Morgunblaðið - 03.12.1996, Page 42

Morgunblaðið - 03.12.1996, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Að læra að lesa á tælensku SNEMMA síðastliðið ár skrifaði ég greinarstúf í Morgunblaðið til að hvetja okkur öll til meiri gestrisni og umburðarlyndis gagnvart útlend- ingum, enda var þá ár umburðar- lyndis. Mér gafst svo tækifæri eftir því sem á árið leið til að kynnast ýmsu því sem gert er á landinu í kennslu handa svokölluðum nýbú- um. Mér varð þá ljóst að heilmikil í þekking og skilningur eru til í land- inu á því sem brýnt er að gera. Ég fékk til að mynda að halda fyrirlest- ur um skilning á meðal menningar- heima á endurmenntunamámskeiði Kennaraháskólans, og hlýða á fyrir- lestra á tilhögun nýbúafræðslu í Bandaríkjunum og Danmörku. Fyr- irlesurum bar saman um að bráð- nauðsynlegt væri fyrir aðkomuböm, þ.e. útlendinga, að læra að lesa og skrifa á eigin tungumáli til að geta skilið afstæð hugtök, og túlkað það sem þau heyra og sjá inn í eigin reynsluheim. Móðurmálið ber að rækta, og frekar hvetja foreldra til að tala sitt eigið mál. íslenskuna læra svo bömin fyrr eða síðar í skól- anum. Okkur er hollt að huga að þessu nú þegar eigin móðurmáls- SJQNVARPS skáPar GEISLADISKA standar Frá 4.900 yQ 3000 m2 sýningarsalur I Opið virka daga 9-18 I Laugardaga 10-16 § Sunnudaga 14-16 I - TM - HUSGOGN Síðumúla 30 - Sími 568 6822 rækt ber svo mjög á góma. Skólar í höndum sveitarfélaga Nú er það svo að aðeins fáeinir kennar- ar komust á þetta námskeið, sérlega fáir utan af landi. Hver er það þá heima á Fáskrúðsfirði, þar sem ég bý, sem á að vita af þessum fræð- um öllum og rann- sóknum? Hér á Aust- fjörðum, eins og út um allt land, búa börn sem em útlensk í aðra ættina eða báðar og ganga í skóla. Sumir kenn- arar hafa tamið sér að nýta sér visku þeirra og reynslu svo að allur bekkurinn auðgist af nálægð þeirra og þau finni að þau eru mikils virði, eins og öll börn. Aðrir kennarar kjósa að líta á þau sem séu þau eins og hin, til að vera ekki alltaf að minna á að svo er ekki. Þetta er mjög algengt og þykir bera vott um umburðarlyndi. Enginn eins - engum til meins Mér finnst umburðarlyndi ekki nægja okkur. Við verðum að iðka þrotlausa baráttu gegn umburðarleysi, þ.e. berjast fyrr réttij þeirra sem með þurfa. Útlensk börn í skólum okkar þurfa sérstakrar kennslu með svo og reyndar íslensk böm sem koma heim frá langdvöl erlendis. Þetta vitum við en gerum fátt eitt í málunum. Ein ástæða þess er trúlega sú að við erum rétt svo farin að átta okkur á því að við erum ekki öll eins og að einsleitni er ekki ákjósanleg. Nýbú- arnir allir á ísafirði fengu sem bet- ur fer góðar móttökur og íslensku- Við verðum, segir Yrsa Þórðardóttir, að iðka þrotlausa baráttu gegn umburðarleysi. kennslu. Þeir voru flóttamenn, og eiga því rétt á sérlegum móttökum. Trúlega eru þeir þó frekar kallaðir nýbúar en flóttamenn, það þykir Yrsa Þórðardóttir Vertu tímanlega með jólabögglana til útlanda Það er styttra til jóla en við höldum, sérstaklega fyrir þá sem þurfa að senda jólaböggla út í heim. Póstur og sími hvetur alla til að koma íslenskri jólagleði til skila með því að senda jóla- bögglana tímanlega til ættingja og vina hvar sem þeir búa í heiminum. Pósturinn er á hraðferð fyrir jólin með jólagjafirnar, nætur og daga um allan heim. Tekið er við bögglum á yfir 90 póst- og símstöðvum um allt land. Síðasti skiladagur bögglapósts til útlanda með flugi: Norðurlönd 06.12 