Morgunblaðið - 03.12.1996, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 03.12.1996, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 31 Leiðin í gálgann KVIKMYNPIR Bíóborgin SAGA AF MORÐINGJA („KILLER") ★ ★'/2 Leikstjóri Tim Metcalfe. Handrits- höfundur Metcalfe, byggt á bók Thomas F. Gaddis og James O. Long. Kvikmyndatökusljóri Ken Kelsch. Tónlist Graeme Revill. Aðalleikendur James Woods, Robert Sean Leonard, Ellen Green, Cara Buono, Robert John Burke, Steve Forrest. Banda- rísk. Spelling Pictures 1995. FANGELSISMYNDIR hafa átt auknum vinsældum að fagna hjá kvikmyndaframleiðendum uppá síðkastið, hafa oftar en ekki verið ágætlega lukkaðar og náð til al- mennings. Dead Man Walking og The Shawshank Redemption voru framúrskarandi myndir, jafnvel hin yfirborðskennda Murder in the First átti sin augnablik. Eink- um Kevin Bacon. Nú er röðin komin að öðrum, vanmetnum stórleikara að sanna sig, James Woods heldur Sögu af morðingja á floti, lengst af. Henry Lesser (Robert Sean Leonard) er nýliði í röðum fanga- varða í Leavenworth fangelsinu í Texas undir lok þriðja áratugar- ins. Það hýsir m.a. Carl Panzram (James Woods), forhertan óbóta- mann, en með þeim Lesser tekst óvenjuleg vinátta. Lesser smyglar inn til hans skriffærum, Panzram skrifar ævisögu sína og þegar hinn lítt reyndi fangavörður fer að lesa pappírana kemst hann að því að Panzram er með tugi mannslífa á samviskunni. Hann vill fá að dingla í snörunni og verður að ósk sinni. Yfirveguð, ísköld frammistaða Woods og sá hroðalegi sannleikur sem liggur að baki myndarinnar, heldur áhuga manns vakandi. Efn- isþráður Sögu af morðingja ristir ekki djúpt, persónurnar sviplitlar, að morðingjanum undanskildum. Því miður sitja velflestir strákarn- ir hans Robins Wiiliams eftir í skólastofu Bekkjarfélagsins, Rob- ert Sean Leonard er auðgleymdur hér, líkt og í Ys og þys útaf engu. Hinsvegar gerir Steve gamli Forr- est, af öllum mönnum, góða hluti í lítilli rullu fyrrum fangelsisstjóra. En sem fyrr segir, er það leikur Woods í hlutverki hins óforbetran- lega manndrápara sem er slag- krafturinn hér, eins er kvikmynda- takan góð, útlitið fínt og fagmann- lega splæst saman gömlum frétta- myndum og s/h minnisbrotum. Þrátt fyrir vankantana er Saga af morðingja ótrúleg framför hjá Metcalfe frá Kaliforníu, sem að- eins vakti athygli fyrir subbulegt ofbeldi og leið hægt útaf við miða- sölulúguna - þrátt fyrir sjálfan Brad Pitt í burðarhlutverki. Sæbjörn Valdimarsson LISTIR , , . . . Morgunblaðið/Arnór YNGSTU borgararnir tóku þátt 1 hatiðmm af lifi og sál og sungu nokkur lög. Troðfullar kirkjur á aðventu- tónleikum á Suðumesjum Garði. Morgunblaðið - Troðfullt var út úr dyrum á aðventusamkomum í Hvalsnes- og Útskálakirkju sl. sunnudag. Hin fyrri var í Hvalsneskirkju kl. 17 en síðari samkoman í Útskálakirkju kl. 20. Dagskráin var svipuð í báðum kirkjunum, vönd- uð og fjölbreytt. Mikla athygli vakti lúðrasveit Tónlistarskóians í Sandgerði og Garði undir stjórn Aka Asgeirssonar en Aki hefir náð undraverðum árangri með heilsteyptan hóp ungra hljóðfæraleik- ara. Þá spilaði Edda Björnsdóttir á trompet og klarinettríó kom fram. Séra Önundur Björnsson ávarpaði söfnuðina og frú Sigrún Oddsdóttir var með aðventufrásögn í Útskálakirkju og með dyggri aðstoð ungs hlust- anda fékk hún kirkjugesti til að gráta af hlátri með skemmtilegri frásögn. Yngri borgararnir tóku lagið en rúsínan í pylsu- endanum var söngur kirkjukórsins og einsöngvar- anna Steins Erlingssonar, Stefáns Stefánssonar, Davíðs Olafssonar og Lilju Hafsteinsdóttur. Orgel- og píanóleikari var Ester Olafsdóttir sem hélt upp á afmæli sitt á þessum annasama degi. Auk henn- ar spiluðu Jóhann Björn Ævarsson, Auður Birgis- dóttir og Áki Ásgeirsson. Samkomunni lauk með „Heims um ból“ samsöng kirkjugesta og kóra. Green gerir grín Samvinna LEIKLIST Bæjarbíó KRIMMI OG IL FORNIC