Morgunblaðið - 03.12.1996, Page 29

Morgunblaðið - 03.12.1996, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 29 Jólagnðspjallið í nýjum búningi LEIKUST Brúduleikhúsiö Tí u í i n g u r JÓLALEIKUR Jólaleikur eftir Hallveigu Thorlacius byggður á Jólaguðspjallinu. Leikari og brúðuhöfundur: Helga Arnalds. Leikstjóri: Asa Hlín Svavarsdóttir. Leikmynd: Tómas Ponzi. Gerðuberg 1. desember. TÍU fingur heitir eins manns brúðuleikhús Helgu Arnalds og frumsýndi hún Jólaleik eftir Hall- veigu Thorlacius síðastliðinn sunnu- dag. Jólaleikur er byggður á Jóla- guðspjalli Biblíunnar og miðar sag- an að því að gera efni guðspjallsins og boðskap aðgengilegan litlum börnum og tekst það vel. Helga Arnalds leikur Leiðinda- skjóðu Leppalúðadóttur sem segist ætla að skemmta börnunum og öðrum áhorfendum, þótt henni finn- ist í rauninni frekar leiðinlegt að skemmta! Leiðindaskjóða byrjar á því að lesa upp úr Biblíunni en hættir því skjótlega þar sem textinn er tyrfinn og lítt skiljanlegur litlum börnum. Hún bregður því á það ráð að nota brúður og eigin frásagnar- aðferð til að segja börnunum frá fæðingu Jesú. Hún talar allan tím- ann beint til bamanna, spyr þau spurninga og virkjar þau til þátt- töku. Þannig náði hún vel athygli hinna ungu áhorfenda sem virtust lifa sig inn í söguna og hafa gaman af og Leiðindaskjóðu sjálfri þótti þegar allt kom til alls ekkert leiðin- legt að skemmta. Helga gerir brúðumar sjálf og stjómar þeim af öryggi. Þetta em bæði vandaðar og fallegar brúður. Tómas Ponzi gerir leikmyndina og vafalaust hafa þau Helga og Tómas haft góð samráð því brúðurnar og leikmyndin smella skemmtilega Morgunblaðið/Á. Sæberg HERÓDES kóngur dáist að kórónu sinni. (Brúða eftir Helgu Arnalds.) saman. Ása Hlín Svavarsdóttir er leikstjóri sýningarinnar og hefur hún náð að skapa góða sýningu sem hentar hinum ungu áhorfendum fullkomlega. Jólaleikur er gott inn- legg í jólaundirbúninginn og hinu yfirlýsta markmiði er náð: að koma boðskap jólanna á framfæri á að- ventunni þegar jólin virðast oft snú- ast mest um verslun og aðra um- gjörð hinnar eiginlegu hátíðar. Soffía Auður Birgisdóttir - kjarni málsins! Síðustu sýn- ingar á Largo desolato SIÐASTA sýning á Largo desolato eftir Václav Havel, forseta Tékk- lands verður í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöld. Leikendur; Ari Matthíasson, Árni Pétur Guðjónsson, Björn Ingi Hilm- arsson, Ellert A. Ingimundarson, Jón Hjartarson, María Ellingsen, Ragn- heiður E. Arnardóttir, Theódór Júl- íusson, Valgerður Dan og Þorsteinn Gunnarsson. Lýsing Ögmundur Þór Jóhannesson. Leikmynd og búningar Helga I. Stefánsdóttir. Leikstjórn Brynja Benediktsdóttir. ------*—*—*----- Ut úr skápnum LEIKIN atriði úr nýútkominni bók Hallgríms Helgasonar, 101 Reykja- vík, verða flutt í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, mið- vikudaginn 4. desember kl. 21. Einn- ig les höfundur kafla úr verkinu. Leikendur eru Ari Matthíasson, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Leik- stjóri er Baltasar Kormákur. Skáldsagan 101 Reykjavík er gef- in út af Máli og menningu sem styrk- ir sýninguna. Bókin ijallar um 33 ára gamlan mann sem býr hjá móð- ur sinni. „Líf hans er í föstum skorð- um þar til móðir hans kemur „út úr skápnum" og vinkona hennar flyst inn á heimilið," segir í kynn- ingu Kaffíleikhússins. ------» » ♦ V atnslitamynd- ir Gunnlaugs Scheving SÝNING á vatnslitamyndum eftir Gunnlaug Scheving í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg hefur verið framlengd til 8. desember. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-17. ------» ♦ »----- Tímarit • TÍMARITIÐ Áhrif2. tölublað flallar meðal annars um jafningja- fræðslu framhaldsskóla og vímu- varnaskólann. Samtökin Vímulaus æska, ÍUT-æskulýðssamtök og Bindindisfélag ökumanna gefa út tímaritið í samvinnu við Fræðslu- miðstöð í fíknivörnum. Áhrif er tímarit um áfengis- og fíkniefnamál, hið eina sinnar tegundar hér á landi, sem ekki er jafnframt fréttabréf samtaka eða stofnana. Tímaritið Áhrif kemur út tvisvar á ári og eru áskrifendur um 7000. Tímritið er auk þess sent skólum, bókasöfnum, heilsugæslustöðvum, sveitarstjórn- um, alþingismönnumm, félagasam- tökum og fleirum til kynningar. „Áhrif eru vettvangur umræðna og umfjöllunar um vímuefnamál á breiðum grunni og fjallað er um málin frá ýmsum hliðum. Tímaritið er m.a. notað sem fræðsluefni á öll- um skólastigum enda er mikið af efni blaðsins kjörið í þeim tilgangi," segir í kynningu. Olympus AF-1 Mini (Alsjálfvirk vasamyndavél - veðurheld. Veró: 9.900 stgr. M M1 J JJ r-1 Olympus AF-3Q ó Alsjálfvirk vasamyndavél. Verð: 6.900 stgr. gioi rrarntiflar Game Boy Pocket (Nýö minni og skýrari Game Boy, tekur sömu leiki. ^ Verö 8.750 stgr. mii Tec 7530 Hljómtækjasamstæða með þriggja diska geislaspilara og fjarstýringu. Verö: 23.900 stgr. Mitsubíshi M-651 Nokia (Fjöldi stærða og gerða af sjónvörpum( Verö frá: 89.900 stgr. Sex hausa stereo myndbandstæki með ameríska kerfinu. Verö: 59.900 stgr. HLJOMCO Fákafeni 11 - Sími 568 8005

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.