Evrópa (önnur en Norðurlönd) 05.12 USA (austurfylkin) 05.12 USA (vesturfylkin) og Kanada 05.12 Önnur lönd 04.12 Þeir sem ekki ná að senda jólabögglana fyrir þennan tíma eiga möguleika á að bjarga jólunum með því að nota þjónustu EMS Forgangspósts og alþjóðlegt dreifikerfi TNT hrað- þjónustunnar í meira en 200 löndum. Bögglar eru þá bornir heim til viðtakenda. Slíkar sendingar taka aðeins 1 -2 daga til flestra Evrópulanda en 2-4 daga til annarra landa. Til að tryggja örugg skil á bögglum borgar sig að vera tímanlega á ferðinni, helst fyrir 16. desember. FORGANGSPÓSTUR Express Worldwide PÓSTUR OG SÍMI vægara til orða tekið. Við það missa þeir hluta af sínum réttindum. Hvað er nýbúi? En þegar fram líða stundir, og allt þetta fólk hefur náð bólfestu á ísafirði, hvað verður þá um móður- málskennslu barnanna? Muna þau sem fullorðið fólk geta lesið fagur- bókmenntir lands síns og þar með auðgað orðaforða sinn og hugar- heim? Ætli nýbúanafnið nægi til þess að við munum það í mörg ár að móðurmálskennslu þeirra þarf að halda áfram. Innan fárra ára verðum við hin, vér íslendingar, trúlega farin að ætlast til þess að þau hætti að tala um þetta land sem þau koma frá og verði sannir íslend- ingar á sauðskinnsskóm til að þakka okkur gestrisnina. Við verð- um búin að gleyma því að þau þurfa ennþá sérstaks stuðnings með og að þau eiga sér sögu og minning- ar. Einhversstaðar í fjarlægu landi er háaloft með gömlum munum þeirra, eða háaloftið jafnvel horfið. Minnstu þess að þú varst þræll í Egyptalandi Sem guðfræðingur hugsa ég til þess sem kirkjan verður að fara að drífa sig í að gera með útlendingum sem sest hafa að á íslandi. Um móðurmálskennslu á erlendum mál- um ákalla ég Kennaraháskólann og allt það fólk sem vinnur nú þegar að málunum, að búa til bækling handa öllum sveitarfélögum, skóla- stjórum og kennurum svo að fræðin nái víðar. Ég ákalla stjórnvöld að virða sáttmálana alla sem við höfum undirritað á erlendri grundu, þar sem við skulbindum okkur til að taka vel á móti öllum. Ég bið um að þessum áformum sé hrint í fram- kvæmd á myndarlegan hátt og öll- um tiltækum ráðum beitt. Sam- kvæmt Biblíunni er þetta ekki að- eins krafa kærleikans heldur ein- faldlega réttlætið sjálft, því að eins og Israelsmenn voru eitt sinn þræl- ar í Egyptalandi, eða við í Noregi, hver veit, þá fengum við að öðlast frelsi og eigum því að veita öðrum það líka. Mörg okkar hafa búið í útlöndum. Fæstum okkar hefur nokkru sinni dottið í hug að fyrir- verða okkur þar fyrir ástkæra yl- hýra málið okkar, né láta sem við föllum alveg inn í menningu lands- ins. Við höfum þvert á móti kjams- að okkar sviðahausa á þorrablótum í Stuttgart og Madison, skartandi upphlut, og kveðið rímur. Líbönsk veitingahús Við náum okkur stundum á strik í umburðarlyndinu þegar við dá- sömum erlendu veitingahúsin hér og hversu mikill menningarauki sé að útlendingunum. Settum við öll upp kleinubúlur í útlöndum eða fískisjoppur? Mig dreymir um að við látum útlendingana hér í friði með sína menningu hvort sem hún auðgar okkur eða ekki, svo að þeir geti smátt og smátt gert það upp við sig hvernig íslendingar þeir eru. Auk þess legg ég til að útlend börn á Islandi á öllum aldri fái að læra sitt eigið móðurmál í skólan- um. Höfundur er fræðslufulltrúi þjóðkirkjunnar & Austurlandi. BARNASTIGUR BRUM’S SKÓLAVÖRÐUSTlG B SlMI 552 1461 Falleg lot fyrir börn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.