AZIONE eftir Michael Green. Leikstjóri Bjöm Ingi Hilmarsson. Aðstoðarleikstjóri Margrét Elín Garðarsdóttir. Leikar- ar; Sigui'ður Á. Leifsson, Ámi S. Bjamason, Laufey Elíasdóttir, Tóm- as Ellertsson, Páll Einarsson, Iris Jónsdóttir, Valur Grettisson, Þor- bjöm Emil Kjæbo, Hugiim Þ. Grét- arsson, Vala Steinsdóttir, Elísabet Sigurðardóttir, Axel F. Norðfjörð. Hljóð og ljós Jens Mönster. Föstudag- ur 29. nóvember. FLEN SBORGARSKÓLINN í Hafnarfirði frumsýndi mánudags- kvöldið 25. nóvember gamanleikritin Krimma og II Fornicazione (Hórkari- inn) eftir Michael Green. Ekki varð af því að gagnrýnandi kæmist á þá sýningu og þegar mætt var á 2. sýningu var miði á útihurð Bæjar- bíós, sem sagði að henni væri fre- stað vegna veikinda. Onnur sýning var svo 29. nóvember og sá ég hana. Kannski má segja að þessi þeytingur minn í og úr Hafnarfirði hafi verið í takt við innihald verkanna. • KOMAheitir ný geislaplata með flutningi Hljómeykis á kirkjutónlist eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Tón- listin er jafnt við iatneskar og ís- lenskar bænir. Á plötuumslagi kynn- ir Þorkell verkin svo: „Te deum, er eld forn hymni oft eignaður Ambróísusis biskupi, en mun upphaflega vera eftir Niketas biskup um (400) í Remesiana (Nish) í Serbíu. Þessi þýðing Sigurbjarnar Einarssonar biskups (f. 1911)ernr. 39 í Sálmabókinni. Þetta var samið sem vígslugjöf til bróður míns Karls, þegar hann vígðist til Vestmanna- eyja 1973. Santa Maria er forn iatn- esk bæn, hér flutt sem sex radda keðja, með viðbótar tónafléttu. Koma var samin að beiðni Sumar- tónleika í Skálholti og frumflutt þar Leikritunum tveim svipaði ögn til Skvaldurs Michaels Frayns. Megin- munurinn var sá að Skvaldur er leik- rit um hálfmisheppnaða uppfærzlu annars leikrits en í Krimma og Hór- karlinum er „millileikritinu" sleppt, maður sér hálfmisheppnuðu upp- færzluna frá fyrstu hendi. í upphafi leiks sté presturinn (Þor- björn Emil Kjærbo) í Krimma á stokk og bað áhorfendur afsökunar, en einn aðalleikaranna hefði rétt í þessu fótbrotið sig og hvíslarinn (Vala Steinsdóttir) tæki að sér hlutverk hans. Áhorfendur væru vinsamlega beðnir að horfa framhjá því að hún kynni ekki textann. Eftir nokkra bið í svörtu myrkri hökti sýningin af stað. Hún náði aldrei enda sínum því rétt eftir hvörfin/kennslin (prest- urinn var í raun stjúpbróðirinn) var ákveðið að hafa hlé. í upphafi seinna leikritsins sté hljómsveitarstjórinn (Páll Einarsson) á stokk og bað áhorfendur afsökun- ar, en rútan með hljómsveitinni hefði keyrt út í Tjörnina og því væru að- eins hann og þríhornsleikarinn (einn- ig leikinn af Völu Steinsdóttur) mætt. Því var „hin víðfræga ópera“ II Fornicazione (Hórkarlinn) leikin án undirspils. Áhorferidur væru vin- samlega beðnir að horfa framhjá Nýjar hljómplötur Kirkju- tónlist í júlí sumarið 1988. Tilþín, Drott- inn hnatta ogheima er við sálm nr. 525 í Sálmabókinni 1972 eftir Pál V.G. Kolka, lækni á Blönduósi, (1895-1971). Englarhæstir ervið sálm nr. 25 í þýðingu Matthíasar Jochumssonar, prests og skálds (1835-1920) á sálminum Benedicte eftir J.S. Blackie. Maríukvæðier úr tónlist við leikritið Jón Arason eftir Matthías Jochumson, sem Þjóð- því. Engu að síður stjórnaði hann ímyndaðri hljómsveit af þvílíkri inn- lifum að annað eins hefur aldrei sést (a.m.k. sjaldan). Öllu erfiðara var að horfa framhjá því en hvíslar- anum í aðalhlutverkinu í Krimma því ópera án undirleiks er fáranleg - það er ekkert annað orð til yfir það. Hvörfin/kennslin voru ekki síður dramatísk en fyrr: Elskhuginn (Hug- inn Þ. Grétarsson) var sonur eign- mannsins (Axel F. Norðfjörð). Spyrja má hvort ieikritin tvö hafi ekki bara verið einn langur brandari þar sem Green gerði grín að Arist- ótelesi og hans hugmyndum um leik- rit (sbr. hin magnþrungnu hvörf/kennsl) sem ráðandi hafa ver- ið allt frá hans dögum (í rúm 2300 ár). Leikmyndin var sú sama og Leikfélag Hafnafjarðar notar í Stalín er ekki hér, _að frátöldum stiganum upp á loft. í stað hans var komin svalahurð sem ögn var til trafala í fyrra leikritinu. Leikstjórinn, Björn Ingi Hilmars- son, var maður kvöldsins. Hann stýrði Flensborgurum þannig að „mistökin" voru hvorki of né van og gerði Krimma og II Fornicazione að virkiiega góðri sýningu. Þijár sýningar voru fyrirhugaðar, en nú hefur sú þriðja verið felld niður. Leiðinlegt að sýningar verði ekki fleiri. Heimir Viðarsson leikhúsið sýndi 1974, undir leikstjórn Gunnars Eyjólfssonar. 