Morgunblaðið - 03.12.1996, Side 16

Morgunblaðið - 03.12.1996, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI * Olafur Nilsson, löggiltur endurskoðandi, gagnrýnir fyrirkomulag fjármagnstekjuskatts Of langtgengið íinn- heimtu í staðgreiðslu ÓLAFUR Nilsson, löggiltur endur- skoðandi hjá KPMG Endurskoðun hf., segir það ekki fara miili mála að framkvæmdin við innheimtu fjár- magnstekjuskatts verði mjög flókin og kostnaðarsöm miðað við þær fjár- hæðir sem séu í húfi. Þetta kom fram í erindi Ólafs á málþingi Samtaka fjárfesta sem haldið var á fimmtudag. Ólafur rakti í erindi sínu helstu atriði hinna nýju laga um fjármagns- tekjuskatt sem munu í meginatriðum taka gildi um næstu áramót. Hann benti m.a. á að meiri jöfnuður yrði í skattalegri meðferð fjármagns- tekna eftir þessar breytingar. Það væri ljóst að þær hefðu þegar og kæmu til með að hafa þau áhrif að menn gætu losað um ýmsar eignir sínar í hlutafélögum með auðveldari hætti heldur en áður vegna nýrra reglna um söluhagnað. Hins vegar sagði hann endurskoð- endur hafa varað við ýmsu því sem sett væri fram í lögunum, sérstak- lega varðandi framkvæmdina, þ.e. Framkvæmdin flókin og kostnað- arsöm miðað við þær flárhæðir sem eru í húfi hversu langt væri gengið í lögunum hvað snerti staðgreiðslu skattsins. „Eg held að menn hafi séð það nú og komi til með að sjá það ennþá betur á næstunni að þessi ótti okkar og viðvaranir áttu við rök að styðj- ast. Það er mjög flókið mál að ná utan um þetta og ég held menn hafi gengið alltof langt. Það hefði verið betra að hafa sumt af því í eftirá- greiddum skatti í framtölum manna sem nú verður innheimt í stað- greiðslu." Ólafur sagði þó ekki loku fyrir það skotið að einhveijar breytingar kynnu að verða á þessum lögum nú fyrir áramótin, hugsanlega til að fresta framkvæmd á staðgreiðslunni. Þegar hefðu þó komið til framkvæmda ákvæði um söluhagnað á hlutabréf- um, en þau giltu fyrir árið 1996. Staðgreiðsla á arði og vaxtatekjum Samkvæmt hinum nýju lögum fer innheimta á fjármagnstekjuskatti af arði og vaxtatekjum fram í stað- greiðslu frá og með næstu áramót- um. Bankar, sparisjóðir, verðbréfa- fyrirtæki og aðrir umsýslumenn fjár- muna draga staðgreiðsluna frá um leið og vaxtatekjur eru reiknaðar og greiddar. Þessir aðilar þurfa hins vegar ekki að standa skil á skattinum vegna ársins 1997 til ríkissjóðs fyrr en þann 15. janúar árið 1998. Fjármagnstekjuskatturinn er lagður á þær fjármagnstekjur ein- staklinga sem ekki stafa af atvinnu- rekstri. Einnig verður skatturinn lagður á stofnanir, sjóði félög samtök og aðra undanþegnir eru almennri skattlagningu. 15 mest seldu fólksbíla- tegundirnar í jan.-nóv. 1996 % Br.frá fyrra ári % 1. Toyota 1.500 19,6 +14,2 2. Volkswaqen 963 12,6 +29,1 3. Nissan 725 9,5 -14,2 4. Mitsubishi 573 7,5 +86,6 5. Hvundai 560 7,3 +2,2 6. Subaru 501 6,5 +87,6 7. Suzuki 480 6,3 +126,4 8. Opei 435 5,7 +33,0 9. Ford 344 4,5 +160,6 10. Renault 306 4,0 +22,4 11. Honda 177 2,3 +82.5 12. Volvo 153 2,0 -34.1 13. Skoda 133 1,7 -5,0 14. Masda 115 1,5 +4.5 15. Lada 90 1,2 -33,3 Aðrar teg. 615 8,0 +34,6 Samtals 7.670 100,0 +25,3 Bifreiða- innflutn. í janúar til nóvemb. 1995 og 1996 VORU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BILAR, nýir 665 793 1995 1996 1995 1996 Fjórðungi meiri innflutningur INNFLUTNINGUR nýrra fólksbifreiða fyrstu ellefu mánuði þessa árs var fjórðungi meiri en sama tímabil í fyrra. Fyrstu ellefu mánuðina í ár hafa verið fluttir inn 7.670 bílar, en á sama tímabili í fyrra höfðu verið fluttir inn 6.119 bílar eða rúmlega 1.500 færri en nú. Ef aðeins er litið til nóvembermánaðar í ár voru fluttar inn 580 bifreiðar, rúmlega eitt hundrað fleiri en í fyrra, en bifreiðainnflutningurinn þá var 472 bifreiðar. Einnig hefur orðið veruleg aukning í innflutningi á vöru-, sendi-, og hópferðabifreiðum. Fyrstu ellefu mánuðina í ár voru fluttir inn 793 bílar en sama tímabil í fyrra nam innflutningurinn 665 bílum. í ár hefur mest verið flutt inn af Toyota fólksbifreiðum 1.500 bílar og næst mest af Volkswagen 963. 