Morgunblaðið - 03.12.1996, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.12.1996, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 23 ERLENT Vaclav Havel mMW STUTT Havel undir linífinn TÉKKNESKIR skurðlæknar fjarlægðu í gær lítið illkynja æxli og um helming hægra lunga Vaclavs Havel, forseta Tékklands. Kváðust þeir telja líklegt að forsetinn gæti snúið aftur til starfa í upp- hafi næsta árs. Talsmað- ur Havels sagði að tek- ist hefði að koma í veg fyrir meinið tímanlega og að batahorfur væru góðar. Forsetinn er stórreykingamað- ur og hefur reykt frá ungl- ingsárum. Eiginkona hans, Olga, lést fyrr á árinu úr krabbameini. Læknar móð- ur Teresu vongóðir MÓÐIR Teresa fór með bænir og snæddi hádegisverð í gær og kváðust læknar hennar vongóðir um að hún væri á batavegi eftir að hafa gengist undir hjartauppskurð, í þriðja sinn á fimm árum. Um helgina bárust fregnir af því að henni hefði versnað mjög, en móðir Teresa er 86 ára. Eiginmaður Bhutto pyntaður TENGDAFAÐIR Benazir Bhutto, sem vikið var úr stóli forsætisráðherra í í Pakistan í byrjun nóvember, fullyrti í gær að sonur sinn og eigin- maður Bhutto, Asif Ali Zard- ari, væri pyntaður en honum er haldið í fangelsi í Karachi. Hakim Ali Zardari gaf ekki upp hvaða heimildir hann hefði fyrir fullyrðingum sínum en hann segir að syninum hafi ekki verið birt formleg ákæra. Ráðgjafa- nefnd um erfðafræði BRESKA ríkisstjórnin kvaðst í gær hafa sett á fót nefnd sem vera á til ráðgjafar í málefnum sem varða genarannsóknir og genameðferð. Málefni þessi eru talin afar viðkvæm en í nefndinni munu eiga sæti lög- fræðingar, vísindamenn, læknar og blaðamenn. Mun nefndin fjalla um félagslegar, siðferðilegar og efnahagslegar afleiðingar erfðafræðirann- sókna og meðferðar. Kúbumenn viðbúnir árás RAUL Castro, varnarmálaráð- herra Kúbu, sagði í gær að yfirvöld landsins teldu að Kúbu stæði enn hernaðarógn af hálfu manna í Bandaríkjun- um sem vildu ýta undir ólgu í landinu til að réttlæta inn- rás. Castro, sem einnig er varaforseti og bróðir Fidels Castro, leiðtoga Kúbu, sagði Kúbumenn fyllilega í stakk búna til að mæta slíkri ógn. Mannskætt tilræði á Indlandi Ambala. Reuter. 12 MANNS biðu bana og 37 særð- ust, þar af þrír alvarlega, þegar öflug sprengja sprakk í svefnvagni járnbrautalestar í norðurhluta Ind- lands í gærmorgun. Talið er að að- skilnaðarsinnar í Punjab-ríki hafí verið að verki og óttast er að þeir séu að heíja nýja hryðjuverkaherferð fyrir kosningar sem eru fyrirhugaðar í ríkinu í febrúar. Svefnvagninn eyðilagðist í eldi sem blossaði upp eftir sprenginguna og annar vagn skemmdist. Þegar sprengjan sprakk var iestin í bænum Ambala, í grennd við Punjab og nálægt stórri herstöð. Engin hreyfing lýsti tilræðinu á hendur sér í gær, talsmaður lögregl- unnar kvaðst óttast að aðskilnaðar- sinnar úr röðum sikha í Punjab hefðu verið að verki. „Þetta gæti verið upphafið að nýrri hermdarverkaöldu fyrir komandi kosningar í Punjab," sagði hann. Að minnsta kosti 20.000 manns biðu bana í uppreisn sikha sem hófst í Punjab á síðasta áratug. Aðskilnað- arsinnarnir hafa þó iítið látið að sér kveða síðustu misseri. Tilræðið í gær er mannskæðasta árásin á lest á svæðinu frá því aðskilnaðarsinnar úr röðum sikha stöðvuðu lest nálægt borginni Ludhiana árið 1991 og myrtu að minnsta kosti 53 farþega. TOSHIBA myndbandstækin með Pro-Drum myndhausnum eru bylting frá eldrí gerðum. 40% færrí hlutir, minni bilunartíðni, skarparí mynd. Toshiba Pro-Drum nr 1 Mju á topp 10 lista What Video. hBh9 Verð fró kr. 38.610 stgr. || Wr S««HISA ....... Vj — © © O : “ ís.«.: — — ; /V' Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900 :kma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.