Morgunblaðið - 03.12.1996, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 51
ÞORDIS
HALLDÓRSDÓTTIR
+ Þórdís Halldórs-
dóttir fæddist
23. október 1909.
Hún lést 22. nóvem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Halldór Hall-
dórsson bóndi í
Sauðholti, f. 26.
október 1868, og
kona hans Þórdís
Jósepsdóttir, f. 17.
júní 1870 á Asmund-
arstöðum í Holtum.
Þórdís var ein af
12 systkinum sem öll
eru látin nema ein
systir Ingibjörg, f.
28. apríl 1903.
Þórdís ólst upp í Sauðholti en
fór um fermingu á Asmund-
arstaði í Holtum til bróður síns
Halldórs og var þar í fjögur ár.
Eftir það hélt hún til Reykjavík-
ur og réð sig í vist og vann á
ýmsum heimilum. Hinn 6. apríl
1933 giftist Þórdís Guðmundi
Guðmundssyni, f. 6.4. 1905,
kaupmanni í Hafn-
arfirði, sem kenndur
var við Olduna. Þau
skiidu árið 1944. Þau
eignuðust einn son,
Guðmund E. Guð-
mundsson (Mugg), f.
8.3. 1934, d. 17.3.
1989. Hann giftist
Ýrr Bertelsdóttur, f.
21.3. 1934, en þau
skildu. Þórdis giftist
Asmundi Steinssyni
frá Vestmannaeyjum
árið 1946 og bjó þar
tii 1952 er þau
skildu. Fluttist hún
þá aftur til Reykja-
víkur og vann ýmis verslunar-
störf þar til hún hóf störf í Kjöt-
búðinni Borg og starfaði þar í
um 30 ár. Síðustu árin bjó hún í
Norðurbrún 1. Þórdís eignaðist
tvö barnabörn og barnabarna-
börnin eru tvö.
Utför Þórdísar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Nú hefur kvatt þessa jarðvist
móðursystir mín Þórdís Halldórsdótt-
ir. Minningarnar hrannast upp og
af mörgu að taka. Fyrstu minningar
af þessari uppáhaldsfrænku minni
voru hve hún var björt og glæsileg.
Hún var svo flott og fín, já, rétt eins
og kvikmyndastjama, enda tekið eft-
ir henni hvar sem hún fór. Ég var
svo lánsamur að fá að vera hjá henni
nokkur sumur er ég var á barns-
aldri, níu ára. Þetta var á árunum
1949-51 enþá bjó hún í Vestmanna-
eyjum, gift Asmundi Steinssyni járn-
smið og kunnum markmanni í Eyjum
á árum áður. Einnig var sonur henn-
ar Muggur á heimilinu. Mér var afar
vel tekið í Eyjum og ekki lét Asmund-
ur sitt eftir liggja og var auðfundið
að hann hafði gaman að þessum
nýja Eyjapeyja, enda mjög barngóður
maður. Eins og gefur að skilja var
margt sem glapti fyrir borgarbarn-
inu. Þetta var allt annar heimur og
svo margt við að vera, þannig að
ekki var alltaf mætt á réttum tíma
í mat. Því þurfti stundum að tala við
strák en allt á bestu nótum, enda
svona aðhald nauðsynlegt. Hitt var
svo annað mál að svengd var ekki
til að dreifa hjá okkur strákunum
því að sjálfsögðu voru þarna garðar
með rófum, gulrótum og radísum en
það var okkar leyndarmál. Ef eitt-
hvað kom fyrir strákinn beið hans
frænkan með faðminn sinn hlýja og
var hún lagin við að kyssa burt tárin
og hugga svo allt varð gott aftur.
Vinnusemi frænku var mjög mikil
og var eldhúsið hennar í raun bakarí
því hún bakaði seydd rúgbrauð og
mallaði í pottum allar nætur. Einnig
gerði hún þær bestu ijómapönnukök-
ur sem til eru. Minn starfi var að
fara með framleiðsluna í búðir sem
seldu fyrir frænku og var ekki laust
við að ég væri öfundaður af því að
vera alltaf í þessum kræsingum. A
þjóðhátíð fór allt á hvolf í bókstafleg-
um skilningi því pönnsurnar voru
framleiddar allan sólarhringinn og
allar seldust jafnharðan. Er hausta
tók og búist var til heimferðar fannst
mér nauðsynlegt að fara heim með
nokkrar lundapysjur til að sýna í
götunni heima. Kvöldið fyrir heim-
ferð voru nokkrar fangaðar og var
ætlunin að fara með þær heim til
Reykjavíkur í skókössum. Vandamál-
ið var hvar ætti að geyma þær yfir
nóttina og varð úr að geytna þær í
stórum opnum kassa á eldhúsgólfinu.