121. Sálmur Davíðs var saminn sem brúðkaups- sálmur, Sigfúsar Nikulássonar og dóttur minnar, Mistar vorið 1984. Þú, Guð sem veist og gcfurallt er samið við sálm Sigurbjarnar Ein- arssonar biskups, Þorkell nr. 356 í Sálma- Sigurbjörnsson bókinni. Heyr, himna smiðurer við sálm nr. 308 eftir Kolbein Tumason, goðorðsmann á Víðimýri í Skagafirði, (d. 1208). Utgefandi er Smekkleysa. Verð 1.999 kr. LIST OO HÖNNUN Listhús Ófcigs ULL OG SKART Ásdis Birgisdóttir, Ófeigur Bjöms- son. Opið virka daga 10-18, laugar- daga 11-16. Til 4. desember. Aðgangur ókeypis. ÍSLENZK og norræn viðhorf hafa mjög sótt í sig veðrið í textílum og skarti undanfarin ár og hefur þar verið tekin hárrétt stefna á hæðina. Þetta er í samræmi við það sem markverðast hefur gerst í norrænni hönnun á öldinni, skilað hefur ómældum ríkidómi í senn andlegum sem veraldlegum. Mikilverðast er, að þessi þróun hefur styrkt burðar- stoðir norrænnar þjóðmenningar og aukið við sérkenni hennar, því það er nokkur og merkjanlegur munur á hönnun og listiðnaði bræðraþjóð- anna innbyrðis. Svo eitthvað sé nefnt eru Danir heimsþekktir fyrir hús- gögn sín, Norðmenn sérstæða hluti notagildis og Finnar óviðjafnanlega glermuni, auk þess að textílar allra þjóðanna hafa mörkuð sérkenni. Málið er að öll Norðurlöndin sækja mikinn ríkdóm til fortíðarinnar, hvert á sinn veg þrátt fyrir allan skyldleika, og mikilvægt að vera hér vel á verði í Ijósi þess að heimurinn á ekki hliðstæðu. Hér höfum við eðlilega verið nokkrir eftirbátar um háþróaða hönnun, því skilningur hefur verið af skornum skammti, ásamt því að fjarlægð eyjarskeggja við umheim- inn hefur gert þá háskalega mót- tækilega fyrir áhrifum sem þeir sporðrenna ómeltum. En nú er þetta sem sagt að breyt- ast, því íslenzk hönnun virðist í mik- illi sókn og skiptir þá öllu, að þær íðir séu háþróaðar, að menn rugli þeim ekki saman við léttvægt föndur og lítilsigldan söluvarning á mark- aðstorgum. Dæmi um mjög verðmæt vinnu- brögð á þessurn vettvangi verða stöðugt algengari í listhúsum borg- arinnar og meðal þeirra markverð- ustu um þessar mundir er samvinnu- verkefni þeirra Ásdísar Birgisdóttur textílhönnuðar og Ófeigs Björnsson- ar gullsmiðs. Hafa þau spunnið sam- an klæði úr íslenzkri ull og skartgrip- um. Grunninn að verkunum er að finna í fornri norrænni klæða- og skartgripahefð. Forðum daga voru skart og flík eitt, skartið þjónaði ekki aðeins sem skraut og stöðutákn heldur jafnframt sem festingar og þar með hluti af stærri heild. Ullin er jurtalituð og skartið oxað eftir því sem á við... Ásdís hefur vakið dijúga athygli fyrir afar einfaldar og formfagrar flíkur úr íslenzkri ull og hún gengur öðru fremur út frá því, að mýkt lop- ans og léttleiki séu eiginleikar sem njóta sín einna best í flíkum og klæð- um, þar sem form og hreyfing líkam- ans fer saman. Þetta samræmir hún mjög vel að viðbættum einstaklega verðmætum náttúrulitum. Mettir og djúpir litirnir og fjölþætt vinnsla þeirra með efnum úr ríki náttúrunn- ar eru saga út af fyrir sig, einkum fyrir hinn_ tempraða léttleika. Skart Ófeigs fellur svo mjög vel að flíkunum, en það er sótt í forna goðafræði, það tranar sér hvergi fram, en ber í sér verðmæti hins látlausa svo sem öll þessi þokkafulla sýning ... Bragi Ásgeirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.