SP-foHalánii Með SP-bílalán inní myndinni kaupir þú bíl sem hæfir greiðslugetu þinni op m Sími 588-7200 FJÁRMÖCNUN HF VANTAR BÍLA Á STAÐINN OG Á SKRÁ - FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ VW Vento GL 1800 árg. ‘93, ek. 47 þús. km., vínrauður, sjálfsk., cen. Góður fjölskyldubíll. I Nissan Sunny SLX árg. '94, ek. I 52 þús. km., grár, álfelgur. I Flottur fyrir iðnaðarmenn. Subaru Legacy Outback 2,5 árg. '97, óekinn, dökkgrænn, álfelgur. sjálfsk., airb., ABS. Nýr bíll. Áhv. bílalán. Ford Escort CLX 1,4 árg. '96, ek. 11 þús. km., svartur, 5 g., álfelgur, cen., þjófav. Áhv. hílalán. Félag Löggiltra Bifreiðasal Funahöfða 1 • Sími: 567-2277 • Rífandi sala • Fríar auglýsingar • Frítt innigjald Sölumenn: Ingimar Sigurðsson, lögg. bifr.sali Axel Bergmann I I > i i i i í i í I I I I i I 1 i I L i I í H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.