Um nóttina höfðu þær komist upp
úr kassanum og farið um allt eldhús-
ið og skitið út um allt. Frænka tók
þessu með jafnaðargeði og sagði
þetta allt í lagi en hafa ber í huga
að hreinlæti var hennar aðalsmerki
og eldhúsið hennar musteri. Það hlýt-
ur þvt að hafa verið mikið áfall fyrir
hana. Hún minntist aldrei á þetta
við mig og hún var ekkert að erfa
þetta við strákinn sinn.
Árin líða og hún skilur við Ás-
mund og flytur suður eins og sagt
var, vinnur ýmis verslunarstörf og
fer að vinna í Kjötbúðinni Borg og
vann þar á meðan kraftar entust,
enda vel liðin af vinnuveitanda sínum
og viðskiptamönnum. Hún bjó á
ýmsum stöðum í borginni, ýmist með
systrum sínum Settu og Kötu eða
syni sínum Mugg. Á þessum árum
var ég hennar yfirsmiður og flutn-
ingsstjóri og alltaf var það þannig
að hún borgaði margfalt hvert hand-
tak og engu tauti við hana kom-
andi. Sonur hennar stofnar heimili
og eignast dóttur sem ber nafn ömmu
sinnar. Má segja að þar hafi komið
sólargeisli inn í líf hennar og farveg-
ur fyrir ást hennar og umhyggju og
eins er fram liðu stundir er
langömmuböm komu í þennan heim.
Ömmuhlutverkið fór henni vel og í
raun fannst mér hún aldrei breytast
neitt, það var moli hér og moli þar,
alltaf að gefa og hafði gaman af
enda fylgdi hugur máli. Líf hennar
var enginn dans á rósum og má segja
að hún hafi fengið sinn skammt af
mótlæti og ríflega það. Þrátt fyrir
andstreymi hélt hún sínu striki og
bar höfuðið hátt. Aldrei heyrði ég
hana kvarta né öfunda neinn en hún
sagði ætíð: „Þetta blessast einhvern
veginn." Einkasonurinn féll frá 1989
og urðu þá kaflaskil í lífi hennar.
Matseld var hennar ástríða og eldaði
hún af fíngmm fram ótal kræsingar
og var aldrei sparað í efni. Oft
hringdi hún og bað mig að koma og
smakka það sem hún hafði búið til
og útlistaði hvað hún hefði notað.
Bara við að tala um matseld lyftist
brúnin á henni. Jafnvel er hún nú lá
á sjúkrahúsi sagði hún mér frá nýrri
uppskrift sem ég þyrfti að prófa.
Síðustu árin bjó hún í Norðurbrún 1
og þar hélt hún áfram að hræra í
pottum en frænka hélt áfram með
sama magnið svo að í staðinn fyrir
að elda fyrir einn var skammturinn
fyrir fimm til sex. Vinkonur hennar
á hæðinni nutu góðs af og var þetta
Erfidrykkjur
HÓTEL
REYKJAVÍK
Sigtúni 38
Upplýsingar í símum 568 9000 og 588 3550
góður félagsskapur fyrir hana.
Sem ung stúlka nýkomin til borg-
arinnar hafði hún verið í vist hjá
heldra fólki og sagði ætíð að hún
byggi að því alla tíð enda var hand-
bragð hennar á öllum sviðum mjög
til fyrirmyndar. Fætumir fóru að
gefa sig, trúlega vegna langrar stöðu
á köldu gólfi og einnig vegna mikilla
reykinga sem aldrei var hægt að fá
hana ofan af. Frænka var mörgum
gáfum gædd og man ég sérstaklega
eftir frá Eyjaárunum er hún stóð á
stofugólfinu og söng fyrir gesti sína
að þeirra áeggjan. Að sjá og heyra
frænku var meir en lítið ævintýr því
litla stofan breyttist höll og þar sátu
kóngar og drottningar, hertogar og
furstar og allir klöppuðu fyrir henni
og mörg aukalög tekin. Ég hef oft
hugsað um það síðan hvemig stofan
hennar breyttist svona en ég hef
ekki fundið neina skýringu á því.