725 Nissan bifreiðar hafa verið fiuttar inn og 573 bílar af gerðinni Mitsubishi. Vextir hækka um alltað 0,2% Litlu munar á kjörvöxtum banka Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRYSTIGEYMSLA Eimskips í Hafnarfirði hefur fengið vottun hjá ESB. Frystigeymsla Eimskipafélagsins fær vottun ESB LANDSBANKINN hækkaði nú um mánaðamótin vexti af helstu útlán- um um 0,15-0,2%. Vextir víxillána hækkuðu um 0,15%, vextir almennra skuldabréfalána um 0,2% og vextir vísitölubundinna lána um 0,15%. Þá hækkaði Búnaðarbankinn sína vexti á vísitölubundnum lánum um 0,05%, en lækkaði vexti af almennum skuldabréfalánum um 0,05%. Landsbankinn ákvað að breyta vöxtum sínum til samræmis við aðr- ar innlánsstofnanir, en sparisjóðirnir hækkuðu í nóvember kjörvexti sína á útlánum um 0,05-0,2%. Þeir hækk- uðu víxilvexti um 0,2%, vexti yfír- dráttarlána hækkuðu um 0,1%, vexti óverðtryggðra skuldabréfa um 0,1% og vexti vísitölutryggðra lána um 0,05%. Innlánsvextir hafa hins vegar ekkert breyst að undanfömu. Litlu munar á kjörvöxtum ein- stakra banka og sparisjóða um þess- ar mundir og dæmi eru um að ná- kvæmlega sama vaxtaprósentan sé hjá þeim öllum. Þarinig eru kjörvext- ir af vísitölubundnum lánum nú 6,25% i öllum tilvikum, en kjörvextir almennra skuldabréfalána eru á bil- inu 9,05-9,15%. Rétt er að taka fram að kjörvext- ir segja ekki alla söguna um raun- veruleg vaxtakjör einstakra banka og sparisjóða. Viðskiptamenn bank- anna greiða mismunandi vaxtaálag ofan á kjörvexti sem getur numið allt að 5% og samsetning viðskipta- mannahópsins er ólík. Því kann að vera nokkur munur á meðalvöxtum einstakra stofnana, en þær upplýs- ingar eru ekki birtar opinberlega. FRYSTIGEYMSLA Eimskips í Hafnarfirði hefur hlotið tilskilin leyfi Evrópusambandsins (ESB) til að geyma kjötvörur sem selja á til markaða sambandsins. Frysti- geymsla Eimskips í Hafnarfirði er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi sem fær slíka heimild en áður hefur sambærileg viðurkenning verið veitt fjónim íslenskum sláturhúsum. í frétt frá Eimskipafélagi íslands segir að Evrópusambandið geri mjög strangar kröfur til fyrirtækja sem fái slíka vottun. Til að tryggja gæði vörunnar fari losun fram í lokuðu rými frystigeymslu Eimskips í Hafn- arfirði. Þá sé strangt og reglubundið eftirlit með frystikerfum í geymsl- unni, skráningu vörunnar, heilsufari starfsmanna, hreinlæti og umgengni auk fleiri atriða. Frystigeymslan geti tekið allt að 450 tonnum af vörum. „Mörg fyrirtæki í útflutningi á kjötafurðum Iíta á ESB sem framtíð- armarkað sinn. Það er því mikilvægt fyrir Eimskip að geta veitt viðskipta- vinum sínum aðstöðu sem hlotið hefur vottun og viðurkenningu sam- bandsins. Markmið félagsins er að veita viðskiptavinum sínum alhliða flutningaþjónustu, allt frá því að þeir senda pöntun um flutning þar til varan er komin í hendur endan- legs neytanda. Frystigeymslan er hluti af þeirri alhliða þjónustu sem skrifstofa félagsins í Hafnarfirði veitir," segir ennfremur. Spástefna ídag HIN árlega spástefna Stjórnunarfé- lags íslands hefst í dag á Scandic Hótel Loftleiðum kl. 14. Að þessu sinni er áhersla lögð á mannauð í fyrirtækjum, viðhorf og aðgerðir stjórnenda. Kynntar verða niðurstöður á íslenskri könnun um starfsvitund í fyrirtækjum og veitt- ar viðurkenningar til þeirra fyrir- tækja sem skara fram úr sam- kvæmt könnunininni. Fjórir forsvarsmenn í íslensku atvinnulífi munu kynna viðhorf sín til mannauðs út frá mismunandi sjónarhornum. Þau eru Frosti Sig- uijónsson, forstjóri Nýheija, Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, og Gunnar Helgi Hálfdánar- son, framkvæmdastjóri Landsbréfa. Þá verður lögð fram niðurstaða úr nýrri spá fyrirtækja um þróun efnahags- og atvinnumála á næsta ári en aidrei hafa fleiri fyrirtæki tekið þátt í spánni en nú. --------------- Bréfí VW lækka um 6% Frankfurt. Reuter. VERÐ hlutabréfa í Volkswagen lækkaði um 6% á mánudag þegar GM kvaðst mundu halda áfram málaferlum gegn VW vegna meints þjófnaðar á leyniskjölum. Vangaveltur um sættir hófust þegar framleiðsstjóri VW, Jose Ignacio Lopez de Arriortua, sagði af sér 29. nóvember, því að þar með var einu skilyrði GM fyrir hugsanlegri lausn fullnægt. GM hefur lýst furðu vegna þess að staðið verður við ákvæði ráðn- ingarsamnings Lopezar, sem gildir til marz 1998. Þýzkir fjölmiðlar herma að Lopez fái 4-11 milljóna marka greiðslu. Handhægar litlar Ijósritunarvélar 12 eintök á mínútu Verð frá: 77.000,- <mr4T~ SKIPHOLT117 -105 REYKJAVÍK SÍMI: 562 7333 - FAX: 562 8622 aco Elsta töluufyríptækí á Islandi ISDN tengingar www.nyherii.is NÝHERJI Skaftahlíð 24 - Sími 569 7700 http://www.nyharji.iB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.