Þetta voru meðfæddir hæfileikar auk
glæsileikans og hafði fólk á orði að
hún hefði átt að fara til náms í söng.
Af þeim lögum sem hún söng var
henni hugleiknast lagið Dalakofinn
enda textinn Dísulegur. Texti Davíðs
Stefánssonar er hrein perla og þykir
mér rétt að kveðja frænku með
tveimur seinni erindunum
Og meðan blómin anga og sorgir okkar
sofa,
er sælt að vera fátækur, elsku Dísa mín,
og byggja sér í lyngholti lítinn dalakofa
við lindina, sem minnir á bláu augun þín.
Ég elska þig; ég elska þig og dalinn, Dísa,
og dalurinn og §öllin og blómin elska þig.
í norðri brenna stjörnur, sem veginn okkur
vísa,
og vorið kemur bráðum..., Dísa, kysstu
mig.
Hafðu þökk fyrir allt. Blessuð sé
minning þín.
Magnús Þórðarson.
Elsku Þórdís mín. Ég þakka þér
fyrir samverustundimar, sem voru
alltof fáar. Þú varst svo hreinskilin
og heilsteypt. Ég sakna þín.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning þín.
Sigríður Sigurðardóttir.
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, faUegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
í síma 5050 925
og 562 7575
FLUCLEIÐIR
ÍIÓTEL LUFTLEIÐI It
t
Ástkær móðir okkar,
RAGNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR,
Rauðafelli
Austur-Eyjafjöllum,
lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, föstudaginn
29. nóvember.
Börn hinnar látnu.
t
Ástkær eiginmaður, sonur, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR KRISTINN
SKÚLASON,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju
mánudaginn 9. desember kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent
á heimahlynningu, Skógarhlið 8.
Anna Lísa Jóhannesdóttir,
Heiðveig Björg Árnadóttir,
Kristrún Sigurðardóttir, Jens Þorsteinsson,
Elsabet Sigurðardóttir, Hörður Sævar Hauksson,
Skúli Sigurðsson, Ragna Þorvaldsdóttir,
Erla K. Sigurðardóttir, Bjarki Þ. Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir, afi og langafi,
HÖSKULDURÁGÚSTSSON
fyrrv. yfirvélstjóri,
Hlaðhömrum,
Mosfellsbæ,
sem lést sunnudaginn 24. nóvember,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 4. desember, kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent
á Oddssjóð á Reykjalundi.
Áslaug Ásgeirsdóttir,
Ásgerður Höskuldsdóttir, Ólafur Haraldsson,
Anna M. Höskuldsdóttir, Gunnar Kristjánsson,
Helga Höskuldsdóttir, Guðmundur Sigurðsson,
Áslaug Höskuldsdóttir, Albína Thordarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Alúðarþakkir fyrir hlýhug og samúð
vegna fráfalls ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, systur og ömmu,
GUÐLAUGAR ÓSKAR
GUÐMUNDSDÓTTUR.
Sigurborg Þóra Jóhannesdóttir, Iftikar Qazi,
Karvel Hólm Jóhannesson, Guðfinna D. Arnórsdóttir,
Sturlaug Rebekka Rut Jóhannesdóttir, Godson Anuforo,
Kjartan Guðmundsson
og barnabörn.
t
Alúðarþakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför
ÞÓRHALLS SIGURJÓNSSONAR,
Hrauntungu 43,
Kópavogi.
Sigrfður Pétursdóttir
og fjölskylda.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts
VIKTORS G.A.
GUÐMUNDSSONAR
veggfóðrarameistara.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild
1-A, Landakotsspítala fyrir góða
umönnun og hlýtt viðmót.
Alma Guðmundsson
og f jölskylda.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
JÓNÍNU KRISTÍNAR
GUNNARSDÓTTUR,
Eskihh'ð 8,
Reykjavík.
Elsa Rúna Antonsdóttir, Eyjólfur Björgvinsson,
Gunnar Halldór Antonsson,
Anton Eyjólfsson.